Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 Sunnudagur 17. nóvember 1974 TÍMINN 21 i t :■ p*l 1 J t 1 : % 1 Nemendurnir I einni röð. Frá vinstri: Guðmundur Baldursson, Einar Haraldsson, Guðmundur Svavarsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Jóhannsson, Helgi Þórðarson, Guðmundur Pálsson, Jón Björnsson, Garðar Hrafn Skaptason, Pétur Sveinsson, Þórður Hilmarsson, Guðmundur Benediktsson, Steingrimur Magnússon, Björn Magnússon, Sigurður Kristinsson, Magnús Koibeinsson, og lengst til hægri er þjáifarinn, Guðbrandur Þorkelsson Svona á aðganga hæga göngu. Þeir eru samtaka, enda kunna þeir þetta, Heiisa! Lyfta oinboganum vel — ogvera beinnibaki. í þeirra starfi er það bróðnauðsynlegt AÐ KUNNA RETTU TOKIN Á SAMBORGURUNUM Tímamenn heimsækja iögregluskólann — Skrif og myndir: BH & GE Strákarnir eru fljótir að komast upp á lagið. Guðmundur dr Reykjavlk og Stefán frá Selfossi með Guðmund frá Höfn á milli sln, og Einar úr Reykjavik og Helgi frá ólafsfirði taka Kristján frá Reykjavlk tökum. íiiiiiié*# .** *.*_*« *m^*i«* »* n V n m »*i, ii* iii¥V*» * v i „Þegar við þurfum að hafa afskipti af sam- borgurum okkar, reynum við að hafa þau vinsamleg. En i starfinu er það svo í flestum tilfellum, að við verðum að hafa afskipti af þeim, af því að þeir hafa brotið eitthvað af sér. Til v**** I I * §i* n *** I ;;;;;;;1 [ A a m V i Þrjár stúlkur eru I skólanum, allar úr Reykjavik. Björg Jóhannesdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir og Ingileif G. ögmundsdóttir sitja hér á skóiabekk með félögum sfnum. þess að varna því, að þeir brjóti frekar af sér eða valdi sjálfum sér eða öðrum skaða, getum við þurft að beita þá hæfilegri hörku. Og það er þessi harka, sem þið þurfið að læra, sérstakar aðferðir, sem þið þurfið að beita..." Hvað er nú? Hver skyldi nú segja svona nokkuð, nema kannski bara út í bláinn? Þetta er langt frá því að vera út í bláinn, þetta er meira að segja nauðsyn- legur inngangur að því, sem við Tímamenn heyrðum og sáum í aII- stórum bárujárnsskála úti á Seltjarnarnesi, þegar við skruppum út á Suðurnes um daginn, þegar garrinn var hvað gustmestur í veðrinu, og heilsuðum upp á nýiiðana í lögreglu- skólanum. Þar voru þeir að þjálfa þá, Sigurður M. Þorsteinsson, yfirþjálfari lög reg I uskó la n s, og aðstoðarþjálfarinn, Guð- brandur Þorkelsson. Um þessar mundir eru þeir búnir að starfa við lögregluskólann i aldar- fjórðung, komu inn í lögregluna árið i 1940 og hófu þjálfun í lögreglu- skólanum árið 1949. Þeir hafa margs að minnast frá þessum árum. Þeir eru ærið margir ungu mennirnir sem viðs vegar að af landinu hafa sótt þjálfun sína í æfinga- klefann, sem stendur þarna í næðingnum á nesinu.... Kannski er þaðsalurinn sjálfur. Kannski einbeittnin i fasi þjálfar- anna undir góölegu yfirbragöinu. Kannski strákarnir, allir á bezta aldri, stæltir og snöfurmann- legir. En allt um þaö....