Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2004, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 06.11.2004, Qupperneq 42
Ólafur Jóhann er nýlega vakn-aður þegar við hittumst síð- degis á glæsilegu heimili hans í Þingholtunum. Hann hafði lagt sig eftir flugferðina frá Banda- ríkjunum fyrr um morguninn því hann getur ekki sofið í flugvél- um. Ólafur Jóhann er kvikur í hreyfingum, glaðlegur og talar hratt en ákveðið. Honum reynist auðvelt að segja frá nýju bókinni enda vanur maður. Sakleysingj- arnir er hans áttunda. Sögur hans flestar eiga það sammerkt að segja af fólki sem fer víða. Aðalpersónan í Sakleysingjun- um, Dagur Alfreð Huntingfield, er þar engin undantekning. En ólíkt öðrum persónum Ólafs Jóhanns fæddist Dagur á hurð. „Þegar ég var strákur sagði amma mín mér sögu af því þegar afi minn, sem var héraðslæknir á Kópaskeri, þurfti að taka barn með keisaraskurði. Þetta var á bóndabæ úti á M e l r a k k a - sléttu og ekki auðvelt að at- hafna sig og eina ráðið sem hann hafði var að framkvæma aðgerðina á hurð. Hann tók sem sagt hurð af hjörum, setti stoðir undir hvorn enda og skar konuna á hurðinni. Þessi saga sat í mér og henni laust niður þegar ég byrjaði að skrifa um Dag Alfreð.“ Í sögunni notar Ólafur Jóhann ýmsar táknrænar mynd- ir þess að fæðast á hurð, sögu- persónan segir t.d. að það sé kannski vegna þessarar stað- reyndar sem honum finnist allar dyr standa sér opnar. Spegill síðustu aldar Dagur Alfreð er hálfur Íslending- ur og hálfur Breti og aftan við ís- lensk fornöfnin ber hann eftir- nafnið Huntingfield. Ævi hans er viðburðarík, reyndar ótrúleg. Og um leið og Sakleysingjarnir er saga hans er hún saga mannkyns- ins á síðustu öld, eins konar aldar- spegill. „Þegar ég byrjaði að skrifa sögu Dags Alfreðs varð mér ljóst að hún kynni að verða einhvers konar spegill síðustu aldar. Öldin síðasta er mér mjög hugleikin, hún er margklofin og flókin, hún er öld andstæðna því á henni urðu bæði framfarir og hörmungar,“ segir Ólafur Jóhann. Persónan varð fyrst til og í framhaldinu fléttaðist atburða- rásin inn í. „Mér fannst karakter- inn vera þannig í laginu að hann kynni að eiga ýmislegt skylt við þessa öld sem er nýliðin. Og þeg- ar ég lagði byggingu bókarinnar niður fyrir mig tók ýmislegt að koma fram í hugann sem ég hef sankað að mér í gegnum árin, ýmsar sögur sem ég hef heyrt, ýmislegt sem ég hef lesið, rann- sakað eða fólk gaukað að mér.“ Í bókinni fléttast sumsé saman skáldskapur og sannar sögur. „Hún er fyrst og fremst skáld- saga en ég nota ýmsa viðburði úr sögu tuttugustu aldarinnar.“ Viðburðirnir sem hér um ræð- ir eru af ýmsu tagi, kunnir og síður kunnir, saklausir og við- kvæmir. Sumir reyndar mjög viðkvæmir. Viðkvæm mál úr þjóðlífinu Ólafur Jóhann notar meðal ann- ars merkilega sögu frá ástandsárunum og heimsmeist- araeinvígi Fischers og Spasskys á Íslandi. „Ég komst í tæri við mann sem þekkir Fischer, eins og hægt er að þekkja Fischer, og það er óhætt að segja að ég bregði nýju ljósi á hann.“ Þá styðst hann við tvö afar viðkvæm mál þar sem kunnir Íslendingar koma við sögu. Bæði áttu sér stað fyrir mörgum árum og bæði höfðu mikil áhrif á þá sem í hlut áttu. Með misjöfnum hætti þó. „Ég fjalla um mál Guð- mundar Skarphéðinssonar á Siglufirði og Sveins Benedikts- sonar sem er náttúrlega mjög viðkvæmt,“ segir Ólafur Jóhann. Í stuttu máli var Guðmundur for- maður verkalýðsfélagsins á Siglufirði og Sveinn í forsvari fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins. Þeir tókust harkalega á um f y r i r h u g a ð a launalækkun í verksmiðjunni árið 1932 og skrifaði Sveinn tvær afar rætnar greinar um Guðmund í Morgublaðið, sagði hann meðal annars skattsvikara og loddara. Daginn sem síðari greinin birtist hvarf Guðmundur en síðast sást til hans kaupa sér blýlóð. Seinna fannst hann látinn í höfninni. „Svo fjalla ég um sögu Þóru Hallgrímsson og George Lincoln Rockwell sem mér var sögð fyrir nokkrum árum.