Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 48
32 14. október 2004 FIMMTUDAGUR MÖRKIN 0-1 Henrik Larsson 24. 0–2 Marcus Allback 27. 0–3 Henrik Larsson 39. 0–4 Christian Wilhelmsson 45. 1–4 Eiður Smári Guðjohnsen 66. DÓMARINN Massimo Busacca Góður BESTUR Á VELLINUM Christian Wilhelmsson Svíþjóð TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–12 (3–7) Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 15–22 Rangstöður 4–3 GÓÐIR HJÁ ÍSLANDI Hermann Hreiðarsson Íslandi Brynjar Björn Gunnarsson Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen Íslandi Hjálmar Jónsson Íslandi ÍSLAND 1–4 SVÍÞJÓÐ FÓTBOLTI Íslenska landsliðið olli miklum vonbrigðum á Möltu á laugardag og fyrir leikinn gegn Svíum í gær talaði Eiður Smári um að að liðið skuldaði þjóðinni og sér sjálfu góða frammistöðu gegn Svíum. Það er eins gott að Eiður er vel efnaður því hann og ís- lenska landsliðið skulda þjóðinni ansi mikið eftir hörmungarnar sem þeir buðu upp á gegn Svíum í gær. Eftir ágæta byrjun á leiknum þar sem íslenska liðið varðist grimmilega, og skipulega, í anda Maltverjanna sem því þótti of varnarsinnaðir, hrundi varnar- leikur liðsins eins og spilaborg. Sænsku snillingarnir opnuðu ís- lensku vörnina eins auðveldlega og mjólkurfernu og tóku að raða inn mörkum. Henrik Larsson var fyrstur á blað er hann skallaði í netið af stuttu færi en Kristján Örn Sigurðsson lét það eiga sig að dekka Larsson og spilaði furðu- lega rangstöðutaktík á Svíann knáa. Næst var komið að Marcusi Allback en hann fylgdi eftir skoti Larssons, sem Árni Gautur varði vel, og skoraði auðveldlega í tómt markið. Larsson stakk síðan ís- lensku vörnina af sex mínútum fyrir leikhlé og kláraði færið af stakri snilld. Gestirnir létu ekki þar við sitja því aðalkonfektmol- inn var eftir en hann kom frá manni leiksins, Christian Wil- helmsson, er hann tók boltann á lofti utan teigs og hamraði honum í netið með viðkomu í stönginni. Stórkostlegt mark og stórkostlega frammistaða Svíanna í fyrri hálf- leik þar sem þeir hreinlega jörð- uðu íslenska liðið. Þeir héldu sig síðan aðeins til baka í seinni hálfleiknum, gíruðu sig niður í annan gír og höfðu það frekar huggulegt. Það verður ekki tekið af íslenska liðinu að það sýndi nokkurn karakter í seinni hálfleik en það var of lítið og of seint. Eiður Smári skoraði gull af marki 25 mínútum fyrir leikslok en lengra komst íslenska liðið ekki. Það var fátt um fína drætti í íslenska liðinu í gær. Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen komust nokkuð vel frá sínu og innkoma Hjálmars Jónssonar var með miklum sóma. Aðrir áttu dapran dag – sumir daprari en aðrir. Það þarf ekkert að velkjast í vafa um það að við mættum miklu sterkara liði í gær en sú afsökun ein og sér dugir ekki til þess að breiða yfir lélega frammistöðu ís- lenska liðsins á þessu ári. Liðið er búið að spila níu leiki – vinna einn, gera tvö jafntefli og tapa sex. Markatalan er þar að auki ellefu mörk í mínus – 10-21. Eini leikur- inn sem unnist hefur á árinu er vináttuleikur gegn Ítölum sem skipti nákvæmlega engu máli. Þegar fjórar umferðir eru búnar í riðlinum situr íslenska liðið á botninum með eitt stig og marka- töluna 4-10. Það er því miður eng- an veginn ásættanlegur árangur. Ekki einu sinni fyrir litla Ísland sem ætlaði sér nú einu sinni stóra hluti í þessum riðli. Þær skýja- borgir voru greinilega byggðar á mjög veikum grunni. Vissulega erum við lítil þjóð sem á fáa frambærilega knatt- spyrnumenn. En við getum gert miklu betur en við höfum sýnt á þessu ári. Það sýndi sig í síðustu keppni. Leikur liðsins hefur vald- ið vonbrigðum í öllum leikjum þessa riðils. Sóknarleikurinn hef- ur verið máttlítill, miðjan slök og vörnin hriplek sem gengur engan veginn hjá liði eins og Íslandi. Það er nú einu sinni þannig að í knattspyrnuheiminum eru menn dæmdir af verkum sínum og öll þau verk sem Ásgeir og Logi hafa sett upp á þessu ári hafa fengið falleinkunn. Því verður það að teljast með ólíkindum ef forysta KSÍ skiptir ekki um menn í brún- ni núna. Þeir félagar eru komnir á leiðarenda. Við erum úr leik í þessum riðli og þar sem það er langt í næsta leik væri þjóðráð hjá Eggerti Magnússyni að hleypa nýjum manni að sem gæti notað þá leiki sem eftir eru í þessum riðli til þess að undirbúa slaginn í næstu keppni. henry@frettabladid.is MARK HJÁ EIÐI SMÁRA Eiður Smári Guðjohnsen sést hér hleypa af þrumuskotinu sem endaði í marki sænska liðsins á 66. mínútu leiksins í gærkvöld án þess að sænski varnarmaðurinn Teddy Lucic kæmi vörnum við. Fréttablaðið/Vilhelm Vörnin minnti á ónýtan volvo Sænska landsliðið tók það íslenska í kennslustund á Laugardalsvelli í gær. Þeir kláruðu leikinn á aðeins 45 mínútum og gátu leyft sér að hafa það huggulegt í síðari hálfleik. 