Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. febrúar 1974 TÍMINN 5 * ■ : : tttlll® ... ‘VV's j ..... s:- ■ ■: 't':!®! v,, 4 : : : ■• •■ .■ fí i v- - .. Síx : jggí M - ; fe ' 7 V I ' P •' : I • 1 ■ . . honum, heldur hélt áfram að sitja fyrir hjá ljósmyndurum. Þegar hún átti fyrra barnið hætti hún þó að vinna: Enn vildi hún ekki giftast. Svo kom annað barnið, og Ulla giftist ekki Quincy Jones. Þó fór svo, að hún gifti sig vegna þess, að Quincy taldi það rétt barnanna vegna, en nú segja sumir, að það hafi ef til vill verið vegna þess, að hann hafi ekki viljað hætta á það, að Ulla færi með börnin, ef þau hættu að vera saman. Quincy Jones keypti handa þeim enn stærra og fallegra hús með sundlaug og öllum þægindum, og Ulla fór að halda miklar veizlur fyrir kvik- myndaleikara og annað fint fólk i Hollywood. En hamingjan entist aðeins nokkra mánuði. Þau hjónin byrjuðu að fara út og skemmta sér sitt með hvorum, og Quincy hitti Peggy Lipton, og það frétti Ulla fyrst, þegar hún kom aftur til Bandarikjanna eftir stutta heimsókn til Sviþjóðar. Nú býr Ulla ein með börnum sinum i húsinu fina i Hollywood. Vinunum fækkar stöðugt, og einmanalegra verður i húsinu. Ulla Andersson vonast nú til þess að geta aftur farið að vinna sem ljósmynda- fyrirsæta, þvi að ekkert annað biður hennar. Hérna eru þau Ulla og Quincy með annað barna sinna. ☆ ☆☆☆☆☆☆ Tons of Fun kalla þær sig Mörg tonn af ánægju nefnir sig kvartett nokkur, en i honum eru þessar stæðilegu kvensur, sem þið sjáið hér á myndinni. Samanlagður þungi þeirra eru 700 kiló, og þar af vegur Clarann Visconi ein 200 kiló, en vinkonur hennar eru hér að hjálpa henni út úr Morris Mini bil, ef okkur sýnist rétt. Hinar konurnar heita Betty Rann, Kathy Rosedaul og Paula Noght. Þær eiga heima i Cleveland i- OHIO i Banda- rikjunum, ef einhver skyldi hafa áhuga á að leita þær uppi. <0 Hún lék í Stríði og frlði Allmargar sovézkar kvikmynd- ir hafa verið sýndar i sjónvarp- inu, og einnig sjást þær af og til hér i kvikmyndahúsum. Leik- konan, sem þessi mynd er af, heitir Lyudmila Savelyeva og er ein vinsælasta kvikmynda- leikkona Sovétrikjanna. Hún hefur leikið meðal annars i kvikmyndunum Strið og friður, Flóttinn og Mávurinn, en allar þessar myndir hafa verið gerð- ar hjá kvikmyndafyrirtækinu Mosfilm. Á hverju ári er verið að framleiða um 70 myndir hjá Mosfilm, en ekki færri en 50 kvikmyndir eru fullgerðar ár- ☆ ☆☆☆☆☆☆ 50 tonna skúffa 1 Izjorskverksmiðjunum I Leningrad er nú verið að fram- leiða gröfu, sem er svo stór, að mokstursskúffan tekur hvorki meira né minna en 50 tonn! lega og sendar á markaðinn. Um 5000 manns vinna hjá Mos- film. Eins og gefur að skilja; er mikið um að vera hjá jafnstóru fyrirtæki. I kvikmyndaverinu er ótrúlega margt að finna, enda þarf mikils með við gerð jafn- margra kvikmynda og getið var hér á undan. Leikmunir eru ei færri en 50 þúsund, allt frá sjón- aukum og nefklemmugleraug- um i merkilegustu tæknihluti, sem notaðir eru við gerð ný- tizkulegra kvikmynda um geimferðir og annað álika. Hús- gögn eru ekki færri en 1111000 i geymslum Mosfilm, og leikbún- ingar 500.000, svo heldur hlýtur að vera seinlegt að finna það, sem við á, ef ekki er höfð regla á hverjum hlut. Ekki er að undra, að mikið þarf til kvikmynda- gerðar, þvi margir voru auka- leikararnir, sem komu til dæmis fram i hópatriðum I kvikmynd- inni Strið og friður, og marga hefur þá þurft að dubba upp i réttan búning. Mosfilm hefur yfir að ráða heilu riddaraliðs- fylki, skriðdrekasveit og stórs kotaliði, og þar er nóg til af riffl- um skammbyssum og vélbyss um alls konar. Hamingjan búin í bili! Hamingjusögunni um hina óþekktu Stokkhólmsstúlku, Ullu Andersson, sem fékk drauma- prinsinn sinn, hin heimsþekkta tónlistarmann Quiency Jones, er lokið. Þau eru skilin að skiptum. Quinci Jones hefur yfirgefið sænsku konuna sina og tvöbörn þeirra og flutzt heim til sjónvarps- og kvikmyndastjörn- unnar Peggy Lipton. Hún hefur meðal annars leikið i sjónvarps- myndaflokknum Mod Squad. Fólk varð ekki sérlega undrandi i Hollywood, þegar umboðs- maður Peggy Lipton tilkynnti, að þau Peggy og Quincy ættu von á barni i marz.Quincy, sem oft hefur komið til Sviþjóðar, er nú þegar tvigiftur. Hann er reyndar enn giftur Ullu Anders- son þvi þau hafa ekki fengið lög skilnað. Quincy á tvó börn með Ullu, en eitt barn átli hann fyrir. Það er dóttir, sem er 23 ára gömul og mjög þekkt sem ljósmyndafyrirsæta. Quincy Jones,sem þekktur er fyrir það i Hollywood, hvað hann er veikur fyrir ljóshærðu kven- fólki, hitti Ullu i fyrsta skipti eftir hljómleika i New York. Hún hafði komizt nokkuð áfram i Paris sem ljósmyndafyrir- sæta, en var komin til New York til þess að freista þar gæfunnar. Þau urðu ástfangin við fyrstu sýn. Ulla flutti sig fljótlega heim til vinar sins, en hann átti mjög fallegt hús i Beverly Hills i Hollywood. Ulla sagðist elska Quincy, en vildi þó ekki giftast

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.