Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 29

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 29
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 29 taflstaðan smám saman í vil bændum við Laxá og Mývatn þar vó þyngst lögbannsdómur Hæsta- réttar 15. desember 1970. Siðar styrktist málstaður bænda enn frekar með yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar hinn 16. nóvember 1971. Þar var lýst yfir, að ekki yrði stofnað til frekari virkjunar- framkvæmda i Laxá en þegar hefðu verið leyfðar, þe. nefnd 6,5 MW virkjun, nema til komi sam- þykki fyrirsvarsmanna land- eigenda og Náttúruverndarráðs. Jafnframt þessu lýsti iðnaðar- ráðherra þvi yfir, að hann mundi beita sér fyrir lagningu hásþennulinu milli Suður- og Norðurlands. Skyldi hún verða liður I þeirri nýju stefnu rikis- stjórnarinnar að tengja saman öll orkuveitusvæði landsins. Frá bæjardyrum bænda við Laxá og Mývatn veitti yfirlýsing iðnaðar- og orkumálaráðherra haustið 1971 raforkuneytendum á Norður- landi tryggingu fyrir þvi, að þver- móðska vissra manna á Akureyri leiddi ekki orkumál lands- fjórðungsins i strand. Til enn frekari tryggingar höfðu bændur lögbannið við vatnstöku úr Laxá, sem þeir sleþptu ekki, fyrr en sáttarsamningurinn um lausn Laxárdeilu hafði verið undir- ritaður hinn 19. mai 1973. Einn þáttur þeirrar sáttargjörðar er nýflutt stjórnarfrumvarp um verndun Laxár og Mývatns, sem rikisstjórnin hefur lofað að beita sér fyrir samþykkt á. Dýrmætur tími tapast Sú saga, sem hér er sögð, er um leið greinargerð þess, hvernig þvermóðska nokkurra manna á Akureyri hefur skapað vand- ræðaástand i raforkumálum Norðurlands. 1. áfanga Gljúfur- versvirkjunar fengu þeir með sáttargjörðinni gegn þvi að hafast þar ekki meira að, heldur leita orku annars staðar. 2. áfanga höfðu þeir ekki heldur samkvæmt áætlun ætlað að smiða fyrr en eftir nokkur ár. Allt að einu reyna þessir menn nú að varpa sök á bændur við Laxá og Mývatn vegna vand- ræðaástandsins i raforkumálum Norðurlands. Hafa þeir þó virt að vettugi allar tillögur Laxár- og Mývatnsbænda um skynsamlega lausn mála án eyðileggingar á dýrmætum laxveiðiám og einstökum lifheimi Laxár og Mývatns. Við þessum tillögum var aldrei litið,af þvi að þær höfðu i för með sér opinbera viður- kenningu á mistökum „júntunnar” á Akureyri. Af þessum ástæöum var af alefli barizt gegn iillögum L.L.M. um virkjun gufuaflsins við Námafjall eöa Kröflu. Og alla tið var reynt að setja fótinn fyrir háspennulinu yfir hálendið. Skýringin var einföld. Framkvæmd tillagnanna hlaut að raska forréttindaaðstöðu Akureyrar umfram allar byggðir á Norðurlandii Þegar undirbúningur háspennulinunnar var kominn á góðan rekspöl i samræmi við yfir- lýsingu iðnaðarráðherra, beitti Akureyrarvaldið sér fyrir þvi, að linan yrði lögð niður af hálendinu beint niður i Eyjafjörð, af þvi að þar væri mest fjölmennið, en ekki niður i Bárðardal. Rannsóknir leiddu þó i ljós, að nánast ógerningu'- var að tryggja öryggi linunnar á kaflanum af hálendinu niður i Eyjafjörð. Varð þetta til þess, að upp komu efasemdir um, hvort framkvæmdanlegt væri að leggja linuna, en ekki var minnzt á, að leiðin niður i Bárðardal var afliðandi halli, þar sem ódýrt var að leggja bæði linuna og veg með henni til aukins öryggis. Þarna glataðist heilt ár. Var það i fullu samræmi við viljayfirlýsingar Akureyrarvaldsins um, að háspennulina yfir hálendið sé af hinu „vonda”. 