Tíminn - 25.11.1973, Side 32

Tíminn - 25.11.1973, Side 32
32 TÍMINN Sunnudagur 25. nóvember l!)7li FÖRIN TIL TUNGLSINS PÉTUR OG LÍSA voru eiginlega ekki óþæg börn. Oftast nær voru þau einstaklega góð og ljúf, en svo kom það fyrir stundum, að þau voru ekki eins og þau áttu að vera. Og það þótti pabba og mömmu svo leiðinlegt. Stundum kom fyrir að þau voru matvönd og vildu ekki borða góða matinn, sem mamma hafði búið til handa þeim, og lika kom það fyrir, að Pétur gleymdi sér og kom of seint inn á kvöldin- og þegar pabbi sagði við Lisu að hún ætti að fara að læra, þá sagði hún kannski: ,,Uss, æi-nei! Ég nenni þvi ekki”. En i kvöld voru bæði Pétur og Lisa komin upp i svefnherbergið sitt og voru að horfa á tunglið, sem skein til þeirra inn um gluggann. „Heyrðu Pétur”, sagði Lisa, ,,hann hlýtur að eiga skemmtiiega ævi, maðurinn i tung- linu, þvi að hann er svo ánægjulegur og bliður á svipinn! Og svo getur hann séð yfir alla jörð- ina, hvernig fólkinu liður! Sjáðu Pétur, það er alveg eins og hann brosi og kinki kolli til min”! ,,Ekki bara til þin— til min lika”, sagði Pétur og það var ekki laust viðað honum þætti. ,,Þú skilur vist, að hann kærir sig meira um litla stráka en litlar stelpur!”. ,,Svei — að segja þetta, Pétur! Mér þætti gaman að spyrja manninn i tunglinu að þvi. Ég held að hann eigi skemmtilega ævi, hann getur vist gert hvað sem hann vill, — siglt um loftin alla nóttina og skoðað allt”. En hvað var nú þetta? Hurðin á barnaher- berginu opnaðist, en það var ekki mamma, sem kom inn. Þetta var svo- litill maður og liktist mest eskimóanum, sem Pétur hafði lesið um i landafræðinni. ,,Gott kvöld, Pétur”, sagði hann ,,Þig mundi vist ekki langa til að skreppa upp i tunglið með mér. Þvi að ég ætla þangað i kvöld”. Pétur vatt sér fram úr rúminu. ,,Jú, jú! Við Lisa vorum einmitt að tala um það. Geturðu ekki lofað henni lika með okkur?” — ,,Jú, ef við gerum okkur eins litil og við getum, þá held ég að það takist”, sagði hann, „Báturinn, sem ég er vanur að fara á til tunglsins er nú að visu ekki nema handa mér, en þið verðið þá að sitja á hnjánum á mér ef með þarf”. ,,Nú skuluð þið tygja ykkur i flýti. En munið að halda ykkur vel, við verðum að fara hart, þvi að leiðin er löng”. Jú, vist var hann lltill, báturinn. Það var rétt svo, að Pétur gat holað sér niður en Lisa varð að sitja á hnjánum á litla manninum skrýtna. Henni fannst lika öruggast að vera þar. — Og nú þaut báturinn af stað, upp á við og upp i ský og Lisa hljóðaði upp, þegar niðdimm þokan kom allt i kring um þau. En von bráðar komu þau út úr skýinu, og nú brosti tunglið aftur svo vinalega til þeirra. Það varð stærra og stærra eftir þvi sem þau færðust nær. „Kemur þú oft til tunglmannsins? Heldurðu að honum þyki gaman að við komum?” spurði Lisa. ,,Ó já, ég er vanur að koma þangað i hvert skipti sem tunglið er fullt, en ég hef aldrei haft litil börn með mér fyrr. Ég býst við að tunglmanninum þyki mjög gaman að sjá ykkur”. Þau fóru hraðara og hraðara eftir þvi sem þau komu lengra. Þau fóru svo hart, að stjörn- urnar dönsuðu fyrir augunum á Pétri og Lisu. „Bráðum erum við komin,” sagði litli maðurinn. „Sjáið þið litlu hurðina þarna i röndinni i tunglinu? ” Jú, þau sáu hana bæði, Pétur og Lisa — „Þangað förum við”, sagði maðurinn. En dyrnar voru ekki eins litlar og þeim sýndist Þær voru svo háar, að börnin reigðu sig til þess að sjá efst.