Fréttablaðið - 06.11.2004, Side 24

Fréttablaðið - 06.11.2004, Side 24
Stuðningur í verki Stuðningsyfirlýsingar hafa streymt inn á hlutabréfa- markaðinn í formi kaupa innherja í hlutafélögum. Kjölfestueigendur Landsbankans keyptu í bankan- um fyrir viku, áður en lækkunarhrinunni lauk. Stjórnendur í KB banka lýstu yfir kauptækifæri í bankanum og keyptu á genginu 444. Í gær keypti svo Magnús Kristinsson, einn stærstu hluthafa Straums, fyrir tæpar 700 milljónir. Heildar- viðskipti með bréf Straums voru fyrir 4,2 milljarða króna. Ekki er vitað hverjir aðrir keyptu eða hverjir seldu. Orðrómur er um að hugsanlega ætli Ís- landsbanki að skapa sér stöðu á ný í Straumi til að eiga sem skiptimynt ef kemur til uppgjörs í eig- endahópi Íslandsbanka. Kauptækifæri í jeppum Viðbrögð markaða við kjöri Bush í Bandaríkjunum hafa verið blendin. Hlutabréf hafa hækkað eins og gjarnan gerist þegar repúblikanar sigra í kosning- um. Þeir þykja enda fyrirtækjavænni en de- mókratar. Ríkisfjármálin hafa hins vegar ekki verið sterka hliðin hjá Bush. Hann á nú heiður af met- halla á ríkissjóði og markaðurinn gerir ráð fyrir að hallinn haldi áfram. Viðskiptahalli Bandaríkjanna hefur einnig verið gríðarlegur. Þetta samanlagt hef- ur svo leitt til þess að markaðurinn telur að dollar- inn muni veikjast áfram. Það gæti því orðið kauptæki- færi í amerískum jeppum fyrir þá sem voru að inn- leysa hagnað af hlutabréfum í lækkunarhrin- unni. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3468 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 480 Velta: 7.660 milljónir +2,55% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hagnaður af rekstri Vinnslu- stöðvarinnar á þriðja ársfjórðungi nam rúmum 12 milljónum króna samanborið við 137 milljóna tap fyrir sama tímabil í fyrra. Fjárfestingarfélagið Atorka skil- aði hagnaði um tæpa 2,5 milljarða eftir skatta fyrstu níu mánuði árs- ins, þar af hagnaðist Atorka um 750 milljónir króna á þriðja árs- fjórðungi. Tangi hf. tapaði 51 milljón króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Tap Tanga á þriðja ársfjórðungi nam tæplega 57 milljónum en dræm kolmunnaveiði og hátt verð á olíu eru helstu skýringar á nei- kvæðri afkomu félagsins. Gengi krónunnar hækkaði um 0,33% í gær. Krónan hefur verið að styrkjast undanfarna daga og fór gengisvísitalan niður fyrir 120 stig. 24 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Enn einn kaflinn í innkomu bankanna á húsnæðislána- markaði var skrifaður í gær. Íslandsbanki fer upp fyrir væntanleg 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs og býður 100 prósenta lán. Samkeppni bankanna á íbúðalána- markaði harðnar enn. Íslandsbanki kynnti í gær íbúðalán með 100 prós- enta veðsetningarhlutfalli, þannig að lánað er fyrir öllu kaupverðinu. Hægt er að velja milli verðtr- yggðra lána með 4,2 prósenta vöxt- um, óverðtryggðra lána með breyti- legum vöxtum og lánum þar sem blandað er saman myntum. Há- markslán er 25 milljónir króna. „Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskir bankar hafa látið til sín taka í húsnæðisfjármögnun landsmanna. Það hófst í lok síðasta árs þegar Íslandsbanki bauð lán í erlendri mynt,“ segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, sem kynnti nýju lánin ásamt Birnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og sölumála, og Ingólfi Bender, forstöðumanni Greiningar Íslandsbanka. Ingólfur segir að enda þótt hús- næðisverð sé sögulega hátt sé ekk- ert sem bendi til þess að það muni lækka. Líkur séu á að fermetraverð muni þróast í þá átt að verða svipað og í nágrannalöndum okkar. Þess vegna telji bankinn óhætt að fara með veðsetningarhlutfallið í 100 prósent. Íslandsbanki lét kanna afstöðu fólks á aldrinum 25 til 40 ára sem ekki býr í eigin húsnæði til áhrifa 100 prósent fjármögnunar. Þar kemur fram að tæp 60 prósetnt telja líklegt að þeir myndu kaupa húsnæði ef slíkt húsnæði væri í boði. Jón segir lánin henta vel ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Staðreyndin sé sú að þessi hópur fjármagni húsnæðis- kaup að fullu með lánsfé, með óhagstæðari lánum og veðum í eignum ættingja. Bankinn setur skilyrði fyrir