Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. Sunnudagur 24. febrúar 1974. TIMINN Loftur Amundason stendur hér og styftur hamrinum á steðjann. Svipurinn er glaðlegur og bendir til þess, að honum þyki starfi sinn harla góður. Ljósm. Gunnar. Maður er nefndur Loftur Amundason. Hann hefur unnið i Landssmiðjunni i Reykjavik i rösk þrjátiu ár, þar sem hann hef- ur haft þann starfa að hamra járn. Það má þvi telja vist að hann skilji öðrum mönnum betur sannleiksgildi þess gamla spak- mælis, að járnið skuli hamra heit1- En Loftur hefur ekki alla ævi staðið við steðja Landssmiðjunn- ar. Hann er, eins og við flest, sveitamaður að uppruna. Við skulum byrja á þvi að forvitnast um uppruna hans. Fjórar sleggur samtim- is á sama steðja — Hvar var það, sem þú sást fyrst dagsins ljós, Loftur? — Ég fæddist að Sandlæk i Gnúpverjahreppi i Arnessýslu og átti þar heima til tuttugu ára ald- urs. I ’ — Fluttist þú þá til Reykja- víkur? — Já, — og fór beina leið i smiðju. Ég hafði nokkuð lengi beöiö eftir þvi aö komast að i Héðni sem nemandi, og nú loks- ins tókst það, að visu með hjálp góðra manna. — Hvað var iðnnámið langt á þessum árum? — Það voru fjögur ár. Þeim lauk ég i Héðni. Járnsmiðin var þá þannig aðgreind, að rennismiði var sér og eldsmiði sér, en auk þess voru ketil- og plötusmiði og vélvirkjun. Þá var ekki langt um liðið, siðan rafsuða fluttist hingað til lands en hún gerbreytti allri járnsmiði, þótt fyrst i stað væri hún hvergi nærri eins fullkomin og auðveld i meðförum og nú er orðið. Raf- suðuþráöurinn var allt öðru visi og miklu vandameira að sjóða með honum. Nú eru til svo marg- ar gerðir að þræði, að heita má leikur að vinna að þessu, eftir að menn eru komnir á lagið. — Er járnsmiði ekki alltaf mjög erfitt verk? — Hún var það, en nú er hún mikið farin að léttast. Hér áður fyrr var litið um tæki til þess að lyfta þungum stykkjum, svo lyftingar og burður á þungum stykkjum var að mestu gert með handafli. Þetta var ákaflega erfiður þáttur i járnsmiðinni, en sem betur fer er hann nú úr sög- unni. Nú eru þung járnstykki yfir- leitt ekki hreyfð, nema með vélarafli, og siðan ganga þau eftir rennibrautum. — En sleggjan, er hún ekki undur öllum kringumstæðum erfið i meðförum? — Jú, að visu, en það er með þetta eins og annað, að það hefur breytzt mikið. Áður fyrr var mjög mikill sleggjusláttur i sambandi við alla eldsmiði. Þá stoðu tveir þrir og jafnvel fjórir menn við steðjann, og allir börðu. Það þurfti lagni til, ef sleggjurnar áttu aldrei að rekast saman, þegar hvert höggið tók við af öðru. Nú hefur lofthamarinn leyst sleggjurnar af hólmi að miklu leyti. — Nú.voruð þið allir við sama steðjann? — Já, já. En ég skal taka það fram, til þess að fyrirbyggja mis- skilning, að yfirleitt vorum við ekki nema tveir um steðjann, þegar ég var að læra. — Hvað var unnið við að láta svona marga menn slá sama járnið? — Þarna kemur til sá gamli visdómur, sem þú minntist á i upphafi þessa spjalls: að hamra járnið heitt. Þvi fleiri sleggjur, þeim mun tiðari högg, og þvi meira er hægt að nota hverja hitu. Og smiðurinn, sem stjórnaði verkinu, var lika með sinn hamar og sló sjálfur til þess að koma hin- um, hvar höggið ætti að koma. Að harma járn í marga áratugi — Verður það ekki leiðigjarnt að standa við steðja, ja, segjum i þrjátiu ár eða svo? — Ekki finnst mér það. Ég held lika, að ég væri ekki búinn að end- ast við þetta i rúma þrjá áratugi, (það er þritugasta og annað árið sem er að liða), já, ég held, að ég Jakar á jökullóni á Breiðamerkursandi. Eldtöngina má aldrei vanta, þvf enginn maður dregur járn úr afli meö berum höndum. Ljósm. Gunnar. ELDSMIÐUR, FERÐAMAÐUR OG FJALLAVINUR væri ekki búinn að endast svona lengi, ef mér hefði leiðzt verkið. Einn af fyrrverandi samstarfs- mönnum minum hafði unnið i Danmörku á stóru verkstæði þar, hjá Burmeister og Wain. Þar i eldsmiðjunni vann