Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 36

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 ® Réttu tökin — Lögreglustjóri kennir lögreglufræði, lögreglumannalög o.fl. William Th. Möller aðalfull- trúi kennir lög um meöferð opin- berra mála, áfengislög o.fl. Sturla Þórðarson, fulltrúi, kennir umferðarlög og reglugeröir tengdar þeim. Bjarki Eliasson, yfirlögregluþjónn, kennir lögreglusamþykktina, lögreglu- fræöi o.fl. Óskar ólason, yfir- lögregluþjónn, kennir reglugerðir tengdar umferðarlögum, umferðarlöggæzlu o.fl. Sverrir Guðmundsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, kennir umferðar- merkingar og merkjareglugerð. Axel Kvaran, aðalvarðstjóri, kennir skýrslugerö, Guðmundur Hermannsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, kennir vettvagns- uppdrætti og slysaskýrslugerð, einnig um ávana- og fikniefni, Guðmundur Gigja, lögreglu- þjónn, kennir slysahjálp. Alfreð Eyjólfsson kennir íslenzku og Guðbjörg Matthiasdóttir kennir vélritun. Verklegu kennsluna annast Siguröur M. Þorsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Guðbrandur Þorkelsson, varð- stjóri, auk Hauks ólafssonar, lögreglumanns, sem kennir judo. — Hvað er um skólann sjálfan aö segja, aldur hans og starfsemi, og fjölda nema? — Frá þvi reglugeröin um lögregluskólann var sett árið 1965 hafa samtals 380 lögreglumenn frá flest öllum lögsagnar- umdæmum landsins sótt nám i byrjunardeildinni. Um 200 lög- reglumenn hafa sótt nám i fram- haidsdeildinni og útskrifazt úr lögregluskólanum sem fullnuma lögreglumenn. Lögregluskólinn hefur til umráða tvær kennslu- stofur, kennarastofu og setustofu i aöallögreglustöðinni, og fer bók- leg kennsla fram þar að mestu leyti. Likamleg þjálfun lögreglu- manna og ýmiss konar verkleg kennsla fer hins vegar fram i æfingastöð, sem lögregluskólinn hefur yfir að ráða á Seltjarnar- nesi. Þar er leikfimihús og gufu- baöstofa. Að koma vel fram við samborgarana — Hvað um sérnámskeið fyrir lögregluþjóna? — Þau hafa verið mörg á undanförnum árum i skólanum. Má þar nefna tungumálanám- skeið, sem haldin eru árlega fyrir lögreglumenn, bæði byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Sér- stök námskeið hafa verið haldin fyrir bifhjólamenn lögreglunnar, lögreglumenn, sem starfa að fikniefnamálum, fyrir héraðs- lögreglumenn og aðra. Umfangsmikil námskeið voru haldin á sinum tima fyrir lögreglumenn úr öllum lands- hlutum vegna undirbúnings. Loks má geta þess, að haldin hafa veriö námskeið með aðstoö sér- fræðings frá Noregi fyrir þá lögreglumenn viðast hvar af landinu, sem annast umferöar- kennslu skólabarna. — Hvaö er það helzt, sem lögreglustjórinn leggur áherzlu á við nemendur sína? — Ég legg mjög rika áherzlu á þaö við þá og hvet þá til að vera starfi sinu trúir og vinna störf sin af fyllstu samvizkusemi, koma vel fram við samborgarana og vera þeim hjálplegir i hvivetna. i hverju þjóðfélagi eru störf lögreglumannsins hin miki Ivægustu, og þýðingarmikið, að þau séu vel af hendi leyst. Þess vegna er ekki lítið komið undir þjálfun og kennslu lögreglumannaefnanna. Þessi stutta stund, sem við Tímamenn áttum í hópi þeirra gaf vissulega vonir til að ætla, að vel hefði til tekizt, og þessir ungu menn gangi að starfi sinu af þeirri alvöru og festu, sem til er ætlazt. 1 Tíminner peningar j AuglýsicT j í Ttmanum _ »••••♦•••••♦•••••••••••••••••••• SVALUR 11 Lyman Young

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.