Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. nóvember 1974 TÍMINN 3 Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur: Afli hvers skips hefur minnkað þótt veiðitækni hafi fleygt fram — alþjóðasamtök fara sér of hægt Gsal-Reykjavik. — Sú alvarlega staðreynd blasir nú við mann- kyni, að mikil hætta er á að sjávaraflinn hafi náð hámarki. Sfðustu fjögur ár hefur fiskafii ekki aukizt, þrátt fyrir fullkomn- ari veiðitækni og þótt togarar sæki sifellt lengra á haf út tii veiða. Gera má þvi fastlega ráð fyrir, að þjóðir heims muni I framtiðinni keppa af mun meiri hörku um stærri hlut af þeim fiski, sem enn er eftir I sjónum, sérstaklega þegar tekið er tiliit til þess, að ekki færri en 460 millj. manna búa við hungur f dag og matvælaskortur sverfur æ harðar að fólki. Timinn leitaði álits Guðna Þorsteinssonar, fiskifræðings á þessum málum. Sagði Guðni, að það væri stað- reynd, að á mörgum svæðum i hafinu væri búið að stunda ofveiði ilangan tima. Sagði hann, að talið hefði verið að skynsamleg hámarksnýting ætti að vera Krónan lægsta mynt- eining í umferð Hinn 8. mai sl. voru staðfest lög um breyting á lögum um gjald- miðil tslands, þar sem ráðherra er heimilað að staðfesta með reglugerð, að fjárhæð kröfu eða reiknings verði greind eða greidd með heilli krónu. Slfk ráðstöfun felur I sér að leggja megi niður notkun 10 eyringa og 50 aura pen- inga, þannig að krónan verði lægsta mynteining i umferð. Viðskiptaráðherra hefur nú, að tillögu Seðlabankans, ákveðið, að heimild þessi verði notuð frá og með ársbyrjun 1975, og gaf I gær út svohljóðandi reglugerð: „REGLUGERÐ um, að fjárhæð sérhverrar kröfu eöa reiknings, skuli greind og greidd með heilli krónu. 1. gr. Frá og með 1. janúar 1975 skal fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings greind og greidd með heilli krónu, þannig að lægri fjár- hæð en fimmtiu aurum skal sleppt, en fimmtiu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð I eina krónu. 2. gr. Enginn er skyldugur til að greiða fjárhæð, er reiknast lægri en fimmtlu aurar. Hins vegar eru allir skyldugir til að hlita þvi að greiða fjárhæð, er reiknast fimmtiu aurar eða hærri fjárhæð i aurum, með heilli krónu. 3. gr. Reglugerð þessi, sem sett er sam- kvæmt heimild i 8. gr. laga nr. 22. frá 23. april 1968 um gjaldmiðil íslands, sbr. 1. gr. laga nr. 38. frá 8. mai 1974 um breyting á fyrr- greindum lögum, öðlast gildi 1. janúar 1975. Jafnframt er felld úr gildi reglu- gerð nr. 297 frá 3. desember 1968 um aö fjárhæð krafna og reikn- inga skuli greind með heilum tug aura. Viöskiptaráöuneytið, 13. nóvember 1974.” 1 ársbyrjun 1969 var felld niður slátta á koparpeningum og lög- fest, aö f járhæð hverrar kröfu eða reiknings skyldi greind með heil- um tug aura. Gekk sú framkvæmd snuðrulaust. Nú er oröið timabært að taka næsta skref i þessu efni. 1 viö- skiptum manna á milli er það meira og meira áberandi, að heil króna er notuð sem lægsta eining kröfu, reiknings eða verðlagning- ar. Jafnframt hefur komið i ljós, að þörfin fyrir 10 eyringa og 50 aura peninga i viðskiptum er orð- in sáralitil og almenningur mikiö hættur að nota þessar myntstærö- ir. Hins vegar