Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 37

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 37
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 37 Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á Eskifirði Rætt við Jóhann Klausen, sveitarstjóra um Eskifjörð Á dögunum átti blaðamaður Timans leið um á Eskifirði, vegna komu nýs togara til Kaupfélags Héraðsbúa og Hraðfrystihúss Eskifjarðar h.f. Var þá um leið notað tækifærið til að hafa tal af Jóhanni Klausen, sveitarstjóra á Eskifirði, og inna fregna af opin- berum framkvæmdum og öðru hjá sveitarfélaginu. Fórust hon- um orð á þessa leið. Kaupstaöur siðan 1786 — Sögu Eskifjarðar má rekja tvö hundruð ár aftur i timann, en bæjar- eða verzlunarréttindi fær staðurinn árið 1786, á sama tima og t.d. Reykjavik og nokkrir aðrir staðir hér á landi. Siðan hefur verið hér byggð, en þróunin var frekar hæg þar til á striðsárunum siðari, er fiskverð fór hækkandi og almennur hagur landsmanna batnaði. Aðalatvinnan hefur hér verið við fisk. Segja má, að sú útgerð, sem hér er nú, eigi rætur að rekja allt til ársins 1958, er við fengum hingað fyrsta Hólmanesið, en frystihúsið hafði fram til þess tima búið við mjög óvissa hráefn- isöflun. Þetta var stálskip, sem smiðað var i Noregi. Eftir það fór ástandið að lagast. — Ekki þarf svo að rekja sild- arárin, þau þekkja allir, en sildin fyrir Austurlandi veitti óhemju vinnu og verðmætum i þennan landshluta. — Þegar sildveiðunum lauk, þá kom mikill afturkippur i atvinnu- lifið á Austfjörðum, en þó má segja.að það hafi gengið vel hjá atvinnufyrirtækjunum að jafna sig á breyttu ástandi. — Með hverjum hætti tekur sveitarfélagið þátt i atvinnu- rekstri á Eskifirði. Sveitarfélagið styður atvinnulífið — Það má segja það, að sveit- arfélagið hafi átt forgöngu um að hrinda af stað þvi fyrirtæki, er heitir Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., þ.e.a.s. á sinum tima árið 1945, og lagði hreppurinn þá fram verulegt hlutafé. Ennfremur hef- ur hreppsfélagið lagt sitt fram, með þvi að ganga i ábyrgðir. Til dæmis er það, að þegar skuttog- arinn Hólmatindur var keyptur hingað, þá tók hreppsfélagið á sig verulega ábyrgð þess vegna. Sama má segja um ýms önnur at- vinnufyrirtæki og aðra báta, sem keyptir hafa verið hingað. Hreppsfélagið hefur gengið i bak- ábyrgð. Helztu atvinnufyrirtæki á Eski- firði er nýtt hraðfrystihús, en það var tekið i notkun eftir endurnýj- un nú fyrir nokkru. Þetta er m jög H—flK • . “ w .vá BK IpM . j * i ;V || iiill r n Nýtizku vélum hefur veriö komið fyrir I hraðfrystihúsinu, og sjást hér nokkrar þeirra á myndinni, sem tekin er i flökunarsainum. Hraöfrystihús Eskif jaröar eftir breytinguna. Húsiö hefur starfaö f um 30 ár. Jóhann Klausen, sveitarstjóri á Eskifirði. fullkomið hús og stenzt allar hreinlætiskröfur, sem nú eru gerðar til slikra húsa. Þá er hér sildar- og fiskimjölsverksmiðja, sem nú bræðir loðnu. Siðan koma tvö járnsmiðaverkstæði, nokkur trésmiðaverkstæði, netaverk- stæði og iðnaðarstofur. Þá eru hér ýmsar útgerðar- og fiskverkunarstöðvar, en landbún- aður er svo til enginn. Það er að- eins einn sveitabær i hreppnum, sem búið er á. Mjólk og aðrar landbúnaðaraf- urðir fáum við frá Fljótdalshér- aði. Milljónatugir til gatnagerðar — Helztu fyrirhugaðar fram- kvæmdir hjá hreppsfélaginu er framhald á varanlegri gatnagerð. Til gatnagerðar var varið 15 milljónum króna siðastliðið ár. Þá var lagt varanlegt slitlag á götur, samtals 2,5 km, og má segja, að sú framkvæmd hafi gjörbreytt útlit bæjarins til hins betra. Gerum við ráð fyrir að vinna i sumar fyrir um 22 milljón ir, ef nægjanlegt lánsfé fæst til framkvæmdanna. Þá er i undirbúningi bygging á nýju barnaskólahúsi. Barnaskól- inn okkar er mjög gamalt hús, yfir sextiu ára gamalt og endur- nýjun er þvi brýn. Reiknum við með þvi að geta byggt nýtt skóla- hús á þessu ári. 1 undirbúningi er einnig býgg- ing verkamannabústaða á Eski- firði. Bygging leiguhúsnæðis, sem við munum taka þátt i. Heilbrigðismál i góðu horfi — Um heiibrigðismál er það að segja, að við höfum hér læknisbú- stað og þokkalega aðstöðu fyrir lækni okkar. Það hefur gengið á ýmsu með að fá lækna hingað, en tæplega er hægt að segja,að við höfum orðið læknislausir með öllu. Nú höfum við fengið ágætan lækni i héraðs- læknisembættið, sem við reiknum með að halda, Eggert Brekkan. Þó teljum við, að þetta læknishér- að sé of stórt fyrir einn lækni, en læknishéraðið spannar yfir Eski- fjarðarhrepp, Helgustaðahrepp og Reyðarfjarðarhrepp. A þessu svæði eru um 1700 ibúar. Allir læknar, sem gegnt hafa embættinu, kvarta undan álagi, þrátt fyrir að við séum með hér- aðshjúkrunarkonu i fullu starfi og tvær aðrar til aðstoðar, ef með þarf, aðra á Eskifirði og hina á Reyðarfirði. — Þá erum við svo heppnir að hafa tannlækni starfandi hér, svo það má segja,að þokkalega sé séð fyrir heilsugæzlu. Utgerö og hafnargerð — Hvað með vertiðina? — Það munu verða gerðir út héðan 3 stórir bátar, og auk þess tveir togarar. Við tókum fyrir nokkrum árum allmikið fyrir i hafnarframkvæmdum, en þeim var nú aldrei að fullu lokið. Ger- um við ráð fyrir að geta lokið þeim á þessu ári. Eftir er að koma vatni á hafnarmannvirkin, svo eitthvað sé nefnt, leggja raf- magn og siðan að steypa þekju á svæðið. Hinu er svo ekki að levna, að við erum illa settir með fiski- bátabryggju, þar sem frystihúsið er, þvi bryggjan þar er alveg að verða ónýt. Höfum þvi miður ekki fengið fármagn til endurnýjunar á henni á þessu ári. Teljum við það mjög brýnt, aö ekki dragist öllu lengur að endur- nýja þessar bryggjur, sagði Jóhann Klausen, sveitarstjóri á Eskifirði, að iokum. JG Alla fyigfc Tímanu' onur t m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.