Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 39

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 39
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 39 GULLLEITIN Norsk gamansaga eftir Frederik Kittelsen. Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. „Skiljið þér ekki?” Prófasturinn varð nú jafnhissa. „Hafa dreng- irnir ekki sagt yður neitt? Ég verð nú að segja, að þetta finnst mér of mikil hæverska og það hjá strákum!” Hann horfði á þá að- dáunaraugum, en strák- arnir gengust ekki upp við það. Prófastinum voru nefnilega ekki kunnar allar ástæður. „Ég verð að biðja yð- ur um nánari skýring- ar”, prófastur minn góöur”, sagði yfirfor- inginn. „Kemur þetta nokkuð drengjunum við?” „Já, hlustið þér nú á —”. Prófastur hóf frá- sögnina. Drengirnir sáu, að Eðvarð frændi hnykl- aði brýrnar, þegar lengra dró. „Nú, þið eruð að göltr- ast úti á nóttunni?” Það var mild ásökun, en um leið strangleiki i rómn- um. „Vissuð þér það ekki?” Prófasturinn virtist mjög undrandi. „Nei. Ef ég hefði vitað það, væri peningakass- inn yðar tómur núna. Hvað voruð þið að gera úti, strákar?” „Við þurftum að at- huga dálitið. — Það var bara hægt i myrkri og — og svo — þess vegna vorum við i skóginum — og þar heyrðum við allt”, stamaði Niels. „Hvað voruð þið að gera i skóginum?” Ekkert svar. „Viljið þið siður segja frá þvi?” „Já, ef við gætum komizt hjá þvi”. „Gott og vel! Ég ætla O Eldsmiður pottur úr steini, en að visu likast- ur stórrri undirskál i laginu. Það sýndist okkur þó, að i honum hefði verið eldað. — Heldur þú að Fjalla-Eyvind- ur hafi verið þarna á ferðinni? — Ég veit ekki. Það er talið, að hann hafi einhverju sinni hafzt við þarna, en fleiri eru þar lika til nefndir, eins og sjá má i bókinni Útilegumenn og auðar tóttir, eftir Ólaf Briem. — Hefur þú ekki komið i fleiri staði, sem ekki eru i alfaraleið? — Jú, ekki er þvi að neita. Ég get til dæmis nefnt Flateyjardal, byggð, sem alveg er kominn i eyði núna. Svö höfum við lika komið norðuri Fjörðu, eða Fjörður, eins og það landsvæði mun vera nefnt að kunnugum. Ég á, hér við Hval vatnsfjörð og Þorgeirsfjörð. i Hvalvatnsfirði hefur áður verið blómleg byggð, enda er þar mikið flatlendi, grasi gróið. Þar voru nautahjarðir á beit, þegar við komum þar. Við komum lika að Þönglabakka i Þorgeirsfirði. Ennfremur gengum við frá Björgum i Kinn út i Náttfaravik ur. Það er strembin ganga, þvi sæta þurfti sjávarföllum undir svokölluðum Forvöðum, og fjar- an er ákaflega grýtt. Þetta höfum við farið tvisvar og i seinna skiptið sagði ég, að þesssa leið færi ég ekki aftur fyrir nokkurn pening, enda er ég að visu farinn að slakna til gangs. — Gerir veðrið ykkur aldrei neinar skráveifur, eða ert þú einn af þeim útiverumönnum, sem kalla allt veður gott? — Jú, ekki neita ég þvi, aö veðr- ið geri okkur stundum smávegis grikk. En góða veðrið á undan og eftir hinum lakari, bætir þau upp. Það gerðist til dæmis i annarri ferðinni, sem við fórum norðan jökla, að við sátum i bilnum i þrjátiu klukkutima, veðurteppt vegna sandbyls. Að sjálfsögðu höfðum við allan okkar útbúnað með okkur, en það var ekki viðlit að tjalda, svo var sandfokið mikið. Og þó að rigni eða snjói,svo að allt fer á flot i tjaldinu eina nótt, — hvern