þaö er eitthvaö athafnalegt þarna, svo aö umhverfiö veröur nánast alvarlegtf samanburöi viö gázka- fulla ieikfimisali skólanna og iþróttafélaganna. En æfingarnar eru ekkert ósv.ipaöar i eöli sinu. Þaö er gengiö um gólf, sumir ganga i takt.aörir ekki, — en allir reyna. Þaö er ekki gott aö segja, hvernig svona liö myndi lita út eftir nokkrar vikur viö svona þjálfun. Kannski eins og svip- laust, vélrænt herliö, en þó miklu sennilegra eins og rólyndur lögregluþjónn viö dont sitt á eftir- litsgöngu.afskiptalitill og heldur vinsamlegur en fastur fyrir, ef á reynir. Kveðja má aldrei vera ópersónuleg.... A glöggan, kurteisan hátt út- skýrir Sigurður fyrir nýliðunum, að lögregluþjóni sé nauðsynlegt að bera sig eðlilega, og honum sé nauðsynlegt að vera óþvingaður i framkomu. Það er ekki verið að heimta af strákunum frekjulega valdsmannsframkomu, og Siguröur lætur ekki sitja við orðin tóm. Hann sýnir þeim, hvað hann á við, — og allir skilja. Hann sýnir ranga framkomu, handtak, þar sem maður horfir út i bláinn, og flennist gönguleysis- lega yfir gólfið með skilaboð. Siðan heilsar hann rétt og horfir beint framan i þann, sem hann talar við, og gengur léttum öruggum skrefum og heilsar með þvi að bera höndina að húfunni. — Það skiptir öllu máli að geta komið fram á almannafæri, verið öruggur i framkomu og fastur fyrir — kveðja má aldrei vera ópersónuleg.... Af þessu má læra. Hitt er annað mál, að svona þjálfun hjálpar piltunum til að rétta úr herðunum og hryggnum, og bera sinn einkennisbúning með hvelfdri bringu, eins og til er ætlazt. Þeir Sigurður og Guðbrandur kunna lika aðferðirnar til að fá strákana til að gegna sér — og það með furðulegum flýti og snarræði. — Við notum brezka æfinga- kerfið. Við fengum þetta upp hjá brezkum liðþjálfa, og þetta hefur gefizt okkur vel. Þið heyrið það kannski á fyrirskipununum, að þetta er sniðið eftir herþjálfun. „Marseraö" í tvöföldum og fjórföldum röðum Jú, það má nú heyra minna, — en þetta kunna þeir af stakri kost- gæfni. Segja fyrri hluta skipunar- innar hátt og snjallt svo að heyrist vel, og gefa svo seinasta atkvæðinu sérstaka áherzlu, þannig að ekkert fari á milli mála, að nú megi framkvæma skipunina, og gæti þetta litið út á prenti eitthvað á þessa leið: — Ho-o-orfa beint — FRAM! Það er hlýtt og notalegt inni. Þó að þjálfararnir séu komnir af léttasta skeiði, 'gera þeir allir æfingarnar með strákunum — og blása ekki úr nös. Við náum i Guðbrand, meðan Sigurður er að tala við strákana og Guðbrandur er ánægður með árangurinn. Þeir séu bara iðnir við þetta og hafi náö þessu vel, og hafi engan veginn allir verið i leikfimi áður, hvað þá þjálfun. Þetta sé lika góður og samstilltur hópur, sem þeir vænti mikils af. En það er enginn timi til að rabba við blaðamenn. Guðbrand- ur náði rétt að segja, að hann hefði svo sem kynnzt þýzka kerfinu en það væri alveg þræl- erfitt, og þótt stifgangan væri til- komumikil, þyrfti að æfa hana skrambi vel til að ná henni. Það heyrist til strákanna, þegar þeir svara nafnakallinu, og vitanlega eru allir mættir. Þeir eru heldur ekkert bangnir við að lyfta olnboganum, þegar þeir heilsa, — en það verður nú samt að endurtaka nokkrum sinnum. Svo er marsérað i röðum — tvöföldum og fjórföldum — og þá vill nú komast ruglingur I kerfið... Handtökuaöferðir eru þær sömu um