Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 14. október 2004 Könnun Sameinuðu þjóðanna: Íbúar Afríku telja álfuna illa rekna AFRÍKA, AP Afríkubúar gáfu ríkis- stjórnum í 28 löndum heimsálfunn- ar slæma einkunn í opinberum rekstri í könnun sem gerð var meðal 50 þúsund fjölskyldna og tvö þúsund sérfræðinga. Könnunin var unnin fyrir tilstuðlan Sam- einuðu þjóðanna og er sú fyrsta sinnar tegundar. Íbúar heimsálfunnar gagn- rýndu ríkisstjórnir landa sinna fyrir spillingu, lélegt skattakerfi og skort á opinberri þjónustu fyrir borgarana. Þá þóttu þjóðþing ríkj- anna of veikburða og jafnframt var bent á að tilraunir yfirvalda til að efla réttarkerfi margra landa hefðu mistekist. Einnig var deilt á yfirvöld fyrir að bregðast í barátt- unni gegn alnæmi og þóttu þau ekki leggja sig nægilega fram við útbreiðslu tækninýjunga. Forsætisráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi, segir að góðir stjórnunarhættir séu lykillinn að framförum í fátækustu heimsálfu heimsins. Afrísk ríki skulda um 245 millj- arða evra, eða 22 þúsund milljarða íslenskra króna. Framleiðsla þjóða Afríku nemur um tveimur prósent- um af heimsframleiðslu. Fjárfest- ing í álfunni hefur minnkað niður í um 800 milljarða á ári. Alnæmi gerir erfitt um vik að efla efnahagsvöxt og framþróun í Afríku. Rúmlega 26 milljónir Afríkubúa eru sýktar af alnæmi og talið er að 15 milljónir hafi látist úr sjúkdómnum. ■ AFRÍKA ER FÁTÆKASTA HEIMSÁLFAN Ríki Afríku eru skuldum vafin. Alls nema skuldirnar um 22 þúsund milljörðum íslenskra króna en ársframleiðslan er tvö prósent af heimsframleiðslu. lýsa neytendur heldur móta skoð- anir almennings. Ég rek vaxandi hörku í stjórnmálum í Bandaríkj- unum, Frakklandi og Bretlandi meðal annars til þessa. Ekki síst hörku í garð arabaheimsins, og því miður beina menn spjótum að honum með það að yfirvarpi að þarna sé uppspretta hryðjuverka. Það var miklu nær að líta á Sádi- Arabíu og Pakistan en Írak til dæmis. Það er hræðilegt að horfa upp á hvernig stjórnvöld hafa alið á ótta í garð araba og margir fjöl- miðlar hafa verið þægt verkfæri.“ a.snaevarr@frettabladid.is JACQUES JULLIARD Bandaríska pressan var fyrirmynd alls heimsins hvað varðar sjálfstæði og fagleg vinnubrögð. KERRY OG BUSH George Bush Bandaríkjaforseti (til hægri) og John Kerry, öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi Demókrata, hafa tekist á í röð sjónvarpskappræðna undan- farna daga, þær síðustu fóru fram í nótt, en þá tókust þeir á um innanlandspólitík. AP M YN D /G ER AL D H ER B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Félagar í Vöku: Afgreiði ekki Sólbak EA-7 KJARADEILUR Stjórn Verkalýðsfé- lagsins Vöku beinir þeim tilmæl- um til félagsmanna sinna að af- greiða ekki Sólbak EA-7 komi skipið til hafnar á Siglufirði. Stjórnin lýsir yfir fullum stuðn- ingi við aðgerðir Sjómannasam- bands Íslands vegna „svokallaðra ráðningarsamninga Útgeðarfé- lagsins Sólbaks ehf. við sjómenn á Sólbak EA-7. Stjórn Vöku harmar að útgerðin skuli geta fengið lögreglu í lið með sér í þessum aðgerðum og skuli geta fengið sett lögbann á hugsanlegar að- gerðir,“ segir í yfirlýsingu verka- lýðsfélagsins. - óká 18-19 13.10.2004 19:09 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.