Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 44
Dagana 5.-13. nóvember ger-ir unga fólkið sitt besta tilað glæða gráan veruleik- ann lífi með margs konar list- sköpun á Unglist 2004. Þetta er stærðarinnar dropi í menningar- poll Reykjavíkur og vel að verki staðið. Allir sem koma fram gefa vinnu sína og því er ókeypis inn á alla viðburði. Allir viðburðirnir fara fram í Tjarnarbíói og byrja um átta til hálfníu. Það er Hitt húsið sem stendur fyrir veislunni eins og alltaf og hefur Ása Hauks- dóttir, deildarstjóri menningar- mála Hins hússins, yfirumsjón með Unglist þetta árið eins og svo margoft áður. Hún skipaði svo unga skipuleggjendur og munu þeir sjá um sitt kvöld hver. Fjölmenn hátíð Unglist hefur verið árviss við- burður síðan árið 1992 og kom frumkvæðið í rauninni frá unga fólkinu. „Á Unglist í gegnum árin hafa fæðst margar frábærar hug- myndir og margar lifa enn í manna minnum. Sem dæmi má nefna þegar Bibbi Curver og fé- lagar sáu um lið sem nefndist „Sveim í Svarthvítu“ en þá voru sýndar svarthvítar myndir með lifandi „ambient“ tónlist. Einnig voru nokkrar stúlkur frá FB með rosalega skemmtilegt framlag sem nefndist „NeoGeo“ og fólst í neðansjávartónleikum,“ segir Ása. „Fjöldi ungs fólks stígur á svið og kemur að Unglist á hverju ári og ég held að hátt í fimmhundruð manns komi að viðburðinum að þessu sinni. „ Rokk, tíska og klassík Á fyrsta degi Unglistar fer fram svokallaður Rokkbræðingur þar sem fram koma níu íslenskar rokkhljómsveitir. Einnig verður myndlistarmaraþoni hleypt af stað þar sem fjöldi ungra listamanna keppir til sigurs. Þeir fá þá afhentan striga og fá uppgefið þema og skila svo fullkláruðu lista- verki 24 klukkustundum síðar. Listaverkin verða svo sýnd í Gallerí Tukt og verða afhent verð- laun fyrir þrjú efstu sætin. Í dag verður heljar- innar tískusýning í Tjarnarbíói þar sem þriðja árs nemar af fata- hönnunarbraut Iðnskól- ans í Reykjavík sýna af- rakstur sinn. „Við erum tíu á brautinni en það koma kannski svona tuttugu manns að sýningunni. Iðn- skólinn hélt upp á hundrað ára af- mæli á dögunum og reynum við að gera því skil í sýningunni. Við erum með eins konar tímalínu og má því sjá áhrif frá ýmsum ára- tugum, ekki aðeins í fötunum heldur einnig í hár og förðun. Þetta verður líka rosalega flott og miklu meira en bara tískusýning,“ segir Halldór Óskarsson, einn þeirra sem sýna á laugardeginum. Halldór er eini strákurinn í fata- hönnun og finnst að úr því megi bæta. „Það er alveg fáránlegt hvað það eru fáir strákar í þessu fagi hérlendis. Þetta er allt öðru- vísi úti þar sem eru jafnvel fleiri karlmenn en konur. Ís- lenskir strákar virðast vera eitthvað hræddir við þetta,“ segir Halldór. Klassískir tónar munu óma í Tjarnarbíói á sunnudaginn þar sem forsprakkar helstu tónlist- arskóla landsins sjóða saman stórglæsilega veislu af klass- ískri tónlist. Íslenski dansflokkurinn kíkir við Unga fólkið tekur sér svo frí í tvo daga en dagskráin hefst aft- ur með heljarinnar dansveislu á miðvikudagskvöldinu. Sú dansveisla nefnist „Darraðar- dans“ og mun nýkrýndur kyn- þokkafyllsti maður Íslands, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, vera kynnir. Sóley Kaldal er ekki ókunn dansinum og hefur stundað hann í mörg ár og tekið þátt í ó- fáum sýningum. Má þar til dæmis nefna Galdrakarlinn í Oz og nokkrar af nemendasýningum Verzlunarskóla Íslands. Sóley er skipuleggjandi kvöldsins og hefur soðið saman girnilegan kokkteil af ýmsum dansstefnum. „Það mætast þarna margar ólíkar dansstefnur og má helst nefna nútímadans, fönkdans, djassballett, hiphop, break, maga- 32 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR  Darraðardans, rokkbræðingur og hávaðatónlist á Unglist Listahátíðin Unglist hófst í gær og stendur til 13. nóvember. Borghildur Gunnarsdóttir skoðaði dagskrána sem unga fólkið býður upp á að þessu sinni. kr. 124.000 10. nóvember Dagskrá: Föstudagur 5. nóv.: Rokkbræðingur, myndlistar- maraþoni hleypt af stað. Laugardagur 6. nóv.: Tískusýning. Sunnudagur 7. nóv.: Klassískir tónar. Miðvikudagur 8. nóv.: Darraðardans. Fimmtudagur 9. nóv.: Leiktu Betur. Föstudagur 10. nóv.: Framsækniskvöld. Laugardagur 11. nóv.: Meistarakeppni TFA. Ath. Allir viðburðirnir eru haldnir í Tjarnarbíói. Sigurvegarar fyrri ára í Meistarakeppni TFA: Í syrpuriðli: Dj Big Gee, Dj Intro, Dj Fingaprint Í skank-riðli: Dj M.A.T., Dj Magic, Dj Nino Taktkjaftur: MC Bangsi DARRAÐARDANS Verður dansaður á mið- vikudaginn þegar dans- arar úr hinum ýmsu dansskólum koma sam- an og mynda heljarinnar dansveislu. PLÖTUSNÚÐAR og taktkjaftar landsins keppa um hylli við- staddra í Meistarakeppni TFA á lokakvöldi Unglistar 2004.  44-45 (32-33) helgarefni 5.11.2004 21:07 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.