Tíminn - 25.11.1973, Qupperneq 29

Tíminn - 25.11.1973, Qupperneq 29
Sunnudagur 25. nóvember 1972 TÍMINN 29 Afi var góð fyrirmynd — í afa mínum sá ég hinn full- komna konung fyrir Sviþjóö, segir Karl Gústaf — En hann þjálfaði sig lika i mörg ár áöur en hann varö konungur. Aöur fyrr fannst mér aldurs- munur okkar hræöilega mikill, en eftir þvi sem árin liðu minnkaði hann. Ég hef alltaf haft náiö sam- band við afa minn og heimsótti hann eins oft og ég gat. Við höfð- um alltaf mikið að tala um auk þess sem við spiluðum kanasta. Þá varð ég að þegja. Ég hef fylgzt vel með afa minum Gústafi Adolf þegar hann var að vinna — og séð hvernig hann bregzt við i mörgum mál- um. Mér skildist, eftir þvi sem árin liðu, að þaö, sem hann hafði að leiðarljósi var að reyna að vera alltaf vingjarnlegur og já- kvæður, að gefa fólki tima til að tala og rjúfa aldrei samræðurnar. Afi minn sagði oft við mig, að ég ætti að gera skyldu mina og vera vinnunni trúr án þess að taka sjálfan mig hátiðlegan. Til þess að þetta sé hægt, verður maöur alltaf aö vera i góðu skapi. Sjái maður spaugilegu hliðarnar á hlutunum er allt miklu auðveld ara. Ég hef allavega haft mikla gleði af þessum lærdómi, segir Karl. Að komast af án föður — Jú það var oft á tiðum erfitt að komast af án föður. Það þurfa allir á þvi aö halda, að hafa hjá sér manneskju, sem stendur hjarta manns nærri, einhvern sem maður getur leitað til og rætt við um alvarleg vandamál — meöal annars um framtiðina. Ég heföi þurft á föður að halda til aö ræöa um stjórnmál við, þvi þaö geri ég helzt ekki við fólk utan fjölskyldunnar. Ég veit jú sjálfur hvað ég hugsa og hvar ég stend, en ég hef alltaf saknað þess að eiga ekki föður. Þrátt fyrir allt eru mörg ár á milli min. og afa mins. Það er kannski vegna þess, að ég er krónprins, að ég þarfnast þess mest af öllu að eiga fööur, sem getur leiöbeint mér við þetta ábyrgðarmikla hlutverk mitt — og verða konungur. — hlutverk sem ég mundi framar öllu öðru vilja standa mig i, eins vel og ég get. Systkinakærleikur Aður fyrr, var aldursmunurinn milli min, Margrétu, Birgittu og Desirée mjög mikill að mér fannst, en eftir þvi sem árin liöa hef ég eins og nálgast þeirra aldur, en hvernig þær reyndu að siða mig til og alltaf án árang- urs'.Þeim fannst ég hafa allt of mikið frelsi. Þær höfðu ef til vill rétt fyrir sér, en hvernig átti mamma t.d. að þora að leyfa þeim að fara einum i bæinn? Til þess fékk ég leyfi mjög snemma og mjög oft með systur minni Kristinu, sem er næst mér að aldri. Við vorum að vissu leyti „smáhópur” innan systkinahóps- ins. Þega ég gegndi herskyldu og var við nám i Uppsölum, tók hún við minu starfi. Og ég vona að hún muni einnig vera mér innan handar i framtiðinni. Fyrir móður minni var ég alltaf litill. Hún lét aldrei af þvi að siða mig og koma með góð ráð.