Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. LAXÁ OG ORKUMÁL NORÐLENDINGA Nokkrar ábendingar að lokinni Laxárdeilu frá Landeigendafélagi Laxár og Mývatns Yfirlýsingar Laxár- virkjunarstjórnar og niðurstöður visinda- manna. Er Laxárdeila var i uppsigl- ingu, lýsti Knútur Otterstedt framkvæmdastjóri virkjunarinn- ar og ýmsir stjórnarmenn hennar, þvi þráfaldlega yfir, ab Laxár- virkjunarstjórn mundi i hvivetna beygja sig fyrir niðurstöðum vis- indamanna um, hvort virkjað skyldi í Laxá. I samráði við deiluaðila hafði Iðnaðarráðuneytið forgöngu um, að fengnir voru færustu visinda- menn á sviði vatnaliffræði, sem völ var á, til að rannsaka lifriki Laxár og Mývatns og hvert tjón virkjanir kunni að vinna þvi. Yfirstjórn rannsóknanna var i höndum dr. Péturs M. Jónasson- ar i Kaupmannahöfn. Auk Péturs störfuðu að rannsóknunum þeir Jón Ólafsson, frá Islandi, Nils Arvid Nilsson, Eric Montén og Karlström frá Sviþjóð. Rann- sóknirnar hafa staðið árum sam- an og visindamennirnir hafa látið frá sér fara itarlegar skýrslur um niðurstöður. I skýrslu Monténs er m.a. sýnt, hvernig niðurgöngu- seiði og hoplax drepst i þrýsti- vatnsgöngum og hverflum þeirr- ar 6,5 MW virkjunar, sem hóf starfsemi eftir niðurfellingu lög- bannsins. Af rannsóknum er ljóst, að 38 metra fall þeirrar virkjunar er á mörkum þess, sem niðurgönguseiði þola. Hoplax drepst allur við það fall og 18% af niðurgönguseiðum. Ef fallið er hækkað með stiflu, er i eitt skipti fyrir öll girt fyrir, að efra svæði Laxár verði nytjað til laxræktar. Á vatnasvæði þessu eru 250 hektarar góðra uppeldisskilyrða fyrir laxaseiði á móti 70 hektur- um neðra svæðis Laxár, sem þó er þegar heimsfrægt laxveiði- vatn. I niðurstöðum visinda- mannanna kemur jafnframt fram, að með nýrri stiflugerð i Laxá yrði einnig laxnytjum neðri hluta árinnar stefnt i beina eyði- leggingu með dægursveiflum vatnsmagns. Einróma álit vísindamannanna er, að ekki sé forsvaranlegt að raska lifriki Laxár og Mývatns á neinn hátt. Llfheimur þessi sé svo einstakur, sakir óvanalega fjölbreytts smá- dýrallfs, er þar þrifst eins vel og 10 breiddargráðum sunnar. Llfauðgin á rót sina að rekja til heitra uppspretta, er streyma i Mývatn undir vatnsborði þess og bera með sér mikið magn dýrmætra steinefna til yaxtar plöntum- og_dýrum. Vitaskuld voru niðurstöður vlsindamannanna dauðadómur yfir öllum fyrirætlunum um frekari virkjanir i Laxá. Stiflu- gerð i Laxá yrði enn fremur stórlega óhagkvæm fjárhagslega, vegna gifurlegra skaðabóta, er hlytust af eyðilögðum laxveiði- nytjum. Þessar skaðabætur hefur Laxárvirkjun aldrei reiknað inn i dæmi sin. Þegar litið er til allra þátta þessa máls, en ekki eingöngu stuðzt við einhliða verkfræðilegan virkjunarmælistokk, verður deginum ljósara, hversu gæfu- söm Laxárvirkjunarstjórn varð að ná sáttum 19. mai s.l. Hún bjargaði sér út úr lögbannssjálf- heldunni, varp upp af herðum slnum miklum fjárhagsvanda og sættist við bændur. Höfðií þó margir orðið til að fullyrða áður, að Laxárdeila væri óleysanleg, þvi að óyfirstiganlegt væri orðið það rótgróna hatur á virkjunar- valdinu, er grafið hefði um sig meðal bænda á áratugum. Með sáttargjörðinni fengu bændur það, sem áður hafði verið lýst yfir I virkjunarleyfi Jóhanns Haf- steins frá 15. júni 1971. Þar sagði, að ekki yrbi um stiflu að ræða i Laxá, ef liffræðilegar rannsóknir á vatnasvæði Laxár leiddu i ljós, að lífsskilyrðum vatnafiska i ánni neðan virkjana yrði spillt með slikum framkvæmdum. Tillögur Landeigendafé- lags Laxár og Mývatns árin 1970 og 1971. Arið . 