Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. Ali MacGraw — engin hlutverk, en ný ástarsaga Ali MacGraw, 33 ára stúlkan úr kvikmyndinni „Love Story” er ekkert afburða fögur, en hún hef- ur eitthvað við sig. Hún er stúlk- an, sem vildi ekki verða fræg. Þegar hún varð það, var hún 31 árs gömul, og raunverulega of gömul. Nú er hún aftur að finna sjálfa sigeftirtvö stormasöm ár. Henni tókst að yfirstiga erfiðleikana, sem næstum voru búnir að eyði- leggja lif hennar: Einkalif mitt er svo margslungið að ég get ekki lengur fundið lausn á vanda- málunum”, sagði hún i sumar. Nú horfa málin öðru visi við. Hún er gift kvikmyndaieikaran- um Steve McQueen, sem hún byrjaöi að vera með fyrir alvöru i kvikmyndinni „The Getaway”. Hún var áður gift kvikmynda- framleiðandanum Bob Evans. Það andar ennþá köldu á milli þeirra, og Bob Evans hefur not- fært sér sambönd sin innan kvik- myndaiðnaðarins til að gera fyrrverandi konu sina atvinnu- lausa. Hún hefur ekki leikið i kvikmynd siðan hún lék i mynd- inni „The Getaway”. En meðan hún hefur son sinn og Steve McQueen, gefur hún allri frægð langt nef. Ali MacGraw vildi nefnilega aldrei verða kvikmyndastjarna. Hún var orðin 31 árs, þegar hún varð heimsfræg fyrir leik sinn i kvikmyndinni „Love Story”. Mér finnst gaman að leika i kvik- myndum, segir hún. Það er skemmtileg vinna, en þetta er heldur ekkert annað en vinna. í tiu ár var Ali ljósmyndafyrir- sæta. Þegar leikstjóri kom auga á hana og spurði hvort hún vildi ekki verða leikkona, sagði hún: — Ég held að ég sé ekki nógu falleg til þess, og ég hef aldrei lært að leika. Ef þér hafið löngun til að prufumynda mig, verður það að vera i morgunveröarhléinu, þvf að ég verð aö vinna mér inn pen- inga, ef ég á að geta borgað reikn- ingana mina. ___ Það gerði mig veika Eftir leik sinn i „Love Story” varð hún heimsfræg, og gegn vilja sinum hreifst hún með. — En ég vildi gjarnan leika i þessari mynd, vegna þess að sagan hreif mig eins og svo marga aðra, sem hafa lesið hana, segir hún. Ég er alveg viss um að ég hefði misst allt taumhald á sjálfri mér, ef ég hefði upplifað alla þessa frægð 20 ára gömul. Ég hefði tekið þetta allt svo alvarlega og eyðilagt lif mitt. Hún var með báða fætur á jörð- inni og tók öllum látunum með stakri ró. Það gerir hún ennþá og litur alltaf björtum augum til framtiðarinnar: — Það er i raun- inni undarlegt, en ég veit eldrei^ hvaðég mun taka mér fyrir hend- ur næsta mánuð, hvað þá heldur næsta ár. Maður á að lifa fyrir daginn i dag en ekki fortiðina og heldur ekki framtiðina. Við verö- um að láta hverjum degi nægja sinar þjáningar og segja: — En hvaðþetta erdásamlegur dagur i dag. Hún hefur ekki komizt hjá þvi Ali MacGraw er hamingjusöm i slnu nýja hjónabandi að vera bendluð við þekkta og óþekkta menn: — Það er þetta i sambandi við kvikmyndalifið, sem ég þoli ekki. Ég á langan lista af mönnum, sem sögusagnir hafa bendlað mig við. Ali MacGraw eignaðist soninn Joshua,skömmu eftir að hún fékk verölaunin fyrir leik sinn i mynd- inni „Love Story” og henni finnst sjálfri, að hún heföi ekki getað tekizt á hednur þá ábyrgð, sem fylgir þvi að eiga barn, fyrir tiu og jafnvel fimm árum siðan. En núna, þegar hún var 31 árs, var hún ánægð: — Þegar maöur horf- ir á barnið, getur maður ekki komizt hjáþvi að trúa á guö. Svona kraftaverk geta mennirnir ekki gert sjálfir. En Joshua fædd- ist fyrir timann, vegna þess að ég þurfti I tima og ótima að gera auglýsingar fyrir „Love Story”. Ali MacGraw er svo róleg núna, að hún getur brosað að öllum sögusögnum: — Ég er tilneydd til að segja fjölskyldu minni, að ef hún heyri eitthvað, sem ekki er sagt af mér sjálfri, skuli hún ekki trúa þvi. Nú hefur hún lært þaö að leiða allar sögusagnir hjá sér og það sama gera vinirnir. — Ég á ekki marga nána vini, en þeir fáu, sem ég á, hafa verið vinir minir sið- ustu tiu árin. Elskar að teikna Ali McGraw veit, að þann dag, sem ekki er lengur þörf fyrir hana i kvikmyndaiðnaðinum.getur hún snúið sér aftur að fyrri störfum. Foreldrar hennar eru listmálarar og hún er góður teiknari. Þegar hún hættir að fá tilboð um leik i kvikmyndum, snýr hún sér strax að málaratrönunum. Henni finnst gaman