Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 28
Vefsíðan bilatorg.is var opnuð nýlega. Þar er að finna ýmsar fréttir fyrir áhugamenn um alls konar farartæki. Einnig er að finna upplýsingar um tryggingar og fjármögnun og geta gestir tekið þátt í spjalli á sérstöku spjallborði. Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Full búð af aukahlutum á bílinn þinn Ný verslun Kletthálsi 9 Nú opið á Laugardögum frá 12 - 16 www.ag-car.is/motorsport s: 587 5547 ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Stálstýrið 2004: Skemmtilegur og ljúfur í akstri Volvo S40 hlaut Stálstýrið 2004 sem nýstofnað Bandalag ís- lenskra bílablaðamanna veitti í síðustu viku. Tilnefndir voru bílar í fjórum flokkum og stóð valið um bíl ársins milli þeirra bíla sem valdir voru í hverjum þessara fjögurra flokka. Til úrslita í flokki smábíla og minni millistærðarbíla voru Citroën C2, Fiat Panda og Kia Picanto og varð sá síðastnefndi fyrir valinu. Ástæðan var fyrst og fremst mjög hagkvæmt verð. „Fyrir þetta lága verð fær kaup- andinn bíl með nýtískulegri hönnun, viðunandi kraft og betri akstureiginleika og búnað en bú- ast má við í svo litlum og ódýr- um bíl,“ segir í áliti dómnefnd- arinnar. Í millistærð, stærri fjöl- skyldubílum og lúxusbílum voru í úrslitum Toyota Prius, Volkswagen Golf og Volvo S40 sem varð fyrir valinu. „Volvo S40 verður fyrir val- inu vegna vandaðrar og vel heppnaðar hönnunar og frá- gangs, jafnt að utan sem innan,“ segir í rökstuðningi dómnefnd- ar. Bíllinn er sagður skemmti- legur og ljúfur í akstri og í fremstu röð hvað snertir öryggi. Hann er rýmri en fyrirrennari hans og farangursrými ágætt. Verðið er einnig hagstætt. Gam- an er að geta þess að helstu hönnuðir S40 voru konur. Í flokki jeppa og jepplinga komu til álita í úrslitum BMW X3, Hyundai Tucson og Subaru Legacy Outback. Fyrir valinu varð Hyundai Tucson. Helstu rök voru hagstætt verð, miðað við búnað, getu, hönnun og frá- gang. „Í ágætum aksturseigin- leikum er fetaður millivegur, sem ætti að geta hentað flest- um,“ segir meðal annars í áliti dómnefndarinnar. Tucson fellur að stærð inn í miðjan jepplinga- hópinn, með ágætt rými bæði í framsætum og aftursætum. Í flokki sportbíla stóð valið milli Mazda RX8, Mitsubishi Lancer Evo VIII og Nissan 350Z. Mazda RX8 varð fyrir valinu en helstu rökin fyrir því voru eins og segir í áliti dómnefndar: „Þessi bíll kemur eins og fersk- ur vindsveipur inn í flokk sport- bíla í heiminum þar sem á frum- legan og snjallan hátt er sköpuð alveg ný tegund sportbíls.“ Bíll- inn er sagður luma á góðu rými þrátt fyrir sportlegt útlit. „Þetta er bíll þar sem fjölskyldufólk með sportbíladellu getur rétt- lætt kaupin á sportbíl sem tekur tillit til þarfa fjölskyldunnar,“ segir dómnefnd. ■ Mikil bílaeign Íslendinga: 615 bílar á hverja 1.000 íbúa Á fundi Umhverfis- og heilbrigð- isnefndar Reykjavíkur 14. októ- ber síðastliðinn var á ný lögð fram skýrsla um Umhverfisvísa Reykjavíkur. Í nýrri úttekt um losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum í Reykjavík kemur fram að á milli áranna 1999 og 2002 hefur orðið aukning um 10%. Fólksbílaeign hefur einnig aukist mikið eða um 51% milli ár- anna 1995 og 2003 og er nú svo komið að árið 2003 voru 615 bílar á hverja 1.000 íbúa borgarinnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að Reykvíkingar hafa undanfarin ár verið að kaupa kraftmeiri bíla og að meðaleyðsla aukist. ■ Volvo S40 var valinn bíll ársins af íslenskum bílablaðamönnum. [ TRYLLITÆKI VIKUNNAR ] Honda CRF 450 Tryllitæki vikunnar er Honda CRF 450 mótorkrosshjól, árgerð 2004. Hjólið er upphaflega 101,5 kíló og 56 hest- öfl. Í það var sett nýtt FMF títaníum pústkerfi sem minnkar þyngdina um 1 kíló og gefur meiri kraft. Einnig var skipt um tölvuheilann sem stjórnar mótornum. Þessar breytingar bæta 4 hestöflum við þannig að hjólið er nú 60 hestöfl. Fjöðruninni var breytt og RaceTech ventlar settir bæði að fram- an og aftan. Bremsudiskurinn að framan er stærri en sá upphaflegi svo nú hefur hjólið meiri bremsukraft. Settur var hnappur á stýrið sem gerir það að verkum að hægt er að velja tvær mismunandi kveikjukúrvur eftir því hvort óskað er eftir fullum krafti eða minni. Í dekkjunum eru Michelin svampslöngur en ekkert loft sem ger- ir það að verkum að ekki getur sprungið á hjólinu. Eigandi hjólsins er Ragnar Ingi Stefánsson sem vann ís- landsmótið og bikarkeppnina í Mót- orkrossi á þessu hjóli auk þess sem hjólið var í Honda-liðinu sem vann liðakeppnina. Hjólið er metið á 750.000 krónur. Umferðarþungi eykst stöðugt í Reykjavík. 28-29 Allt bílar ofl 22.10.2004 15:26 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.