Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. TIMARIT UM ÍSLENZKA MENNINGU Hið islenska bókmenntafélag sendi Skirni, timarit sitt, frá sér snemma á þessum vetri. Það er árgangurinn 1973. Vera má, að ýmsum hafi ekki þótt Skirnir samboðinn sinu gamla félagi og nafni þess und- anfarin ári,þvi að margir ætlast til nokkurs af svo merkum fé- iagsskap. Hvað sem um það er, þá er þessi siðasti árgangur skemmtilegur og fróðlegur af- lestrar fyrir þá, sem hugsa um islenskar bókmenntir og menn- ingarsögu þjóðarinnar á liðandi stund og liðnum öldum. Fyrsta greinin i Skirni heitir Forneskjutaut og er eftir Hall- dór Laxness. Þar er fjallað um fornsögurnar og forna trú fyrir og eftir Landnámsöld. Ritgerðin er bráðskemmtileg og þar er vikið að nokkrum atriðum, sem sýna, að við vitum harla litið um átrúnað eða trúarbrögð forfeðr- anna. Þó má treysta þvi, að ein- hvers konar trú á náttúruvætti hafi verið rik og rótgróin og menn munu hafa haft næma til- finningu fyrir þvi, að þeir væru hluti af náttúru landsins. Þessi ritgerð er með einkenn- um sins höfundar, m.a. þeim, að inni á milli slæðast djarflegar fyllyrðingar, sem vafasamt hald er i. T.d. segir svo: „Samkvæmt ættartölureikningi hlýtur hver sá maður, sem á tfmum Eyrbyggjuhöfundar vili rekja ætt sina til Þórólfs Mostrarskeggs, að eiga sér yfir hálfa milljón forfeðra jafn- skylda Þórólfi, ef hverjum af- komenda eru reiknuð þrjú börn i ættlið, en Þórólfur átti tvo sonu”. Ég hélt.að til grundvallar ætt- artölureikningi ætti það enn að l'ggja, að hver maður ætti einn fööur og eina móður, svo að foreldra tölur tvöfaldist við hvern lið. Þá á maður i tólfta lið frá sér 2048 forfeður og 2048 formæður, en allt foreldri sam- tals i 12 liðum 8190, ef hvergi kæmi saman. Afkomendur Þór- ólfssona tveggja yrðu hins veg- ar i tólfta lið frá Þórólfi 354.294, ef hver ætti 3 börn,og afkomend- urnir þá alls orðnir 531.440. Þetta sýnir, hvað ættir manna hljóta að fléttast saman og sama fólkið að koma oft fyrir i foreldratali niðjanna. A bls. 12 segir: „Vist er að hrafninn er enn heilagur á ts- landi, a.m.k. hafa menn ævin- lega heykst á þvi að gera þenn- an illmúraða háðfugl réttdræp- an að lögum”. Þó að menn telji sig vera vitni að þvi enn þann dag i dag að guð borgi fyrir hrafninn, er hann þó réttdræpur að lögum, einn af þremur fuglum, sem friðlausir hafa verið ailan ársins hring. Þar hefur hann átt félagsskap meö kjóa og svartbak, en nú hafa fleiri mávategundir bæzt við i þann hóp. A bls. 10 standa þessi orð: „Án þess séð verði hvaðan Sturlu hafi komið vitneskja i málinu umfram þaö litla, sem Ari vissi sex mannsöldrum áð- ur”. Hafi Ari fróði dáið 1148 og Sturia Þórðarson fæðst 1214,eru 66 ár á milli þeirra, þannig að maður, sem var 12 ára, þegar Ari dó,var ekki nema niræður, þegar Sturla var 12 ára. Þannig þarf ekki nema einn mann til að brúa bilið á milli þeirra. Það er ekki fu)lsannað,að Ari fróði hafi vitað allt, sem vitað var um hans daga.og raunar ekki held- ur, að hann hafi skrifað allt sem hann vissi i tslendingabók. Þessi sex mannsaldra reikning- ur er fenginn með þvi, að gera ætt Ara nærri þrjá mannsaldra og telja þá alla liggja milli Ara og Sturlu. Svona reiknings- mennt er best að meðtaka með gát eins og fleira. Það þarf ekki marga til að skila arfsögn yfir hverja öldina og það er alveg vfst, að sögur hafa verið lærðar og bornar mann af manni frá kyni til kyns. Næst eru i Skirni 13 kvæði eftir Stein Steinar, áður óprent- uð. Sveinn Skorri Höskuldsson valdi kvæðin og bjó til prentun- ar. Um þetta er gott eitt að segja. Það er fróðleikur um skáldið, þó að þessi ljóð auki engu við hróður hans. Hvar eru þfn stræti? er grein eftir Hannes Pétursson um kvæðið Sorg eftir Jóhann Sigur- jónsson. Hannes er ágætur bókmenntafræðingur