Fréttablaðið - 23.10.2004, Síða 24

Fréttablaðið - 23.10.2004, Síða 24
Stórhuga flugfélag Fjárfesting Flugleiða í gær í breska flugfélaginu Easy Jet kom mörgum á óvart enda var um stóran bita að ræða. Fjárfestingin nam ríflega sex milljörð- um króna en verðmæti Easy Jet er nálægt sjötíu. Það er því hæpið að Flugleiðir hyggist gleypa næst stærsta lággjaldaflugfélag í heimi. Að minnsta kosti ekki í bráð. Fyrirboði nýrra tíma Það má hins vegar greina að Flugleiðir hyggj- ast láta meira en áður til sín taka í fjárfesting- um. Í tilkynningu frá félaginu vegna kaupanna í gær segir að Flugleiðir séu fjárfestingarfé- lag sem kaupi meðal ann- ars í flugrekstri. Þetta gefur til kynna að Hannes Smára- son, stjórnarformað- ur og helsti eigandi, ætli ekki að láta Flugleiðum nægja flugrekstur heldur gæti fyrirtækið orðið umsvifamikið á ýms- um sviðum fjárfestingar. Sérfræðingar á markaði eru misbjartsýnir á þessa nýju stefnu enda er ein- faldara fyrir fjárfesta að átta sig á fyrirtækjum sem einbeita sér að eigin rekstri heldur en þeim sem taka upp fjárfestingarbankastarfsemi sem hliðar- grein. Vandræði í dýrri prentsmiðju Morgunblaðið er nú prentað í nýrri og glæsilegri prentsmiðju fyrirtækisins við Rauðavatn. Kostnað- ur við prentsmiðjuna er sagður vera vel á þriðja milljarð króna. Það hefur vakið athygli að nú á fyrstu vikum eftir að prentsmiðjan fór í notkun hefur verið töluvert um bilanir og seinkanir á prentun. Vera má að þetta séu byrjun- arörðugleikar sem fljótlega ráðist fram úr en líklegt er að eigend- ur prentsmiðjunnar hafi búist við hnökralausri frammi- stöðu miðað við þá fjárfestingu sem í var lagt. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3820 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 399 Velta: 4.835 milljónir -0,18% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Líftæknisjóðurinn birti níu mánaða uppgjör í gær. Fyrirtækið tapaði 16,8 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins. Í fyrra var tapið á sama tíma 155 milljónir. Ingimundur Sigurpálsson, fyrrum forstjóri Eimskips og bæj- arstjóri í Garðabæ, hefur verið ráðinn forstjóri Íslandspósts. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 4,4 milljarðar. Töluverð lækkun var á hluta- bréfaverði í Bandaríkjunum í gær. Skömmu fyrir lokun hafði Dow Jones lækkað um tæpt prósent en Nasdaq um tæp tvö prósent. Olíuverð hækkaði í gær. Tunn- an fór í 55,4 Bandaríkjadali síð- degis í gær og hefur verðið aldrei verið hærra. 24 23. október 2004 LAUGARDAGUR Flugleiðir keyptu 8,4 pró- sent í næst stærsta lággjalda- flugfélagi Evrópu í gær. Hluturinn kostaði 6,2 millj- arða króna. Stjórnarformað- urinn segir þetta hluta af fjárfestingarstefnu félagsins og segir að um langtímafjár- festingu sé að ræða. Flugleiðir hafa keypt 8,4 prósent í breska lággjaldaflugfé- laginu EasyJet. Easyjet er næst stærsta lággjaldaflugfélag Evr- ópu og var velta þess á síðasta ári tæplega milljarður punda (126 milljarðar króna) eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Flugleiðum. Breskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að háværar sögusagnir væru um að íslenskt flugfélag hefði verið að safna að sér hlutum í EasyJet. Talsmenn Avion Group könnuðust ekki við málið og tals- menn Iceland Express sögðu sömuleiðis að ekki væri um þá að ræða. Skömmu eftir lokun mark- aðar í gær barst svo tilkynning frá Flugleiðum um að það