allan heim Loks er komið að upphafi okkar máls, handtökuaðferðum og að- ferðum við handjárnun, — og at- hyglin er óskipt. Það er Guðmundur Pálsson frá Hafnarfirði, sem verður fyrir barðinu á þjálfurunum en I öllum tökunum er ætlazt til, að lögreglumennirnir séu tveir saman. — Þá er að gæta þess, að sýna ekki meiri hörku en nauðsyn- legter, þvi að við völdum þjóðinní þvi tjóni, sem við völdum sam- borgara okkar. Það er hægt að dæma okkur fyrir misbeitingu handtökuaðferða við samborgar- ann, þess vegna kennum við ykkur ákveðin tök, sem eru viður- kennd handtökutök um allan heim.... Guðmundur, sem bersýnilega er enginn aukvisi, verður að lúta fyrir tökunum sem bersýnilega sviður undan, þótt þau séu meinleysisleg. Það er kúnst að læra þau. Við vitum það eitt, að fyrsta aðferð við handtöku er gott að nota, ef menn eru loðnir á bringunni.. Og ekki meir um það. Aður en við kveðjum og höldum út i hryssinginn, eru strákarnir að byrja á tökunum, hverjir á öðrum. Þetta er að vonum byrjendalegt — enda eru menn i þjálfun og skóla til að læra.... Góö skólasókn og áhugi í námi Byr jendadeild Lögreglu- skólans hefur starfað siðan um miðjan október. Þegar við heim- sóttum hana hafði hún aðeins starfað rúman hálfan mánuö. 1 skólanum eru að þessu sinni 36 nemendur, viðs vegar að af landinu, að venju, — 3 stúlkur og 33 piltar. Við hittum lögreglustjórann i Reykjavik, Sigurjón Sigurðsson að máli, en hann er skólastjóri lögregluskólans. Þrátt fyrir miklar annir tók hann erindi okkar ljúfmannlega. — Það er mikill áhugi á skólanum, sagði lögreglustjóri, og ég er sannfærður um, að hann er mjög til bóta. Nám eins og hér fer fram er sérhverjum lögreglu- manni nauðsynlegt i starfi, enda kappkostað að hafa það eins yfir- gripsmikið og kostur er. Góð skólasókn og áhuginn i náminu sýnir hins vegar að nemendurnir kunna að meta skólann og tileinka sér þann fróðleik, sem þar er veittur til að gera þá að góðum og gegnum lögreglu- mönnum, sem kynnu svo vel til verka, að þeim sjálfum og lögregíunni i heild væri sómi að. Við spyrjum lögreglustjóra að þvi, hvernig kennslu sé háttað, og á hverju hún byggist. — Lögregluskólinn á að veita lögreglumönnum af öllu landinu almenna menntun i lögreglufræð- um, svo og sérmenntun i hinum ýmsu greinum löggæzlunnar. Gert er ráð fyrir, að lögreglu- menn, sem ráðnir hafa verið til reynslu, séu kvaddir til náms i lögregluskólanum svo fljótt sem auðið er, að mati viðkomandi lögreglustjóra. Stunda þeir fyrst nám i skólanum i 6 til 7 vikur. Að loknu námi i byrjendadeildinni fara lögreglumenn aftur til starfa, þar sem þeir hafa veriö ráðnir, en að ári liðnu koma þeir að nýju i lögregluskólann og stunda 16 til 18 vikna nám i fram- haldsdeild. Námsskrá/ kennarar og námsaðstaða — Hverjir eru kennarar i byrjendadeildinni? Framhald á bls. 36 Fyrsta handjárnunaraðferöin — þarna reynir á úinliðinn önnur handjárnunaraöferöin járnaöa. hnjánum skotiö undir þann hand Tökin hafa veriö rétt, en Guömundur lfklega hreyft sig, en þaö er vissara aö láta slikt vera I greipum góömennanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.