og hefur lystilegt vald á máli. 1 þessari grein færir hann ótviræð rök að þvi, að Jóhann hefur samið ljóð sitt út frá Opinberunarbókinni, og still og blær ljóðsins er að verulegu leyti þangað sóttur. Mun það enn sýna sig að biblian kemur viðar við islenska bók- menntasögu en margur hefur haldið. Friða Á. Sigurðardóttir skrif- ar um einkenni nútima i ljóðum Þorgeirs Sveinbjarnarsonar. Þetta er merkileg ritgerð, ekki sizt vegna þess að ' hún er myndarleg tilraun að skilgreina nútimaljóðagerð, enda er visað til bókarinnar Tradilion och modernism eftir Ingemar Algulins, sem út hafi komið i Stokkhólmi 1969. Það mun mörgum vera nýjung að fá svona fræðslu.'Ég játa a.m.k. að mér er það. Þeir, sem vilja vita hvaða reglur eigi að gilda um nútimaljóðagerð, hefðu gott af að lesa svona fræði, — ef hægt er að segja að nokkur fyrirmæli ' eigi við i heimi listarinnar. Alla vega sjáum við þó, að reglur eru settar og raðað i kerfi, nútima- ljóðagerð á að lútá reglum og skilyrðum, sem listfræðingarnir setja. Auk þess segir höfundur, að nútimaljóðið sæki yrkisefni sitt (svo er það orðað) mjög i dag- legt lif 20 aldar samfélags. Sið- an koma þessi athyglisverðu orð: „Það fjallar um manninn i vélvæddum tækniheimi og vandamál hans: manninn, sem hefur lagt undir sig veröldina með tækriikunnáttu sinni og vis- indum, en glatað sál sinni. Til- gangsleysi, leiði, bölsýni, dauðaótti, angist og einmana- leiki mannsins i ókunnri, gildis- snauðri veröld, sem hann hefur þó sjálfur skapað, þetta eru hin algengu minni nútimaljóðlist- ar”. Friða segist þó hika við að kalla þetta einkenni á nútima- ljóðlist. Ritgerð hennar er fróð- leg, en þar með er ekkert sagt um það, hversu vel þessi boðorð eru haldin meðal samtiðar- höfunda. Hins vegar gerir hún myndarlega grein fyrir ýmsu i skáldskap Þorgeirs i þessu sambandi. Andrés Björnsson á i þessum Skirni stutta grein, sem hann nefnir Ar úr ævi Grims Thomsens. Það er árið 1848. Þá var Grimur orðinn vel virtur fulltrúi i utanrikisþjónustu Dana. Grimur Thomsen er sér- stætt skáld og stendur flestum betur af sér breytta tima. Saga hans varpar ljósi á merkilegan skáldskap og þvi er öll fræðsla um lifsreynslu hans kærkomin. Þessi grein nær bara alltof skammt, þó að hún sé glögg það sem hún nær. Gegnum múrinn er merkileg grein eftir Helgu Kress, en hún kallar hana athugasemdir um gerð ljóða árið 1942. Greinin fjallar um ljóðabækur, sem út komu árið 1942. Helga segir, að þær hafi verið 21 samkvæmt bókaskrá bóksalafélagsins en ekki getur hún þeirra allra i rit- gerðinni. Nú má enginn skilja mig svo, að ég sé höfundi sammála um mat á skáldskap. En greinin er merkileg vegna þess, að Helga gerir sér far um að rökstyðja dóma sina og meta skáldskap með rökum. Hún birtir visu eftir Heiðrek Guðmundsson og segir siðan: „Að þessari visu er i sjálfu sér ekkert að finna, hún er nákvæmlega rétt ort, en hún er ekki list. Hún er full af klifun- um og ber merki stöðnunar, i henni er engin fersk, myndræn lýsing,né heldur hefur hún skir- skotunargildi út fyrir gefinn ramma. En i ljóðagerð þarf að Visunin i skrýtluna af Þórarni Nefjólfssyni i Heimskringlu er ef til vill einum of langsótt og skýrir ekki neitt nema orðaleik- inn með fótinn,en gengur jafnvel fram af manni i fjarstæðu sinni og hefur að þvi leyti áhrif”. Við skulum láta liggja milli hluta að sinni að meta þá list, sem gengur fram af okkur i fjarstæðu sinni og nær áhrifum með þvi. En ef gildi ljóðs og skáldskapar byggist á þvi, sem ekki er sagt en lesandinn imyndar sér eða leiðir hugann að út frá þvi ,sem sagt er, þá finnst mér rétt að minnast þess, að Þórarinn Nefjólfsson fór með erindi herra sins til að reyna að koma Islandi undir erlent vald. Liggur þá ekki beint við að leiða hugann að þeim, sem þjóna flokknum