Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 6
6 14. október 2004 FIMMTUDAGUR Samkeppnisstofnun vill breytingu á auglýsingum: Orkan ætlar fyrir dómstóla SAMKEPPNISMÁL Orkan ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólum, að sögn Gunnars Skaptasonar for- stjóra, ef samkeppnisyfirvöld halda því til streitu að fyrirtækið hætti að auglýsa með þeim hætti sem það hefur gert. Olís, Atlantsolía og Ego höfðu sent Samkeppnisstofnun erindi þar sem kvartað var yfir auglýs- ingum Orkunnar þar sem notuð væru orðin „ódýrast“ og „miklu ódýrara.“ Samkeppnisstofnun leitaði álits auglýsinganefndar, ráðgjaf- arnefndar samkeppnisráðs, sem komst að þeirri niðurstöðu að Orkan hafi ekki sýnt fram á að al- mennt sé verð á Orkustöðvunum „ódýrast eða miklu ódýrara sam- anborið við alla keppinauta“. Aug- lýsingarnar standist því ekki ákvæði 20. og 21. greinar sam- keppnislaga. Undir þetta tók Samkeppnis- stofnun og beindi í gær þeim til- mælum til Orkunnar, að hætta að auglýsa með ofangreindum hætti. Þá tilkynnti stofnunin að málið yrði lagt fyrir samkeppnisráð til ákvörðunar. ■ Verkalýðsfélögin takast á um gjöld Starfsmenn í Leifsstöð vilja greiða félagsgjöld til verkalýðsfélags í Sand- gerði. Vinnuveitandinn greiðir þau hins vegar til félags í Keflavík. For- maðurinn í Sandgerði sakar formanninn í Keflavík um stuld. KJARAMÁL Óánægja er meðal fé- lagsmanna í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir fé- lagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöru- skemmu. Flestir þeirra eru skráð- ir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félags- gjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félags- ins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Sandgerðis, segir allt á suðu- punkti hjá starfsmönnum IGS. „Þessir menn eru skráðir félags- menn í Sandgerði og atvinnurek- andanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæð- is Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir lin- kind í kjaraviðræðum.“ Baldur segir Kristján Gunn- arsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. „Sam- starfsviljinn hjá Kristjáni er eng- inn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður.“ Einstaklingur sem var trúnað- armaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lög- maður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. „Vinnu- veitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða fé- lagsgjöldin eitthvert annað.“ Kristján Gunnarsson, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir fé- lagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Kefla- vík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundinn við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landa- mörkum. ghg@frettabladid.is Of fáir hjúkrunarfræðingar: Fresta þurfti aðgerðum ÍRLAND, AP Barnaspítali í Dublin er svo illa haldinn af skorti á hjúkr- unarfræðingum að hann hefur tví- vegis þurft að fresta hjartaað- gerðum á börnum síðustu daga. Spítalinn sætir rannsókn yfir- valda vegna láts tveggja ára stúlku í júní í fyrra. Hún lést degi eftir að hjartaaðgerð sem hún átti að gangast undir var frestað. Skortur á hjúkrunarfræðing- um er ekki bundinn við barnaspít- alann í Dublin. Gagnrýnt hefur verið að hjúkrunarfræðingar fái lítið borgað og því hefur þurft að sækja fleiri þúsund hjúkrunar- fræðinga til láglaunalanda. ■ Umhverfisnefnd: Verði kynnt verksmiðjan UMHVERFISMÁL Margrét Sverris- dóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í umhverfis- og heil- brigðisnefnd Reykjavíkur, hef- ur farið fram á að nefndin fái formlega kynningu á úrskurði Skipulagsstofnunar sem heimil- aði byggingu Rafskautaverk- smiðju í Hvalfirði. Landvernd hefur kært úrskurðinn þar sem starfsemi verksmiðjunnar valdi mikilli losun svokallaðra PAH- efna, sem séu krabbameinsvald- andi efni. Vísaði hún auk þess í upplýsingar sem fram komu í opnu bréfi Odds Benediktssonar prófessors til umhverfisráð- herra um aukna mengun á höf- uðborgarsvæðinu. ■ Suðurnesjamenn: Fari veikir á sjóinn SJÁVARÚTVEGUR Í nýjum ráðning- arsamningi sem útgerðarfélagið Þorbjörn-Fiskanes á Suðurnesj- um hefur boðið sjómönnum er ákvæði um að „ekkert mæli á móti því“ að veikur maður haldi út á sjó með skipi sínu ef ljóst má vera að hann verði orðinn vinnufær innan örfárra daga. Hermann Magnús Sigurðs- son, formaður Sjómanna- og vél- stjórafélags Grindavíkur segir klárt að með ákvæðinu séu lög brotin. „Það er ekki hægt að taka með þessu móti af fólki grundvallarmannréttindi svo sem möguleikann á aðgangi að heilbrigðisþjónustu í veikind- um,“ segir hann og furðar sig á að nokkur maður skuli taka í mál að skrifa undir slíka samn- inga. - óká ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvað vann íslenska unglingalandslið-ið það sænska með miklum mun á þriðjudaginn var? 2Gera fjárlög ráð fyrir hækkun barna-bóta á næsta ári? 3Hvað heitir sjómaðurinn sem vann ívikunni mál gegn ríkinu fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu og fékk snúið dómi Hæstaréttar? Svörin eru á bls. 46 BRUTU NÍU RÚÐUR Níu rúður voru brotnar í grunnskóla Snæ- fellsbæjar á Hellissandi aðfara- nótt sunnudagsins síðasta. Lög- reglan á Snæfellsnesi er langt komin með að upplýsa málið en þegar hafa þrír unglingspiltar ját- að að eiga þátt í rúðubrotunum. STÁLU ÁFENGI OG TÓBAKI Brotist var inn á veitingastaðinn Svörtu- loft á Hellissandi aðfaranótt sunnudags. Stolið var talsverðu af áfengi og tóbaki auk þess sem nokkrar skemmdir voru unnar. ÁHEYRNARPRÓF Fjöldi barna vill komast að hjá Leikfélagi Akureyrar. Leitað að Óliver: Sviðið seiðar LEIKLIST Börn fylltu Samkomuhús- ið á Akureyri í gær þegar skráð var í áheyrnarprufur fyrir söng- leikinn um Óliver Tvist sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir um jólin. Sjálfar prufurnar fara fram á laugardag. Leitað er að krökkum sem geta ýmist leikið, sungið eða dansað eða jafnvel allt í senn. Spenna ríkti meðal barn- anna sem flest nutu aðstoðar mæðra sinna við skráninguna. Hafa þau haft rúman tíma til undirbúnings enda uppihald í náminu. - bþs AUGLÝSINGASTRÍÐ Olís, Ego og Atlantsolía hafa öll kvartað undan auglýsingum Orkunnar til sam- keppnisyfirvalda. BALDUR G. MATTHÍASSON Baldur er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis en fær ekki að greiða fé- lagsgjöld í eigið félag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR B IR G IS SO N 06-07 13.10.2004 20:10 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.