Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 40

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 40
Sunnudagur 17. nóvember 1974 SÍS-IÓIUi! SUNDAHÖFN Tíminn er peníngar Auglýsitf iTimanum -------—i g:--:ði fyrirgóöan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Arnþór Garðarsson fuglafræðingur um friðun votlendissvæða: FUGLALÍF ER NÁTTÚRUAUDLIND MEÐ FAGURFRÆÐILEGU GILDI AAörg votlendissvæði auk þess verðmæt engi á kalárum HJ-Reykjavik. Þaö hefur verið viðurkennt meðal visindamanna um árabil, að mikil hætta steðjar að ýmsum votlendisfuglastofn- um. Mýrar og votlendi i öllum hlutum heims hafa verið ræst fram, og eiga þessar landbreyt- ingar sök á þvi, að sú hætta vofir yfir, að ýmsir votlendisfugla- stofnar deyi hreinlega út, þar sem þeir eiga hvergi höfði sinu að halla. Nauðsynlegt þykir að gripa til alþjóðlegra aðgerða til verndunar þessum fuglastofnum, og ekki siður til friðunar heimkynna þeirra á votlendissvæöum, svo sem mýrum, strandlengjum og árósum. Margar alþjóðlegar ráð- stefnur hafa verið haldnar um þessi mál, hin fyrsta i Suður- Frakklandi árið 1962, en siöan i ýmsum löndum heims, og mun sú næsta verða i Heiligenhafen i sambandslýðveldinu Þýzkalandi nú i byrjun desember. Einn is- lenzkur fulltrúi mun taka þátt i ráðstefnunni, Arnþór Garöarsson prófessor. Timinn sneri sér til Arnþórs til að leita upplýsinga um stöðu íslands i þessum mál- um. Ekki veruleg hætta hérlendis — Svo blessunarlega vill til, að við byrjuðum tiltölulega snemma að huga að þessum málum, og áð- ur en i nokkurt óefni var komið. Hér á landi steðjar enn engin veruleg hætta að votlendissvæð- unum, og við erúm i þeirri að- stöðu, að við getum valið úr til friðunar þá staði, sem eru þýð- ingarmestir á þessu sviði. Að visu er skortur á rannsóknum á viss- um svæðum, og gætt hefur til- hneigingar til að ganga á strand- lengjuna. Einnig eru viss vanda- mál i sambandi við landbreyting- ar vegna framræsiu mýra, en viö reynum þó að vera á undan með að friða mikilvægustu votlendis- staðina, sagði Arnþór. — Þaö er þó á engan hátt nægi- legt, aö við vinnum að friðun vot- lendis hér heima, þvi að mjög mikill hluti fuglastofna okkar leitar hælis i hlýrri löndum yfir vetrartimann, og þar þarf einnig að vera aðstaða fyrir þá. Annars vegar má segja, að við framleið- um farfugla, þ.e. þeir verpa hérna, en leita til annarra landa á veturna, en hins vegar er Island á haustin og vorin áningarstaður fyrir ýmsar fuglategundir, aöal- lega frá Norður-Kanada og Græn- landi, á leiö þeirra yfir til annarra Vestur-Evrópulanda. Á haustin eru hér oft samankomnir heilir fuglastofnar á tiltölulega litlum svæðum, og vissulega hvilir á okkur mikil ábyrgð, hvað þetta snertir. Sem dæmi má nefna margæsastofninn frá Norður- Kanada og Grænlandi. A vissum timum hausts er allur sá stofn samankominn á u.þ.b. 20 ferkiló- metra svæði hér við land, á leið sinni yfir til Vestur-Evrópu, þar sem hann dvelst um vetrartim- ann. Verndun votlendis hefur verið á dagskrá margra félaga og félaga- samtaka hér á landi. t þvi sam- bandi má nefna Fuglaverndun- arfélagið og Hið islenzka náttúru- fræðifélag. Náttúruverndarráð hefur látið sér afar annt um þessi mál, og nú er unnið að útgáfu bók- ar um verndun votlendissvæða á vegum Landverndar, sem gefið hefur út ýmis rit um náttúru- vernd. ^-Friðun votlendis Þau eru ófá votlendissvæðin, sem viö höfum lagt áherzlu á aö friða. M.a. má nefna votlendi við Mývatn, I Þjórsárverum,*Keldu- hverfi og við Eyjafjarðarósa, einnig eru ýmis mjög blaut stara- flóö sunnanlands, votlendissvæði i ölfusi, i Borgarfirði og ýmis strandsvæði, svo