sinum dyggilega, þó að hagfóturinn sé ljótur — þó að ljótt sé að miða allt við fjár- hagslegan ábata og vilja selja land sitt eða gefa, ef fjárhags- legur ábati væri í aðra hönd. Þetta kemur mér i hug þegar ég les þetta. Þessa umsögn styð ég annarri tilvitnun i ritgerð Helgu Kress. Hún segir: „Gott dæmi um ljóðagerð Þorsteins er Kvöld: Daginn hef ég tæmt drukkið sól hans og vin: upp á stól stendur min kanna og safnar dreggjum I svolitla tjörn: heila stund þegar heiðin kemur til manna. Myndhverfingin felst i þvi, að dagurinn er gæddur eiginleikum könnu og ekki sist i persónu- gervingu heiðarinnar. Við fyrstu sjón vekur ljóðið hugsanatengsl um mann, sem Bjarna i þeim tveimur tilvitn- unum, sem tilgreindar eru. Kristján Árnason skrifar um þýðingu sigildra skáldrita á is- lensku. 1 þetta sinn fjallar hann einkum um þýðingu Jóns Gisla- sonar á griskum harmleikjum og þýðingu Yngva Jóhannesson- ar á Fást. Kristján Arnason hefur bæði þekkingu og reynslu á þessu sviði, þar sem hann t.d. bjó Lýsiströtu islenskum búningi fyrir Þjóðleikhúsið, sællar minningar. Ólafur Halldórsson á smá- grein um morgunverk Guðrún- ar ósvifursdóttur. Þar fjallar hann um orð Guðrúnar við Bolla eftir vig Kjartans. Með texta samanburði kemst hann að þeirri niðurstöðu „að i frumriti hafi orð Guðrúnar verið hermd þannig: „Mikil verða hér voðaverkin, ég hefi spunnið tólf álna garn, en þú hefur vegið Kjartan”. i þessu er orðaleikur. Guðrún hafði lokið að spinna þráð i 12 álna vað. Kjartan var veginn, en likur eru til,að voðaverk hafi þá þegar verið notð um slys og óviljaverk, sbr. voðaskot. Voð- verk var hins vegar til um það, sem laut að vefnaði. Þessi smágrein Ólafs er langt frá þvi að vera hið ómerkasta i heftinu. Þá er enn góð grein eftir Þor- stein Gylfason: Að hugsa á is- lensku. Sú grein er mjög tima- bær hugvekja, bæði til fróðleiks og glöggvunar — og glöggvunar er am.k. þörf i þessu sambandi. Höfundur bendir með dæmum á, að ágætir menn hafi flaskað á þvi að þýða erlend orð eins og tölva, samkvæmt þvi sem al- gengast hefði verið, þó að þau fara fram sifelld endursköpun til að hún i senn megni að tjá samtima sinn og ná til hans”. Þetta segir nokkuð um listmat höfundar. Siðar segir svo: „í nútimaljóðagerð er hins vegar byggt á merkingareigindum málsins. Formið er frjálst, en það, sem bindur, eru myndir, einkum myndhverfingar, endurtekningar orða eða orða- sambanda og þau hugsana- tengsli, sem felast i samþjöppun málsins og hnitmiðun”. Ekki er ég viss um, að skiln- ingur þeirra Helgu Kress og Friðu Á. Sigurðardóttur á nú- timaljóðlist falli algjörlega samn, en margt er þar þó sam- eiginlegt. Eitt af þvi, sem Helga ekki þolir, er „þvælt rim, eins og kring: hring, glugga: skugga borg: sorg. Sjálfsagt væri það miklu betri skáldskapur og nær þvi að vera list, ef rimað væri bless: kress: fress. Þetta er til- finningalegt mat, en um til- finningamál er erfitt að deila með rökum. En sá, sem dæmir og setur og metur eftir tilfinn- ingu, ætti að vera dálitið um- burðarlyndur gagnvart til- finningum annarra. Tilfinningar Helgu leiða hana stundum i nokkurn vanda. Þannig segir hún einu sinni: Ljóðið er annað hvort mjög vont eða mjög gott ég treysti mér ekki til að gera þar upp á milli”. Þetta er eflaust mælt af einlægni og hreinskilni og sýnir vel,hve tilfinningabundið matið er og laust viö rökrænan grund- völl. Litum svo á þessa umsögn: önnur aöferð skyld þessari er oröaleikur, þar sem likinga- tengslin felast aðeins i orðanna hljóðan, t.a.m. i þessu ljóði úr Undir regnhlif: Einkennilegt þetta þjóðfélag sem við höfum afhent ykkur: hér vex ekkert nema hagvöxturinn hér er ekki tekið mark á neinum nema hann hafi hagfótinn i lagi, ljótur er sá fótur, samt göngum við með Þórarni Nefjólfssyni út i