1. deild kvenna í gær: Naumt hjá Grindavík KÖRFUBOLTI Grindavík vann nauman þriggja stiga sigur, 44-41, í Njarð- vík í annarri umferð 1. deildar kvenna í körfubolta sem hófst með tveimur leikjum í gær. Grindavík hafði sex stiga forskot í hálfleik, 24-30 en jafnt var eftir þriðja leikhlutann, 34-34, eftir að Njarðvíkurliðið hafði skorað tíu stig í röð og komist yfir í 34-32. Í lokaleikhlutanum voru gestirnir hinsvegar sterkari og unnu að lok- um þriggja stiga sigur. Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 11 stig og stal 6 boltum hjá Grindavík, Erla Þorsteinsdóttir var með 9 stig og 7 fráköst og Petrúnella Skúladóttir var með 9 stig á 16 mínútum. Hjá Njarðvík skoraði Helga Jónasdóttir 13 stig og tók 17 frá- köst, Jamie Woudstra var með 11 stig og 13 fráköst og Díana B. Jónsdóttir bætti við 7 stigum. Grindavík hefur unnið fyrstu tvo leiki sína en Njarðvík er enn án sigurs en sýndu aftur á móti mun betri leik en í fyrstu umferð þeg- ar þær töpuðu stórt fyrir Kefla- vík. Keflavík vann 17 stiga sigur á Haukum, 77-60, í tímamótaleik Önnu Maríu Sveinsdóttur sem var með 16 stig og 11 fráköst í sínum 300. deildarleik í efstu deild. Haukaliðið stóð í heimstúlkum framan af leik, Keflavík hafði tvö stig yfir eftir fyrsta leikhluta, 20- 18 en munurinn var kominn upp í 11 stig í hálfleik, 39-28. Keflavík hafði síðan mjög góð tök á leikn- um í seinni hálfleik. Reshea Bristol var stigahæst hjá Keflavík með 23 stig, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta, Rannveig Randversdóttir var með 12 stig, 9 stolna bolta, 8 stoðsend- ingar og 6 fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir bætti við 12 stig- um og 17 fráköstum Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir með 22 stig, 17 fráköst og 7 stoðsending- ar, Pálína Gunnlaugsdóttir kom henni næst með 13 stig, Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 8 og Hanna Hálfdánardóttir skoraði 6 stig og tók 6 fráköst. ■ Sími 562-3811 15% afsláttur af öllum vörum fimmtudag, föstudag, laugardag Nýtt kortatímabil Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði Íslands, styður landsliðsþjálfarana heilshugar: Allt tal um þjálfaraskipti út í hött FÓTBOLTI Fréttablaðið ræddi við Eið Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska liðsins, eftir leikinn í gær og hann var fyrst spurður hvort úrslitin væru ekki gríðarleg von- brigði. „Jú, það er eiginlega frekar vægt til orða tekið. Við vorum búnir að gera okkur miklar vonir og væntingar og þetta var svona allt í lagi framan af, vorum ágæt- lega skipulagðir og þeir voru ekki að skapa neitt mikið. Siðan sýnd- um við visst reynsluleysi og vor- um kannski eitthvað taugaveikl- aðir. Alla veganna brotnuðum við niður eftir fyrsta markið og það sást þá bersýnilega hversu brot- hætt sjálfstraustið í liðinu er – það má ekki mikið út af bera – þannig er það nú bara. En við sýndum þó alla vega stolt í seinni hálfleik og sýndum að við ætluðum ekki að láta niður- lægja okkur neitt enn meira, ætl- uðum í það minnsta að tapa með sæmd, ef það er á annað borð hægt,“ sagði Eiður Smári Sat Möltuleikurinn í ykkur? „Auðvitað gerði hann það, við fórum í þann leik til að ná okkur í sjálfstraust, því það vantaði nátt- úrulega en náðum því ekki. Það var mikið fjallað um þann leik og mikið hamrað á honum og það fór náttúrulega ekki framhjá okkur heldur. Ég held að það sé ljóst að okkur tókst ekki að hrista þann leik af okkur. Að sjálfsögðu erum við ósáttir með gengið hingað til en við eigum þó mun meira inni og vonandi fellur þetta aðeins meira með okkur það í þeim leikj- um sem eftir eru. Við erum komn- ir niður á lægsta plan og leiðin getur ekki annað en legið upp á við.“ Er ekki kominn tími á að skipta um þjálfara, er það ekki deginum ljósara? „Nei, allt tal um þjálfaraskipti á þessum tímapunkti er út í hött og einungis til þess fallið að eyði- leggja liðið frekar. Við megum ekki við því.“ Líður hræðilega „Mér líður hræðilega og veit ekki hvort ég er að koma eða fara,“ sagði örþreyttur Hermann Hreiðarsson eftir leikinn við Sví- þjóð. Líkt og flestir aðrir leik- menn liðsins stoppaði Hermann ekki allan leikinn en það dugði skammt gegn frísku liði Svía. „Þetta var hræðilegt vegna þess að við vorum að komast inn í leik- inn og öðlast sjálfstraust þegar þeir skora fyrsta markið sitt. Þá hrundi þetta hjá okkur um tíma og við komumst í raun aldrei inn í leikinn aftur. Ég er mjög svekktur því við vorum allir af vilja gerðir.“ ■ GRÍÐARLEG VONBRIGÐI Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska liðsins, var að vonum vonsvikinn eftir leikinn gegn Svíum í gærkvöld og sagði úrslitin vera gífurleg von- brigði. Fréttablaðið/Teitur 48-49 (32-33) Sport 13.10.2004 22:35 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.