Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Biaðaprent h.f. V.____________________________________________________ > AAerkar tillögur Borgarfulltrúar allra andstöðuflokka Sjálf- stæðisflokksins i borgarstjórn Reykjavikur hafa lagt fram mjög athyglisverða tillögu um umferðamál i borginni. Leggja þeir til, að gerð verði athugun á þvi, hvort og þá hvenær geti orðið að koma upp nýjum almenningsflutningaleiðum, sem byggja á inn- lendri orku. Er þá átt við svonefnda einteinunga ofan venjulegrar umferðar, en i skipulagningu umferðar i ýmsum stórborgum heims er nú mjög byggt á slikum umferðaræðum til lausnar á umf erða vandamálum. Ljóst er, að auk almennrar þjónustu, sem Strætisvagnar Reykjavikur veita, verður brýnt að koma upp sérstökum hraðleiðum frá þétt- býlum hverfum, eins og t.d. Breiðholti, Árbæjar- hverfi og fyrirhugaðri byggð i Gufunesi, að mið- borginni. Gæti i þvi sambandi jafnframt komið til sam- vinnu við nágrannasveitarfélögin, Hafnarfjörð, Garðahrepp, Kópavog og Mosfellssveit. Þá leggja borgarfulltrúarnir til, að kannað verði, hvort hagkvæmt geti orðið við að leysa erfiðustu umferðarhnúta að leggja umferðar- æðar neðanjarðar i stað þeirra miklu umferðar- mannvirkja, sem Aðalskipulag Reykjavikur- borgar frá 1962 gerir ráð fyrir. Þá er nauðsynlegt, að nú furi fram heildar- athugun á umferðarkerfi gamla miðbæjarins i Reykjavik, þar sem lagt yrði til grundvallar það gatnakerfi, sem nú er búið við, og þau vandamál, sem nú eru þar rikjandi. Þarf að gera áætlun um lagfæringar og umbætur á gatna- og umferða- kerfinu og þá horft til framvindu mála i gamla miðbænum I fyrirsjáanlegri framtið. 1 þvi sam- bandi þarf að huga vel að þróun gamla mið- bæjarins með vaxandi borg. Það þarf að kanna nauðsyn þeirra umferðaræða og hagkvæmni, sem Aðalskipulag Reykjavikurborgar frá 1962 gerir ráð fyrir. Þá þarf að gæta samræmis milli ytra og innra umferðakerfis borgarinnar. Skoða þarf bila- stæðaþörf miðborgarinnar i þvi ljósi, að al- menningsflutningakerfi, sem þjónuðu miðborg- inni, verði efld. Borgarfulltrúar andstöðuflokka ihaldsins leggja ennfremur til, að gerð verði nú könnun á hugsanlegri dreifingu stofnana um borgina. Verði gerð tilraun til að meta annars vegar hag- kvæmni borgaranna af þvi, að stofnanir séu sem mest á einum stað,og hins vegar hagkvæmni þess frá umferðarlegu sjónarmiði að dreifa stofnunum sem mest um borgina. Borgarfulltrúarnir telja, að nú riki öngþveiti i umferðamálum borgarinnar og heildarstefnu- mörkun i umferðamálum vanti. Þeir leggja til, að gerð verði samræmd heildaráætlun um eflingu Strætisvagna Reykjavikur, að vagnakostur verði aukinn og bættur og tiðni ferða aukin. Leggja þeir til i þvi sambandi, að leiðaval SVR um mið- borgina verði endurskoðað. Auðvelduð verði umferð SVR með þvi að veita strætisvögnum for- gang i umferðinni og dregið úr bilastæðum með- fram erfiðustu leiðunum. Flýtt verði ráð- stöfunum varðandi umferð um Laugaveg og hafin verði athugun á þvi, hvort kaupa þurfi lóðir við Grettisgötu og Hverfisgötu til notkunar fyrir bilastæði. Þá verði enn itrekað við umferðalaga- nefnd að hraða afgreiðslu á forgangi strætis- vagna við útakstur frá stæðum. —TK. William F. Buckley: Hver hinna fjögurra Nixona sigrar? Á því veltur, hvort Nixon segir of sér Mynd þessi var tekin af Nixon fyrir nokkrum dögum. Hann er aö undirrita fjárlagafrumvarpiö,áður en hann sendir þaö til þings- ins. VVilliam F. Buckley, höfundur þessarar greinar, cr einhver dáðasti —og hat- aðasti — stjórnmálarýnandi í sjónvarpi i Bandarikjun- um og er auk þess ritstjóri timaritsins Nationai Rev- iew. Hann hefir ætið verið hægrimaður, taismaöur hinna ihaldssömustu sjón- armiða og fylgt Nixon að málum „heill og óskiptur”. Af þessum sökum er vert að huga að orðum hans, þegar hann ræðir þann möguieika, að Nixon segi af sér. ÞEGAR ég er búinn að skrifa þessa grein, gæti ég hugsað mér að fara með hana i prentsmiðju og láta prenta hana i póstkortsstærð. Þá gæti ég gripið til hennar og rétt hana hinum ákaflega mörgu lyftuþjónum, leikurum og forstjórum, sem spyrja óaflátanlega hins sama, eins og raunar allir aðrir: „Haldið þér, herra Buckley, að Nixon forseti láti af embætti?” En Nixonarnir eru fleiri en einn. Fyrsti Nixoninn er maður- inn, sem manni dettur fyrst i hug. Við hann á fullyrðingin: „Hann lætur aldrei af embætti”. Það væri andstætt manngerð hans. Þessi Nixon er ákveðinn og staðfastur, hefir lengst af ævi sinnar keppt að þvi að verða forseti Bandarikjanna og nýtur þess að vera forseti. Hann metur mikils valdið, sem forsetaembættinu