Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 7 Hún hefur helgað sig því að líkna köttum ÞAÐ eru' fleiri en Guörún A. Simonar, sem láta sér annt um ketti. Tii er fóik, sem beinlinis hefur helgað lif sitt þvi að hlynna að köttum, sem annars myndu ienda á flækingi. Við ætlum að segja hér ofurlitið frá danskri konu, er orðin er alkunn i heima- landi sinu af þessum sökum. Það gerðist fyrir sjö árum, að köttur, er datt niður úr eplatré, vakti meðaumkun hennar. Siðan hefur hún verið vakin og sofin að hjúkra köttum, semvillzt hafa að heiman eða kærulaust og harðbrjósta fólk hefur beinlinis fleygt frá sér. Og marga nótt vaknar hún við, að bill nemur staðar við húsdyr hennar, og þegar hún fer á fætur og lítur út, hefur þar verið skilinn eftir kettlingur, eða jafnvel margir kettlingar. Hún hefur tvo sima, og þeir þagna varla frá morgni til kvölds. Þeir, sem hringja, ætla ýmist að biðja hana að taka að sér ketti, sem þeir eru i vandræðum með, eða leita hjá henni ráða um meðferð á köttum. Árið 1973 veitti hún viðtöku þúsund köttum. Þessi kona heitir Inga Sören- sen. Ketti þá, sem hún tekur að sér, aflúsar hún fyrst af öllu og lætur sfðan gera þá ófrjóa. Hún elur þá eftir það i nokkurn tfma og gælir við þá, og þegar þeir eru orðnir gæfir og fallegir, kemur hún þeim til fólks, sem vill hafa kött til frambúðar á heimili sínu. Allir, sem kött fá hjá henni, verða að undirrita skjal, þar sem þeir heita þvf að skila kettinum aftur til Ingu, ef þeim kynni að snúast hugur. En reynslan er sú, að til- tölulega mjög fáir hafa skilað henni köttum sinum. Inga segir, að það sé hreint ekki allra meðfæri að ala upp kettlinga, þótt allir hafi mest gaman af þeim f fyrstu. Á barna- heimilum sé til dæmis miklu heppilegra að hafa fullorðinn, rólyndan kött. Roskið fólk hefur lfka oft meiri ánægju af vöxnum ketti, segir hún. Og það er miklu skynsamlegra að fá kött, sem búið er að gera ófrjóan, heldur en taka við kettlingi frá einhverjum kunningja af handahófi. Inga Sörensen lætur þá, sem fá henni kött, greiða sér sex hundruð krónur, án tillits til kyns eða aldurs, en það gjald nægir þó engan veginn upp i þann kostnað, sem hún hefur af köttunum. Sjálf er hún ekkja, og þess vegna hafa kattavinir tekið sig saman um að greiða henni mánaðarlegt tillag, svo að hún geti staðið straum af liknarstarfi sinu i þágu kattanna. flúrpípur litur so Hlylegur litur Mikið Uósmagn Það hefir sýnt sig að litur 30 á flúrpíp- um fró OSRAM hentar einkar vel við íslenzkar aðstæður. Mest Ijósmagn allra flúrpera fró OSRAM 80 Im/W miðað við 40 W Ijósrör. (Ath. litur 20 gefur sama Ijósmagn en liturinn er blórri og því ekki eins hlý- legur). Góð reynsla á skrifstofum, leikfimisöl- um, fundarherbergjum, stigahúsum, vinnustöðum, fyrir útilýsingu o.fl. o.fl. Litarsamsetning: Mikið gult, sem gef- ur mikið Ijósmagn. Rautt, sem veitir hlý- legan blæ. Góður litur gegn skammdegi og kulda. OSRAM HIRB-FOCO Til sjós og lands Hiab-Foco kraninn hefur valdiö straumhvörfum í sjávarplássum nágranna- þjöðanna. Einföld stjórnun, þægileg vinnuaðstaða, ótrúleg lyftigeta og ótakmarkaðir möguleikar við staðsetningu, einfalda alla erfiðleika við út- og uppskipun - hvort sem Hiab-Foco stendur á bryggju eða i báti. Fullkomin varahluta og viðgerðaþjónusta. VELTIR HF. SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.