1 stað þess að leggja örugga háspennulinu yfir hálendið yfir sprengisand niður i Bárðardal var nú tekið að föndra við „hönn- un” svokallaðrar byggðarlinu, sem er þrisvar sinnum lengri leið og helmingi timafrekari. Um leið tóku virkjunarmenn á Akureyri að gæla aftur við drauma sina um risavirkjun i Laxá þrátt fyrir gerðan sáttarsamning. Orkuskorturinn á Norðurlandi Sumarið 1971, er samninga- viöræður stóðu yfir við Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra, Laxá I Suður-Þingeyjarsýslu. stóð i stappi um, hvort Lax- árvirkjun ætti að liðast að setja niður i Laxá margfalt stærri afl- vélar en virkjunarstjórnin hafði upphaflega fengið ráðuneytisleyfi fyrir. Stjórn Landeigendafélags Laxár og Mývatns benti á, að lagaheimild vantaði fyrir vélum þessum og ósvinná væri að kasta almannafé i margfalt stærri afl- vélar en ætlunin væri að nota i virkjunina. Auk þess lá fyrir, að hinn erlendi framleiðandi afl- vélanna ábyrgðist engan veginn, að þær kæmu að tilætluðum notum við annaö og minna fall en þær voru smiöaðar fyrir. Laxárvirkjunarstjórn lét sig þó ekki frekar en fyrr og virti allar viðvaranir að vettugi. Þótt virkjunaraðilar hefðu til málamynda gefið virkjuninni nýtt nafn, Laxá III, til að leyna fyrirætlunum sinum, komu afl- vélarnar til landsins i kössum, merktum Gljúfurver, þ.e. nafni þeirrar virkjunar, sem leggja skyldi Laxárdal undir vatn og taka stóran hluta Skjálfandafljóts og veita þvi til Mývatns og Laxár. Landeigendafélagið lagði hins vegar rika áherzlu á, að hæfilega stórar vélar fyrir nefnda 6,5 MW virkjun yrðu settar niður i Laxá, þ.e. vélar fyrir ekki meira en 38 metra fall, i stað 87 metra, þannig að sætta mætti sjónarmið orku- vinnslu og fiskræktar. Einnig gerðu bændur tillögu snemma sumars 1971 þess efnis, að notaðar yrðu hæfilegar þrýsti- vatnspipur og hætt við gerð jarðgangnanna. Með þessum breytingum, sem fólust i tillögum L.L.M.,hefði mátt spara hundruð rr.illjóna króna, ef framkvæmdar hefðu verið. En allt kom fyrir ekki. Ráðherra treysti sér ekki til að gripa fram i fyrir Laxárvirkj- unarstjórn. Nú loksins tveimur, þremur til fjórum árum siðar, hefur stjórnarvöldum skilizt, að tillögur Landeigendafélags Laxár og Mývatns um minni tilkostnað við Laxá og gufuaflsvirkjanir við Kröflu eða Námafjall voru á fullum rökum reistar. Þess vegna hefur nú verið lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um gufuafls- virkjun við Kröflu. En er þá allt nú orðið um seinan? Enn er tækifæri til að bjarga Norðlendingum úr öngþveiti orkumála sinna. Næsta sumar má leggja háspennulinu yfir sprengisand, eins og L.L. M. var heitið haustið 1971. Að dómi verkfræðinga er auðvelt að leggja háspennulinuna nefnda leið. Þar mun linan væntanlega þj<5na fram- tiðarvirkjunum við Dettifoss og tshólsvatn i Skjálfandafljóti og flytja orku suður, ef þessar virkjanir hafa