lifið. safnar minningum að liðnum degi, og eflaust mætti rökstyðja þá túlkun. Visunin i þjóðkvæðið gamla vekur þó hugboð um ann- að: Upp á stól stendur min kanna. Niu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna Og þá dansar hún Anna. Þá kem ég til manna: þegar heiðin kemur til manna, ég og heiðin er eitt og hið sama,það er heiðin, sem hefur tæmt daginn. Samkvæmt þessari túlkuni einni af mörgum lýsir ljóðið kvöld- stemmingu við tjörn á heiði”. Þessi skýring Helgu er ekki skemmra sótt en skýring min á Þórarni og fætinum hér á undan Helga Kress talarm.a. um þá aðferð samþjöppunar að magna einstök orð merkingu með þvi að sleppa skýrandi orðum”. Þvi er ekki að neita að ég get haft gaman af ýmsu sem skilja má á fleiri vegu en einn,en ég vil helst fá skiljanlegur bendingar á þvi sem ég les. fáist það ekki, verður næsta misjafnt, hvað hver og einn spinnur við þá þræði: sem honum eru réttir, átti ég kannske að segja slitur heldur en þræði. Helga Kress vill.að ljóð þekk- ist frá lausu máli. Þessi vegna segir hún við eina tilvitnun: Ég fæ ekki séð neitt, sem bindur þennan texta og gerir hann að ljóði,nema þá helst undir fyrir- sögn bókarinnar, sem er Ljóð”. Ekki get ég séð að fyrirsögn bindi texta, svo að hann verði bundið mál. Vakri-Skjóni hann skal heita. En það var timi til kominn að leiða hugann að þvi hvað sé ljóð. Sveinn Bergsveinsson á i Skirni stutta ritgerð um Bjarna Thorarensen. Tildrög hennar virðast vera grein Bjarna Guönasonar i afmælisriti Jóns Helgasonar: ,Bjarni Thoraren- sen og 'Montesquieu” Sveinn vill leiða hugann að likingu á lifs- skoðun Bjarna og Jóhannesar Boyes, sem hann kallar dansk- an heimsspeking og stórnvitring og þekktan rithöfund á dögum Bjarna, en Boye þessi hafði trú á uppeldisáhrifum erfiðleikanna að þvi er Sveinn segir, en ekki finn ég náinn skyldleika við ljóð táknuðu allt annað i erlenda máiinu. Erfiðleikar þýðenda stafa m.a. af þvi, að orð einnar tungu svarar ekki fylli- iega til orða annarar, en skoðun hans er sú að tii að þýða á. is- lensku þurfi helst að hugsa á is- lensku, og geti Islendingur ekki hugsað á islensku.muni þeiralis ekki getað hugsað. Hverjir sækja leikhús? er grein eftir Þorbjörn Broddason. Nokkrar niðurstöður rann- sókna. Þetta er efiaiisl ffr^1,ee athugun, enaa vu.Uu J^ýðieg spurningar lagðar fyrir leikhús- gesti, svo sem um viðeigandi búning fólks i leikhúsi, en ég verða að játa það, að þessi rannsókn liggur mér i tiltölu- lega léttu rúmi.Svipað másegja um næstu grein sem nefnist Boðskapur i bókmenntum og er eftir öystein Noreng, norskan bókmenntafræðing. Greinin er samin fyrir Skirni og ritstjór- inn, Ólafur Jónsson, hefur þýtt. Að visu er rannsóknarefnið merkilegt, en þarna segir frá norskri rannsókn á þvi, hvort menn hefðu lesið 3 tilteknar skáldsögur og siðan dómum þeirra og áliti á vissum persón- um og atburðum sagnanna. Lesendunum er skipt i flokka eftirstéttum. Með þessu móti er sjálfsagt hægt að fá ýmiss konar fróðleik um ýmsa þætti menn- ingarlifsins, en þessi norska at- hugun er okkur svo fjarlæg á ýmsan hátt, að hún liggur nærri mörkum þess, sem verður okk- ur viðfangsefni. Stórveldin og lýðveldið. 1941—1944 heitir grein eftir Þór Whitehead. Henni er fylgt úr hlaði með þessum inngangi til skýringar: „Tilgangur þessarar greinar er að draga upp i stórum drátt- um mynd af þeimþætti lýðveldis- m'álsins, sem fram fór að tjaldabaki ierlendum höfuðborg- um. Fæst af þvi hefur fyrr séð dagins ljós á prenti. Rúmsins vegna verður atburðarásin inn- anlands aðeins rakin að þvi marki, sem þráður aðalefnis krefst. Helstu heimildir greinarinnar eru skjöl breskra og bandariska utanrikisráðuneytisins. Banda- rikin og Bretlandi gegn- megin- Framhald á bls. 38.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.