Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 23
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 23 Ingria Bergman gerir lukku á leiksviði Ingrid Bergman hefur fundið sjálfa sig. í fyrsta skipti i iangan tíma leikur hún nú á sviði — i London — og fær frá- bæra dóma fyrir leik sinn i „Constant Wife” eftir Somerset Maugham. í sinu einka- lifi hefur hún komizt yfir skilnaðinn við sænska leikhússtjórann Lars Schmidt, sem hún hefur verið gift siðan árið 1958. — Ég hélt satt að segja, að tima mlnum sem leikkonu væri lokið, <1 Ingrid Bergman er ánægð með sinn nýja sigur segir hún. Áhorfendur vilja sjá ungar stúlkur i dag. Nú fær ég aðeins tilboð að leika forynjur eða nornir I ódýrum hryllingsmynd- um. En við þess konar tilboðum segi ég neitt takk þvi ég vil ekki gera börnunum minum það. Það eru svo margar myndir illa unnar, að það er greinilegt, að þær eru eingöngu gerðar peninganna vegna. Ég hef aldrei tekið kvikmynda- tilboði þar sem ég hef ekki getað fundið mig sjálfa að einhverju leyti i hlutverkinu. Eins og aðrar konur hef ég þúsund dulgervi. Kynþokkafull hef ég aldrei verið. Ég var alltaf mjög feiminn sem unglingur, en mitt fjölskyldulif sannar, að éj> er ekki köld, jafn- vel þótt að ég sé þekkt i Hollywood sem hin kuldalega fjölskyldustúlka. Núna eru næstum engin góð hlutverk fyrir mitt aldursskeið. Detti maður ofan á eitt gott hlut- verk, dugir það samt ekki til, þvi að ungt fólk fer ekki i kvikmynda- hús til að sjá gamalt fólk i ástar- senum. Og ég vil ekki undir nokkrum kringumstæðum leika mig yngri en ég er, eingöngu til þess að fá hlutverk i kvikmynd. Ég verð að geta leyft mér að gera kröfur og ekki sizt til sjálfrar min. Ég hef fengið mörg tilboð um að leika önnu Kareninu, en ég hef sagt nei takk, vegna þess að ég hef séð Grétu Garbo leika þetta svo frábærlega vel og vegna þess' að handritin eru ekki nógu góð. Lék i barnamynd Sumir hafa fullyrt, að ég vilji draga mig i hlé frá kvikmynda^ leik, vegna þess að það séu ekki skrifuð ngu góð aðalhiutverk. Þetta ergir mig. Ég vil miklu frekarleika aukahlutverk, ef þau eru góð. Ég er nýbúin að leika yndislegt hlutverk I bandariskri barnamynd... Ég mundi vilja gera meira af þvi. Það er sagt,að Ingrid Bergman hafi orðið að skilja við Lars Schmidt, vegna þess að hún vildi heldur leika á sviði en vera með honum i Paris. Sjálf vill hún ekk- ert ræða um skilnaðinn — Skilnaður getur verið góður, þegar frá liður, en rétt á eftir er maður eins og helsært dýr, segir hún. En þegar maður hefur upplifað það að vera bannfærður af heilli þjóð vegna ástar sinnar, harðnar maður smátt og smátt. Timinn læknar öll sár. Og það hefur Ingrid Bergmann upplifað. Hún hefur verið beðin afsökunar af bandariska þinginu. Það var vegna niðrandi ummæla, sem þingið viðhafði um hana fyrir 22 árum, þegar hún bjó með italska kvikmyndaleikstjóranum '— Róberto Rossellini, án þess aö vera gift honum. Annað hjónaband? Auðvitað er alltaf verið að bendla hana við hina og þessa karlmenn. En hún er orðin þvi vön og lætur það ekki á sig fá. Henni finnst skemmtilegt að lesa i blöðunum um það, að hún hafi á prjónunum að giftast John van Eyssen, eða þá að hún ihugi að fara aítur til Lars. — Stundum gleymi ég þvi að ég sé að lesa um siálfa mig. segir hún. —Ég hitti börnin min oftar en fólk heldur. Þó að við séum alltaf á ferðalögum.hittumst við alltaf við og við i USA, Róm, Englandi