Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sumiudagur 25. nóvember 1973 Ný skáldsag* eftir Jónas Guð- mundsson — Þessi bók er að þvi leyti til timamótaverk, að þetta er min fyrsta hreina skáldsaga. Annars hafa ailar minar bækur, sérstak- lega þær seinni, vcrið að nokkru leyti skáldskapur. Það hcfur verið farið afskaplega djarft með efnið, án þess að hinum sögulegu stað- reyndum sé snúið við. Viömælandinn er Jónas Guðmundsson, stýrimaður, list- málari og rithöfundur, sem nú sendir frá sér niundu bók slna,. „Kuldamper Absalon” og er það hans fyrsta skáldsaga, cins og fram cr komið, en af fjölda bóka hans má ráða, að honum liggur sitthvað á hjarta og er ekki pennalatur, en jafnframt rit- störfum hefur Jónas sinnt öðrum verkefnum, og hin siðari ár hefur málaralistin tekið æ meira af tima hans, sem listamaöurinn hefur aldrei nóg af og bcra margar sýningar hans svo og önnur vcrk þess vitni, að honum leikur allt i hendi, pensillinn, rit- vélin og stýrishjólið, en úr öllum hugverkum Jónasar i máli og myndum má sjá, að þar hcfur sjómaður farið höndum. — Það hefur loðað við mann, að vera með sögur af sjófólki. En þótt undarlegt sé, lita tslendingar oft á sjómenn sömu augum og sjaldgæf dýr. Sjómenn eru lika fólk, ef maöur skrifar um sjómenn er maður að skrifa um fólk, finnst mér og ég skrifa þannig um þá, en ekki endilega um einhverja menn, sem ávallt eru i hrakningum eða erfiðum veðrum. Þetta eru bara menn eins og aðrir, sem i landi búa og aldrei hafa á sjó komið.. Heimurinn i hnotskurn — t þessari bók kemur greini- lega fram, að skipið er samfélag, sem er eftirliking mannfélagsins i landi með boðum sinum og bönn- um. Þannig að skipið er oft eins og hnotskurn af heiminum. — Undanfarin ár hefur þú starf- að i landi og unnið listræn störf. Breytir það ekki hugsunarhætti þinum til hafsins og þins fyrra starfs og félaga? — Ég er nú búinn að vera til sjós meira og minna, aðallega meira, undanfarin 28 ár, ég byrjaði sem unglingur, og sú reynsla er svo djúpt grópuð i huga minn, að ég verð sjómaður alla ævi, hvaða störfum sem ég ann- ars sinni. Kuldamperar — Fyrsta skipið, sem ég sté um borð i, var Mai gamli frá Hafnar- firði. Hann var einmitt kolaskip, og i þessa bók sæki ég margt þarna aftur til ársins 1945, þvi að skáldsagan „Kuldamper Absalon” gerist á kolagufuskipi. Að visu hef ég verið á fleiri en einu gufuskipi, en Mai gamli var sérstaklega „sjarmerandi” skip og með mikla og stóra sál. — Þá var maður að byrja til sjós, og þess vegna var öll skynjun miklu opnari, og ég man nærri þvi hvert andartak frá veru minni á þvi skipi. — Kuldamper? — Já, sérfræðingar hafa nú bent mér á að þetta muni vera danska. Það er alveg rétt, en þetta skip, sem þarna er min fyrirmynd, er kuldamper. Við eigum ekkert orð til yfir þetta. Kolaskip t.d. er allt annað. Það köllum við skip sem flytur kol, en þarf ekki að vera knúið áfram með kolum, nú gufuskip, maður gæti kallað þetta kolagufuskip, en það gengur ekki. Þetta orð verður að nota, þvi að það var notað á tslandi i gamla daga, þegar þessi gufuskipastill var við lýði, sem er á kuldömpurum. ^UU>MWf? Landlausir menn Fjallar þessi bók um eigin reynslu, eru þetta einhvers konar minningar? — Það er yfirleitt gallinn á bókum, að menn skrifa of mikið um sjálfa sig. En i þessari bók leitast ég við að draga fram visst ástand, sem rikir á heims- höfunum og þá menn, sem þar lifa og starfa. Hún segir frá þessari sérstæðu manngerð, sem stundar alþjóðasiglingar. Þessir menn fara að heiman um fermingu og kveðja þá sitt föðurland fyrir fullt og allt og eignast svo aldrei neitt land aftur. Eru að þvælast, kannski undir dönsku flaggi, allt sitt lif um heimshöfin, og fá aldrei neitt land i staðinn fyrir það sem þeir kvöddu ungir. Þeirra þjóðfélag er skipið. Það er þetta, sem ég er að lýsa. — Má lita á þettá þjóðfélag sem spegilmynd af samfélagi manna i landi? — Nei, það er ekki meiningin. En auðvitað er verkið ,,s_ymbólskt” upp á nútimann. Það er talað um Stauning, hvernig hann ætli að leysa alla mögulega hluti, sem þvi miður eru enn óleystir, og hvernig menn eygja oft nýja von gegnum stjórn- málastefnur eða þjóðfélags- stefnur. En svo skeður bara ekki neitt. Kuldamperinn siglir bara sinn sjó. Opnum og lokum Austur- stræti eftir endilöngu — Sagan gerist bæði á sjó og landi. Gerist hún til dæmis að nokkru leyti i Suðurborg á Jótlandi, sem er afskaplega aðlaðandi bær og einkennilegur að þvi leyti til, að hann er ristur sundur i miðjunni einu sinni á dag af járnbrautarlest. Hún fer eftir aðalgötunni, eins og hún færi niður Laugaveg i Reykjavik, og um Bankastræti og eftir Austur- stræti, sem nú er búið að loka hér. Er þessi bær þvi ristur sundur eftir endilöngu hvert sinn, sem járnbrautin fer um. Þar hefst þessi saga. — 1 sambandi við þetta hefur mér dottið i hug. þegar verið er' að tala um að skipta Austurstræti i göngugötu og bilagötu, hvort ekki væri rétt. i staö þess að skipta götunni þversum og hafa annan endan fyrir bila og hinn fyrir gangandi vegfarendur, að skipta henni heldur eftir endi- löngu. Valdiöog hinir undirgefnu Aðalsöguhetjan i bókinni er Jens Krog. Hann er þessi maka- lausi sjómaður, sem ég minntist á. Svo er brytinn, sem er yfirvald og fer með lyklavöld og annast sölu. Það er mónópól i skipinú. Það verður að kaupa allt af brytanum og svo fá menn varla að éta. Svo er það valdstjórnin. Það erskipstjórinn. Ýmsir fleiri koma við sögu. Reynt er að taka sem flesta með, þvi allir menn, hver sem staða þeirra er hafa ákveðnu hlutverki að gegna i lifinu, og lika i sögunni um skipið. — Jú, þetta er symbólkst, sagan er symbólsk. En það má ekki misskiljast. Þetta er ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.