afgangsorku til að selja Sunnlendingum. Að öðru leyti mun slik lina þjóna vel þörfum samveitukerfis landsins, ekki sizt með hliðsjón af hags- munum Austfirðinga. Slik lina getur þjónað stórum og hag- kvæmum virkjunum, en byggða- lina, sem er margfalt lengri, getur það ekki. Spurningin er þvi einungis: Vilja menn rafmagn á Norður- landi, eða vilja þeir það ekki og halda áfram að rifast um Laxá i algjöru tilgangsleysi til þess að þjóna duttlungum og þrákelkni nokkurra forstokkaðra öfga- manna. Við viljum og itreka það, sem vitað var þegar sumarið 1971, að stóru vélarnar, er settar voru i Laxá þá um haustiö, hæfa vel til virkjunar bæði i Skjálf- andafljóti og Jökulsá-Eystri i Skagafirði. Á báðum þessum stöðum er hagkvæmt og auðvelt að virkja, án þess að valda telj- andi tjóni á náttúruauðæfum og að öllum likindum til mikils ávinnings fiskrækt i Skjálfanda- fljóti. Báðir þessir virkjunarstað- ir eru ekki lengra frá Akureyri en Laxá i S.-Þingeyjarsýslu. 1 ljósi þessa þarf ekki frekari vitnanna við, að orkuskorturinn á Noröur- landi er eingöngu sök virkjunar- manna sjálfra, en ekki bænda við Laxá og Mývatn. Rennslistruflanir i Laxá og orkutap i háspennu- linum Til glöggvunar fyrir almenning þykir okkur rétt að benda á, hvernig virkjunarmenn hafa hagað og haga enn áróðri sinum fyrir frekari mannvirkjagerð i Laxá og til að sverta málstað fólksins við Laxá og Mývatn: Sifellt hefur verið haldið uppi „fréttaflutningi” frá Akureyri um krapastiflur og rennslis- truflanir i Laxá. Þessi áróður hefur ekki þagnað, þótt rennsli Laxár hafi stórbatnað, eftir að héraðsmenn opnuðu Miðkvlsl. Stöðugt vatnsborð Mývatns og jafnt rennsli frá þvi eykur orku- vinnslu Laxár. Aður en Miðkvisl var opnuð, juku stjórnendur virkjunarinnar við Brúar i sifellu á erfiðleikana með þvi að auka snögglega vatnsmagnið, eftir að is var kominn á ána. Ain, sem hafði runnið örugglega undir is braut þá með brauki og bramli af sér isbrynjuna, drap fisk i stórum stil og hrannaðist upp i stiflur. Afleiðingar létu ekki eftir sér biða: Rafmagnstruflanir og fréttatilkynningar Laxár- virkjunar um vandræðin. Nú eftir að áin fær aftur að renna undir is, án þess að hann sé viljandi brotinn af henni, hefur raforku- vinnsla Laxárvirkjunar i frost- hörkunum i vetur verið jafnari og stöðugri en viðast hvar annars staðar á landinu. Enn fremur má geta þess, að eftir að nýja 6,5 MW virkjunin tók til starfa, hefur komið fram veru- legt spennufall á háspennulinunni frá Laxá til Akureyrar. Á þetta er aldrei minnzt i fréttum frá Akur- eyri fremur en annað, sem virkjunarvaldið þar ber ábyrgð á. En auðvitað reyna þessir menn að skrifa allt á reikning bænda við Laxá og Mývatn. Laxárvirkjun hefur eins og málin standa sam- kvæmt sáttargjörðinni fengið að virkja alla þá orku, sem hún ætlaði sér samkvæmt Gljúfur- versáætluninni frægu að vera búin að virkja nú um áramöt 1973- 74. Fyrirhuguð, tittnefnd stifla samkvæmt þeirri áætlun átti ekki að smiðast, fyrr en eftir 2-3 ár. A það er ekki heldur minnzt i fjölmiðlum, að Rafveita Akureyr ar heiur upp á sitt eindæmi ráðstafað mestallri raforku frá nýju 6,5 MW virkjuninni við