þremilinn gerir það til? Ef maður fær gott veður daginn eftir, þorna bæði föt og tjöld og erfiðleikarnir gleymast. „Það mætti vera meira skitmennið, sem ekki skánaði............” — Þú hefur auðvitað farið i göngur, eins og aðrir sveitastrák- ar? — Min fyrsta ferð inn fyrir byggð var fjallferð, ég fór i haust- leitir á Gnúpverjaafrétt, en hann er einhver frjósamansti og fegursti afréttur á landinu. Þegar farið er neðan úr byggð, opnast hvert útsýnið af öðru, alltaf nýr og nýr heimur. Við skulum hugsa okkur, að við séum komnir rétt inn fyrir Minnanúp i Gnúpverjahreppi. Þaðan sér til Búrfells og inn i Þjórsárdal. Þegar komið er inn á Gaukshöfða, sést inn i Skriðu- fellsskóg og svæðið þar i kring. Þegar inn fyrir Þjóðrsárdal kem- ur, á Sandafell, og útsýni opnast inn yfir afréttinn, — ekki er það lakast. Nei, það þýðir ekki að telja þett upp, nöfnin ein segja litið fyrir þá, sem ókunnugir eru, hinir vita þetta allt. En ég minnist þess, að einu sinni, þegar við komum inn fyrir Sandafellið, sagði ég við félaga mina: ,,Það mætti vera meira skitmennið, sem ekki skánaði eitthvað við að koma i svona umhverfi.” — Þú ert þá þeirrar skoðunar, að útivera og náttúran yfirleitt bæti okkur heldur en hitt? — Mér dettur stundum i hug það sem Einar heitinn Sæmund- sen sagði i kvæði sinu Hesta- minni, en þar kemst hann meðal annars svo að orði: Á nokkur maður sælli sól- skinsstundir hér sunnan Kjalar, norðan Sprengisands, og þekkjast aðrir betri fegins- fundir I fjalladölum okkar kæra lands, en riða saman, fjörga fáka teygja og fljúga á spretti yfir mel og grund. Hver mundi ei af sér áhyggjunum fleygja, sem ætti von á slikri dýrðar- stund? Þannig kveður Loftur Já, svo kvað Einar. En hefur þú ekki sjálfur kastað fram stöku um þaðj sem fyrir augu hefur borið á ferðalögum þinum? — Það er nú ekki ýkjamikið. en ég skal þó lofa þér að heyra ofur- litið af þvi tagi. Hér er ein litil visa um Herðubreið: Herðurbreið á brá er heið, brött er leið á efsta tind. Húsið þreyða hérna beið hjá hvannameið við tæra lind Og hér er ein, kveðin á leið i öskju: Yfir sand og auðnir hér andar svalur vindur. Héluskýi hulinn er Herðubreiðartindur. 1 Vaglaskógi varð þessi visa til: Hér er fritt og friður nógur, fögrum gróðri jörð er sprottin, upp um hliðar angar skógur, ekki er guð af baki dottinn. Svo er hér ein, dálitið harðleit veðurvisa: Sig nú ygglir út við tagl alda smá með hvita brá, eins og mygla úlfgrátt hagl Eskju bláa skyggir á. — Hefur þú ekki ort neitt um járnsmiðina? — Það er ekki mikið. En hér koma tvær: Um það skráð er ekki á blað, enda litill þarfi, þó ég ljúki á þessum stað þrjátiu ára starfi. Þó að lokum liði senn og lifsins brunnur þorni, vona ég aö eldinn enn upp ég kveiki að morgni. — Þótt þessi seinni visa endi vel, gæti hún misskilizt. Viltu kenna mér einhverja aðra til þess að ljúka þessu spjalli á? — Jú, það má alveg, og það er þá bezt að það verði ferðavisa Hún heitir Að leiðarlokum, og við skulum enda á henni, þótt ég reyndar hafi alls ekki i hyggju að hætta ferðalögum. Farið hef ég fjallasvið, forna vegu og nýja, ljúft er sér að leika við landið svala og hlýja. Hér skulum við skiljast við Loft Ámundason og þakka honum rabbið. —VS. Q Ljóðasmiður það ekki rétt, sem