1970, þegar Laxár- virkjunarstjórn steypti sér út i Laxárvirkjunarævintýrið, bar hún fyrir síg, að með þeim hætti fengizt ódýrarast rafmagn. Bændur við Laxá og Mývatn fengu þá Guðmund G. Þórarinsson verkfræðing til að endurreikna rafmagnsverðið frá hinni fyrirhuguðu virkjun. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur notaði sömu reikningsaðferðir og Laxár- virkjunarstjórn. Með aðstoð raf- reiknis Orkustofnunar komst hann að þvi, að fullyrðingar Laxárvirkjunarstjórnar höfðu ekki við' rök að styðjast. M.a. hafði hún reiknað gömlu virkjan- irnar inn í dæmið til að fá hag- stæða útkomu. Landeigendafélagið fékk Guðm. G. Þórarinsson til að bera saman verð á rafmagni með linu yfir hálendið frá Búrfelli. Guðmundur lagði til grundvallar áætlanir Landsvirkjunar um verð á linu yfir hálendið. Niðurstaða hans var, að við allar aðstæður var rafmagn með linu yfir hálendið langtum ódýrara en raf- magn frá 1. áfanga Gljúfurvers- virkjunar. Samt var þá gert ráð fyrir, að 1. áfangi Gljúfurvers- virkjunar mundi kosta 200 milljónum minna en sú virkjun hefur siðan reynzt kosta. Strax i upphafi lagði Land- eigendafélagið áherzlu á, að kostnaðaráætlanir Laxár- virkjunarstjo'rnar væru á sandi reistar. L.L.M. benti einnig á þegar árið 1970, að miklu betrí kostur væri að virkja hveragufu við Námafjall eða Kröflu eða að fá rafmagn með linu norðúr frá Búrfelli. Laxárvirkjunarstjo'rn brást ókvæða við þessari tillögugerð. A sáttafundi i nóvember 1970 lýsti Arni Snævarr ráðuneytisstjóri I Ibnaðarráðuneyti þvi yfir, ab nýting gufuaflsvirkjanannna væri svo slæm. Bændur litu þá á þær fullyrðingar sem hreinan til- biining til að slá ryki i augu þeirra, enda studdust þeir bæði við rannsóknarniðurstöður Sveins Einarssonar og Karls Ragnars, sérfræðinga á svibi gufuafls- virkjana. Bentu landeigendur m.a. á, ab gufuna mætti virkja meb smáum áfóngum eftir þörfum hvers tima. Laxá og orkumál Norðlendinga. A vordögum fyrir tæpu ári báru stribandi aðilar við Laxá og Mývatn gæfu til að setja niður ágreining sinn með sáttargjörð hinn 19. mai 1973. Sáttir nábust aubvitað ekki i svo hatrammri deilu, nema af þvi ab deiluabilar vildu heilshugar leiða til lykta margra ára styrjöld milli norð- lenzkra byggðarlaga. Hún eitraði samtjúð fólks, sem bar skylda til að standa saman að uppbyggingu dreifbýlisins. Bændur höfbu með dómi Hæstaréttar fengið lagt lögbann vib þvi, ab fisknytjahagsmunir þeirra I Laxá yrðu eyðilagðir. Og vlsindamenn á sviði náttúrufræði, er rannsökuðu lifheim Laxár og Mývatns, lögðu eindregið til, að þessum vötnum yrði þyrmt og vistfræbilegu jafnvægi þeirra ekki raskab meb stiflugerb