Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 17
Sunnuiiáf'ui’ '/4.' febrúár 1 !Í74 tÍHÖHW'' Líóðasmiður og flugfreyja í einni persónu FLUGFREYJUR eru sennilega sú starfsstétt íslenzks atvinnulífs, þar sem sveiflur eru einna mestar eftir árstíðum. Á sumrin vex svo mjög hin kvenlega fegurð háloft- anna, að nærri lætui; að um tvöf öldun sé að ræða — að höfðatöiu. Þess er skemmst að minnast, að fyrir skömmu auglýsti Flug- félag íslands eftir flug- freyjum, og meðal ann- ars af þeirri ástæðu er hér spjallað við Kristínu Snæhólm, flugfreyju, en hún er þessum málum nákunnug. En hér ber fleira á góma en flug og flug- freyjur. Viðfáum einnig að kynnast Ijóðagerð Kristínar og komumst þá að þeirri ágætu vit- neskju, að okkar gamla og góða sendibréfa- form, Ijóðabréfið, er engan veginn úr sög- unni, þótt ýmsir hafi sjálfsagt haldið, að dag- ar þess væru taldir. Og það, sem kannski er skemmtilegast, er, að bréfið hennar Kristínar er engu siöur trúverðug heimild um daglegt mál okkar tíma en Ijóðabréf okkar gömlu og góðu al- þýðuskálda voru um þann tíma, sem var þeirra. Stíllinn og orð- færið á bréfi Kristínar er í ágætu samræmi við tilgang þess. Þess má enn fremur geta, að Kristín Snæhólm hefur birt kvæði eftir sig i enskri Ijóðabók, sem kom út í nóvember 1972. Kristin Snæhólm er elzta starf- andi flugfreyja á islandi. Þegar sagt er „elzta”, þá táknar það auðvitað ekki, að aldur hennar sé hár samkvæmt kirkjubókinni, enda fer þvi fjarri, að svo sé. Kristin er ekki gömul, hvorki að árum né útliti, en hún á að baki lengri feril i hinni ungu starfs- grein okkar, fluginu, en aðrar konur islenzkar. Þess vegna — meðal annars —er hún tekin tali, og þess vegna er hér viðhaft hefð- bundið orðalag um „elztu” flug- freyju á tslandi. Flugið hefur þróazt ört. Það þykja ekki lengur tiðindi, þótt menn bregði sér á milli landa eða staða innan lands, verandi álika marga klu! utlma i ferðinni eins oe þeir voí u daga eða vikur áður. En nú skulum við snúa okkur að Kristinu og bera upp fyrstu spurninguna. Fyrstu sporin — Hvenær hófst þú störf sem flugfreyja, Kristin? — Það var 15. janúar 1947. — Það hefur vist verið harla ó- likt að fljúga þá og nú? Tvær flugfreyjur, Laufey Guðlaugsdóttir og Kristin Snæhólm. >%ndin er tekin 1949 cða 1950. — Vist var það, þetta hefur allt tekið miklum breytingum. Þá var ekki eins góður aðbúnaður fyrir farþega, og margt annað hefur verið lagfært. — Hvar heldur þú að breytingin sé mest, ef við litum á heildina? — Það er tvimælalaust hraðinn, sem hefur breytzt langmest. Tim- inn, sem það tekur að komast á milli staða hefur stytzt svo gifur- lega, að undrum sætir. — Voruð þið ekkert lifhrædd, þegar þið voruð að byrja, og sjáif- sagt oftast við ófullkomin skil- yrði? — Nei. Auðvitað var sjálf vinn- an nýstárleg og algerlega ólik öllu, sem við höfðum áður þekkt. En við hugsuðum fyrst og fremst um farþegana og svo um verkið, svo að það var sjaldnast timi til þess að leiða að þvi hugann, hvort þetta væri hættulegt eða ekki. — Þú nefndir farþegana. Voru þeir ekki lofthræddir, svona fyrst i stað? — Vafalaust hafa sumir verið hálfsmeykir, að minnsta kosti ef þeir voru að fljúga i fyrsta skipti. Það kom fyrir, að fólk minntist á þetta, ekki sizt ef það var alveg ó- vant flugi, en þegar það sá, að við vorum fullkomlega róleg og unn- um verkin eins og við værum heima hjá okkur, þá róuðust menn fljótt. Nú, og svo hafa þeir sjálfsagt lika verið til, sem ekki var alveg rótt, þótt þeir létu ekki á þvi bera. — Var ekki algengt að fólk væri flugveikt? — Gömlu vélunum var flogið mikið lægra en nú tiðkast, og það var stundum dálitil ókyrrð, þegar flogið var niðri i skýjunum. Jú, það bar nokkuð á flugveiki, þegar vélarnar hreyfðust mikið, en nú er þetta orðið allt annað, þótt enn sé flugveiki reyndar ekki alveg úr sögunni. —• Þú nefndir áðan aukinn hraða. Hversu miklu fljótari er- um við til dæmis á milli Lundúna og Reykjavikur núna en fyrir tuttugu og fimm árum? — Ferðin á milli Reykjavikur og London tekur núna 2.20 til tvo og hálfan tima. Aður var algengt að vera fimm og hálfan til sex klukkutima að fara þessa leið. Nú, og leiðin á milli Reykjavikur og Kaupmannahafnar erpú farin á 2.40—2.50 klst.,tók áður 6.45 til 7.30klukkutima. Það þætti langur timi núna að vera hálfan áttunda tima á beinu flugi á milli Reykja- -vikur og Kaupmannahafnar, en þetta kom oft fyrir á fyrstu árum minum i fluginu. — Hefur þú ekki flogið um nær allan hnöttinn á þinum langa starfsferli? — Nei, þvi miður vantar mikið á það. Það var ákaflega mikið flogið