Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. v > m | k :, WtÉ-.M Vladimir Kozlov: ÍSLENZKA ER MJÖGERFID 1 Sovétríkjunum er fólki ekki aðeins kunnugt um eldgosið i Vestmannaeyjum og landhelgis- deilu íslendinga við Breta, hcldur þekkir það cinnig sögu islenzku þjóðarinnar, rithöfunda og skáld. En svo er til fólk i Sovétrikjunum, sem jafnvel sumir tslendingar gætu öfundað vegna þekkingar þeirra á íslandi. Fyrst og fremst eru það kennarar norrænu mál- fræðideildarinnar við háskólana i Leningrad og þeir nemendur, sem eru að útskrifast og hafa sér- hæft sig i íslenzku. Tvimælalaust er sovézki prófessorinn i norrænum fræðum, Mikhail Steblin-Kamenski fræg- astur þeirra. Rannsóknir hans ná yfir hin ýmsu svið skandinav- iskra málvisinda, allt frá athug- unum á málfræðiuppbyggingu málsins til nútima bókmennta. Hann er höfundur margra merkra verka, þ.á.m. kennslubók i norsku, sem nokkrar kynslóðir stúdenta hafa notazt við. Upp á siðkastið hefur hinn frægi sovézki prófessor beint athyglinni sérstaklega að fornislenzkum málvisindum og bókmenntum. Ekki fyrir löngu var Snorra-Edda gefin út i rússneskri þýðingu undir ritstjórn hans og Sæmundar-Edda hafði verið gefin út nokkru áður. Steblin-Kamenski er höfundur bókanna „Islenzk menning” og „Sagnaheimur”. Þau verk hans eru handbækur bókstaflega hvers einasta manns, sem leggur stund á norræn fræði i Sovétrikjunum og hafa vakið mikinn áhuga hjá stórum les- endahóp. Nemandi Steblin-Kamenski, Valerl Berkov, prófessor hefur á undanförnum árum öðlazt frægð bæði i Sovétrikjunum og erlendis. 1 visindastarfi sinu hefur hann ætið beint sérstakri athygli að is- lenzkri málfræði og talmáli, en um þessar mundir vinnur hann að gerð rússnesk-norskrar orðabók- ar. Irina Kuprjanova er mjög efni- legur ungur dósent, sem kennir bókmenntir allra Norðurland- anna i háskólanum, en nú dvelur hún I Danmörku um stundarsakir til að sinna visinda- og kennslu- störfum. Auk þessa fræga fólks kenna við deildina erlendir visinda- menn, sem koma til Sovétríkj- anna samkvæmt millirikja- samningum um menningarskipti og ungt fólk, sem hefur nýlega út- skrifast úr háskólanum. 1 þeirra hópi er Vladimir Kozlov, sem er 23 ára gamall. „Nú eru 40 nemendur við nám við norrænu deildina,” segir hann. „Á döfinni eru áætlanir um að setja á stofn sérstaka islenzku- deild, en nú er aðeins hægt að leggja stund á islenzku sem valfag. Aðalfögin eru sænska, norska og danska. Auk þess eru mörg önnur skyldufög: Saga mál- visinda, fornu Norðurlandamálin, gotneska og fornislenzka, hljóð- fræði I nútima skandinaviskum málum, stilfræði, bókmenntir Norðurlanda frá Sæmundar og Snorra-Eddu og íslendina- sögunum til nútima höfunda, svo og saga landafræði og menning Norðurlandanna. I lok hvers árs fara fram próf. Þau tungumál, sem stúdentar sérhæfa sig i, læra þeir i fimm ár og gana siðan i gegnum rikispróf, t.d. þýða skriflega og munnlega af norsku yfir á rússnesku og af rússneskur yfir á norsku, svara spurningum um sögu tungunnar og ræða um efni, sem þeim er gefið upp. 1 þetta próf fara stúdentar, þegar þeir hafa varið ritgerð á sviði málfræði eða bók- mennta. Lokaritgerð Vladimir Kozlovs fjallaði t.d. um islenzku sögnina „Að verða”. „íslenzka er mjög erfitt mál jafnvel fyrir sérfræðing, sem hefur undirbúning I sögu Norður- landaálfanna og farið gegnum skyldunámskeið I sögu