eba öbrum mannvirkjum. Helzti forystumabur Akur- eyringa, hinn virti og vinsæli bankastjóri, Jón G. Sólnes, hafbi þvi fulla ástæbu til ab lýsa þvi yfir iblabinu tslendingi á Akureyri 10. janúar s.l., ab sáttargjörbin I Laxárdeilu var merkasti vib- burður gamla ársins á innlendum vettvangi. Jón hefur lengi verið stjórnarmaður i Laxárvirkjun og þekkir af eigin raun þá erfiðleika, sem að óþörfu var stofnað til i orkumálum Norðurlands. Eins og málum var komib, var sáttargjörðin einstakt átak. Enn þá virðast ekki allir heldur hafa sætt sig við hana. Enn þá fljúga einstaka hnútur i garð bænda með sakargiftum af ýmsum toga. Af þessum ástæðum þykir Landeig- endafélagi Laxár og Mývatns ekki verða hjá þvi komizt að skýra opinberlega stuttlega frá gangi mála i deilunni og þeim niðurstöðum, er f engust með sátt- argjörðinni. Fórnir bænda vegna sáttargjörðarinnar. Bændur við Laxá og Mývatn færðu miklar fórnir til að ná sátt- um. Þar má nefna, að matsnefnd, skipuð þeim Arna Jónssyni land- námsstjóra, Sigurbi Reyni Péturssyni hæstaréttarlögmanni og Jóni Jónssyni forstöbumanni Fiskifélags Islands, lagbi mat á, hvert tjón væri unnib laxnytja- hagsmunum Laxár meb þeirri 6,5 MW virkjun, sem Laxárvirkjun reisti gegn fullri andstöbu land- eigenda vib ána og lögbannsdómi Hæstaréttar. Niburstaða mats- nefndarinnar var birt á siðasta sumri. Samkvæmt henni taldist tjónið nema yfir 70 þús. gönguseiðum árlega, er Laxár- virkjun skyldi setja I ána bændum að kostnaðarlausu. Hvert seibi mun kosta nálega 65 krónur. Á núverandi verðlagi mundi það kosta Laxárvirkjun um 5 milljón- ir króna árlega að bæta tjónið. Er þar ekki talið með tjón af völdum Laxár I og Laxár II, sem aldrei hefur verið bætt. En Laxá I hóf starfsemi árið 1939. Bændur sýndu þá rausn og sáttfýsi að gefa þessar bætur 110 ár og að f allast á óverulegar bætur eða gjald, er nemur nokkrum hundruðum þús- unda króna árlega næstu 10 ár. Ekki þarf að fjólyrba, að bændur við Laxá og Mývatn færðu ekki þessa gjöf — milljóna- tugi islenzkra" króna — af örlæti einu eða af þvi, ab þeir teldu sig ekkert hafa við það fé að gera. Ástæðan var fyrst og síðast sú, að setja varð nibur hatrammar deilur fólks, sem átti svo margt sameigib, ab allt varð til vinátt- unnar ab vinna. Bændur stigu þvi það órlagarika skref að fella niður lögbannið við nefndri 6,5 MW virkjun með sáttargjörðinni. Þetta gerðu þeir, þótt þeir hefðu i höndum dóm Hæstaréttar, niður- stöbur valinkunnra innlendra og erlendra visindamanna um tjón af völdum virkjunarinnar á lifriki árinnar og laxnytjum. Þetta var. þungbær fórn, en hverju skyldi ekki fórna til ab binda endi á rikj- andi ófribarástand. A móti þessu samþykkti Laxárvirkjunarstjórn ab láta af öllum áformum sinum um frekari virkjanir og stíflugerð í Laxá. t 1. gr. sáttargjörðarinnar segir: „Laxárvirkjun lýsir yfir, að hún muni ekki stofna til frekari virkjana I Laxá, umfram þá 6,5 MW virkjun, sem nú er unnið að og sem ekki hefir vatnsborbs- hækkun i för meb sér, nema til komi samþykki Landeigenda- félags Laxár og Mývatns." Undir sáttargjörbina 19. mai 