Laxá til húshitunar á Akureyri. Rétti- lega átti hún að nota þessa orku til að leysa dísilrafala af hölmi. sem voru reknir með rándýrri oliu. Það gerði hún ekki, heldur eykur hún enn, þrátt fyrir nýju virkjunina með húshitarafmagns sölu þörfina á rekstri disilraf- stöðva. Er þó augljóst, að ólikt ódýrara er að kynda hús með oliu en að framleiða fyrst rafmagn úr oliunni og nota siðan það rafmagn til húshitunar. Ef litið er á verðið sem fæst fyrir húshitunarraf- magnið og hins vegar verö þeirr- ar 6,5 MW virkjunar, sem notuð er til húshitunar, kemur fram fjarstæðukennd niöurstaða um, hvað kostar að hita upp nokkur hús á Akureyri. Fólkið við Laxá og Mývatn spyr sig/hvernig menn með almanna- fé i höndunum og i opinberum ábyrgðarstöðum geti hagað sér svona. Það sér ekki annað svar en það, að allt er þetta gert til að virkjunarvaldið geti i áróðurs- herferð sinni hrópað: Það er rafmagnsskortur! Við verðum þrátt fyrir grið og gerða samninga að fá að reisa stiflu i Laxá. Klósigar nýs óveðurs? Mörg voru þau bréfin og viðvaranirnar, sem stjórn Land- eigendafélags Laxár og Mývatns bárust úr öllum landshlutum, þar sem bændur við Laxá og Mývatn voru varaðir viö að ganga til samninga við virkjunarvaldið á Akureyri, þvi að það mundi svikja alla samninga: Þessu for- skokkaða valdi væri ekkert heil- agt. Þrátt fyrir varnaðarorðin gengu bændur til samninga og á almennum fundi i Landeigenda- félaginu var sáttargjörðin sam- þykkt. Undirskrift bæði forsætis- ráðherra og allra stjo’rnarmanna Laxárvirkjunar átti að tryggja, að ekki yrði beitt svikum. Fólkinu við Laxá og Mývatn rennur það til rifja nú, að áður en ár er liöið frá sáttargjörðinni, þegar blek undirskriftanna er naumast þornað, þá skuli hópur ofstækismanna vera farinn að reka skipulegan áróður fyrir samningsrofum. Aðferðin er, eins og áður segir, að gefa út til- kynningar og samþykktir i nafni eins eða annars um rennslis- truflanir, oliukreppu, orkuskort o.s.frv. Orkuskorturinn er sök virkjunarvaldsins á Akureyri. Á hinn bóginn þegir þessi hópur sem gröfin um að bundið hefur verið fastmælum með sáttargjörð og þinglýstum samningi, að ekki verði framar virkjað I Laxá. Sem vendilegast er nú þagaö um, að visindamenn hafa rannsakað og i niðurstöðum sinum endanlega fordæmt frekari virkjanir og náttúruspjöll i Laxá og Mývatni. Landeigendafélag Laxár og Mývatns vill enn fremur minna á, að enn eiga bændur við Laxá og Mývatn eftir að fá flest það, sem þeim var lofað með sáttar- gjörðinni. Enn er eftir að greiða skaðabætur i samræmi við möt og gerðadómsniðurstöður, enn er eftirað smiða laxastiga fram hjá virkjunum viö Brúar og enn er eftir að lögfesta frumvarpið á Alþingi um verndun Laxár og Mývatns. Bændum við Laxá og Mývatn þykir það i hæsta máta ódrengi- leg framkoma, að þeir, sem björguðu sér úr ógöngum með sáttargjörð og fengu þannig aflétt lögbanni við vatnstöku nefndrar 6,5 MW vikjunar, skuli, strax og þeir eru komnir á þurrt land^vera farnir að reyna aö komast hjá að greiða björgunarlaunin og freista þess að ganga á grið og gerða samninga. Hver vill i raun og veru hefja nýtt Laxárstrið? Ekki verður þvi að