ég hef heyrt, að þú fáist lika við að yrkja? — öllu má nú nafn gefa. Ég held,að það sé nokkuð djúpt tekið i árina að segja, að ég yrki. Hitt er annað mál, að ég er eins og marg- ir Islendingar með það, að ég hef örsjaldan borið það við að setja saman hendingar, sérstaklega eitthvað i glensi, þegar tækifæri og kringumstæður hafa kallað á slikt, og jafnvel stöku sinnum snarað visu á ensku, likt og þegar annað fólk ræður krossgátur. — Kemur það ekki til mála, að ég fái að birta eitthvað eftir þig? — Ef til vill. Við getum athug- að, hvort við finnum nokkuð, sem við höldum að einhver geti haft gaman af. Ég skal hugleiða mál- ið. Jú, það er annars bezt.að ég lofi þér að heyra kvæðiskorn, sem ég orti einu sinni og sendi vinkonu minni i New York. Tilefni þess er það, að hún hafði boðið mér vest- ur til sin og vinkonu sinnar, en ég gat, þvi miður, ekki þegið það kostaboð. Varð þvi að láta duga að senda þeim kvæðið. Það heitir Til elskulegrar Mariu i New York. Að heilsa allir heima biðja, og heilladisir ykkur styðja, hjartans skvisur! Nú, hér fylgja nokkrar visur. Þakka tilskrif töluverð, um tilveruna og ykkar fero. 1 Ameriku er allt svo flott, og er þó varla nógu gott! Njótið þið alls af megnum mætti, nú minum er lokið fyrsta þætti. Frost er nú á Fróni, freðið bæði á tjörn og lóni. Allir spóar eru flognir og einnig lóur. Á heiðum uppi hima tófur. Skattur lagður á mýs og menn, mörgum finnst slikt nóg i senn. Brennivin i búðiim hækkar, burðarmáttur krónu smækkar. Óskastundum óðum fækkar. Aldur beztu manna lækkar. Harðnar i ári hjá höfðingjum, hlykkjast brækur á smælingjum. Einum konum er ósköp kalt, þótt eigi þær i grautinn salt. Heimsins yndi er svo valt! En heillandi þykir mér boðið i beddann þinn breiða, brúklegur yrði vist sá til veiða. En að kúldast á divan, með kopp sér við tær, er kerlingaaðferð dagsins i gær. Lika hjá ykkur ljuft yrði að dúlla, leika sér smávegis, saman aðlúila. Fara að morgni i sitt finasta púss, fá sér að drekka tvöfaldan sjúss. Ganga svo út á götu og skoða, gæta þess vel að lenda ekki i voða Horfa bara á heimsins menn, helzt ekki færri en þrjá i senn! Ja, slikt myndi nú eiga við hana Vindu, sem viðundur heimsins á hana dyndu. En afþakka verð ég þitt ágæta boð, þvi ég á varla til þess að kaupa i soð. Búin er taðan og súrheyið sæta, seint mér gengur úr þvi að bæta, en sendi ykkur kveðjur og óska alls góðs i endi þessa frumsamda ljóðs. Hér endar kvæðið, og skýrir það sig að mestu leyti sjálft. Þó má geta þess, að það er dagsett 1. nóv.. 1967, og geta menn haft það til hliðsjónar við upprifjun þeirra atburða, sem minnzt er á, (geng- isfall krónu, verðhækkun á vini, o.s.frv.) Eins og drepið var á hér að framan, hefur Kristin Snæhólm brugðið þvi fyrir sig að snúa is- lenzkum ljóðum á ensku. Við skulum að lokum lita á þýðingu hennar á hinni alkunnu visu, Nú er úti veður vott, verður allt að klessu, ekki fær hann Grimur gott að gifta sig i þessu. Þetta þýðir Kristin þannig: The weather out is, oh, so wet Everything will messy get, It won’t be good for Grim theswain, Getting married in this rain. Eins og kunnugt er, þá láta Engilsaxar og fleiri góðir menn hverja hendingu byrja á stórum staf, og er þvi að sjálfsögðu haldið hér. Þá má