hefði staðið fyrir kaupunum. Flugleiðir hafa nýverið til- kynnt um sölu á nýju hlutafé fyrir allt að tíu milljarða króna. Þá hefur komið fram í máli for- svarsmanna fyrirtækisins að þeir hyggi á útrás. EasyJet er metið á tæplega sjötíu milljarða króna og er hlutur Flugleiða því um sex milljarða virði. Sögusasgnirnar um áhuga ís- lensks fjárfestis á EasyJet urðu til þess að hlutabréfaverð tók kipp upp á við í gær. Hlutabréf í félaginu hækkuðu um ríflega sextán prósent í viðskiptum í gær. Þrátt fyrir það er verð á hluta- bréfum félagsins enn nálægt sögulegu lágmarki eftir að hafa tekið mikla dýfu í vor. Í tilkynningunni frá Flugleið- um segir að kaupin séu liður í fjárfestingarstefnu félagsins sem er meðal annars að kaupa í fyrir- tækjum sem starfa í greinum sem Flugleiðir hafa sérþekkingu á. „Við höfum því haft augun opin fyrir fjárfestingakostum tengd- um flugrekstri, þar sem við telj- um okkur hafa mesta þekkingu. Við teljum að rekstur EasyJet sé grundvallaður á góðri viðskipta- hugmynd og eigi sér bjarta framtíð,“ segir Hannes Smárason stjórnarformaður. Fram kemur hjá Flugleiðum að litið sé á kaup- in sem framtíðarfjárfestingu. Undanfarið hafa borist já- kvæðar fréttir frá EasyJet meðal annars um að farþegarfjöldi hafi aukist um fjórðung í september frá því í fyrra. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 51,00 - ... Bakkavör 28,70 +0,88 ... Burðarás 14,40 -0,35% ... Atorka 5,55 +1,83% ... HB Grandi 7,40 - ... Íslandsbanki 11,70 +0,86% ... KB banki 500,00 -0,60% ... Landsbankinn 14,60 -0,34% ... Marel 51,90 -0,19% ... Medcare 6,05 - 0,82% ... Og fjarskipti 3,80 +1,33% ... Opin kerfi 27,00 +0,75 ... Sam- herji 13,00 - ... Straumur 9,90 +0,51% ... Össur 95,00 +0,53% Keyptu í EasyJet SÍF 13,86% SH 3,75% Þormóður Rammi 3,33% Kaldbakur -1,10% Jarðboranir -0,92% Hlutabréfasj. Búnaðarb. -0,87% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Fyrirtæki hugsa sér til hreyfings Ástand að skapast hér á landi sem rekur iðnfyrirtæki til að flytja starfsemi sína til út- landa. Gengi krónunnar og launaþróun ráða þar mestu. Það er að skapast mikil hætta á því að íslensk iðnaðar- og hátækni- fyrirtæki flytji starfsemi sína til útlanda. Þetta er mat Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka iðnaðarins. „Ég er bara að benda á hættuna því þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar,“ segir Vilmundur. „Dönsk og bresk hátæknifyrirtæki flytjast í nokkrum mæli til Indlans þar sem þau fá vel menntað en ódýrt starfsfólk. Íslensk fyrirtæki kunna að fara sömu leið.“ Hann segir hefðbundin iðnfyrirtæki þegar hafa ákveðið að færa sig um set. Þar fer Hampiðjan fremst í flokki, á milli hundrað og tvö- hundruð störf tapast hér á landi með flutningi Hampiðjunnar. Hann segir slík fyrirtæki sækja til Eystrasaltsríkjanna og í fram- tíðinni fari þau eflaust til Úkraínu og Hvíta-Rússlands þar sem vinnu- aflið sé ódýrt. „Á undanförnum átta árum hefur kaupmáttur launa hér hækkað um þrjátíu prósent en aðeins um átta prósent á OECD- svæðinu öllu. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að framleiðsla flytjist þangað sem laun eru lægri.“ Vilmundur segir hátt gengi krónunnar frá miðju ári 2002 ein- nig þyngja róðurinn hjá íslenskum fyrirtækjum. „Það er hætt við að hátt gengi krónunar ryðji úr landi ýmiss konar framleiðslu sem ætti að þrífast við eðlilegar aðstæður. Sú framleiðsla kemur ekki til baka þegar gengi íslensku krónunnar lækkar á ný að loknu þensluskeiði. Það er því full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari hættu.