Þarna stirndi alls staðar á silfur. — Það hluta að vera mána- silfur, hugsaði Pétur. „Nú verðið þið að heilsa fallega”, sagði maðurinn, sem hafði flutt þau. Og hugsið ykkur - þarna stóð maðurinn i tunglinu, svo bliður og góður, alveg eins og þegar þau sáu hann neðan af jörðinni. Og Pétur hneigði sig og Lisa hneigði sig eins og þau kunnu bezt. „Nei, en gaman”, sagði maðurinn i tungl- inu, „Er sem mér sýnist, að það séu komin til min tvö mannabörn að heimsækja mig?” „Elsku góði tungl- maður, lofaðu okkur að gægjast niður á jörðina — og segðu okkur svo hvað þú ert að gera á kvöldin, Leiðist þér ekki að vera alltaf hérna, svona aleinn?” Þá hló maðurinn i tunglinu. „Ó nei, börnin min. Ég hef svo mikið að gera, og svo er það svo gaman að horfa niður á jörðina og sjá hvað börnin eru að gera. „Æ, lofaðu okkur að sjá”, sagði Pétur „Ég ætla þá fyrst að blása burtu þoku- skýjunum þarna svo að þið sjáið betur”, sagði tunglmaðurinn. Og svo blés hann svo að þokan hvarf, eins og dögg fyrir sólu. Og þarna sáu þau jörðina og allt fólkið „Sjáið þið”! sagði maðurinn i tunglinu, „þarna er fátækt heimili. Mamma er að sjóða kvöldgrautinn, en annar matur er ekki til. Sjáið þið hvað börnin eru glöð fyrir þvi að eiga að fá matinn? í gærkvöldi urðu þau að hátta matarlaus og mér fannst svo sárgrætilegt að sjá það. En i dag fengu þau bæði mjöl og grjón og nú verða litlu magarnir á þeim báðum saddir”. Pétur og Lisa sáu von- glöðu andlitin á börn- unum, og nú mundu þau, hve afundin og súr þau voru stundum sjálf, þegar mamma kom með graut handa þeim. Bara að maðurinn i tunglinu hafi ekki séð það lika! Það er ekki gott að vita. „En þessi maður, sem situr þarna og er svo raunamæddur? ” sagði Pétur. „Hefur eitthvað leiðinlegt komið fyrir hann?” „Þið " getið spurt”, sagði tunglmaðurinn, en þessi maður er ungur kennari og hann langar svo til, að öll börnin, sem hann kennir, kunni vel lexiurnar sinar og læri mikið. En i dag var það ekki nema tæpur helmingur af börnunum, sem kunnu sæmilega, og sum þeirra voru óþæg og hortug i þokkabót. Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja ykkur það, en einn af stóru strák- unum hafði stritt litlum strák af þvi að hann var haltur, og ein af stelp- J1 □ Sjálfvirki ofnkraninn Ný gerö- öruggureinfaldur-smekklegur Kraninn meó innbyggt þermóstat er hvildarlaust á verói um þægindi heimilisins, nótt og dag afstýrir hann óþarfa eyóslu og gætir þess, aö hitinn sé jafn og eólilegur, þvi aó hann stillir sig sjálfur án afláts eftir hitastigi loftsins i herberginu. Fyrir tilstilli hans þurfiö þér aldrei aó kvióa óvæntri upphæö á reikningnum, né þjást til skiptis af óviöráöanlegum hita og kulda i eigin íbúó, af þvi aö gleymdist aó stilla krana eöa enginn var til aó vaka yfir honum. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími 17080

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.