Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 33

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 33
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 33 fætur hans og biðjast áheyrnar. „Göfugi Kadi, bóndi minn er rikur kaup- maður. Er hann nú á ferð i Bagdad og hefur sent mér boð um að hann sé orðinn mjög veikur. Vill hann, að ég komi strax á fund hans til að hjúkra honum, svo hann nái heilsu aftur. En ég er utan við mig af sorg, ég veit ekki, hvað ég á að gera við peningana, sem bóndi minn fól mér til gæzlu,meðan hann væri i burtu. Þess vegna kem ég nú á fund þinn, þvi að ráðvendni þin er orðlögð, og ég veit, að ég mundi geta skilið eftir peningana hjá þér. En ég er bara ein- föld og óbrotin kona og langar til að sjá ein- hverjar sannanir fyrir ráðvendni þinni”. Eftir þvi sem Kadinn hlýddi lengur á konuna, þeim mun ánægðari varð hann með sjálfum sér, og hann neri glaður höndum saman,um leið og hann spurði hana, hvað mikið það væri, sem hann ætti að geyma fyrir hana. „Það eru tuttugu þúsund gullstykki”, mælti Hajeh Fatmeh, „og það eru ekki margir, sem trúa mætti til að geyma slikan sjóð”. „Þú getur verið viss um, að hjá mér eru peningarnir vel geymdir”, mælti Kad- inn og strauk skegg sitt og blés þykkum reykjarskýjum fram úr sér til þess að skýla áfergju sinni. I sömu andránni gekk Ahmed pila- grimurinn fram og kastaði sér fyrir fætur dómarans, og mælti: „Mig langar til að biðja yðar hátign að skila mér aftur pen- ingakörfunni minni, sem ég bað yður að geyma fyrir sjö mánuðum, þegar ég fór til Mekka”. „Sjálfsagt, sjálf- sagt” mælti Kadinn, ,, dyra vörður komdu strax með körfuna úr féhirzlu minni. Var nú komið með körfuna og hún fengin Ahmed. Svo sneri Kadinn sér að Hajeh Fatmeh sigri hrósandi og ætlaði að taka við fjársjóði hennar — tuttugu þúsund gullstykkjum — til geymslu. En i sama augnabliki heyrðist gleðisöngur, og þernan hennar Hajeh Fatmeh kom dansandi inn til þeirra og kallaði til húsmóður sinnar glöðum rómi: „Hús- bóndinn er kominn aftur heill á húfi!”. Hajeh Fatmeh tók undir gleðisönginn, hneigði sig aftur fyrir Kadianum og sagði: „Fyrst að forlögin hafa hagað þvi svona til, þarf ég nú ekki að vera að fara til Bagdad, og ætla ég þvi ekki að gera yðar hátign meira ónæði”, Gekk hún siðan út úr höll dómarans ásamt þernu sinni og Ahmed pilagrimi, sem bar hreykinn hina dýrmætu körfu með aleigu sinni i, sem hann hafði nú fengið aftur vegna kænsku Hajeh Fatmeh. Eftirfarandi grein og myndir um íslenzka ull birtist nýverið í danska síðdegisblaðinu BT: ,,Danir eru mjög hrifnir af flíkum úr íslenzkri ull, sem heldur hita á líkaman- um í köldum húsum. Sumir prjóna sjálfir, en aðrir kaupa tilbúnar ullarflíkur hjá Elinor Jelsdorf, sem hefur umboð fyrir vörurn- ar í Danmörku. Flíkurnar flokkast undir heimilisiðn- að og húsmæður úti á landsbyggðinni vinna gjarna fyrir háskólanámi barna sinna með því að prjóna.” Á myndunum er nokkrar flikur frá Álafossi, sem brátt verða til sölu í verzl- unum viðsvegar um Dan- mörku. Lýsing á þeim fatnaði, sem birtar eru myndir af, fylgir grein- inni, og í lok frásagnarinn- ar er sagt, að þegar frú Jelsdorf sé ekki á f erð um sveitir Islands í jeppa, verji hún tíma sínum á setri f jölskyldunnar við Köge, þar sem fjöldi ís- lenzkra hesta er meðal húsdýranna. Ullarsloppurinn er nógu stór, til þess aö karlar jafnt sem konur geta notað hann. Islenzk tízkuföt í Danmörku ,,Þú getur verið viss um að peningarnir verða vel geymdir", mælti Kadiinn Treyja úr ullarbandi. Jakki frá Álafossi, skreyttur gæru á ermuin og i hálsmáii.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.