Fréttablaðið - 23.10.2004, Side 15

Fréttablaðið - 23.10.2004, Side 15
LAUGARDAGUR 23. október 2004 Ilúks pylsur á Lækjartorgi Skúli Einarsson var 53 ár á sjó. Kom í land fyrir tæpum áratug og hefur unnið síðustu ár á sameigin- legri skrifstofu Matsveinafélags Íslands og Sjómannafélags Reykjavíkur. Þar sinnir hann ýmsum störfum í náinni sam- vinnu við þá Jónas Garðarsson og Birgi Hólm Björgvinsson hjá Sjó- mannafélaginu. „Það er mikið fjör hérna hjá okkur og við skiptumst á skoðunum um margvísleg mál.“ Af gamansemi kallar Skúli þá félagana hina heilögu þrenningu. „Ég var nú ekki alltaf á sjónum heldur kom stundum í land og vann aðeins á hótelum. Ég var á KEA, Laugarvatni og Þrestinum í Hafnarfirði. Svo átti ég pulsuvagn á Lækjartorgi um skeið, ansi hreint góðan. Ég kallaði hann Ilúks sem er Skúli aftur á bak, nafnið gerði stormandi lukku.“ Hann segir reksturinn hafa geng- ið ágætlega, pulsurnar hafi selst vel, ekki síst á 17. júní. „Svo dróst þetta saman þegar fólk fór í út- hverfin.“ Samkeppnin var hörð, þrír vagnar voru á torginu þegar mest var en Skúli kvartaði ekki. Og hann stóð oft vaktina sjálfur og gætti þess að allt gengi vel fyrir sig. „Stúlkunum sem unnu hjá mér fannst ég standa of mikið yfir þeim og kvörtuðu meira að segja við konuna mína. En maður verður að veita fólki aðhald. Þetta er þannig bisness.“ Veiðum hval og seljum inn Skúli var á tíu hvalvertíðum og langar út aftur. „Minn æðsti draumur er að fara einn túr á hvalbáti áður en yfir lýkur hjá mér,“ segir hann og vill helst byrja að skjóta eins og skot. „Það var reyndar tóm vitleysa að hætta hvalveiðunum á sínum tíma. Ég skil það bara ekki.“ Skúli blæs á sjónarmið þeirra sem segja ferðaþjónustuna hrynja verði hvalveiðar hafnar á ný. „Það var alltaf fjölmennt við Hvalstöðina og stundum var ekki hægt að skera hvalinn fyrir rútum og fólki sem var að forvitnast um þetta, sjá hvernig þetta var gert. Þarna átti bara að setja upp bekki og veitingasölu og selja svo að- gang. Það væri alltaf fullt þarna. Fólki þykir gaman að sjá þegar verið er að verka hvalinn.“ Skúli gefur kost á sér í em- bætti formanns Matsveinafélags Íslands. Ekki hefur borist mót- framboð og ólíklegt að það gerist. Það má því telja líklegt að hann hreppi hnossið. „Ég ætla að láta ferska vinda leika um félagið og vil efla það. Ég vil fá fleiri félags- menn, menn sem vinna þessi störf en búa úti á landi eiga að vera í fé- laginu. Að því mun ég vinna.“ Kjarasamningar hafa verið lausir frá áramótum og er unnið að gerð nýrra en gengur hægt. Mun meiri hraði er á Skúla sem byrjar daginn á að fara í laugarn- ar og hellir sér svo upp á góðan kaffisopa þegar á skrifstofuna er komið. Að afloknum fjörlegum samræðum hinnar heilögu þrenn- ingar um landsins gagn og nauð- synjar tekur við daglegt amstur. „Svo fer ég heim og elda og hugsa. Ég hugsa um framtíðina og það er engan bilbug á mér að finna,“ segir Skúli Einarsson matsveinn. bjorn@frettabladid.is Ný kirkja Íslensku Kristskirkj- unnar verður helguð við athöfn klukkan tvö á morgun. Húsið er að Fossaleyni 14 í Grafarvogi en söfnuðurinn festi sér það fyrir tæpu ári. Þá var það skemma en nú kirkja. Húsasmiðjan og Egils- höll standa meðal annars við götuna. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð fyrir sjö árum og er lúth- erskur fríkirkjusöfnuður. Safnað- arpresturinn, Friðrik Schram, segir söfnuðinn í litlu frábrugðinn þjóðkirkjunni nema hvað frjáls- ræðið sé meira. „Kennilega skilur okkur ekkert frá þjóðkirkjunni en við erum ekki bundin ýmsum helgisiðum hennar sem gera hana svolítið hægfara.“ Sem dæmi nefnir Friðrik að lítið sé um hinn hefðbundna gamla sálmasöng, frekar sé notast við nútímalega tónlist í helgihaldinu. Þá predikar presturinn öllu jafna í jakkafötum og skrýðist ekki nema við sérstök hátíðleg tækifæri. Á þriðja hundrað manns eru í Íslensku Kristskirkjunni og rúm- ast söfnuðurinn vel í nýju kirkj- unni. Fjölgi í framtíðinni verður byggt við. Friðrik er afar sæll með nýju húsakynnin og ekki síð- ur þann fjölda bílastæða sem fylg- ir. Erfitt var að fá stæði á gamla staðnum á Bíldshöfðanum þar sem bílasölurnar í nágrenninu breiddu heldur freklega úr sér. - bþs Íslenska Kristskirkjan í nýtt kirkjuhús: Næg bílastæði FRIÐRIK SCHRAM SAFNAÐARPRESTUR „Kennilega skilur okkur ekkert frá þjóð- kirkjunni.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 14-15 (24klst) 22.10.2004 19:21 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.