“ - ghg ÞOTUR EASY JET EasyJet er með heimahöfn í Luton nálægt Lundúnum og flýgur til yfir eitt hundrað áfangastaða í Evrópu. VILMUNDUR JÓSEFSSON Segir dönsk og ensk fyrirtæki flytja starfsemi sína til Indlands þar sem starfsfólk sé vel menntað og ódýrt. Íslensk félög kunni að gera slíkt hið sama. Rekstrarbati hjá Nýherja Forstjórinn sér fram á við- snúning í upplýsingatækni- geiranum. Nýherji skilaði 27 milljón króna hagnaði á þriðja ársfjórð- ungi í ár. Þetta er nokkur viðsnún- ingur frá fyrri hluta ársins þegar tap var á rekstrinum. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að félagið hafi orðið vart við upptakt í upp- lýsingatæknigeiranum á síðustu misserum og að fyrirtæki hugi nú að uppfærslu upplýsingakerfa á ný. Mikil ládeyða var í slíkum við- skiptum undanfarin þrjú ár eða svo. „Við teljum að það sé að verða viðsnúningur á upplýsingatækni- markaði. Það er í samræmi við það sem er að gerast erlendis og einnig í samræmi við kannanir rannsóknarfyrirtæja um hvað sé að gerast á þessum markaði. Við teljum að það sé svipuð þróun í gangi hér á landi,“ segir hann. Hann segir að Nýherji hafi vaxið um þrjátíu prósent frá sama tíma í fyrra og þar af sé stærstur hluti vaxtarins kominn til vegna aukningar í kjarnastarfsemi fyrirtækisins en ekki með upp- kaupum á öðrum fyrirtækjum. Meðal verkefni sem Nýherji fæst nú við er uppsetning á hátæknisamfélagi fyrir 101 Skuggahverfi. Því til viðbótar má nefna að Nýherji hefur samið við mörg stór fyrirtæki um upp- setningu hugbúnaðar. Má þar nefna KB banka og Eimskipafé- lagið. - þk Styrkir stoðir Iceland Express Jóhannes Kristinsson hefur gert samkomulag um að eignast meirihluta í Iceland Express. Jóhannes Kristinsson mun eignast meirihluta í Iceland Ex- press. Samkomulag hefur náðst við núverandi eigendur um að- komu hans að félaginu. Nýtt hlutafé verður gefið út og ný stjórn skipuð þegar áreiðanleika- könnun lýkur. Búist er við að það verði í næstu viku. Að sögn Ólafs Haukssonar, tals- manns Iceland Express, mun þetta styrkja fjárhagsgrundvöll félags- ins auk þess sem Jóhannes mun færa félaginu þekkingu og reynslu af áratuga starfi sínu í flugrekstri bæði hér á landi og erlendis. „Þetta er maður sem þekkir flugrekstur ákaflega vel. Það er mikill styrkur af honum ekki bara fjárhagslega heldur einnig reynsla hans og þekking,“ segir Ólafur. Jóhannes segir að fyrsta mark- mið hans sé að styrkja stoðir nú- verandi rekstrar Iceland Express frekar en að fjölga áfangastöðum eða auka tíðni. „Það er númer eitt að festa stoðir undir það sem er fyrir hendi og tryggja örugga ferðatíðni og fjárhagsstöðuna undir fyrirtækinu,“ segir hann. Þá segist hann gera þá kröfu að bætt verði úr þeim vandmálum sem komið hafa upp varðandi taf- ir. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er krafa frá mér að það lagist,“ segir hann. Jóhannes er stjórnarformaður Fengs sem átti stóran hlut í Flug- leiðum. Hann segist lengi hafa haft áhuga á Iceland Express en ekki verið í aðstöðu til að koma að rekstirnum fyrr en nú. „Ég hef trú á þessu og tel að félagið hafi mikla möguleika,“ segir Jóhannes Kristinsson. - þk ÓLAFUR HAUKSSON Talsmaður Iceland Express. 24-25 viðskipti 22.10.2004 22:09 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.