Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 31
Sunnudagur 24. febrúar 1974.
TÍMINN
B-1 sprengjuflugvélin veröur ein skæöasta orustuflugvél Amerikana á
árunum 1980-1990.
B-1 á aö geta flogið með hraöa hljöösins, en í meiri hæö getur hún
flogið mcð þreföldum hraöa hljóðsins. Fjórir menn geta veriö I vélinni,
og hún á aö geta boriö tvöfalt spreng jumagn á viö B-52.
AAilli Evrópu
og Ameríku
á tveimur
klukkustundum
-
Arið 1990 verður hægt að fljúga
milli Evrópu og Ameriku á
tveimur klukkustundum. Þrátt
fyrir mikla gagnrýni þykir lik-
legt, að hljóöfráu þoturnar og enn
stærri Júmbóþotur verði helztu
flugvélagerðir framtiðarinnar.
Þrjár ólikar sefnur rikja i
ameriska flugvélaiðnaðinum: í
fyrsta lagi þotur sem taka 1000
farþega og fljúga hægar en hljóð-
ið, i öðru lagi SST-þotur (þ.e.a.s.
þotur, sem fljúga hraðar en hljóð-
ið og rúma 250 farþega). 1 þriðja
lagi er svo unnið að gerð STOL
eða VTOL-flugvéla, en það eru
flugvélar, sem geta tekið sig á loft
og lent lóðrétt, eða með mjög
stuttum flugtaks- og lendingar-
brautum.
700 farþegar
Hjá Douglas-verksmiðjunum er
unnið að gerð flugvélar, sem get-
ur tekið 550 farþega. Siðar meir
hyggjast þeir smiða flugvél, sem
getur tekið 700 farþega.
Ameriska SST-áætlunin var
opinberlega lögð á hilluna fyrir
nokkru, en það er áfram unnið að
henni með leynd.
Þriðja stóra ameriska áætlunin
er smiði nýrrar sprengjuflugvél-
ar, B-l. Margt likt er með
sprengjuflugvélaráætluninni og
SST.
Gagnrýnin, sem beinist að áætl
unim um hljóöfráar þotur, hefur
verið almenn um allan heim og
varð raunar til þess, að
Bandarikjamenn lögðu niður
SST-áætlunina, a.m.k. opinber-
lega. Gagnrýnin hefur einnig
valdið þvi, að næstum öll flug-
félög hafa afturkallað pantanir
sinar á brezk-frönsku Concorde-
þotunni.
Hin sovézka Tupolev 144 hefur
litla aðdáun vakið utan heima-
lands sins og sizt eftir að ein slik
forst hjá Le Bourget í júni s.l. ár.
Hljóðlátari hreyflar
Gagnrýnin á hljóðfráar þotur
beinist fyrst og fremst gegn þeim
hávaða, sem þær framleiða, loft-
menguninni, sem þær valda, og
geislahættu i mikilli hæð.
En nú hafa menn náð langt i
smiði, „hljóðlátrar” þotu t.d.
Locheed Tristar. Sprengjuflug
vélin B-1 á einnig að vera hljóð-
deyfð.
Bandarikjamenn biða nú
reynslunnar af hljóðfráu,
evrópsku þotunum, eins og þau
gerðu einnig, eftir að fyrstu
farþegaþoturnar komu á markað
inn. Evrópa fær að gjalda fyrir
„bernskubrekin” og siðan taka
Amerikanarnir við.
Ameriski flugvélaiðnaðurinn
mun gegna forustuhlutverki i
a.m.k. fimmtiu ár til viðbótar.
Eins og málin standa nú, koma
þrjár af hverjum fjórum farþega-
þotum frá Bandarikjunum.
Vandamálið með hljóðfráu þot-
urnar virðist enn stærra en þegar
farþegaþotur komu fyrst fram, en
sennilega leysir tæknin það einn-
ig-
Hljóðfráar eru rikjandi
Eru þetta aðeins duttlungar
tækninnar? Almenningur virðist
engan áhuga hafa á að fljúga
hraðar en hljóðið. Það,sem vinnst
með SST, verður að menn geta þá
flogið á milli Evrópu og Ameriku
á þriðjungi styttri tima en nú.
Auk þess verður hægt að koma
fleiri farþegum ihverja vél. Þetta
hefur auðvitað áhrif á verð og
þjónustu farþegaflugs milli
heimsálfanna.
Alitið er að ekki liði meira en
10-20 ár, þangað til SST kemst i
notkun. I byrjun má búast við, að
flugleiðirnar verði einkum yfir
hafið og eyðimerkur, en eftir að
mengunarvandamálið leysist,
verða hljóðfráar þotur allsráð-
andi á flugleiðunum.
(þýtt og endursagt. gbk.)
HRAÐSKREIÐUST. Hraðskreiðasta flugvél, sem til er I heiminum, er
Concorde-þotan, sú sem islendingar fengu að berja augum á
Kefiavikurflugvelli um daginn. Hún flýgur hraðar en hljóöið.
W.:.
i -
iiaiiiiii
llliiis
i ' r, S\
WSs
agpp
, ■ ^
ms
aSfr'
mmm
(SÍðM
liiili
ý-yiyýíi
"Sm-y'
icfckð ee-d
■ M£>í
HLÓÐLÁTUST: Lockheed 1011-Tristar — hljóðlátasta farþegaþotan f heiminum.
STÆRST: Boeing 747 — Júmbóþotan er nú stærsta farþegaflugvélin, sem er Inotkun.
DÝRUST: VTOL — Vertical take off and landing, þ.e.a.s. hún tekur sig á loft og lendir lóðrétt. Dýrasta
farþegaflugvélin, sem til er.