Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 9 Jenrtý Skolavoiðustig, vill segjacfra Það er vel gert sem við geruiri sjálfar vöxtum, hvort -og hvernig viö skiptum okkur af baráttu ann- arra. En við ættum að minnsta kosti að skilja það, sem Stephan G. kvað forðum: Mér finnst minn andi espast við að eiga sjálfgeymt fé og blöð, er betra málstað brestur lið. Bergfrid Fjose kom hingað ekki' aðeins til að segja fréttir. Hún kom lika til að minna okkur á þaö, aö þeim, sem berjast gegn áfengisbölinu i Noregi, þykir nokkru skipta, hvernig á þeim málum er tekið hér. Það varnar strið gegn mannskemmdunum, sem hér er háð, er þáttur i sam- þjóðlegu starfi. Þvi kom Bergfrid Fjose hingað að vissu leyti i liðs- bón. Og þvi er komu hennar fylgt eftir með þvi að koma þessu er- indi hennar á framfæri við fleiri en höfðu tækifæri til að koma siálfir á fund hennar. H.Kr. Hannyrðavörur fró Jenný prýða heimilið HATTA- OG HANNYRÐAVF.RZLUNIN Jenný Skálavörðustfg 13a“- Slmi 19746 - Pósthólf 58 - Reykjavík Áfengisbölið hið sama í Noregi og á íslandi JUL! : AUGUSI BERGFRID FJOSE, fyrrverandi ráðherra i Noregi, var stödd hér á landi um fyrstu helgi febrúar. Hún kom hingað i boði Áfengis varnaráðs, Stórstúkunnar og Norræna félagsins. Bergfrid Fjose er þingmaður fyrir Kristilega þjóðarflokkinn. Hún hefur setið á þingi fyrir Hörðalandskjördæmi siöan 1960. Hún var félagsmálaráðherra i rikisstjórn Korvalds. Frúin flutti erindi i Norræna húsinu, laugardaginn 2. febrúar, um áfengislöggjöf Norðmanna, og kom þá viða við. Daginn eftir flutti hún erindi i Templarahöll- inni, og talaði þá um bindindis- hreyfingu og bindindisstarfsemi i Noregi. I Noregi hafa bindindismenn á þingi alllengi haft samtök með sér, hvar i flokki sem þeir standa, þau samtök nefna þeir Stortingets Afholdsgrubbe. t þeim hópi voru 37 þingmenn fyrir kosningarnar siðustu, en þá var Guttorm Han- sen formaður þeirra. Nú er ekki fullkannað, hvað hópurinn verður fjölmennur, en alla vega erum við yfir 30 talsins, sagði frúin. Þó að margt sé svipað i áfengis- málum Norðmanna og ts- lendinga, er þó mikill munur á sumu. I Noregi er áfengt öl selt i matvöruverzlunum, og það tor- veldar mjög eftirlit með áfengis- löggjöfinni. Sú tilhögun var tekin upp i þeim tilgangi, að menn drykkju öl fremur en sterkari drykki. En reynslan hefur hins vegarorðið þannig, að nú er mjög talað um það að leyfa ekki ölsöl- una nema i áfengisverzlunum einkasölunnar. Bergfrid Fjose telur, að ekki muni fjarri lagi, að fimmti hver maður i Noregi sé bindindis- maður. Um það bil tiundi hver maður er félagsbundinn i bindindissamtökum. Auk þeirra eru svo hundrað þúsund fullorð- inna i sértrúarsöfnuðum, eins og það er orðað, sem ætlast til bindindis af öllu sinu fólki. Það er þvi óneitanlega sterk bindindis- hreyfing að verki i Noregi, þó að drykkjuskapur sé þar mikill, eins og i öllum nálægum löndum. Þeim, sem hlýddu á mál frúar- Bergfrid Fjose, fyrrverandi ráðherra. ' I aðaldráttum er baráttan gegn áfengisbölinu hliðstæð i Noregi og hér. A sviði löggjafa er rætt um hömlur og takmarkanir til að sporna við áfengisflóðinu og i