er skylda að slá þær, meöan umræddar myntir er lögeyrir i allar greiðslur. Þess skal getið i þessu sambandi, aö kostnaður við sláttu hvers 10 eyr- ings er nú 54 aurar og hvers 50 aura penings kr. 1.20. Lægsta mynteining i Englandi, sem er hálft nýtt penný, , jafn- gildir tæplega kr. 1.40, og 1 Dan- mörku 5 eyringur, sem jafngildir um einni krónu Islenzkri. Astæða er til að ætla, að meö þessari framkvæmd að fella niður tvo aukastafi úr gjaldmiðlinum, sé veriö að auka hagræði i með- ferð talna i bókhaldi og greiðslu- skiptum. Auglfsingar um innköllun' hlut- aðeigandi myntar verða birtar á næstunni. Breytingin verður og kynnt nánar I fjölmiðlum fram aö áramótum. fullu gildi Álít, að samningurinn sé í — segir Sverrir Runólfsson Gsal-Reykjavik. — Ég lit þannig á, að samningur minn við Vega- gerð rikisins sé enn i fullu gildi, þótt kostnaður við undirbyggingu vegarkaflans hafi farið nokkuð fram úr áætlun. Kostnaðaráætl- unin var aðeins til viðmiðunar, og ég hygg, að stjórnmálamaðurinn, sem gaf mér heimild til þess að gera þessa tilraun, hafi fyrst og fremst átt við „blöndún á staðn- um”, en ekki sjálfa undirbygg- ingu vegarins,sagði Sverrir Runólfsson, vegagerðarmaður við Timann, vegna fréttar i blað- inu á föstudaginn. Vildi Sverrir benda á, að aðferð sin, „blöndun á staðnum”, hefði ekki veriö reynd ennþá, og það, sem þegar hefur verið unnið, sé gert nákvæmlega eftir hföði verkfræðinga vegageröarinnar. — Ég hef ekki fengið að segja algjörlega fyrir verkum ennþá, en sá dagur mun koma, að ég heimta, að farið verði eftir minni verklýsingu og minum áætlunum. lslendingar hafa á engan hátt bolmagn til að byggja hraðbraut- arvegi eins og stórþjóðirnar, — ég vil, að sett verði burðarlag og slit- lag á gömlu vegina, svo Islend- ingar geti ekið um sitt fagra land á þokkalegum vegum, en ekki á drulluryk- og grjótkastsvegum eins og nú er. Taldi Sverrir, að heildarkostn- aður við veginn yrði ekki 18—19 millj. eins og verkfræðingar Mats sf. héldu fram, heldur talsvert lægri. Sagði hann, að hver eining i veginum hefði, hækkað i verði, eftir aö hann gerði sina kostnað- aráætlun, um 40—50%, og væri á- stæðan aö mestu sú, að skipt var um jarðveg, sem hann hefði sjálfur talið mesta óþarfa. — Mig langar til að spyrja einnar spurningar: Hvað gerir það til, þótt að tilraunakaflinn kosti 20 milljónir, ef hann verður til þess að spara, — ekki 100 milljónir, — heldur marga milljarða? spuröi Sverrir. — Af hverju ætlar þú aö biða vorsins með blöndun þina, Sverr- ir? — Verkfræðingar minir, sem ég treysti fullkomlega, álitu ráð- legast að biða með „blöndun á stapnum” til vorsins, og mér fannst mér skylt að taka þeim ráðleggingum. En — þó að mér verði kálaö sem vegafram- kvæmdamanni hér á landi, munu aðrir halda áfram þeirri baráttu að koma llfæðum þjóðarinnar, sem eru vegirnir, i viðunandi horf. Þvi miður virðist hið opin- bera ekki leita þess, sem er hag- kvæmast I þessum málum. Aö lokum vildi Sverrir beina þeim tilmælum til Páls Hannes- sonar, formanns Verktakafé- lags tslands og framkvæmda- stjóra Þórisós sf., að hann héldi þennan blaðamannafund, sem hann sagðist ætla að halda, eins og kom fram i