1973 ritubu meb eigin hendi allir stjórnarmenn Laxárvirkjunar. Knútur Otterstedt, framkvæmda- stjóri virkjunarinnar, var á þess- um sáttafundi á Stóru-Tjörnum i Ljósavatnsskarbi og lagbi hann til, ab sáttargjörbin yrði samþykkt. Rikisstjórn Islands lagði og sitt Mývatn. af mörkum, svo ab samkomulag mætti nást, m.a. meb þvi að lofa að beita sér fyrir fjárveitingu úr rikissjóði til að standa straum af hinum mikla kostnaði Laxár- virkjunar umfram það, sem hún hafbi áætlab, samanber 2. máls- grein 1. greinar. Enn fremur tók rikissjóbur ab sér ab kosta smibi laxastiga framhjá virkjunum i Laxá við Brúar i Aðaldal. Sáttar- gjörðina undirritaði ólafur Jóhannesson forsætisráðherra f.h. rfkisstjórnarinnar. Viðbrögð Laxárvirkjunarstjórnar Eins og hér hefur verið drepið á, voru viðbrögð Laxárvirkjunar- stjórnar I einu og öllu neikvæð við tillögugerð Landeigenda- félagsins. Þeir sáu ekkert annað en Laxá, þótt fyrirsjáanlegt væri, að þeir mundu með aðgerðum sinum vinna óbætanlegt tjón á náttúru árinnar og fisknytjahags- munum bænda. Laxárvirkjunarstjórn og þeir aðilar á Akureyri, sem mest öttu henni til óbilgjarnar afstöðu, freistuðu sinna mótleikja. Bæði opinberlega og fyrir dómstólum var reynt að útmála, hversu ótækt og fráleitt væri að smiba gufuvirkjanir eða að leggja háspennulinu yfir hálendið. Urðu sögurnar um hundinn að sunnan landsfrægar. Þótti ýmsum merkilegt hvers vegna sunn- lenzkt rafmagn væri ónothæft norðan jökla eða hvers vegna ekki væri unnt að flytja rafmagn með hundinum eins til suðurs og norðurs. Kom nú greinilegar i ljós, hvað fyrir þessum mönnum vakti, hvernig rafmagnsmálin sjálf hurfu i skugga skamm- sýnnar og þröngsýnnar hags- munapólitikur. Virkjunarmenn á Akureyri máttu ekki til þess hugsa, að Norðlendingar fengju rafmagn nema úr lófa sinum. Og þeir beittu heildarsamtökum og opinberum stofnunum fyrir vagn sinn á hinn ófyrirleitnasta hátt. Þeir sóttu yfirlýsingar til Norðurlands, þar sem þeir höfðu töglin og hagldirnar. Sigurður Thoroddsen höfundur Gljúfurversvirkjunarævintýris- ins átti sæti I Náttúruverndarr. og fékk það til að gera furðu- lega ályktun um, að hættulegt gæti orbib ab hleypa laxi á efra svæbi Laxár. Var þab jafnframt dæmi þess, hvernig abili meb einkarekstur getur stundað það með setu i opinberru stöðu að koma ár sinni fyrir borð, þar sem hann hefur sjálfur og einkarekst- ur hans fjárhagslegan ávinning af. Til viðbótar má geta þess, að hann, einkarekstraraðilinn, átti einnig sæti i hinni frægu opinberu Laxárnefnd, sem hleypti Gljúfur- versævintýrinu af stokkunum. En ekki aðeins Sigurður Thoroddsen hafði fjárhagslegra hagsmuna að gæta, heldur höfðu Akureyringar einnig fengið rafmagn selt ódýrar en bændur i Þingeyjarsýslu, þótt rafmagnið væri sótt til þeirra bótalaust fram til þessa. Af þessu öllu lagði vissulega þef ójafnaðar og ranglætis. Rikisstjórnin ákveður að vernda Laxá i S.- Þingeyjarsýslu. Þrátt fyrir geysisterka stöðu virkjunarmanna á Akureyri, sem höfðu völdin i opinberum stofn- unum kostuðu af rikisfé, snérist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.