sem fjörur og grunnsævi, auk ferskra vatna. Vegna hinnar öru tækniþróunar má segja, að öll þessi svæði séu alltaf i töluverðri hættu. Mýrlend- inu stafar mikið hætta af fram- ræslunni, og strandlengjunni er hætt viða, vegna ýmiss konar mannvirkjageröar, t.a.m. vega- gerðar fyrir fjarðarbotna o.fl. Að sjálfsögðu eru mismunandi skoðanir um það, hversu mikla á- herzlu beri að leggja á verndun votlendisfugla, en ég vil taka það fram, að fuglalif yfirleitt er nátt- úruauðlind og hluti af kerfi nátt- úrunnar, og ekki er hægt að lita á það án samhengis við önnur fyrir- brigði hennar. Okkur ber þvi að stuöla að varðveizlu votlendisins af fremsta megni. Auk þess hefur fuglalif afar mikið fagurfræðilegt gildi i hugum flestra, og þætti vist mörgum að þvi sjónarsviptir, ef mörgum fuglategundum fækkaði verulega. Verndun votlendis hefur heldur ekki einasta tiigang i þessu tilliti. Mörg votlendissvæðin eru afar verðmæt engjalönd og gefa af sér miklu meira og betra gras en nokkur tún. Má benda á það, að grasið á engjalöndunum kelur ekki, og var það þrautalending margra á kalárunum svonefndu að nýta engjalöndin. Félagslegar aðstæður á hverjum tima ráða mestu um það, hvort aðrar tekjur eru af votlendi, en á þvi er enginn vafi, að verndun þeirra getur haft töluvert mikla efnahagslega þýðingu. Alþjóðleg samvinna um friðun Sifellt fleiri lönd hafa gert sér grein fyrir nauðsyn þess, að al- þjóðleg samvinna takist um verndun mikilvægustu votlendis- svæða, og á siðustu alþjóðaráð- stefnu, sem haldin var um þessi mál, var gerð samþykkt þar að lútandi. I þeirri samþykkt skuld- binda þjóðirnar sig til að tiltaka stór votlendissvæði á þeirra land- svæðum til verndunar, og munu þau hvorki verða ræst fram né breytt á annan hátt til afnota i landbúnaði eða iðnaði. Enn hafa ekki margar þjóðir ritað undir samþykktina til stað- festingar, en meðal þeirra eru þó bæði Noregur og Finnland, svo og Astralia. Bretland, Iran, Sovét- rikin og Sviss hafa lýst yfir stuðn- ingi við samkomulagið. Aðaltilgangur ráðstefnunnar i Heiligenhafen er að ræða þetta samkomulag og hvetja fleiri þjóðir til að undirrita það. Sam- komulag sem þetta krefst sam- vinnu allra þjóða, en augljóslega er ekki hægt að beygja þær þjóðir, sem ekki eru fúsar til samstarfs, með refsiaðgerðum. Það kann að reynast erfitt að fá sumar þjóðir þróunarlandanna og þær, sem eiga heima við Miðjaröarhafs- botn til samstarfsins, en ég hef þó trú á, að það takist með timanum. Hvað Norðurlöndin snertir, þá hafa þau allt að vinna og engu að tapa á að taka þátt i þessu alþjóðlega samstarfi, enda voru Norðmenn og Finnar meðal fyrstu þjóðanna til að und- irrita samkomulagiö, sagði Arn- þór að lokum. Viö Hvltárvelli i Borgarfirði. Meðfram Hvitá er viða fagurt sumarland fugia. Versnandi símaþjón- usta í dreifbýlinu? — sveitum landsins kippt úr sambandi við umheiminn um nætur og um helgar BH-Reykjavik. — Hefur sima- þjónustan i dreifbýlinu versnað með stærri og fullkomnari sim- stöðvum á siðustu árum? Veitir siminn sáralitla sem enga þjónustu á sviði fjarskipta, sem jafnvel er ætlazt til að unnt sé að nota i neyðartilfellum? Þessi atriði og fleiri eftirtektarverð ber á góma i tilkynningu, sem Reynir Ragnarsson i Reynisbrekkum sendi blaðinu vegna athuga- semdar Póst- og simamála- stjórnar, sem birtist hér i blaðinu 8. nóv. Þar er þvi haldið fram, að Landsiminn hafi hunzað allar samþykktir og tillögur aðila eystra um að bæta talstöðva- þjónustuna. — Reyni Ragnarssyni farast svo orð: ,,t Timanum þann 8. nóvember birtist klausa frá Póst- og sima- málastjórn undir fyrirsögninni ,,Ekki sambandslaust