Timanum fyrir all- löngu. — Ég vona bara, að ég fái aö sitja þann fund, sagði Sverrir aö lokum. í sambýlishúsum og verzlunum - Gerum fullnaðartilboð í efni (einangrun, allar vélar, hurðir o. fl.) og vinnu Ármúla 38 - Sími 8-54-66 Tökum að okkur gerð FRYSTI- OG KÆLIKLEFA hundrað milljón tonn á ári. — Til þess að tryggja hag- kvætna nýtingu hverrar teg- undar á hverjum tima,verður að setja hæfilegar reglugerðir um friöun með þeim hætti, sem heppilegast er talið hverju sinni. Sagðist Guðni ganga út frá þvi sem visu, aö allir væru sammála um það, að hér sé heppilegustu lausnina á nýtingu hafsins að ræða. — Það er hins vegar vanda- málið að finna raunhæfar leiðir að þessu markmiði, t.a.m. hvaða framkvæmdavald á að koma þeirri sókn á, eða réttara sagt, hvaða framkvæmdarvald á að minnka sóknina niður I hæfilegt álag? Ég held að við íslendingar séum allir sammála um, að öll alþjóöasamvinna i þessum efnum sé bæöi of seinvirk og gangi of skammt. Jafnframt litum við svo á, að allt landgrunn okkar, og allt sem á þvi er sé okkar eign, sem við verðum að sitja einir að og hagnýta skynsamlega til þess að tryggja okkur efnahagslega örugga framtið. Sagði Guðni, að jafnvel and- stæöingar okkar yrðu að kyngja þvi aö miklu leyti, að öll alþjóöa- samvinna I þessum ednum væri allt of seinvirk. Nefndi Guðni, að fyrir rúmu ári hefði komið hingað til lands þýzk þingmannanefnd, og heföi hún rætt við nokkra fiski- fræðinga hjá Hafrannsóknar- stofnuninni. — Þá barst talið að alþjóða- samvinnu á þessu sviði og þeir töldu að við ættum að fara „að lögum” eins og þeir orðuðu þaö og semja um þessi mál. Þá bentum við þeim á það, að við vissum ekki eitt einasta dæmi til um skyn- samlega nýtingu fiskstofna, sem alþjóðaráð hefðu beitt sér fyrir. Annað hvort væri atltaf brugðið of seint við, eða kvótatölurnar voru of háar, — eða eitthvað annað. Þjóðverjarnir gátu heldur ekki bent á neitt dæmi þar að lútandi. Guðni Þorsteinsson benti á, að athyglisvert væri að sóknar- aukningin af völdum tækninnar i þorskstofnana á Norður-Atlands- hafi, siðan 1960 væri sem næst hin sama og umfram sóknin, sem gæfi ekkert af sér. Með öðrum orðum hefði sú tækni, sem fram heföi komið siöan 1960 enga afla- aukningu gefið, en leitt af sér minnkandi afla á sóknareiningu. Tæknin hefði þvi að þessu leyti oröið til einskis. — Til tryggingar tiltölulega hagkvæmri nýtingu fiskstofna verður nú þegar i stað að draga úr sókninni að þvi marki, sem núverandi þekking bendir til að sé hagkvæm, sagði Guðni að lokum. Ferðaskrifstofan Sunna mun i vetur bjóða upp á tveggja og fjögra vikna ferðir til Austurrikis með islenskum fararstjóra. Beint þotuflug. Dvalið verður i Zell am See, einu ákjósanleg- asta skiðasvæði Alpanna. Þar er glæsileg skiðaaðstaða við allra hæfi i undur fögru um- hverfi. Hvergi betra fyrir byrjendur. Hvergi betra fyrir þá, sem lengra eru komnir. Góðir skiðaskólar. Fjöldi góðra skemmtistaða. Brottför: 21/2, 7/3, 21/3. Aukaferð: Jólaferð 19. des. til 21.des. ■fERBASKRIFSTOFAN SUNNA M UEKJARGðTII 2 SÍMAR 16400 12070 SÍííl KIÐA TIL , AISTLRRIKIS ferðin, sem beóið hefur verið eftir. <>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.