Dani einn, sem búinn var að standa við steðjann i fjörutiu ár, og hafði aldrei smiðað annað en sama stykki allan timann. Þessi maður sagði svo frá, að fyrst hefði þetta verið gaman, þá sæmilegt, næst alveg drepandi leiðinlegt og á timabili sannköll- uð sálarkvöl. En svo eltist þetta af honum, og nú gat hann ekki huesað sér að gera neitt anngð, enaa lika vafasamt að hann hefði, úr þvi sem komið var, getað gert nokkurt annað verk en að smiða þetta eina stykki. En þetta er það, sem gefur mönnum leiknina og hraðann, að einskorða sig við nógu þrör.gt svið. Hér á landi eru hlutirnir aft- ur á móti svo smáir i sniðum, að jafnvel þótt við látum það heita svo,að um fjöldaframleiðslu sé að ræða, þá er það þó oft svo, að þeg- ar maður er loksins kominn upp á lagið að smiða hlutinn almenni- lega, er verkinu lokið. Og i mörg- um tilvikum getur maður búizt við þvi að þurfa aldrei framar að smiða þennan ákveðna hlut. Sjálfsagt verðum við eitthvað Fjallabill á leiö yfir Sandgigjukvfsl fjölhæfari með þessu lagi, en engu að siður finnst manni oft þetta vera nokkuð mikill tæting- ur. — En hvað hefur þú einkum gert i fristundum þinum? — Það þurfa allir einhverja til- breytingu, og flestir munu eiga sitt tómstundagaman. En hvað mig snertir, er vist bezt að byrja á þvi, að það er eins og ég hafi ekki átt svo auðvelt með að losna við járnið, þótt ég væri kominn heim. Ég hef herbergi hérna niðri i kjallaranum, þar sem ég á skrúf- stykki og dálitið af þjölum. Þó eru þær ekki svo margar, að ég geti talizt þúsund þjala smiður, — þótt ég að visu hafi gaman af smiðum. Nágrannarnir koma stundum til min og biðja mig að lagfæra eitthvert smáræði fyrir sig, jafn- vel strákar með reiðhjól og skelli- nöðrur — þessu er erfitt að neita, svo það fer mörg fristundin heima i einhvers konar smiða- stúss. „Þetta byrjaði þannig, að.,....” — En er það ekki lika rétt, sem ég þykist hafa heyrt, að þú hafir kynnt þér Island taísver.t mikið i tómstundum þinum? — Ojú, rétt er það. Ég hef ferðazt nokkuð um landið siðast liðin niu ár, — já, það stendur til að fara enn á sumri komanda og þá verður það tiunda skiptið. Þetta byrjaði þannig, að fyrir einum áratug tók sig saman hóp- ur hér i Kópav. og ákvað að efna til ferðar inn i óbyggðir á einum bil, svona eitthvað á milli tiu og tuttugu manns, eftir þvi hversu vel gengi að fá fólk til þátttöku. En „vinur þinn á vin, og vinur hans annan vin,” stendur ein- hvers staðar. Þetta spurðist út meðal kunningjanna, og endirinn varð sá, að við urðum fimmtiu, fólk á öllum aldri, frá sjö til sjö- tiu ára. Við þuftum tvo bila, og þann þriðja undir farangur. —• Hvert fóruð þið svo? Við byrjuðum á þvi að aka norður yfir hálendið, það sem flestir kalla Sprengisandsleið, þótt að visu sé ekki farið um sjálf- an Sprengisand, heldur er hér um Gæsavatnaleið að ræða, eða svo- kallaða Eystrileið. Við sein sagt ókum inn að Tungnafellsjökli og tjölduðum þar fyrstu nóttina. Þegar við vöknuðum morguninn eftir, var fjögurra stiga frost og kominn skóvarpssnjör, þótt hásumar væri. Þetta var siðari hluta júli- mánaðar. Við ókum norðan Tungnafells- jökuls og i sveig um hann, svo við sáum suður um Vonarskarð Það var ógleymanleg sjón að sjá suð- ur eftir skarðinu i glampandi sól- skini. Siðan var farið yfir upptöku- kvislar Skjálfandafljóts, sem voru nú aðeins smásprænur, eftir kalda nótt. Svo var haldið áfram, austur með Vatnajökli, yfir Dyngjuháls og Urðarháls, og var þá komið að fyrstu upptakakvisl- um Jökulsár á Fjöllum. Þá leizt sumum ekki á blikuna, þvi þetta virtist heilmikið vatn yfir að sjá. En bilstjórinn á þeim bil, sem á undan fór, Gisli Eiriksson, var þaulkunnugur þarna. Hann lagði lika strax út i, og vatnið reyndist ekki djúpt, þegar til kom. En bil- stjórinn á siðari bilnum hafði ekki kynnzt þessum slóðum og hugsaði sér að biða við og sjá, hvernig honum reiddi af. Þá kallaði