öðru lagi fjárhagslegan stuðning við bindindisstarfsemi og al- menna fræðslu um þessi mál. Ýmislegt fróðlegt má segja um einstaka þætti þeirra mála, en i heild ber sú viðureign sama svip i einu landi og öðru. Islenzkum bindindismönnum er það góð hvatning að fá heimsókn eins og þessa. Stundum er talað um, að við Islendingar verðum að taka tillit til útlendinga, m.a. i sambandi við áfengismál. Það er auðvitað alveg rétt. En i þvi sam- bandi skulum við vita, að áfengis- málin eru baráttumál viða um lönd, og raunar mun ekki fjarri lagi að segja um heim allan. Vilji og óskir útlendra manna i þessum efnum sem öðrum eru þvi næsta sundurleitar. Þá er yfirleitt ekki hægtað gera þeim öllum til hæfis. Oftlega er þvi spurningin sú, hvorum við viljum heldur veita. I fornum riddarasögum er sagt frá hetjum, sem bar þar að, sem bardagi stóð og liðsmunur var mikill. „Hverjir eigast hér við, svo ójafnan leik?”, spurði hetjan þá. Þá þótti drengilegt að ganga i hættu bardagans með þeim, sem veikliðaðri var, ef málstaður leyfði. Auðvitað fer það eftir mála- MarksblöS og fjöldi af öðrum hannyrðablöðum. innar, mun hafa þótt það gleðileg- ast, og enda fréttnæmast i máli hennar, að hún telur bindindis- hreyfinguna vera i sókn i landi sinu. Skýringar á sveiflum i þeim efnum byggjast alltaf meira og minna á hugmyndum, sem eru i ætt við ágizkanir. En tvennt nefndi hún, sem hún taldi stuðla að þessu, öðru fremur. Annað er vélvæðingin. Frúin vitnaði i þau orð, að billinn væri bezti bindindisboðandinn. Allir vita, að ölvun við akstur er glæp- samlega hættuleg, og menn vita lika, að bindindismenn eru aldrei ölvaðir við akstur, en þvi minni bindindissemi sem er meðal öku- manna, þvi meiri hætta er á ölvun við akstur og þvi meiri brögð að þeim háskalegu afbrotum. Hitt atriðið, og það taldi Berg- frid Fjose áhrifameira, er önnur eiturlyfjaneyzla. Hin nýrri eitur- lyf hafa náð þeirri útbreiðslu i Noregi, að margur hefur hrokkið við. Menn sjá; að þar er i upp- siglingu nýtt hörmungaefni, ef ekki verður rönd við reist. Hins vegar er áfengisbölið þó miklu umfangsmeira en öll önnur eitur- lyfjamál og margs konar sam- band þar á milli. Margir gera sér grein fyrir sambandi þvi, sem þarna er á milli, svo að sú hætta, sem þeir sjá, að stafar af nýju fikniefnunum, opnar augu þeirra fyrir gildi og gagnsemi al- mennrar bindindissemi. Aðsteðj- andi hætta hvetur til að taka af- stöðu til fiknilyfja og vimuvaka almennt, og þá sjá margir, að áfengið á heima i þeim hópi, þó að fengin sé af þvi aldalöng reynsla. Hin nýja sókn bindindis- hreyfingarinnar i Noregi sýnir sig i þvi, að ungu fólki i bindindis- samtökum fjölgar. Ungtemplara- hreyfingin i Noregi er þróttmikil og vaxandi. Og það eru vissulega tákn um stra'umhvörf i þessum efnum, að i stjórnmálasamtökum ungra manna hefur verið rætt um að gera bindindi að almennri félagsskyldu. Það hefur hvergi verið samþykkt, en það segir engu að siður sina sögu um and- rúmsloftið, að um það skuli vera rætt. Vissulega er það eitt út af fyrir sig nokkur frétt, eða svo mætti okkur þykja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.