Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 3 1 Svefneyjum 31/7. 1971. Húsin i Svefneyjum. Séö úr Seley 30/7. 1971. Melgras á fjárhúsþökum i Hvallátri 26. júli 1971. i Skáleyjum 28. júli I971.llúsrnjóli, melgras. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga XVIII Teistur á grjótgarði i Hvallátri 28. júli 1971. Sumarveðrátta er mild i Breiðafjarðareyjum og koma þar sjaldan næturfrost um vaxtartimann. En garðar þurfa að vera i skjóli fyrir særoki, enda eru flestir gömlu kartöflugarðarnir girtir grjót- görðum. Vóða sjást lika gömul grjótbyrgi, þ.e. gamlir skreiðarhjallar, þaklausir. Mun þar oft hafa verið björgu- legt að lita á fiskránum. Fuglalif er mikið i eyjunum og unaðslegt, einkum á vorin. Talsverð hlunnindi af æðar- varpi, fuglatekju og landsel. Fjáreign nokkur en fáar kýr. Féð er flest flutt i land á vorin. Jarðvegur er viða frjósamur af fugladriti. Leggja æðarfugl, lundi, rita, kria, teista, skarfur og svartbakur drjúgt til. Af Vestureyjum eru nú i byggð Flatey, Hvallátur, Svefneyjar og að nokkru Skál- eyjar. En i Suðureyjum eigin- lega aðeins Brokey. Samkvæmt athugunum Haf- steins Guðmundssonar i Flatey og Gisla E. Jóhannes- sonar i Skáleyjum verpa um 30 fuglategundir árlega á þessum slóðum. Þar að auki sjást um 20 tegundir öðru hverju. Um 130 jurtategundir vaxa i Flatey, samkvæmt athugunum undirritaðs, um 100 tegundir i Hvallátri og heldur fleira i Skáleyjum og Svefneyjum, enda er þar mis- hæðóttara landslag. Myndir þær, sem hér eru birtar, eru teknar i skoðunarferðum minum um Vestureyjar 1971, þann 26.-31. júli. Myndin af húsunum i Svefneyjum uppi á sjávarbakkanum er tekin úr Seley, handan við grunnan vog, sem ganga má yfir á háfjöru. Lét hátt i kriunni i mýrunum á aðaleynni, og margt sást annarra fugla. Af Þinghóli, skammt frá bænum, hefur Eggert Ólafsson eflaust oft horft út yfir Breiðafjörð. Á hinni myndinni frá Svefn- eyjum stendur Þorlákur litli bóndason i njólarunnum, rétt við gamlan réttarvegg, en teistur sitja hinar spökustu á veggnum. Fuglahópar synda fyrir landi skammt frá. Teistur sátu lika hvarvetna á grjótveggjum i Hvallátri eins og myndin frá 28. júli sýnir. Margar sátu einnig i holum i veggjunum. Á fjárhúsþökum á Hvallátri (sjá mynd) og viðar hefur melgras verið flutt á þökin, þrifst prýðilega og gefur hlýlegan svip. 1 Skál- eyjum standa tvö ibúðarhús. Annað sést á myndinni við hliðina á melgrasvöxnu fjárhúsi. Njóli i forgrunni. A hinni Skáleyjamyndinni gefur að lita fjárhús, einnig vaxið' melgrasi. Sérhverri aðaley fylgja úteyjar, hólmar og sker. Má sums staðar ganga milli margra eyja um háfjöru, og er svipur eyjanna þá allur annar en á flóði. Breiða- fjarðareyjar mega kallast óteljandi. 1 einni þeirra fæddist „Rifgirðinga kóngurinn" Sigurður Breið- fjörð. ,,Þúfur sinar sérhver átti', sem að eyjar voru þá,” segir hann, er hann minnist æsku sinnar i mansöng i Númarimum. í þættinum 4. nóv. 1973 eru birtar nokkrar myndir úr Breiðaf jarðar- eyjum, flestar teknar 1942. Nokkrar fleiri þeirra og sumar eldri koma i næsta þætti. Fjárhús i Skáleyjum, melgras á þaki. 28. júli 1971.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.