að leika, en henni finnst lika gaman að mála, og hún hefur mikinn áhuga á listum. Og svo hlær hún að öllu saman og segir: — Þetta var eins og dásamlegt ævintýri, meðan á þvi stóð. ( þýtt — kr) LISTASAFN ASÍ Að kyssa fagra konu er háð þeim ósköpum, að maður sér hana ekki meðan maður er að kyssa hana, svo að það má kannski einu gilda, hvort hún er gyðja eða herfa. Hve oft rekum viö ekki augun i setningar eins og kjarni verksins o.s.frv. I grein um Jón Stefánsson, sem birtist 1941 I Timariti Máls og menningar; talar Þorvaldur Skúlason um „óþreytandi leit að óbrotnu, sterku og tildurslausu formi og þá viðleitni til að ná inn að innsta kjarna verkefnanna” og kveður það einkenni allra beztu málara nútimans. Hug- detta Demokritosar um kjarn- ann ætlar að verða æði lifseig. Þessar vangaveltur eru ekki svo óeölilegar, þegar maður leiðir hugann að sivaxandi áhugaleysi fyrir sjálfu myndrúminu. Það er eins og hlutirnir ætli að dúndra saman, þangað til allt er fariö i graut i hausnum á fólki. Ef við hættum að gefa gaum að þvi gildi, er sviðið sem slikt einsamalt hefur, þá er viðbúið að allt skreppi óþarflega sam- an. Galdur myndbyggingar verður ekki skilinn áreynslu- laust. Slzt af öllu skal þó nokkur lattur þess að kynna sér þann heim, þvi svo vissulega er þaö heill heimur út af fyrir sig, gæddur sinum sérstöðu töfrum. Og um sterka, ismeygilega myndbyggingu gildir svipað og vandað verk, að hún talar sinu eigin, upprunalega, kynngi- magnaða máli. Er ég hugsa til námsáranna, óar mér við þeirri óbilgirni, er vart verður I og með, að ætlast til að alþýða manna sé undir eins heima i hinum margbrotna hugsana- gangi sjálfs málarans. Það út- heimtir tima, þolinmæði og sjálfstæða athugun að komast niður I lögmálum myndrænnar byggingar. Annars ætti að eftirláta bók- menntamönnum og gagnrýn- endum á skáldskap svona hug- leiðingar, því að fáir standast þeim snúning, er fjallað er um myndvisi, myndmál eða hvað það heitir,og verður seint hafður af þeim sá heiður að ná æfin- týralegri hæð i hugmyndaflugi á þessu sviði, en þvi er nú verr, að þeir hafa „svo litið vit” á málaralist. A sýningu Listasafns ASÍ, sem nú stendur yfir, er það hugsunin, sem er vettvangur- inn. í fremri stofunni eru upp- stillingar, sem munu raunar flestar hafa verið með I siðustu upphengingu. í innri stofunni eru nýjar myndir. Kannski er „Gamla búðin” hans Gunnlaugs Schevings stef i svanasöng skyldra meistara. Þetta ein- kennilega, magnþrungna verk með sinum koppum og kirnum og allskyns varningi, sem aura- litið almúgafólk valkókar feimnislega kringum, virðist i hugarheimi málarans hafa ver- ið áþekkur veruleiki og selta i opnu sári. En þótt atvikin sæmi þannig Gunnlaug þeirri vegtyllu að lýsa upp sýninguna, stendur þó engan veginn i járnum hjá félögum hans. En þar er það sem sagt hugsunin, sem er vett- vangurinn. Mynd Veturliða sýn- ir okkur hugþekkari hliðina á listgáfu hans, en hann er annars ekkert ginnkeyptur fyrir þvi að vera „pen”. Mynd Valtýs virð- ist mér vera non-figúratif, þótt lýriska abstraktsjónin eins og ambri i vöggunni. Form Sverris Haraldssonar er margbrotið og sumu glutrar hann niður, en þar sem hann missir ekki fót- anna i allskyns smáatriðum, nær hann vissum mystiskum áhrifum, sem að minnsta kosti sum hver næðust vart með öðr- um hætti. Hjá Hafsteini Aust- mann er einnig smáger mynd- bygging, þótt skoða verði mynd hans öðruvisi en myndir Sverris. Þá er mynd Kristjáns Daviðssonar „Enn syngur vor- nóttin” ekki siður margbrotin, án þess að vera nokkur lausa- mjöll, og þá mynd má heldur ekki skoða hvorki á sama hátt og mynd Sverris né Hafsteins. Þó er öllum þessum myndum eitthvað sameiginlegt i stórum dráttum. Abstraktmynd Gunn- ars S. Magnússonar er snöggt- um skárri en Oslóar-myndin, miklu heilli i forminu. Mynd Hreins Friðfinnssonar er sym- metria,og þótt maður hafi gam- an aíjsvo langt sem það nær, þá er eins og allt hripi úr manni. Fólk, sem á leið um Laugaveg- inn, ætti ekki að setja sig úr færi að njóta næðis stundarkorn i Listasafni ASl i húsi Alþýðu- bankans. Þórsteinn Þórsteinsson „Enn syngur vornóttin” eftir Kristján Daviðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.