og geta þess til gam- ans um hann ,,Grim swain”, að orðið „swain” hefur tvær merk- ingar i ensku. Það getur sam- kvæmt orðabók bæði þýtt elsk- hugi og sveitastrákur. Og lýkur nú hér af Kristinu Snæhólm að segja og yrkingum hennar. —VS © Reykholt deiidina, vegna þess að ég ætla mér að verða iþróttakennari, og tel hana mjög góðan undirbún- ing undir það nám. Þaö eina neikvæða sem ég sé við deildina er það, hve fáir timar fara i kennslu, þeir mættu gjarnan vera fleiri. Vigfús Helgason frá Hraunkoti i Vestur- Skaftafellssýslu. Ég hef æft kanttspyrnu og er starfandi félagi i ungmenna- félaginu Ármann. Ég valdi leið- beinendadeildina vegna áhuga á iþrótta- og félagsmálum. Nám mitt hér getur þroskað mig sem leiðbeinanda (en á sliku fólki er skortur i minu heimahéraði.) Ég tel hugmynd Vilhjálms að stofnun þessarar deildar mjög góða og eiga erindi inn i sem flesta skóla. Hér eru góðar kennsluaðferðir og Matthias mjög góður kennari. Einnig álit ég, að þessi stefna Vilhjálms með leiðbeinendanáminu i þvi formi,sem þaðerhér,komi betur út en Lýðháskólaformið að sumri til. Oddný Árnadóttir frá Þórshöfn á Langanesi Heima er ég starfandi i Ung- mennafélagi Langnesinga og keppi i frjálsum iþróttum. Ég er i fimmta bekk, og þegar kom að þvi að velja valgrein, ákvað ég að fara i uppeldiskjörsviðið. þvi innan þess er leiðbeinenda- deildin. Þvi réði áhugi minn á iþróttum öðru fremur. Fyrir utan þá iþróttafræðslu, sem maður fær, eykst áhugi manns á félagsmálum. Til að mynda lær- ir maður að tala óþvingaður fyrir framan hóp af fólki o.fl. Hafdis Hrönn Ottósdóttir frá Hrisey i Eyjafirði. Þar sem mjög er ábótavant i minu heimahe'raði öllu þvi,er að iþróttum viðvikur, valdi ég leiö- beinendadeildina sem valgrein. Ég hef mikinn áhuga á iþrótt- um og vonast þvi til þess að geta orðið að liði heima. þegar ég hef lokið námi minu hér. Ég hef áhuga á þvi að fara i iþróttaskólann,ef tækifæri gefst, og tel ég námið hér mjög góðan undirbúning. Hér féum við góða innsýn i félags og iþróttastörf, sem ég tel mjög uppbyggjandi og til aðstoðar á margan hátt. Eyrún Júliusdóttir frá Dalvik. Sem valgrein valdi ég uppeldiskjörsvið, en þvi fylgir leiðbeinandadeild. Kennslutil- högun er hér ágæt og kennsla góð. Mér finnst það mjög góð hug- mynd hjá Vilhjálmi að hafa byrjað á þessari deild og tel hiklaust, að slik deild ætti að vera i sem flestum skólum. þar sem nám þetta er mjög þrosk- andi. Ég vonast fastlega til þess,að ég geti orðið að liði, þegar ég er komin heim. VÖRUBÍLAR 3ja öxla vörubílar: árg. ’72 Volvo FB 88 árg. '72 Volvo FB 86 árg. '71 Scania Vabis 110 super árg. '67 Volvo FB 88 árg. '67 Scania Vabis 76 super með tveggja og hálfs tonna Foeo krana. árg. '65 Scania Vabis 76 árg. ’65 Merc. Benz 1920 2ja öxla vörubílar: árg. ’71 Scania V’abis 80 super árg. ’71 Merc. Benz 1513 árg. '70 Merc. Benz 1513 árg. '69 Merc. Bens 1313 árg. '67 Merc. Benz 1413 framb. með tveggja og liálfs tonna Foco krana. árg. ’67 Merc. Benz 1413 árg. '66 Merc. Benz 1413 árg. '66 Scania Vabis 56 árg. '64 Scania Vabis 56 árg. '66 Volvo F85 turbo Miöstöð vörubila- og vinnuvélaviðskiptanna er hjá okkur. AÐSTOÐ Sigtúni 7 Sig. S. Gunnarsson. Simar 81518 & 85162.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.