til sömu staðanna og þess vegna sá maður ekki eins mikið af veröldinni og ókunnugir hefðu getað haldið. Auðvitað hefði ég gjarna viljað sjá fleira, og reynd- ar flaug ég talsvert viðar i fri- stundum minum, en engu að siður vantar enn mikið á,að ég hafi séð allt, sem mig langar til að sjá. Aðsóknin er gífurleg — Ertu hætt að fljúga núna, reglubundið? — Já. Ég vinn ekki lengur um borð i flugvélum á sama hátt og áður. Að visu fer ég stundum til þess að fylgjast með, en það er vitanlega miklu minna flug en þegar maður hefur það að aðal- starfi. Ég hef séð um námskeiðin fyrir nýjar flugfreyjur á vorin og svo hef ég fylgt þeim svolitið úr hlaði, þegar þær eru að hefja störf. — Heillar ekki flugið enn ungar stúlkur? — Jú, jú, það er mikil ásókn inn i stéttina. t hvert skipti sem við auglýsum, fáum við miklu fleiri umsóknir og umsækjendur en við nokkru sinni þurfum á að halda. Það má enginn halda, að við sé- um að kasta neinni rýrð á þær stúlkur sem ekki komast að. Ástandið er bara einfaldlega þannig, að það komast ekki nærri allir umsækjendurnir að, og það er engan veginn vist, að það séu lökustu stúlkurnar, sem ekki eru ráðnar. Stúlka,sem er ráðin,og önnur, sem ekki kemst að, geta báðar haft sömu menntun og ver- ið að öðru leyti likar að óathuguðu máli. Þetta segir þó ekki allt. Það er ekki fyrr en á hólminn er kom- ið, að hin raunverulega starfs- hæfni kemur i ljós. — Hvað eru margar flugfreyjur núna hjá Flugfélagi Islands? — Fastráðnar flugfreyjur eru núna 35, en að sumrinu koma á- lika margar til viðbótar. Talan sem sagt tvöfaldast. Þegar sumaráætlunin gengur i gildi fyrsta april ár hvert, fjölgar ferðum til útlanda mjög mikið, og reyndar innan lands lika. Þá verður auðvitað mjög aukin þörf fyrir flugfreyjur. Svo koma sum- arfriin, og þár barf að leysa af, svo útkoman er- þessi, sem. ég nefndi áðan, aö tala flugfreyj- anna tvöfaldast eðá þvi sem næst. — En svo við Vikjum aftur að fortiðinni: Hvað tók hún marga farþega, fyrst vélin, þar sem þú varst flugfreyja? — Ég held,að ég megi segja, að hún hafi tekið tuttugu og fjóra farþega. Áhöfnin voru fimm menn,fyrir utan flugfreyju: Flug- stjóri, flugmaður, loftskeytamað- ur, loftsiglingafræðingur og véla- maður. — En hversu fjölmenn áhöfn er á nútima millilandaþotu? — Nú er það flugstjóri, flug- maður og flugvélstjóri. Aftur á móti getur verið að flugfreyjurn- ar séu frá þremur og upp i fimm eða sex, eftir atvikum, i islenzk- um flugvélum i millilandaflugi. Og farþegarnir eru svona frá hundrað og tuttugu til tvö hundr- uð, eftir þvi hvaða tegund flugvél- ar er um að ræða. Kristin Snæhólin. Ljósm. G.E — Nú ert þú elzta starfandi flugfreyja hér á landi. En ekki ert þú fyrsta islenzka konan, sem stundað hefur þá vinnu? — Nei, það er alveg rétt. Fyrsta islenzka flugfreyjan var Sigriður heitin 'Gunnlaugsdóttir. Mig minnir það vera i júlimánuði 1946, sem hún byrjaði, eða um það bil hálfu ári á undan mér. Sigriður var einstaklega ljúf og indæl stúlka, en fórst i flugslysinu i Héðinsfirði vorið 1947. Lestur og Ijóðagerð — Ég sé hér inni margar bækur og góðar. Þú hefur vist ekki farið varhluta af þvi þjóðareinkenni okkar, Kristin, að lita gjarna i bók, þegar tóm er til? — Það er rétt, mér þykir mjög gaman að lesa og geri alltaf tals- vert að þvi. Það er ágæt dægra- dvöl, auk þess sem það þroskar hugann. — Má ég vera svo nærgöngull að spyrja, á hvaða höfundum þú jhefur mestar mætur? — Það er öllum frjálst að spyrja. Annað mál er, hvort ég get svarað spurningunni. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að manni veitist oft erfitt að gera upp á milli bóka og höfunda, sem ekki er undarlegt, þvi að hvert skáld og hver bók hafa sin sér- kenni, kosti og galla, sem venju- lega eru litt eða ails ekki sam- bærilegir. Ég hef lesið, og held að ég eigi, flestar eða allar bækur Halldórs Laxness. Davið Stefánsson las ég nokkuð hér fyrr á árum, svo eitt- hvað sé nefnt, og yfirleitt las ég þá flest sem til náðist. Seinna komst ég i kynni við útlendar bækur og les þær mikið — kannski ekki sizt vegna þess, að þær eru venjulega i svo þægilegu broti til að hafa með sér, hvort sem það er beinlinis höfundunum að þakka. — Fyrst ég er farinn að spyrja þig nærgöngulla spurninga, verð ég að halda áfram, þvi að ein svndin býður annarri heim. Er Framhald á bls. 39. Fyrsta leiguflugvél Flugfélags tstands, tekin á teigu til reglubundins farþegaflugs á milli landa árið 1947. Þar var Kristin Snæhólin flug- freyja, en annars vár áhöfnin brezk. VI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.