fornis- lenzkrar tungu”, segir Kozlov. „En erfiðleikarnir eru aðallega vegna þess, að æfingin i lifandi talmáli er lítil. Stúdentar við sænsku, norsku og dönsku deild- irnar fá nægilega æfingu, vegna þess að Sviar, Norðmenn og Danir eru tiðir gestir i Leningrad. Þetta er vandamál fyrir þá sem leggja stund á islenzku vegna þess að íslendingar koma aðeins einu sinni til tvisvar á ári til Leningrad og þá aðeins I nokkra daga.” Þetta er mjög mikilvægt, þar sem stúdentarnir bæta kunnáttu þá, sem þeir hafa fengið i skólan- um á tveimur til þrem árum með þvi að vera leiðsögumenn ferða- manna. Siðar, á fimmta ári, eða þegar framhaldsnám er hafið, má ferðast utan til að fullkomna kunnáttuna. 1 milliríkjasamning- um um menningarskipti er gert ráð fyrir slikum stúdentaskipt- um. „Ég var heppinn”, segir hann. „Þegarég var við nám, var Helgi Haraldsson við frmhaldsnám i háskólanum. Hann var að safna sér efni i ritgerð og kenndi okkur islenzku”. Hið sama má segja um kennslubækur. Það er til nægi- lega mikið af visindaritum um is- lenzk fræði, sem hafa verið skrif- uð af visindamönnum háskólans og fleiri stofnana i Leningrad. Við höfum einnig nóg af svipuðum verkum erlendra höfunda. En tala þeirra bóka er takmörkuð, sem hægt er að nota við islenzku- nám. Rússnesk-islenzk orðabók, sem samin var af Berkov og Arna Böðvarssyni. íslenzk orðabók eftir Árna Böðvarsson, málfræði- ágrip og ensk kennslubók. Þetta er næstum allt. Aftur á móti standa málin betur' með bókmenntirnar. Það er mikið af verkum islenzkra höfunda i bókasafni deildarinnar, þ.á.m. bækur Halldórs Laxness, ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Svövu Jakobsdóttur, Þórbergs Þórðarsonr og fleiri. En samt sem áður taka bæði kennarar og nemendur eftir þvi, að þeir stúdentar, sem leggja stund á önnur Norðurlandamál en islenzku, eru i heldur betri að- stöðu, vegna þess að sænskir, norskir og danskir höfundar eru þekktir i Sovétrikjunum, ekki aðeins meðal sérfræðinga, heldur einnig hjá stórum hópi lesenda. í næstum öllum 400 þúsund bókasöfnum Sovétrikjanna má finna bækur eftir Henrik Ibsen, August Strindberg, Björnsterne Björnson og fleiri. í Erlenda bókasafninu i Moskvu og Amts- bókasafninu i Leningrad má finna verk flestra rithöfunda. Heildar- verk margra þeirra er I þessum söfnum. Þó að stúdent, sem óskar eftir að læra islenzku, geti ekki kynnzt islenzkum bókmenntum eins vel og hægt er að kynnast bókmennt- um annarra Norðurlanda, kynn- ist hann samt fornbókmenntun- um mjög vel, en Prófessor Steblin-Kamenski telur, að einmitt þeim eigi Norðurlanda- þjóðirnar að þakka, hversu framarlega þær standa i sviði heimsbókmenntanna. Það er mjög liklegt, að fjöldi málfræðina i Leningrad, sem helga sig athugunum á islenzkum bókmenntum, verði nægilega stór fyrir þetta litla land, sem er i efsta sæti i heimi, hvað varðar rithöfundafjölda og bækur á hvern ibúa. Igor Pavlov, APN. Fyrstir á morgnana zf DIESELVÉLAR=N Renault marine Qoach dieselvélar i stærðum frá 5-400 hestöfl. Allen dieselvélar : hjálparvélar i skip og til landbrúks 190-4750 hestöfl. Aðalvélar 1 skip 360-4750 hestöfl. Lindhólmen AB S.E.M.T. PIELSTICK i stærðum 1650-17100 hestafl. Allar nánar upplysingar veitir Jón Jóns- son, vélstjóri, heimasimi 12649 |M|< L £ Ægisgötu 7 lUI M.T. simar 17975/76

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.