Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 36

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. Söfnun- aræði Alls staðar i heiminum er fólk, sem er haldið söfnunarnáttúru. Fólk, sem er haldið söfnunartil- hneigingu, safnar ekki alltaf verðmætustu hlutum, heldur vill það safna sem mestum fjölda af einhverju, hverju nafni sem það kann að nefnast. Denver Wright heitir maður. Hann er fórmaður félags banda- risku bjórdósasafnaranna. Stolt þessa manns er að eiga stærsta einkasafn i heiminum af fullum bjórdósum. Hann á hvorki meira né minna en 1300 bjórdósir i kjallaranum sinum. Þær verð- mætustu eru frá árinu 1937, en þá Var fyrst farið að framleiða slikar bjórdósir. En safn Wright er litið á móti þvi, sem Joe Veselsky á Long Is- land á. Hann á 5600 tómar bjórdósir, 50.000 bjórflöksur, 500 bjórámur, 750 bjórkrana og 250 bjórkrúsir. ötull safnari hugsar ekki um það, hvort safn hans hafi eitthvert gildi. Ef hann er á annað borð haldinn söfnunaræði, þá er ekkert við þvi að gera. Hvað getur mað- ur t.d. gert við 3000 flöskur með ýmiss konar sandi frá nokkur hundruð ströndum? Chicago-bú- inn, sem á þetta safn, getur ekki einu sinni svarað spurningunni sjálfur. Maður notar ekki nema eina reiðhjólslugt i einu, en af slikri rökvisi hugsar ekki Englending- urinn i Kent. Hann hefur safnað 700 luktum. Þær hafa visst sögu- legt gildi, þvi sumar eru af tré- hestum barna frá 19. öld. Þessi ljósker verða kannski vinsæl, þegar fram liða stundir. En það er ekki hægt að segja hið sama um 63.000 vindlabönd, sem Frakki einn eyddi öllu lifi sinu i að safna. Að honum látnum voru þau aðeins seld fyrir einn franka á uppboði. Jules Pepont, klæðskeri i Paris, lét eftir sig mjög óvenjulegt safn. 1 herbergi hans fundust gamlar buxur i tugatali. Margar þeirra voru gatslitnar, en öllum var snyrtilega komið fyrir i pokum Lausnin á gátunni fékkst, þegar minnisbókin hans fannst. Þar stóð nefnilega, að i safninu væru buxur, sem ýmsir merkismenn hefðu verið i, þar á meðal de Gaulle, Johann Strauss, Rudolph Valentino, Marat, Alexander Dumas, Franz Joseph keisari, Nelson lávarður og Roosvelt, fyrrum forseti Bandarikjanna. Sum söfn hafa raunverulegt gildi. Sem dæmi um það má nefna 42.000 hljómplötu^ sem fornsali nokkur i London á. Þetta eru ekki nýtizkulegar hljómplötur. Nei, þæreru allar 78 snúninga, þykkar og þungar. Þær taka svo mikið pláss, að hann hefur orðiö að koma 30.000 plötum i geymslu hjá vinum og ættingjum. Hjón i Lincolnshire hafa safnað yfir 500 tekönnum á 18 árum. Ef þaðer karlmaðurinn, sem er haldinn söfnunaræðinu, þá kemur það mjög oft i konunnar hlut að halda öll.u i röð og reglu, og reyna samt að halda þolinmæði sinni. Það eru ekki allar konur, sem þola þetta -til lengdar. Kona ein i Brussel var um- kringd göngustöfum. Maðurinn hennar átti um 4000 göngustafi, sem fylltu ibúðina. Að lokum þoldi hún þetta ekki lengur, greip einn stafinn og barði á manninum með honum. önnur kona i Þýzkalandi var gift manni, sem safnaði gömlum herklæðum. Hann átti svo mörg, að hún varð að skriða á milli þeirra, þegar hún lagaði til i hús- inu. A næturnar vaknaði hún stif af skeflingu við, að henni fannst herklæðin þramma um gólfið. Hún þoldi þetta i fimm ár, en þá fór hún heim til móður sinnar aft- ur. AlfonsoSpánarkóngurátti safn, sem var einstakt i sinni röö. Það var safn hluta, sem höfðu verið notaðir til morðtilrauna gegn honum. Meðal þeirra var stór steinn, sem kastað var i höfuöið á honum, þegar hann var enn barn að aldri. (þýtt og endursagt. — gbk.) SVALUR eftir Lyman Young Upplýsingar y ij.hafa borizt um /að týndi maðurinn \ sé aðaluppfinn tingamaðurinn á risastóru,. ( Hvers vegna ætti f Hver veit! En 'j | | — ... Stanton að vera fangi starfsemi fyrirtækisins /r hafi 'á túnfisk-bátnum? .eða kannski hann g verið þvingaður til láta leyndarmálið af i. — - Ef ræningjar Stantons halda að honum verði bjargað, er sannarlega ástæða tíl aSóttast 'um lif hans. i — Við verðum að staðfesta þann grun að 15 v^Wnfiskbáturinn heitP, uHnisan”. — I öðru 'agi: Staðfesta 1 hversu margir eru _ borð. j ..og I siðasta lagi y'úff. nvernig Ijomast -að, hvort gerum við allt ^Stanton er i raunbþetta, án þess og veru um borð. að vekja grunsemdir hjá Kþeim C Ekki beinlinis- Þeir vilja upplýsingar, samt _ "x ibanna þeir okkur að J F" .Tveir menn fara með Gullna otrinum,' ;dulbúnir eins og'5 . kafarar. —'5 „Rannsóknar” báturinn siglir nálægt túnfiskbátnum, til að geta rannsakað hann. / — Um borð i honum verður -I sérstakur • útbúnaður. — H.itt kerfið. sendir út sérstakar stuttbylgjur, svo aðeins Guíini Oturinn >! geti náð þvi, HEAC. — 1 hið venjulega kerfi talar þú. opinskátt um kafanir, en á hinuJG. sérstaka talar þú um fanganni . Stánton!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.