“ Þóra giftist ung hinum bandaríska Rockwell, sem síðar kom í ljós að var nasisti. Þau bjuggu við afar erfiðar að- stæður vestan hafs og áttu sam- an börn. Ráðahagurinn fór fyrir brjóstið á ættmennum Þóru og kom að því að hún og börnin voru sótt til Bandaríkjanna. Síðar var Rockwell skotinn til bana af sam- flokksmanni sínum í bandaríska nasistaflokknum. Um þetta skrifar Ólafur Jóhann. „Ég nota þetta og fleira úr veruleikanum því þetta passar inn í söguna. Viðburðirnir bregða ljósi á öldina sem leið. Kreppan, stéttaátökin, nasisminn, allt skiptir þetta máli og endurspegl- ar heimssöguna.“ Ólafur Jóhann segir öllu skipta hvernig farið er með efnið og til hvers leikurinn sé gerður. Hann hafði ekki samráð við fólkið sem um ræðir eða afkom- endur þess en skýrði fjölskyldu Þóru frá því að saga hennar kæmi fram þegar fyrstu drög að bókinni lágu fyrir. „Þau lásu þetta og ég held að þeir sem lesa bókina hugsi með hlýhug til Þóru og fjölskyldu hennar,“ segir Ólafur Jóhann. Þóra er í dag gift Björgólfi Guðmundssyni at- hafnamanni. New York, Long Island, Reykjavík Það tók Ólaf Jóhann þrjú ár að skrifa Sakleysingjana. Fyrst varð aðalpersónan til og svo var at- burðarásin upphugsuð og sniðin. Eftir tveggja ára skriftir stóð hann uppi með 900 blaðsíðna bók. Heilt ár fór í að stytta, skera niður, þjappa textanum saman og fá rétta taktinn. Niðurstaðan er 555 síður, þéttskrifaðar. Og höfundurinn er ánægður með verkið. „Maður sendir aldrei frá sér bók fyrr en maður er orðinn ánægður með hana,“ segir hann og bendir á þá einföldu staðreynd að væri hann ekki ánægður hefðu Sakleysingjarnir ekki komið út. Bókin er skrifuð á þremur stöðum; í New York, Long Island og Reykjavík. „Við búum á Man- hattan í New York og þar skrifaði ég talsvert, ég fór líka í sveita- hús okkar á Long Island þar sem við eigum hús í gömlu hvalveiði- þorpi og svo vann ég hana hér á Íslandi.“ Ólafur Jóhann hefur búið í Bandaríkjunum í rúm tutt- ugu ár og líður vel í New York, þeim mikla og fjölmenna suðu- potti sem borgin er. „New York er mitt heimili fyrir utan Ísland og ég kann afskaplega vel við mig þar. Það góða við borgina er að þar ægir öllu saman og hún er eins og farfuglaheimili að því leyti að menn koma alls staðar að 30 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Fjarstýrðir bensínbílar verð frá 39.999. Startpakkinn fylgir öllum bílum. Úrval varahluta og aukahluta. Kringlunni 568-8190 Smáralind 522-8322 Kringlan • Skóhöllin • Glerártorg Vetrarsala Mikið úrval - Frábært verð Verðlækkun á flestum nýjum vörum Allt að 60%afsláttur af eldri vetrarvöru Gerið góð kaup Ferill: Ólafur Jóhann Ólafsson fæddist í Reykjavík í september 1962. Hann dúxaði í MR og hélt að stúdentsprófi loknu í eðlis- fræðinám til Bandaríkjanna. Að því loknu hóf hann störf hjá Sony þar sem hann vann sig upp í stöðu aðstoðarforstjóra fyrirtæk- isins í Bandaríkjunum og um leið stöðu forstjóra margmiðlunar- deildar Sony. Síðar veitti hann f j á r f e s t i n g a r f y r i r t æ k i n u Advanta forstöðu en vinnur nú hjá risafyrirtækinu Time Warner sem gefur út fjölda blaða og tímarita, starfrækir sjónvarps- stöðvar, t.d. CNN, og framleiðir sjónvarpsefni og kvikmyndir. Samhliða störfum í viðskiptalíf- inu hefur hann skrifað bækur og leikrit. Fjölskylda: Ólafur Jóhann er kvæntur Önnu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Áhugamál: Vinnan, þ.e. bók- menntir og viðskipti, er áhuga- mál Ólafs Jóhanns en að auki hefur hann gaman af knatt- spyrnu og spilar eins oft og hann getur. Á námsárunum skrifaði hann greinar í vísindatímarit um atómeðlisfræði. ■ Af viðkvæmum Sakleysingjarnir heitir áttunda bók Ólafs Jó- hanns Ólafssonar. Í henni segir af Degi Alfreð Huntingfield sem fæddist á hurð. Viðkvæm mál úr íslensku þjóðlífi koma fyrir í sögunni og nýju ljósi er brugðið á Bobby Fischer. Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við Ólaf Jóhann um nýju bókina, New York og hliðarbúgreinina viðskiptin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Mér fannst karakter- inn vera þannig í laginu að hann kynni að eiga ýmislegt skylt við þessa öld sem er nýliðin. ,, Ólafur Jóhann í hnotskurn 42-43 (30-31) Helgarefni ÓJÓ 5.11.2004 21:56 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.