Fréttablaðið - 23.10.2004, Síða 29

Fréttablaðið - 23.10.2004, Síða 29
3LAUGARDAGUR 23. október 2004 Verð kr. 39,900.- Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd Sími: 894-2737 www.ovs.is Vinnuvélanámskeið Um helgina verður Evrópufrum- sýning á nýrri línu Chevrolet-bíla hjá Bílabúð Benna. General Motors, stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur ákveðið að bjóða þekktasta merki sitt, Chevrolet, um allan heim. Chevrolet hefur keypt Daewoo-verksmiðjurnar í Kóreu og mun frá áramótum hætta að framleiða bíla undir merki Daewoo. Í tilefni af þessum breytingum hefur verið hönnuð ný lína, Chevrolet Lacetti, sem keppa á við japanska og evrópska bíla. Bílarnir eru ríkulega búnir og á góðu verði. Bílabúð Benna kemur til með að bjóða þessa nýju línu á Ísland. Lacetti CDX station er til dæmis gríðarlega vel búinn og rúmgóður fjölskyldubíll á afar hagstæðu verði, eða 1.789 þúsund kr. með 1,8 lítra vél. Allur frá- gangur er eins og best gerist í mun dýrari bílum. Nýr lúxusjeppi er væntanlegur frá Chevrolet árið 2006, en hann var sýndur og fékk mikla athygli á alþjóðlegu bílasýningunni í Par- ís í september. Þar er á ferðinni sjö manna fullkominn jeppi sem fæst bæði með bensínvél og óvenjuöflugri dísilvél. Á næsta ári verður Bílabúð Benna 30 ára. Á þeim tímamótum flytur fyrirtækið í nýtt, stórt og glæsilegt húsnæði að Tangar- höfða 8 - 12, gegnt Húsgagnahöll- inni. Þjónusta verður öll aðgengi- legri og þægilegri fyrir viðskipta- vini, sýningaraðstaða batnar og plássið eykst. Í nýja húsnæðinu verður öll sala á nýjum bílum, Porsche, Chevrolet og SangYong, ásamt hluta annarar þjónustu fyrirtækisins. Opið verður frá kl. 12 til 16 í dag og á morgun í framtíðarhús- næðinu að Tangarhöfða 8. Þar verða, auk nýju línunnar frá Chevrolet, sýndir bæði keppnis- bílar og fornbílar frá Chevrolet. Á staðnum verður einnig litaleikur fyrir börn og ýmislegt fleira til skemmtunar. ■ Bílabúð Benna: Chevrolet-hátíð um helgina Jón Kr. Stefánsson sölustjóri og Benedikt Eyjólfsson framkvæmdastjóri í Bílabúð Benna ásamt nýja Chevrolet Lacetti sem frumsýndur er um helgina hér á landi og elsta Chevrolet á götunni, árgerð 1926. 28-29 Allt bílar ofl 22.10.2004 15:26 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.