Það er núna fyrst, þegar hún er horfin mér, að ég skil til fulls, hvað hún hafði mikla þýöingu fyrir mig. Aður varð ég oft mjög æstur, þegar hún t.d. setti út á neglurnar á mér... núna sakna ég þessara umræðna, þrátt fyrir það, hvað þær gátu oft orðið heitar. Algjörlega bannað Samkvæmt nýju stjórnar- skránni, sem tekur gildi árið 1974, er vald konungsins mjög skert. Hann fær meðal annars ekki að vera viðstaddur setningu þingsins. Hann stjórnar, sem sagt án valds — ekki einu sinni form- legs valds. Forsætisráðherrann stjórnar umræðum i stjórnar- ráðinu og það verður forseti þingsins sem ávarpar þingið i þingbyrjun. Konungurinn er fyrst og fremst sameigingartákn þjóöarinnar. Aður fyrr urðu sænsku konung- arnir að vera lúterskir. Þetta á ekki við lengur, það er ekkert er stendur i veginum fyrir þvi að þeir t.d. taki kaþólska trú. Þaö eru heldur engar reglur um það, að samborgarar hans skuli „heiðra hann og dá.” Fyrr á tim- um dirfðist enginn sænskur borg- ari að segja nokkuð gegn hans há- tign. — Það gera þeir nú, sem eru á móti konungsveldinu. Konungurinn á heldur ekki þátt i útnefningu nýrrar rikisstjórnar. Héðan i frá verður það hlutverk forseta þingsins. Þetta má konungurinn Þó að vald konungsins hafi verið skert, hefur hann mörgum skyldum að gegna. A hverju ári beinast augu heimsins að honum, þegar hann úthlutar Nóbelsverö- laununum. Strax i fyrra voru öll blöð yfirfull af myndum af krón- prinsinum, þegar hann leysti konunginn af hólmi viö Nóbels- verðlaunahátiðina. A virðulegan og aðlaðandi hátt leysti hann þetta nýja hlutverk sitt af hendi. Konungurinn hefur þau rétt- indi, sem fyrirrennarar hans höföu, að það er ekki hægt að höfða mál á hendur honum. Karl Gústaf heldur áfram þvi starfi, sem frá var horfið og heldur uppi merki og erfðarvenj- um hins aldna konungs. Karl Gústaf XVI hefur opin augu fyrir vandamálum samtimans og veit aö það er mikilsvert fyrir konung aö fylgjast með timanna rás i lýð- ræðis þjóðfélagi. Hann vill fylgj- ast með timanum um leið og hann vill halda þvi bezta og mikilvæg- asta, frá tið fyrirrennara sinna. Kristin verður að hjálpa bróður sinum meir en nokkru sinni fyrr — Hvað er það mikilvægasta fyrir prinsessu? spurði blaöamaður Kristinu eitt sinn. mnmmnmrmrm MR byður 10 teg. fuglafóðurs • varpkögla heilfóður •hveitikorn • hænsnamjöl MR • ungafóöur 4 teg. • blandaö hænsnakorn • bygg •maískurl fóður grasfrœ girðingprefni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Sími: 11125 Hinn nýi ungi konungur Svia ásamt afa sinum — Hafa sterkar fætur og góðan maga, svaraði Kristin, sem alltaí hefur svör á reiðum höndum, þegar hún er spurö slikra spurninga. En hún er ekki aðeins hnyttin i tilsvörum. Hún er einnig hin styrka hönd sem styður Karl. Þaö er sagt, að Kristin prin- sessa hafi lofað afa sinum aö hjálpa bróðurnum eins lengi og nauðsyn bæri til. Og þess er sannarlega þörf núna. Prinsessan er lik afa sinum. Framhald á bls. 39. „Læra má af leik” LEGO TANNHJÓL Þroskandi skemmtun fyrir unglinga á vélöld. Ný tækifæri til þjálfunar og þátttöku i tækni nútímans. LEGO DUPLO Stórir LEGO-kubbar fyrir yngstu börnin. Einkum ætlaðir ungum börnum, sem enn hafa ekki náð öruggri stjórn á fingrum sínum. Njótió góórar skemmtunar heima. AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Sími 91 66200 Mosfellssveit SKRIFSTOFA I REYKJAVÍK Suðurgata 10 Sími 22150

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.