Gislí I talstöðina og spurði, eftir hverju væri beðið. Hér væri engin hætta á ferðum og mætti halda áfram þess vegna. Jú, það reyndist lika svo, hér gekk allt að óskum. —- Þarna er rennisléttur og finn sandur, svo vatnið á auðvelt með að breiða úr sér á daginn, en það minnkar mikið um nætur, og snemma morguns getur sandur- inn verið þvi nær eða alveg þurr. Enn héldum við áfram. Við komum að Oskju austanvert við Öskjuopið og tjölduðum þar við Drekagil Við gengum frá öskju- vatni upp á Dyngjufjöll eystri og lituðumst um. Þaðan er geysilega viðsýnt og fagurt um að litast. Daginn eftir ókum við i Herðu- breiðarlindir. Það eru mikil við- brigði að koma þar, eftir að hafa lengi ferðazt um þessireginöræfi, þar sem eiginlega hvergi sér stingndi strá, að undanskildum Nýjadal undir Tungnafellsjökli og Tómasarhaga.þótt reyndar sýnd- ist mér þar ekki neitt sérlega blómlegur hesthagi. Við hittum nú samt i Nýjadal riðandi menn, sem komið höfðu að norðan. 1 Herðubreiðarlindum er hvannagróður mjög mikill, og reyndar graslendi lika, þótt ekki sé það viðlent. Frá Herðubreiðar- lindum ókum við i Hólmatungur og Hljóðakletta, siðan eins og leið liggur fyrir Tjörnes til Húsavikur og þaðan til Akureyrar. Siðan var ekið með byggðum frá Akureyri fyrst, en að lokum suður Kjöl. — Hvað voruð þig lengi i þessari ferð? — Það fór i þetta hálf önnur vika, tiu eða ellefu dagar, ef ég man rétt. „Nú drepur hann —Hvað telur þú merkilegast og hvað er þér minnisstæðast frá þinum mörgu og löngu ferðum? — Ég skal fyrst i stuttu máli segja, hvert við höfum farið. Við höfum komizt að Langasjó og Lakagigum, gengið á Laka og séð bæði upphaf og endi Skaftárelda- hraunsins. Það er stórfengleg sjón, ekki sizt hin langa gigaröð. Og einhver hefur krafturinn verið, þegar sjálfur Lakinn klofnaði. En annars er það af okkur að segja, að við höfum talið það eitt okkar stærsta fyrirtæki, þegar við fórum hér sunnan jökla, yfir vötnin á Skeiðarársandi, allt austur i öræfi. Það spáðu margir illa fyrir þvi ferðalagi, og meðal annars sagði einn ágætur og þaul- vanur fjalla- og vatnamaður, að nú dræpi Gisli sig. Það var bil- stjórinn okkar. Og kona ein, sem var mikill ferðagarpur, lét svo um mælt, að það mætti mikið vera, ef nokkur maður kæmi lif- andi úr þessari ferð. En allt fór þetta ágætlega, —- og það fórst enginn, en að sjálfsögðu fórum við yfir vötnin að nætur- lagi, þegar þau voru minnst. öðru sinni fórum við þessa sömu leið og komust þá alla leið austur I Lónsöræfi. Það er eitt- hvert stórbrotnasta landslag, sem ég hef á ævinni séð. Ekki hvað sizt Tröllakrókar, svonefnd- ir, enda er þeim við brugðið fyrir hrikaleik. Á slóðum Fjalla- Eyvindar — Við skulum halda áfram að spjalla um hálendið. — Já. Ég hef meðal annars komið i Hvannalindir ásamt ferðafélögum minum, en það var nú reyndar ekki mjög auðhlaupið i þann stað, þvi að það kostaði að ferja allan mannskapinn á gúmmibát, vist um fjörutiu manns, yfir Kverká, Og svo þurfti að leggja göngubrú yfir gljúfrin á Kreppu. Hvannalindir eru stórmerkur staður, þvi að þar eru glögg merki um útilegumannabyggð. Rústirnar eru i hraunjaðri og sýna, að þar hafa verið að minnsta kosti þrjár vistarverur, og i einni klettaskoru er mikið af alls konar beinum, bæöi kinda- beinum og fugla, og fjárrétt er þar skammt frá. Við gizkuðum á. að hún hefði tekið á milli þrjátiu og fjörutiu kindur. Allt sýnir þetta ljóslega, að þarna hafa menn hafzt við. — Einn hlut fundum við þarna, sem auðsjáanlega hefur eitt sinn verið búshlutur. Það var Framhald á bls. 39. HerðubreK hefur stundum verið nefnd drottning Islenzkra fjalla. Og fegurðin i Herðubreiðarlindum hefur löngum verið á orði höfð. A þessar slóðir er lltillega minnzt I meðfylgjandi greinarkorni._Mynd- in sýnir Herðubreið, svo og hluta þess landsvæðis, sem kallað er Herðubreiðarlindir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.