Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 40

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 40
fG§ÐÍ fyrirgóöan nmi ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Vatnsdalurinn er hvltur yfir að líta.og hrfslurnar i Þórdisarlundi sofa vetrarsvefninum, varin berki og brumhiifum. Aöur en ýkjalangt liður, munu hlýir vindar fara um dalinn, bræða snjóinn og vekja alit til nýs lifs. i baksýn eru Vatnsdalshólar og Vatnsdalsfjall. Ljósmynd: Sigursteinn Guðmundsson. Smygl í Brúar- fossi og Freyfaxa Klp-Reykjavik. — Eins og sagt var frá i blaðinu i fyrradag, fundu tollverðir 74 flöskur af áfengi i m/s BrúaHossi fyrr i vikunni. í gær var leit haldið áfram i skipinu i Keflavik og fundust þá 94 flöskur faldar undir lestar- klæðningu. Eigendur reyndust vera tveir hásetar. Hafa þvi fundizt 168 flöskur i m/s Brúar- fossi frá þvi að skipið kom til landsins um siðustu helgi. Þá fundu tollverðir smygl- varning i m/s Freyfaxa er skipið kom erlendis frá til Akraness. Voru það 30 flöskur af áfengi, 57 kg af sælgæti og 143 kg af niður- soðnu reyktu svinakjöti, eða öðru nafni „skinku”. Fannst varningurinn milli þilja i her- bergi skipverja, i björgunarbát og viðar. Eigendur reyndust vera einn vélstjóri skipsins, tveir stýrimenn og bátsmaður. Kynning hjá r Asatrúarmönn- um Asatrúarfélagið h e1d u r kynningarfund að Ilótel Esju á sunnudaginn, og liefst hann klukkan þrjú. Ræðumenn verða Sveinbjörn Beinteinsson, Anna Sigurðardóttir, örn Clausen og Jörmundur Ingi (áður Jörgen Ingi). Örn Clausen mun gera grein fyrir helgiathöfnum Ásatrúar- manna, nafngjöf, unglingavigslu, giftingu og greftrun. HÆTTA Á KÖFNUNARKALI, EF SVELL LIGGJA LENGI Á TÚNUM Nauðsynlegt að hugsa fyrir varaforða af sáðbyggi JH—Reykjavík. — Það er hætt við þvi, að svellalögin geti haft eftirköst, ef ekki fer að taka upp, sagði Friðrik Pálmason, líc agro., er við hringdum til Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins til þess að leita álits hans á þvi, hvort mikil kalhætta myndi verða i vor, þar sem tún hafa mjög viða legið undir svelli um langt skeið. — Köfnunarkal er með algengustu kalfyrirbæra hérlend- is, sagði Friðrik, en aftur á mót er ekki sannað, að rotkal, sem stafar frá sveppum, eigi sér stað. Að minnsta kosti hefur sá sveppa- gróður, sem þvi veldur,ekki fundizt. Að svo stöddu veður ekki fullyrt, hversu kalhættan er mikil sagði Friðrik enn fremur, enda fer hún eftir þvi, hversu sveilin liggja lengi fram eftir. Um það er enginn kostur að spá nokkru, en það má við öllu búast, ef ekki leysir fyrr en komið er fram á vor. Þá er gróðrinum hættast. Gömul tún munu þó vafalaust standast þetta betur heldur en ný- rækt, þvi að i þeim er harðgerðari gróður, sem aðhæfur er islenzku veðurfari. Sáðgresið er veikara fyrir. Að visu er nú komið vallar- foxagrasfræ af isl. stofni, sem ræktaður er i Noregi, og eins norður-norskur stofn, sem ék'ki er siður þolinn. En þess er samt að gæta, að vallarfoxgras er ekki i eðli sinu sérstaklega harðgert. Dr Sturla Friðriksson skýrði blaðinu frá, að sérfræðingar og tilraunastjórar hefðu fyrir skömmu komið saman á fund, þar sem rætt var um, hvaða viðbúnað væri nauðsynlegt að hafa, ef mikil brögð yrðu að kali. — Vænlegasta leiðin til þess að mæta sliku er aukin ræktun græn- fóðurs, sagði Sturla. En þar sem þörfin verður ekki kunn fyrr en siðla vors, en örðugt að afla sáðvöru á vorin og skammur timi til stefnu, unz of seint yrði að sá, ber nauðsyn til, að útvegaður verði varaforði af sáðkorni. Þar höfum við bygg efst i huga. En þar sem verðmunur á sáðbyggi og fóðurbyggi er nokkur, hlýtur sá aðili, sem kaupir þennan vara- forða, að taka á sig nokkra áhættu, ef ekki þyrfti að nota allt sáðbyggið. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins ræður ekki yfir fé til þess, en getur á hinn bóginn veitt leiðbeiningar um, hvaða tegundir eru beztar til útsæðis. Eins viljum við gjarna fá að vita, hvaða tegundir fóðurbyggs eru til i landinu, sagði Sturla að lokum, þvi að hugsanlegt er, að sumar þeirra gætu gefið uppskeru, ef þeim væri sáð, þótt aðrar séu ekki til sáningar fallnar. Markús Einarsson veður- fræðingur, sagði, er við snerum okkur til hans, að engum blöðum væri um það að fletta, að jörð hefði mjög viða legið lengi undir JK—Mývatnssveit — Snjór er mikill hér eystra, en þó liklega eitthvað minni en úti við strönd- ina. Vegurinn sunnan og austan Mývatns er opinn og einnig veg- urinn til Húsavikur. Félagslif hefur verið allgott hér i vetur og má t.d. nefna, að kven- félgið gekkst fyrir þorrablóti að Skjólbrekku. Var það fjölmennt og þótti skemmtilegt. Sérlega at- hyglisverður þótti þáttur, sem þar var fluttur, en i honum var ís- landssagan i leiksviðsbúningi. Fjölmargir tóku þátt i sýníngunní og voru margir minnisverðir at- klakahjúp, og þar undir væri þykkt þelalag. i jörðu, og þess vegna væri viðbúið, að jörð yrði köld lengi fram eftir i vor, ef ekki gerði mikla og langvinna hálku burðir sögunnar leiknir, sumir með örlitið skoplegu ivafi. Nýlega er kominn hingað skiða kennari, Haraldur Pálsson frá Reykjavik, og kennir hann á veg- um barna og unglingaskólans. Hefur þegar gripið um sig verulegur áhugi á þessari ágætu iþrótt en heldur hefur verið dauft yfir henni hér að undanförnu. Um siðustu helgi hélt tónlistar- skólinn hér, þe.e. Mývatnsdeild Tónlistarskóla Húsavikur miðs- vetrartónleika aö Hótel Reynihlið. Voru þeir fjölsóttir og mjög ánaegjulegur viðburður, en áður en vetur væri úti. Væri ekki ósennilegt, að þelinn gæti orðið veikum gróðri til hnekkis, ef svellalögin hyrfu ekki fyrr en seint og siðar meir. þetta eru fyrstu nemendatónleik- arnir hér. 1 deildinni hér eru nú 33 nemendur og er kennt á sex tegundir hljóðfæra. Veiðitiminn i Mývatni hófst i byrjun þessa mánaðar. Dorgveiði hefur ekki verið reynd svo að kunnugt sé og veiði i net fremur litil. Dæmi eru til þess að menn hafa fengið sæmilega veiði, en fleiri munu þó hafa aðra og verri sögu að segja i þessu efni. Álitið er að mikið sé af smásilingu i vatninu, sem ætti að geta vaxið upp í það að veiðast i net i sumar. Framhald á 22. siðu. Útlit hreindýranna ekki verra nú en undanfarin ár FB—Reykjavik Ekkert bcndir til þess, að hreindýr séu farin að horfalla á Austurlandi vegna hagleysis, að þvi er Egill Gunnarsson á Egilsstöðum i Fljótsdal tjáði blaðinu i dag. Hann sagði, að hreindýrin væru nokkuð meira i byggð cn oft áður. en hann hefði ekki haft neinar spurnir af þvi, að þau væri verr útlitandi nú en oft áður. Egill sagöi, að rétt væri samt,að heldur væri þrengra uu. en stundum áður og hreindýrin hefðu heldur litið. Gæti ástandið versnað, ef ekki breytti um veður á næstunni. A fjöllum sagði hann vera mikinn snjó, og svell i dölum. Óli Gunnarsson á Halldórs- stöðum við Þórshöfn sagði i við- tali við blaðið i dag, að þar hefðu menn séð hreindýr, tvö og þrjú saman, niðri við bæi, að undan- förnu. Hann sagði, að það væri mjög óvenjulegt þar um slóðir, og dýrin væru bústin og ekki að sjá á þeim nokkurn skort, Óli sagði, að mikið hefði rignt þarna um kring i janúar, en þó snjóað, þegar ofar dró, svo hreindýrin væru þess vegna komin niður að bæjum. Mývatnssveit: ÍSLANDSSAGAN Á LEIKSVIÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.