Fréttablaðið - 23.10.2004, Síða 25

Fréttablaðið - 23.10.2004, Síða 25
25LAUGARDAGUR 23. október 2004 Bati hjá Motorola Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Motorola hagnaðist um tæplega þrjá og hálfan milljarð króna á þrið- ja ársfjórðungi. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Fyrirtækið jók söluna um rúman fjórðung. Helsti vaxtarbroddurinn var í gsm símum og seldust 34% fleiri símar nú en á sama tíma í fyrra. Fyrirtækið hefur nær tvö- faldað tekjur sínar frá því að nýr forstjóri, Ed Zander, tók við í des- ember á síðasta ári. Samt hefur verð á hlutabréfum í félaginu lækkað því forsvarsmenn fyrirtækisins spá hægari vexti í rekstrinum á komandi misserum. - gag MJÓR ER MIKILS VÍSIR Jeff Bezos útbjó í skyndingu merki Amazon og notaði til þess úðabrúsa og pappaspjald þegar hann var fenginn í viðtal á japanskri sjónvarps- stöð árið 1995. Þrefaldur hagnaður Hagnaður bóksalans Amazon.com þrefaldaðist á síðasta ársfjórð- ungi miðað við sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það lækkaði verð á hutabréfum félagsins þar sem fjárfestar áttu von á jafnvel enn- þá betri tölum. Amazon græddi 54 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa fjóra milljarða íslenska króna. Þessi hagnaður er sambærilegur við hagnað íslensku bankanna á síð- asta ársfjórðungi en markaðsvirði Amazon er áþekkt markaðsvirði allra fyrirtækja á íslenska mark- aðnum samanlagt. Amazon er nú metið á ríflega 1.100 milljarða króna. Það sem af er ári hefur Amazon hagnast um 240 milljónir Bandaríkjadala (tæplega sautján milljarða króna) en í fyrra var tap á rekstri fyrstu níu mánuðina upp á tæpa þrjá milljarða króna. - þk NÝR SAMSUNG Nýr farsími með öflugri myndavél var kynntur á sýningu í Seúl í Suður-Kóreu í vikunni. Síminn tekur mynd- ir með fimm milljóna díla upplausn sem jafnast á við það besta sem fæst með venjulegum stafrænum myndavélum. Sím- inn fer á markað í Suður-Kóreu innan nokkurra vikna. Enn gróði hjá Gates Microsoft hagnaðist um 200 milljarða á síðasta ársfjórð- ungi. Hugbúnaðarrisinn Microsoft hagnaðist um 2,9 milljarða Banda- ríkjadala á síðasta ársfjóðungi. Þetta samsvarar um tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Þetta er ellefu prósenta hækkun frá því á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þetta féllu hlutabréf í fyrirtækinu í verði í kjölfar fréttanna. Fjárfestar efast um að félaginu takist að viðhalda yfir- burðastöðu sinni til langframa auk þess sem tafir á útgáfu nýs stýrikerfis hafa vakið upp efa- semdir. Þá hefur Microsoft gengið verr en áður að gera langtímasamn- inga við stóra viðskiptavini og skrifast það að hluta til á þá stað- reynd að fyrirtækið hefur ekki boðið upp á miklar nýjungar upp á síðkastið. Næsta uppfærsla af Microsoft Windows stýrikerfinu er ekki væntanleg á markað fyrr en árið 2006 og ný útgáfa sem gengur undir vinnuheitinu Windows Longhorn kemur líklega ekki á markað fyrr en árið 2007. Sérfræðingar segja að Microsoft hafi hins vegar tekist betur upp en mörgum öðrum tæknifyrirtækjum að draga úr kostnaði við reksturinn. - þk VEIT HVAÐ KLUKKAN SLÆR Bill Gates, forstjóri Microsoft (til hægri), og Nick Hayek, forstjóri Swatch, kynna nýtt Swatch-úr fyrr í vikunni. Gates er líklegur til að hafa efni á nokkrum slíkum en hann er ríkasti maður heims. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P 24-25 viðskipti 22.10.2004 15:31 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.