Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 27
Sunnudagur 24. febrúar 1974 tlMlNN 27 Matthias leiöbeinir nemendum I sundi röðum okkar efnilegasta Iþrótta- fólks i hinum ýmsu Iþrótta- greinum Einnig er þaö ótrúlegt, hve góðum árangri gamlir nemendur hafa náð, i sínum heimahéruðum, ,þá er þeir hafa komið heim til starfa með nám þetta að baki sér. Iþessu felst ótrúlega mikil viður- kenning á leiðbeinendadeildinni. Viðurkenning sem ráðamenn i skóla og félagsmálum geta vart gengið framhjá. f leiðbeinendadeildin n i kynnast nemendur mjög náið hinum góðu áhrifum Iþrótta- iðkana á likama og sál og virðist sem félagslegur þroski þeirra og ábyrgð aukist til muna, en slikt er nauðsynlegt öllum unglingum á þroskaskeiðinu. 1 leiðbeinendadeildinni hefur ein verkleg tilraun verið gerð, en hún var i þvi fólgin að kenna börnum úr barnaskólanum á Kleppjárnsreykjum leikfimi og sund. Skipti Matthias kennslunni niður á nemendur deildarinnar, sem siðan útfærðu hana og kenndu. Varð árangurinn af þessari tilraun mjög góður, en vegna timaskorts vár þvi miður ekki hægt að hafa þessa tilraun nema i eitt ár. Þegar nemendur taka próf i leiðbeinendadeild, geta þau náð 200 stigum i sjö námsgreinum. Til þess að standast prófið þurfa þau að ná minnst 120 stigum,og það er siður en svo auðvelt. Lesendum til glöggvunnar læt ég hér fylgja með próf i einni greininni, skrif- legri kennslufræði, sem gefur 40 stig. En annars litur próftaflan svona út. Kennslufræði skrifleg. 40 stig. Iþróttafræði. 30 stig. Frjálsariþróttir. 20 stig. Skyndihjálp og heilsufr. 30stig. Kennsla samkvæmt tima- seðli. 40 stig. Valgrein. 40 stig 200 Af þessu má sjá', að þótt timi sé af skornum skammti.þá er náms- efnið mikið og kennslustundirnar auðsjáanlegar vel nýttar. Ábyrgðartilfinning ungiing- anna fyrir sjálfum sér og öðrum virðist aukast svo við nám i leið- beinendadeild Reykholtsskóla, að sú spurning vaknar óhjákvæmi- lega, hvort ekki beri að taka þetta nám upp I öllum unglinga og gagnfræðaskólum landsins. Ýmislegt fleira hefði mátt tina til um ágæti leiðbeinenda- deildarinnai; en þvi er bezt svarað með orðum nemendanna sjálfra. ■ • Æfing útfærð o Ólafur J. Gunnarsson Vigfús Helgason Hafdis Hrönn Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir Birgir Jens Eðvarsson Ólafur Jóhannes Gunnarsson frá Bildudal. Ég valdi uppeldiskjörsviðið vegna þess að þar var leiðbein- endadeildin. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum , hef m.a. keppt i knattspyrnu og frjálsum iþróttumi.enda stefni ég að þvi aðkomast i iþróttakennaraskól- ann. Persónulega tel ég.að nám mitt i leiðbeinendadeildinni hafi mjög þroskandi og góð áhrif á mig,og tel ég sjálfsagt,að slík deild væri starfandi i sem flest- um skólum. Mér finnst að hinar vikulegu kennslustundir mættu gjarnan vera iviö i'leiri. t minum, heimahögum var starfandi iþróttafélag Bildudals sem hú er dautt. Ég hef áhuga á þvi að vekja það aftur til lifsins, og i þvi starfi kæmi nám mitt hér að góðum notum. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir frá Brekkukoti Reykholtsdal. Ég er félági i Ungmennafélagi Reykdæla ásamt þvl að vera i Frjálsíþróttanefnd U.M.S.B. Ég valdi leiðbeinendadeildina, vegna þess að áhugi minn beinist inn á þær brautir, sem þar er kennt. Þar sem það er einnig von min að komast i iþróttakennaraskólann, tel ég mig fá góöan undirbúning hér. Ég tel það rétta stefnu hjá Vil- hjálmi að hafa byrjað á þessú, og er það álit mitt að sem flestir skólar ættu að taka þessa kennslu upp. Nám mitt hér er þroskandi og hjálpar mér i þvi að koma fram á mannamótum og að geta veitt öðrum leiðsögn. Hér á staðnum er sæmileg að- staða fyrir þessa deild. en þó tel ég að kennslustundir séu of fáar vikulega. Þar sem ég keppi bæði i sundi og frjálsum iþróttum. tel ég kennsluna. sem ég fæ hér. ómetanlega. Birgir Jens Eðvarsson frá Siglufirði. Ég hef keppt fyrir Reykdæli i frjálsum iþróttum, en ég hef ætið verið mjög iþróttalega sinaður. Ég valdi leiðbeinenda- Framhald á bls. 39. Oddný Árnadóttir Eyrún Júliusdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.