en sjaldan i Sviþjóð. Þar er allt of kalt fyrir börnin. Þau eru orðin svo vön Miðjarðarhafsloftslagi. (Þýtt kr-) Opið bréf til Hannesar Péturssonar, skálds Hilmar Jónsson: Jóhannes Helgi skrifaði um daginn kröftuga grein i Morgun- blaðið, þar sem gagnrýnd voru vinnubrögð nefndar þeirrar, sem úthlutaði viðbótarritlaun- um. Var helzt að skilja á Jóhannesi, að tveir af þremur nefndarmönnum hafi verið á snærum kommúnista. Benti hann á, að nýliði, sem samið hafði 97 blaðsiðna kver um allt og ekki neitt hefði fengið greiðslu úr sjóðnum á meðan þjóðkunnir rithöfundar hefðu verið settir hjá, enda þótt þeir hefðu gefið út bækur á þvi tima- bili, er úthlutunin átti að ná til Litlu ætla ég þar við að bæta, þó virðist mér framferði nefndar- innar gagnvart Ingólfi Kristjánssyni jaðra við hneyksli, sem krefst opinberrar skýringar, þar eð Ingólfur gaf út tværbækur 1972 —árið, sem átti að leggja til grundvallar úthlut- uninni. En það eru fleiri en úthlutun- arnefnd viðbótarritlauna, sem eru valtir á siðferðissvellinu um þessar mundir. Sé ég ekki betur en þið Helgi Sæmunds- son, komið sterklega til greina við kaktus-úthlutun hjá Alþýðu- blaðinu fyrir bók ykkar, Skálda- tal. En þar tel ég að þið hafið gerst sekir um grófan at- vinnuróg i garð þeirra núlifandi rithöfunda, sem þar eru ekki taldir, en fullnægt hafa upptökuskilyrðum I félög rithöfunda. Fyrir nokkrum árum var borin upp tillaga I Félagi islenzkra rithöfunda, Hagalins-félaginu, um nauðsyn á útgáfu rithöfundatals. Er mér ekki grunlaust um að einn maður öðrum fremur hafi verið nefndur sem hugsanlegur höfundur verksins, Indriði Indriðason! Áttu þarna að vera æviatriði allra rithöfunda ásamt itarlegri skrá um verk þeirra. Nú hefur það gerzt, að rikjsfor- lagið, Menningarsjóður, hefur ráðizt i slikt verk og fengið til þess tvo hlöðukálfa hjá fyrirtækinu, þig og Helga Sæmundsson. Ég kýs þó að eiga orðastað við þig einan, Hannes, enda má álykta með rökum að þú hafir lagt grunninn að verkinu sem bókmenntalega lærður maður. Er þá fyrst að nefna þá rangfærslu, sem háskólinn hefur staðið fyrir, og þið takið upp, en það er, að bókmenntir séu einungis skáldsögur, leikrit og ljóð, enda þótt ritgerðasmið sé meðal allra siðaðra þjóða talin þar með, jafnvel metin mest-samanber hinn enskumæl- andi heim. Samkvæmt þessu er maður, sem um margar aldir var þekktasti rithöfundur þjóð- arinnar, er enn svo lifandi afl meðal hennar, að skáldverk eru samin um verk hans, Jón Vidalin Þorkelsson biskup, ekki talinn með. Annar ritsnillingur einn mesti á þessari öld, Helgi Pjeturss, fær heldur ekki sess, sem honum ber. Hans er hvergi getið. Sömu meðferð fær Jónas Jónsson frá Hriflu. Um hæfileik hans og verk þarf hér ekki að fjalla. Samkvæmt þessari formúlu munu Snorri Sturluson, Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson utan dyra i næsta bindi. Aftur á móti er þarna Ari Jósepsson, sem fáir kannast við og gaf vist út eitt kver i anda Marx og Engels. Höfundur 5 bóka, tveggja skáldverka og þriggja ritgerðabóka er ekki hafður með. Við fljótan lestur sýnist mér ritverkaskrá þeirra, sem njóta náðar ykkar langt frá þvi að vera rétt né ítarleg og gæti nefnt dæmi þar um, ef þess gerist þörf og eftir verður kallað. Þetta er ekki i fyrsta skipti, sem Menningarsjóður gefur út falsrit beinlinis i þeim tilgangi að skaða menn. Árið 1972 kom út hjá forlaginu íslenzk ljóð, annað bindi og átti að vera úrval kvæða frá árunum 1954-’63. Aður hafði Menningarsjóður gefið út sams konar bók og spannaði hún árin 1944-’53 Ljóðin völdu Guðmundur Hagalin, Helgi Sæmundsson og Gils Guðmundsson. I hvorugri bókinni eru tekin verk eftir Gunnar Dal, enda þótt tveir nefndarmanna hafi skrifað hástemmt lof um hann sem ljóöskáld. 