óreyndu trúað að nokkur i Laxárvirkjunar stjórn vilji steypa sér út i slikt ævintýri lögleysa og samnings- rofa. Bændur við Laxá og Mývatn telja sig þegar á undanförnum árum hafa gert það nægilega skiljanlegt, að þeir vilja ekki frekari virkjanir i Laxá. Þeir lita þvi á allar umræður og áætlanir um slikar hugmyndir sem tilraun til að brjóta á þeim lög óg gerða samninga. Slikt athæfi verður ekki heldur skilið á annan hátt en sem tilraun til að segjast úr lögum við fólkið við Laxá og Mývatn. Við landeigendur vonum fast- lega. að ekki muni ný styrjaldar- ógæfa skella yfir norðlenzkar byggðir, heldur lánist Norð- lendingum að forðast timasóun og tafir og að taka raunhæfar ákvarðanir i rafórkumálum sinum. Við viljum hafa frið heima á búum til að einbeita kröftunum að uppbyggingu héraðs okkar. Þess vegna gengum við til sátta. Að lokuin Þingeyskir bændur undirrituðu sáttargjörðina að Stóru-Tjörnum og töldu þar með lokið I eitt skipti fyrir öll umræðum um virkjunar- framkvæmdir i Laxá. Það var stund hugarléttis og lriöar, og menn gengu vonglaðir til starfa á búum sinum i þeirri trú, að öll leiðindi væru að baki. Nú sjá þeir nýja ófriðarbliku draga á loft i fjölmiðlum og jaln- vel á Alþingi. Þvi erum við til- neydd að gera þjóðinni grein fyrir, hver var orðin okkar barátta og hver voru leikslokin, er upp var staðið. Almenningur á rétt á vitneskju um, að með sáttargjörðinni varð Laxársvæðið i Suður-Þingeyjar- sýslu lokað land fyrir hvers konar bollaleggingum um vatnsafls- virkjanir. Er það og samkvæmt einróma ákvörðun Náttúru- verndarráðs. Rikisstjórnin hefur samkvæmt 9. gr. sáttar- gjörðarinnar lagt fyrir alþingi frumvarp til sérstakra náttúru- verndarlaga Laxár- og Mývatns- svæðisins. Með sátíargjörðinni við Laxárvirkjunarstjórn og rikis- stjórn Islands öðluðust land- eigendur við Laxá og Mývatn stjórnarskrárverndaðan rétt gegn hvers konar frekari fyrir- ætlunum um virkjanir i Laxá. Allar umræður um slik hugar- fóstur eru þvi óviðeigandi og út i hött. Þær eru ekki til annars en að tefja enn frekar fyrir raunhæfum aðgerðum i raforkumálum Norð- lendinga. Eins og ljóst verður af framan- sögðu hafa samtök landeigenda við Laxá og Mývatn jafnan verið ábyrg i afstöðu sinni og haft á reiðum höndum jákvæðar og raunhæfar tillögur til lausnar þeim vanda, er á höndum var. Þau verða þvi aldrei sakfelld vegna rikjandi stefnuleysis i raf- orkumálum Norðurlands. Markmið okkar var það eitt að bjarga islenzku þjóðinni frá þvi að ráðast einn sinn sérstæðasta og fegursta gróðurreit og eyði- leggja hann að óþörfu, þegar hún gat fengið jafngott rafmagn með virkjun jökulvatns eða hvera- orku. Allur þorri almennings i landinu stóð með okkur i þessari baráttu. Rikisstjórnin veitti okkur einnig mikilsverðan stuðning. Það er bjargföst sann- færing okkar, að komandi kynslóðir muni hrósa happi, að þessi barátta var háð. Og þvi, sem vannst i strangri baráttu, ætlum við ekki að glopra niður með andvaraleysi að unnum sigri. Laxárdeilan var ekkert dægurmál. Henni lauk 19. mai 1973. öllum er fyrir beztu að halda friðinn og gerða samninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.