milli bæja i Meðallandi”. Fyrirsögnin ein getur verið mjög villandi fyrir bæjarmann, sem ekki veit, hvernig sveitasimi er, en viðast er þvi þannig varið, aðmilli 10 og 20 býli eru tengd saman á eina simalinu, þar sem allir geta hlustað og talað i einu, þó að þvi tilskildu, að ef 4-5 menn taka upp simtólin i einu,, þá heyrist engin hringing. Út fyrir þetta linukerfi er siðan ómögulegt að ná nema i gegnum simstöð. Staðreyndin er sú, að stærri og fullkomnari simstöðvar i þétt- býliskjörnum eru flestar opnar frá kl. 9 á morgnana til kl. 8 á kvöldin á virkum dögum og skemur á helgidögum. Á minútunni kl. 8 á kvöldin er flestum sveitum landsins kippt úr sambandi við umheiminn og for- sjónin látin um það, hvort eða hvernig náð yrði i lækni, slökkvi- lið, björgunarsveit eða lögreglu, ef á þyrfti að halda. I stuttu máli sagt: frá klukkan 8 á kvöldin til kl. 9 að morgni og um helgidaga getur dreifbýlisfólk slasazt eða jafnvel týnt lifi, hús þeirra og fénaður brunnið eða tortimzt, án þess að það komi einum eða neinum við. Þrátt fyrir bætta almennings- þjónustu, eins og læknamið- stöðvar, sjúkrabifreiðir, björg- unarsveitir og slökkvlið, verða möguleikar dreifbýlisfólks viða erfiðari við að ná til þessara aðila. Nú fyrir fáum árum var sima- þjónustan við dreifbýlið nær eingöngu rekin af sfmstöðvum, sem voru i heimahúsum, og var þar oftast svarað, þegar hringt var, og ekki spurt um vinnutima eða klukku. Nú eru viða komnar veglegar póst- og simstöðvar, sem nánast eru reknar eins og bankar eða verzlanir, að þvi þó tilskildu, að i höfuðstaðnum og viðar þykir sjálfsagt að hafa vaktmenn yfir nætur i slikum byggingum til þess að gæta að sjálfri byggingunni. En á full- komnari simstöðvum dreif- býlisins virðist engin nauðsyn að hafa vaktmenn. Eru þeir þó sennilega jafn margir i Reykja- vik einni. sem gæta opinberra bygginga, eins og þyrfti til þess að vaka yfir velferð þeirra, sem i dreifbýlinu búa. í þessari grein frá Póst- og simamálastjórna stendur ennfremur orðrétt: „Meðal annarra svaraði lika á þeim bæ, sem gætir talstöðvar Slysavarnafélags íslands. Var talstöðin i lagi og hefði mátt ná til. Hafnar i Hornafirði, Vest- mannaeyja eða Gufuness, og gátu þá þær stöðvar hringt til sjálf- virka simakerfisins til stöðvar- stjóra Pósts og sima á Kirkju- bæjarklaustri”. Og siðast i greininni: „Hér má enn fremur benda á, aö talstöðvabilar geta oft komið að góðum notum i slikum til- fellum”. Það mætti ætla, eftir þessari klausu, að talstöðvaeigendur, sem hafa átt talstöðvar þessar i fjölda ára, viti ekkert hvernig eða til hvers á að nota þær. Talstöð Slysavarnafélags tslands, sem minnzt er á i umræddri grein, er með 20 vatta sendiorku i loftnet og dregur þvi mjög skammt, enda fyrst og fremst ætluð milli skips og björgunarflokks, ef til skips- strands kemur. Bilatalstöðvar eru margar I sýslunni og dreifðar um alla hreppa hennar. Það er hins vegar staðreynd, sem tækni- mönnum simans er vel kunnugt um, að héðan er nær ógjörningur að ná með þessum stöðvum i Gufunes, Höfn i Hornafirði eða Vestmannaeyjar, nema i beztu skilyrðum, og nær aldrei að kvöldi eða nóttu til vegna meiri lofttruflana. Fleiri aðilar hafa beiðið Land- simann að bæta talstöðvaþjónust- una hér, i og með vegna þess hættusvæðis og farartálma, sem Mýrdalssandur er, bæði vegna sandfoks, snjóa og flóðahættu frá Kötlugosi. Er mér persónulega kunnugt um samþykktir og til- lögur um þessi mál frá þingi Slysavarnafélags íslands, klúbbnum Oruggur akstur i Vik og almannavarnanefnd Vikur, en ekkert hefur verið aðhafzt af Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.