Fréttablaðið - 06.11.2004, Síða 15

Fréttablaðið - 06.11.2004, Síða 15
15LAUGARDAGUR 6. nóvember 2004 www.sonycenter.is Sími 588 7669 Skýrari mynd en þú átt að venjast! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Digital Comb Filter tryggir að þú sérð öll smáatriðin í myndinni skýrar. Sjáðu muninn. Mynd í mynd. Þú horfir á tvær stöðvar í einu, og missir ekki af neinu. Borð í kaupbæti sem er hannað undir sjónvarpstækið að andvirði 24.950. 32” Sony sjónvarp KV-32CS76 • 100 Hz Digital Plus • 3 Scart tengi • Stafræn myndleiðrétting (DNR) • Virtual Dolby Surround BBE • Forritanleg fjarstýring fylgir 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Verð 131.940 krónur eða 10.995 krónur á mánuði vaxtalaust* 32” BYGGÐAMÁL Næstum níu af hverj- um tíu íbúum Þingeyjarsveitar hafa mikla eða frekar mikla trú á jákvæða þróun byggðarlagsins á næstu árum. Ný rannsókn leiðir þetta í ljós. Jóhann Guðni Reynis- son sveitarstjóri er vitaskuld ánægður með niðurstöðurnar og segir þær staðfesta það sem hann áður vissi. „Menn sjá tækifærin sem liggja á ýmsum sviðum, t.d. í orkumálum og ferðaþjónustu. Hér er slagkraftur og bjartir tím- ar framundan.“ 700 manns búa í Þingeyjarsveit sem nær yfir 5.000 ferkílómetra svæði. - bþs JÓHANN GUÐNI SVEITARSTJÓRI Þingeyjarsveit: Bullandi bjartsýni Kristbjörg Hjaltadóttir stendur í stórræðum: Flytur inn hús og kistur frá Lettlandi INNFLUTNINGUR Í takt við aukinn fjölda útlendinga sem kýs að verja sumarleyfum sínum á Ís- landi hefur fjölbreytni í gistiþjón- ustu aukist. Á meðan margir kjósa að gista á glæsihótelum eru aðrir sem vilja sofa í smáhýsum í sveit- um landsins. Kristbjörg Hjaltadóttir sá sér leik á borði og hóf innflutning á slíkum smáhýsum frá Lettlandi sem hún selur til bænda í ferða- þjónustu. „Margir útlendingar hafa kvartað yfir að það vanti svona hús þar sem þeir hafa allt út af fyrir sig, sturtu, klósett og litla eldhúsinnréttingu. Margir vilja elda sjálfir enda er maturinn víða dýr og úrvalið bundið við hamborgara og kjúklinga,“ segir Kristbjörg og bendir á að umfang ferðaþjónustunnar hafi aukist mjög og eigi enn eftir að aukast. Það eru því bjartir tímar fram undan. Í gegnum tengsl sem hún aflaði sér í Lettlandi hóf hún einnig inn- flutning á líkkistum. „Þetta eru mjög vandaðar og fallegar kist- ur,“ fullyrðir Kristbjörg en segir engan mun á að flytja inn líkkist- ur eða eitthvað annað. Kisturnar eru fluttar samsettar til landsins og líkklæði fylgja. - bþs KRISTBJÖRG HJALTADÓTTIR Mótmæli: Skilar litlu SAMRÁÐ Lítið sem ekkert hefur dregið úr smásölu á bensín- stöðvum Esso, Olís og Skeljungs þrátt fyrir hvatningu til fólks um að kaupa ekki annað en bensín á stöðvunum og láta aðr- ar vörur vera. Slík hvatning hefur gengið manna á milli í tölvupósti síðustu daga og farið víða. Er hún viðbrögð við sam- ráði olíufélag- anna. S a m - kvæmt at- h u g u n u m F r é t t a - b l a ð s i n s virðist al- m e n n i n g u r halda fast í venjur sínar og svo er að sjá að fáir hafi hlýtt kall- inu um að kaupa bara bensín. Svör starfsfólks bensín- stöðva voru flest á einn veg; hér er allt við það sama. Einstaka starfsmaður sagði þó að eitt- hvað hefði dregið úr sælgætis- sölunni og einn minntist á að sólgleraugna- salan hefði h r u n i ð . Kenndi hann frekar tíðinni en hvatning- unni um. Það kom raunar mörgum bens- ínafgreiðslumönnum á óvart hve lítil áhrif hvatningin hefur haft og sýnir það enn og aftur að Íslendingar eru latir við að mót- mæla, þó þeir telji á sér brotið. Borið hefur á að svonefndir viðskiptavinir bensínstöðvanna séu ekki meiri vinir þeirra en svo að þeir hafi hreytt hnjóðs- yrðum í starfsfólk og jafnvel kallað það ö l l l u m i l l u m n ö f n - u m . H e f u r það vita- skuld farið fyrir brjóstið á viðkomandi enda alsaklaust fólk á ferðinni. Það voru jú forstjórarnir og næst- ráðendur sem stóðu í samráðinu en ekki fólkið á dælunum. - bþs Nýtt smurolíuumboð: Rollsinn í olíum SMUROLÍA Stefán Jónasson, sviðs- stjóri á iðnaðar- og rekstrar- vörusviði Ísfells, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Castrol-smurolíum sem fyrir- tækið hefur nýlega tekið að sér umboð fyrir. „Rollsinn í smurol- íum,“ segir hann og á þar við að Castrol sé í olíunni sé eins og Rolls-Royce í bílunum. Stefán segir í fréttatilkynningu að Ís- fell hafi um skeið undirbúið smurolíusöluna en ekki greint frá því fyrr en nú. Málið hafi þó spurst út og fyrirspurnir þegar farið að berast. - bþs 14-15 (24 klst.) 5.11.2004 21:55 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.