1964 gaf Menningar- sjóður út Raddir morgunsins eftir Gunnar. Mun slikt siðleysi sem þetta eiga fá fordæmi, þótt viða væri leitað. Hannes minn! Ég veit ekki hvað rekur þig til að sjá stöð- ugt ofsjónum yfir tilvist koll- ega þinna. Ég held, að enginn islenzkur rithöfundur hafi verið eins striðalinn af bitlingum og fjárgjöfum sem þú. Ef ég man rétt fékkst þú listamannalaun áður en þú hafðir nokkra bók út gefið. Hins vegar hefur þú einn rithöfunda ráðist á annan höfund fyrir að skrifa afmælis- grein um kollega sinn. Ég held að öfundsýki og fjárgræðgi komi fram i verkum manna. Satt að segja finnst mér ég sjá þess augljós merki i siðustu ljóðabókum þinum. Þær eru fjarska slappar. Ég hefi nú ákveðið að skrifa rithöfunda- félögunum báðum svo og rithöfundasambandinu bréf, þar sem þess verður krafizt, að þér, Helga og Menningarsjóði verði stefnt fyrir rétt vegna þeirra höfunda, sem beittir eru atvinnurógi með útkomu þessa verks. Byggi ég kröfu mina á þess- um forsendum. Við inngöngu i rithöfundafélag þarf höfundur að hafa skrifað að minnsta kosti tvö bókmenntaleg verk. Þess vegna eru allir félagar þeirra sjálfsagðir i Skáldatali. Ég vil spyrja rithöfunda- félögin af þessu tilefni: Ætla þau að láta viðgangast að inntökureglur þeirra séu hunzaðar og að engu hafðar? Hvað mundi islenzkt verkalýðsfélag gera, ef atvinnu- rekandi mundi reyna að útiloka einhvern félaga frá vinnu af þvi að honum er illa við hann? Ætla islenzkir rithöfundar að sýna að þeir hugsi einungis sem ein- staklingar, en ekki sem félags- legar verur? Liklegt er, að Skáldatal þetta útgefið af rikis- forlagi muni lagt til grundvallar við úthlutun listamannalauna, svo og hjá erlendum forlögum i sambandi við þýðingar, ennfremur verður það notað i skólum, erlendum sendiráðum og hjá almenningi yfirleitt. Þvi þykir mér miklu varða, að rit þetta verði dæmt sem falsrit fyrir rétti og höfundarnir fái opinberlega viðvörun, sér- staklega með tilliti til þess að hér er vegið i sama knérunn hjá forlaginu. Dæmi þetta ætti að sanna að Menningarsjóður þjónar nú litlum tilgangi nema þá helzt að halda uppi hlöðu- kálfum við vafasöm störf. Þvi legg ég til að fyrirtækið verði lagt niður og rithöfundar taki að sér rekstur þess og útgáfu. Með beztu kveðju Hilmar Jónsson. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Laus staða Staða hjúkrunarkonu i Raufarhafnar- héraði er laus til umsóknar frá 15. april 1974. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 1. april 1974. febrúar 1974. LAUS STORF Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða starfsfólk i eftirtalin störf: 1. Starf við timaáætlanir, bónusútreikn- inga, timamælingar o.fl. 2. Störf við vélritun og simavörzlu. 3. Störf á teiknistofu (tækniteiknun, inn- færslur á kort o.fl.), nú þegar eða i vor. 4. Starf við götun, hálfan eða allan daginn, nú þegar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu, 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 4. marz 1974. P\ 1RAFMAGNS VEITA 1 REYKJAVlKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.