Tíminn - 25.11.1973, Page 39

Tíminn - 25.11.1973, Page 39
Sumiudagur 25. nóvember 1!)7:! TÍMINN 39 0 Karl Gústaf Þegar hún hefur lofaö einhverju stendur hún við það. Jafnvel þótt hún óski þess við og við að slita sig lausa frá prinsessu-vinnunni og fá tækifæri til þess að vera eins og veniuleg vinnandi manneskja. Hún veit hvaða þýöingu það hef- ur. Hún hefur af og til fengið tæki- færi til að vinna borgaralega vinnu. Hún vann eitt sinn i utan rikisráöuneytinu.... en eitt sinn eftir endurskipulagningu „hurfu” öll verkefnin, sem hún hafði unnið við. Þessi vinnuhagræðing sparaði ekki rikinu peninga, þvi að prin- sessan engin laun. ■ Er Kristin bitur? Er Kristin bitur út i systur sinar, sem létu hana eina um að aðstoða bróöurinn? Ef til vill aðeins. En hún viður kennir fúslega, aö hún hefði breytt á sama hátt, ef hún hefði verið i þeirra sporum. Þær fundu hjá sér þörf til að brjóta niður alla þá múra, sem höfðu umkringt prinsessurnar i höllinni i Stokkh. Hann langar sjálfa aö brjóta allar brýr að baki sér, en hún hugsar fyrst og fremst um skyldur sinar Fyrir skömmu lét hún hafa eftir sér eftirfarandi: Ég get ekki aðeins hugsað um bróður minn og hans störf. Maður verður einnig að fá tækifæri til aö lifa sínu eigin lifi. Og þvi vil ég ekki afsala mér, hvorki af skyldu- rækni, eða vegna framtiðar konungsdómsins i Sviþjóð. Ég vona að bróöir minn finni sér fljótlega drottningu — það hefur alla vega mikla þýöingu fyrir mig. Glerhús biður hinnar nýju drottningar Karl Gústaf getur kvænzt hverri sem hann vill. Það getur enginn hindrað hann i að velja sér sjálfur konuefni. Það stendur i stjórnarskránni. Þeir lærðu menn, sem settu þessi ákvæði i stjórnarskrána, hafa liklegast ekki búizt við þvi, að hinn sænski konungur mundi vera lengi ógift- ur eftir þessi lagaákvæði. En þetta er nú samt staðreyndin i dag, þrátt fyrir stööuga ásókn kvenna allt i kringum hann. Hverri af hinum mörgu konun, sem hann hefur verið bendlaður við, mun hlotnast sá heiður að bera drottningarkórónuna? Hún notast að visu aðeins við einstök hátiðleg tækifæri. Þessi tveggja kilóa þunga kóróna hefur ekki verið borin, frá þvi að Oskar II var uppi, en hann var langa- langafi Karls Gústafs. Konungur- inn með sinn nútimalega hugsun- arhátt fer varla að leita svo langt aftur i timann. Konungsbústaðurinn er sá brothættasti i heimi En konan hans, hin nýja sænska drottning er mikilvæg. Svo mikilvæg að það er varla hægt að komast hjá þvi að finna til með henni.. hver sem hún verður. Einmitt nú er sænski konungs- bústaðurinn sá fámennasti i heimi. Prins Bertil er þar að visu og Kristin, en þá er lika allt upptalið. Verðandi drottning á eftir að vera undir smásjá, þar til hún hefur fætt af sér erfingja. Athygli fólks á eftir að beinast meira að henni, en Sonju krón- prinsessu, Fabiólu drottningu eða Sorayu. Þetta er ekki öfundsverð að- staöa fyrir unga stúlku, jafnvel þótt hún verði drottning Sviþjóöar á þvi augnabliki, sem hún segir ,,já” við Karl Gústaf. En hún eignast glæsilegan ungan mann, — sem án nokkurs vafa hefur sér- stakt aðdráttarafl fyrir konur, jafnvel þótt hann væri aðeins venjulegur 27 ára gamall maður án konungsdóms. Staðreyndin er sú, að kona sú, sem Karl Gústaf kemur til með að velja sér, á eftir að búa i glerhúsi, þar til hún getur stolt sýnt umheiminum rikisarfa. Það væri óskandi að verðandi eiginkona konungsins verði glað- vær og hafi sterkar taugar. Hún á eftir að lenda i erfiðari aðstöðu en Fabiola drottning og Sonja krón- prinsessa. Hennar lif verður eng- inn dans á rósum. Hún verður oft á milli tannanna á fólki — og verður sifellt krafin um erfingja að krúnunni. Standi hún sig ekki, mun það að sjálfu sér leiða til þess, að siðasti Bernadottinn segir skilið við konungstignina. Við getum verið örugg um eitt atriði og það er, að sérhver stúlka af aðalsættum eða borgaraætt- um — mun hugsa sig tvisvar um áður en hún segir já við konung- inn, en sú sem þorir — eignast alúðlegan, skemmtilegan og konunglegan eiginmann . (Lauslega þýtt og endursagt - kr) 0 Ritlistin og öðru formi en bara i litlum stilabókum, svo sem með mótun i leir — eða gera myndir með staf- formum. Þetta gæti verið eins konar leikur. — En eigum við að hafa ein- hver afskipti af börnum á „krot- aldrinum”, 2—4 ára? Nú eru þau sögð hvað móttækilegust á þess- um aldri? — Það er náttúrlega erfitt að láta skólana byrja fyrr en þeir gera núna. En þarna gætu leik- skólar og dagheimili