lántökunni. Lántakandi þarf að vera viðskiptavinur bankans í Vild Íslandsbanka eða Stofni hjá Sjóvá Almennum og standast greiðslumat bankans. Ekki er lengur miðað við brunabótamat eignar, en í þeim tilvikum að markaðsverð íbúðar sé hærra en brunabótamatið býðst viðbótar- brunatrygging. Einnig er gerð krafa um lánatryggingu vegna hugsanlegs fráfalls og miðast ið- gjald hennar við aldur. Sem dæmi er ársiðgjald á hverja milljón frá 791 krónu fyrir tvítuga konu til 1.962 króna fyrir fertugan karl. Fyrstu lánin verða í boði á mánudag. Jón segir húsnæðislán og fasteignakaup mikilvægustu ákvörðun í fjármálum heimila. Bankinn leggi því mikla áherslu á faglega ráðgjöf. Aukin fjölbreytni í lánaframboði geri kröfur um greingargóðar upplýsingar um hvað henti hverjum og einum. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis +2,48%... Bakkavör +5,93%... Burðarás. +0,41%... Atorka +0,97%...Grandi +0,00%... Íslandsbanki +5,77%... KB banki +1,76%... Landsbankinn -2,13%... Marel +2,36%... Medcare Flaga +0,00%... Og fjarskipti...+0,00%...Opin Kerfi +0,38%... Samherji -+5,00%... Straumur +2,35%... Össur +0,00% Lánað fyrir öllu Samherji 6,67% Íslandsbanki 6,25% Nýherji 4,71% Landsbankinn -2,13% VÍS -2,04% Medcare Flaga -1,61% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is R E S T A U R A N T Opið: V o x R e s t a u r a n t 11 :3 0 - 1 4 :0 0 / 1 8 :3 0 - 22 :30 V o x B is t r o 11 :3 0 - 2 2 :3 0 Nordica Hótel Suður landsbraut 2 108 Reyk jav ík Sími : (+354) 444 -5050 Fax : (+354) 444 -5001 info@vox . is w w w . v o x . i s Smálúða Ofnbökuð smálúða í humar-ostahjúp með nýjum kartöflum, blaðlauk, grófkorna sinnepi og léttri humar hollandaise Hvítt – Mouton Cadet 2003 Hreindýr Hreindýrasteik framreidd með rjómasoðnum kastaníuhnetum, sultuðu rótargrænmeti og kryddaðri rauðvínssúkkulaðisósu Rautt – Mouton Cadet 2002 Franskir ostar Úrval sérvalinna franskra osta, framreiddir með hunangi og hnetubrauði Rautt – Chateau Clerc Milon 1996 Súkkulaði 72% Araguani súkkulaði mousse með vanillukryddaðri skyrmiðju, stökkri mjólk, appelsínu-rabbarbaracompot og súkkulaðiplötu Rautt – Escudo Rojo 1999 Rothschild dagar á VOX Restaurant Matseðill: C’est un régal! Matur 6.500,- / með víni 9.500,- 10. - 14. nóvember K Ö -H Ö N N U N / P M C SH með uppgjör yfir væntingum Hagnaður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna nam 241 milljón á þriðja ársfjórðungi, sem var yfir væntingum greiningardeilda. Rekstartekjur SH námu tæp- um nítján milljörðum á fjórð- ungnum og jukust um 17% frá sama fjórðungi í fyrra. Tekju- aukningin skýrist af ytri vexti félagsins. Í tilkynningu frá SH kemur fram að hagnaður af sölustarf- semi samstæðunnar í Bretlandi, Asíu og Spáni hafi verið talsvert yfir áætlunum en afkoma annarra félaga hafi verið í samræmi við áætlanir. Samkvæmt áætlunum fyrir þetta rekstrarár er gert ráð fyrir að velta félagsins verði um 68 milljarðar króna og að hagnaður ársins verði um 750 milljónir króna. ■ GUNNAR SVAVARSSON, FORSTJÓRI SH SH skilaði góðri afkomu. Allt stefnir í að fyrirtækið nái áætlunum sínum um tekjur í ár. HUNDRAÐ PRÓSENT FÓLK Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála, og Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynntu í gær enn eina nýjung á húsnæðislánamarkaði. Lánað er fyrir öllu kaupverði fasteignarinnar. Atvinnuleysi minnkar Fjölgun starfa í Bandaríkjunum í október var 370 þúsund og er það helmingi meiri aukning en sér- fræðingar höfðu spáð. Jafnframt mældist atvinnu- leysi 5,5 prósent í október og dróst saman um 0,5 prósent frá sama tíma í fyrra. Enn fremur leiddu endurskoð- aðar vinnumarkaðstölur frá ágúst og september í ljós að vöxtur nýrra starfa var mun kröftugri en áður var talið. Þrátt fyrir þau já- kvæðu merki sem berast af vinnumarkaði er talið að fram- leiðni vinnuafls hafi vaxið um 1,9 prósent á þriðja fjórðungi þessa árs, sem er minnsti framleiðni- vöxtur í um það bil tvö ár. Tölurnar höfðu ekki teljandi áhrif á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum, en helstu hluta- bréfavísitölur hækkuðu lítillega í gær. ■ 24-25 Viðskipti 5.11.2004 22:11 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.