Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2004, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 23.10.2004, Qupperneq 25
25LAUGARDAGUR 23. október 2004 Bati hjá Motorola Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Motorola hagnaðist um tæplega þrjá og hálfan milljarð króna á þrið- ja ársfjórðungi. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Fyrirtækið jók söluna um rúman fjórðung. Helsti vaxtarbroddurinn var í gsm símum og seldust 34% fleiri símar nú en á sama tíma í fyrra. Fyrirtækið hefur nær tvö- faldað tekjur sínar frá því að nýr forstjóri, Ed Zander, tók við í des- ember á síðasta ári. Samt hefur verð á hlutabréfum í félaginu lækkað því forsvarsmenn fyrirtækisins spá hægari vexti í rekstrinum á komandi misserum. - gag MJÓR ER MIKILS VÍSIR Jeff Bezos útbjó í skyndingu merki Amazon og notaði til þess úðabrúsa og pappaspjald þegar hann var fenginn í viðtal á japanskri sjónvarps- stöð árið 1995. Þrefaldur hagnaður Hagnaður bóksalans Amazon.com þrefaldaðist á síðasta ársfjórð- ungi miðað við sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það lækkaði verð á hutabréfum félagsins þar sem fjárfestar áttu von á jafnvel enn- þá betri tölum. Amazon græddi 54 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa fjóra milljarða íslenska króna. Þessi hagnaður er sambærilegur við hagnað íslensku bankanna á síð- asta ársfjórðungi en markaðsvirði Amazon er áþekkt markaðsvirði allra fyrirtækja á íslenska mark- aðnum samanlagt. Amazon er nú metið á ríflega 1.100 milljarða króna. Það sem af er ári hefur Amazon hagnast um 240 milljónir Bandaríkjadala (tæplega sautján milljarða króna) en í fyrra var tap á rekstri fyrstu níu mánuðina upp á tæpa þrjá milljarða króna. - þk NÝR SAMSUNG Nýr farsími með öflugri myndavél var kynntur á sýningu í Seúl í Suður-Kóreu í vikunni. Síminn tekur mynd- ir með fimm milljóna díla upplausn sem jafnast á við það besta sem fæst með venjulegum stafrænum myndavélum. Sím- inn fer á markað í Suður-Kóreu innan nokkurra vikna. Enn gróði hjá Gates Microsoft hagnaðist um 200 milljarða á síðasta ársfjórð- ungi. Hugbúnaðarrisinn Microsoft hagnaðist um 2,9 milljarða Banda- ríkjadala á síðasta ársfjóðungi. Þetta samsvarar um tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Þetta er ellefu prósenta hækkun frá því á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þetta féllu hlutabréf í fyrirtækinu í verði í kjölfar fréttanna. Fjárfestar efast um að félaginu takist að viðhalda yfir- burðastöðu sinni til langframa auk þess sem tafir á útgáfu nýs stýrikerfis hafa vakið upp efa- semdir. Þá hefur Microsoft gengið verr en áður að gera langtímasamn- inga við stóra viðskiptavini og skrifast það að hluta til á þá stað- reynd að fyrirtækið hefur ekki boðið upp á miklar nýjungar upp á síðkastið. Næsta uppfærsla af Microsoft Windows stýrikerfinu er ekki væntanleg á markað fyrr en árið 2006 og ný útgáfa sem gengur undir vinnuheitinu Windows Longhorn kemur líklega ekki á markað fyrr en árið 2007. Sérfræðingar segja að Microsoft hafi hins vegar tekist betur upp en mörgum öðrum tæknifyrirtækjum að draga úr kostnaði við reksturinn. - þk VEIT HVAÐ KLUKKAN SLÆR Bill Gates, forstjóri Microsoft (til hægri), og Nick Hayek, forstjóri Swatch, kynna nýtt Swatch-úr fyrr í vikunni. Gates er líklegur til að hafa efni á nokkrum slíkum en hann er ríkasti maður heims. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P 24-25 viðskipti 22.10.2004 15:31 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.