vissulega gert sama gagn. Ég tel æskilegt, að skólarnir færist niður á 5 ára aldurinn, vegna þess að ég hef tekið eftir þvi, að 6 ára eru mörg börn oft komin yfir löngunina til að kynna sér skrift eða letur. Það er hreyfingin og formnám- iö, er mestu varðar hjá börnum á þessum aldri, sem undirbúningur undir það, er koma skal. — En hvenær kemur svo að þvi, að börnin fara að læra hina venjulegu handskrift i barnaskól- anum? — Eftir að þau hafa lært hina einstöku bókstafi, fara þau að læra handskriftina, og þá kemur til kasta hins sérmenntaða skrift- arkennara að kynna sér „karakt- erinn” hjá barninu, þ.e. hvernig eiginleiki þess er, gagnvart þvi sem það er að gera. Sérmenntað- ur skriftarkennari á að vera til staðar i skólanum alveg frá byrj- un og starfa i samvinnu við lestr- arkennarana. Jafnóðum og börn- in taka fyrir hinar mismunandi skriftargerðir, þ.e. fyrst prent- letrið og siðan handskriftina, geti hann i samvinnu við lestrarkenn- arana fylgzt með þvi, að hvert barn fái skriftarkennslu eftir sin- um persónuleika. Einum fellur vel að skrifa smátt, öðrum stórt. Það er ekki hægt að pina alla i sama farið. Ástæða þess, að skriftarkunn- áttan er svo slæm meðal unglinga á gagnfræðastigi, sérstaklega, er kannski vegna þess, að eitt af þvi fyrsta sem unglingar breyta á gelgjuskeiðinu er skriftin. Mjög fáir ganga i gegnum þetta timabil án þess að breyta skriftinni. Sum- um tekst vel að koma eigin skap- höfn inn i skriftina, öðrum miður. Þetta er mjög mismunandi, en ég held, að þetta yrði ekki eins áber- andi, ef barnið fengi á hinum rétta tima að taka meiri þátt i að móta skriftina sina sjálft. — Viltu, að skriftarkennslu og leiðbeiningum varðandi skriftina verði haldið áfram i gagnfræða- skólunum? — Ég tél alveg nauðsynlegt að kenna skrift áfram i öðrum bekkjum gagnfræðastigsins, en það er alveg þýöingarlaust að framkvæma það eins og áður var gert, þegar skriftartimarnir, sem voru einn I viku fyrir fyrsta bekk, voru notaðir til að fylla upp i töfl- una hjá kennurunum, þannig að allir kennarar i skólanum gátu raunverulega verið skriftarkenn- arar, hvort sem þeir kunnu að skrifa eða ekki. Að skynja sjálfan sig gegnum verkið — Er þá að þinum dómi algert vandræðaástand i skólunum nú, hvað snertir skort á sérmenntuð- um skriftarkennurum? — Þaö er e.t.v. of mikið aö halda þvi fram, en i flestum barnaskólum er enginn slikur kennari til staðar. — En Myndlista- og handiða- skólinn gæti e.t.v. menntað slika kennara? — Hann gæti það. Ég álit, að þeir, sem lokið hafa teikniprófi, séu mjög vel fallnir til þessa. Þó yrði þeirra nám mjög að breytast frá þvi sem nú er. Það myndi krefjast alveg sérnáms að verða skriftarkennari. Skólinn hefur reyndar áhuga á að koma á fót deild fyrir verðandi skriftarkenn- ara. Ég hef kennt leturgerð og skriftarsögu við Myndlista- og handfðaskólann i þrjú ár, og fyrst I stað hef ég lagt mesta áherzlu á skriftarhreyfinguna. Og ég rek veigamikill hlekkur ivel reknu f yrirtæki Nauösyn bókhaldsvéla í nútíma fyrir- tækjum er staðreynd. Meö tilkomu ODHNER bókhaldsvéla í heppilegum stærðum fyrir meðal- stór og minni fyrirtæki hefur bókhaldsvélin oröiö einn veigamesti hlekkur í daglegri stjórnun fyrirtækja. Leitið upplýsinga um notagildi ODHNER bókhaldsvéla og hvernig þér getiö nýtt ODHNER til stjórnunar- starfa. Slisli dofínscn 14 VESTURGÖTU 45 SÍMAR: 12747-16647 'V t SólaÖir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR Á FÓLKSBÍLA. BARÐINNf ARMULA7V30501 &84844 mig á það, að hreyfingin sjálf er alveg nýtt fyrirbrigði, sem fólk skynjar alls ekki. Það skynjar ekki þörfina á skriftarhreyfing- unni, og að það geti skrifað án þess að vera að skrifa: að hreyf- ingin er forsenda þess að skrifa. — Nemendurnir átta sig sem sagt trauðla á gildi hreyfingar- innar? — Nei, og það er kannski verst að fá þá til að tjá sig með skrift- inni og skynja hina grafisku möguleika, sem skriftin felur með sér. — En er áhuga til að dreifa i einhverjum mæli hjá þeim? — Það er mjög misjafnt. En áhuginn á skrift, eins og á mörgu öðru, kemur ekki, fyrr en við- komandi skynjar sjálfan sig gegnum verkið. Það er dálitið erfitt að fá þau til að skilja samhengið milli teikningar og skriftar. Það er „anatómía” i stafagerð, rétt eins og I mannslik- amanum. Að skrifa eða teikna letur er nákvæmlega það sama og sýsla með grunnformin, — þri- hyrning, ferning og hring. _step

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.