fylgir, forréttindi þess og hinar rómantiskari hliðar málsins. Þessum manni verður ekki þokað úr Hvita húsinu fyrr en bifreiðin biður við dyrnar lög- ákveðinn dag i janúar 1977. NIXON númer tvö er raun- sæismaður i stjórnmálum. Hann getur virt fyrir sér og metið stjórnmálaástandið og dregið af þvi mati eðlilegar og nauðsynlegar ályktanir, þegar þess er á annað borð kostur. Þessi Nixon færði sina fórn á rikisstjórafundinum i Cleve- land 1964 i sambandi við við- leitnina til að stöðva Gold- water, en sá svo skjótlega i hendi sér, að þessi hreyfing yrði ekki til neins gagns. William Scranton var svo óheppinn að halda áfram að keppa við Goldwater ogstóðað lokum i sporum Harolds Stassens. Nixon númer tvö fór þveröfugt að og dró sig i hlé, vegna þess að hann sá sigur Goldwaters fyrir, og studdi hann með ráðum og dáð. Þessi ákvörðun tryggði Nixon sigur sem forsetaefni Republikana flokksins 1968. Reagan hefði að öðrum kosti verið valinn — já Reagan. Nixon var þetta ljóst. Þessi Nixon, hinn raunsæi stjórn- málamaður, getur gert sér þess grein, hvort hann eigi að hætta á kæru og jafnvel sak- fellingu, og gera þá annað af tvennu: Hefja öfluga baráttu til þess að draga kraftinn úr sókninni með margvislegum stjórnmálaaðgerðum, eða að sætta sig við hið óumflýjan- lega og láta af embætti. Enn hefir hann ekki komizt að þeirri niðurstöðu, að stað- reyndir stjórnmálanna geti leitt til þess, að hann verði að láta af embætti. ÞÁ er komið að Nixon númer þrjú. Hann er inn- hverfur og hlédrægur, þung- lyndur og veltir sér upp úr erfiðleikunum, sem oft eru sjálfskaparviti. Þessi Nixon leggur sig enn betur fram en nauðsyn krefur til þess að hljóta góðan orðstir, fá aðild að úrvalsflokknum — og muna nöfn hinna ýmsu undir- manna. Þessi Nixon knýr sig til þess að vaka hálfar nætur, áður en hann tekur smávægilegar ákvarðanir um mannaval — ekki fyrst og fremst til þess að vanda valið, heldur af þvi að hann vill geta sagt: „Ég vakti fram undir morgun við að velta þessum vanda fyrir mér”. Þessi Nixon á það til að fullyrða allt i einu i flutningi gaumgæfilega undirbúinnar ræðu, að hann ætli „að halda áfram að starfa 18-20 stundir i sólarhring” þjóð sinni til nytja. ÞESSI þriðji Nixon álitur, að allt hið „valda fólk i austur- fylkjunum liti niður á hann, vegna þess aö hann stundaði ekki nám við neinn hinna frægustu háskóla. Þess vegna hallar hann sér að Rotary- mönnum, enda kann hann vel við sig i þeirra hópi. Þessi þriðji Nixon telur það sitt hlutskipti að þola þján- ingar. Hann telur þjáningar góðar og heilsusamlegar og að sér beri að eflast við and- streymið. Hann er þvi byrjaður að hugleiða siðustu og sárustu kvölina, þá að draga sig i hlé. Sé valdið æsandi fyrir fram- gjarnan mann, sem hafizt hefir af sjálfum sér, hlýtur hann að gera pislarvættinu hátt undir höfði, þegar hann sér ákveðin tákn á lofti. Þetta er eina hugsanlega skýringin á brosinu á vörum heilags Stefáns, þar sem boga- skytturnar eru að leggja til atlögu. LOKS er svo fjórðí Nixoninn, ef lesendur eru ekki þegar búnir að fá nóg. Það er maðurinn Nixon. Fyrir skömmu var Watergatemálið allt ásamt ýmsum af- leiðingum tekið nákvæmlega i sunnudagsútgáfu blaðsins New York Times. Ein setning brenndi sig inn i vitund manns: „Hann dró frá 1 doliar og 24 sent (á skattframtali sinu), en það var gjaldiö fyrir lánareikninginn i Vöruhúsi Garfinckels”. Nixon númer fjögur gæti borið sigurorð af Nixon númer eitt af mannlegum ástæðum einum. Shylock talaði fyrir hönd Gyðinga á sinni tíö, en hann hefði alveg eins getað komið fram fyrir hönd Nixons þegar hann sagði: „Hefir Gyðingurinn ekki augu? Hefir hann ekki hendur, fætur, likama, skilningarvit, tilfinningar og þrár? Mettast hann ekki af sömu fæðu og kristnir menn, hlýtur sár af sömuvopnum, þjáist af sömu sjúkdómum, læknast af sömu lyfjum og svitnar og kólnar af sömu ástæðum, sumar og vetur? Blæðir ekki úr okkur, þegar þig stingið okkur? Hlæjum við ekki, þegar þið kitlið okkur? Deyjum við ekki, þegar þið byrlið okkur eitur”? Og að lokum: „Eigum við þá ekki að hefna okkar, þegar þið gerið okkur rangt til?” Nixon númer fjögur er maðurinn, sem við mætum á göngu á ströndinni við San Clemente og sjáum ferðast á ódýru farrými með áætlunar- flugvélum og svarar þvi, hvort hann hafi i raun og veru dregið frá einn dollar og 24 sent i reikningsgjald hjá Garfinckel. Þegar þeir Nixon númer þrjú og Nixon númer fjögur koma auga á sömu ástæðu og sjá sömu sýn, mun Nixon láta af embætti — ekki aðeins með fullum heiðri, heldur glaður og ánægður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.