Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 Menn og máUfni Kaupmáttur tíma- kaupsins 1972-1974 Llnurit þetta birtist nýlega I Fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar. Þaö sýnir kaupinátt tlmakaups verkamanna.verkakvenna og iðnaðarmanna á árunum 1972-1974 (ársmeðaltal 1974 = 100) Kaupmáttur tímakaups I siðasta Fréttabréfi Kjara- rannsóknanefndar er að finna at- hyglisverðar upplýsingar um kaupmátt timakaups i dagvinnu og meðaltimakaups á timabili 1961—1974. Upplýsingar þessar sýna, að kaupmáttur timakaups- ins hjá verkamönnum hefur aldrei verið hærri en á þessu ári, þ.e. fyrstu sex mánuði ársins, en yfirlitið nær ekki lengra en til júniloka i ár. Samkvæmt skýrsl- um Kjararannsóknarnefndar hef- ur visitala kaupmáttar tima- kaups verkamanna á umræddu timabili verið sem hér segir (árs- meðaltalið 1971 er merkt sem 100), þegar miðað er við visitölu framf Tlmak. Meöal- idagv. timak. 1961 71,7 71,7 1962 72,6 74,6 1963 74,8 78,5 1964 79,7 82,6 1965 88,4 91,9 1966 96,0 98,8 1967 98,5 100,0 1968 90,3 91,7 1969 86,3 85,4 1970 1. ársfj. 2. 86,0 83,7 87,7 90,1 3. 99,5 99,2 4. 99,0 97,8 1971 1. ársfj. 99,3 96,9 2. 98,3 100,8 3. 100,1 101,1 4. 102,3 101,2 1972 1. ársfj. 2. 113,2 113,1 113,3.' 118,2 3. 120,0 120,4 4. 122,9 124,2 1973 1. ársfj. 117,3 117,5 2. 119,7 125,5 3. 120,8 125,0 4. 120,5 125,4 1974 1. ársfj. 2. 132,8 134,7 133,5 140,8 Eins og yfirlit þetta ber með sér, hefur kaupmáttur tima- kaupsins hækkað jafnt og þétt, siöan viðreisnarstjórnin lét af völdum á miðju ári 1971. Visitala kaupmáttarins er þá 98,3 stig, en er 133,5 stig á 2 ársfjórðungi 1974. Ef miðað er við meðaltimakaup (þá er eftirvinna og helgidega- vinna tekin með)_ er aukning kaupmáttarins enn meiri. Sennilega verður nokkur lækkun á kaupmætti á 3. ársfjórðungi i ár vegna bráðabirgðalaga vinstri stjðrnarinnar og framlengingar á þeim, en samt mun kaupmáttur- inn vera meiri nú eða svipaður og á sama tima i fyrra, eða um 20—25% meiri en hann var, þegar viðreisnarstjórnin lét af völdum. t sama Fréttabréfi Kjararann- sóknarnefndar er einnig að finna yfirlit um kaupmátt timakaups verkamanna og timakaups iðnað- armanna. Kaupmátturinn hjá þessum þremur aðilum þróast nokkuð svipað þangað til á þessu ári, þegar iðnaðarmenn fara langt fram Júr i sambandi við kjarasamningana, sem voru gerðir i febrúar. Þetta sést glöggt á meðfylgjandi linuriti, sem tekið er úr fréttabréfinu og sýnir þróun kaupmáttarins á timabilinu 1972—1974. Góður árangur Vlðast um lönd er nú glimt við stórfelldar verðhækkanir og sam- drátt I atvinnulifi. Mjög viöa hafa lifskjörin þegar versnað verulega og atvinnuleysi komið til sögunn- ar. Þessu veldur fyrst og fremst sú verðbólgualda, sem nú fer um heiminn. Fáar þjóöir verða meira fyrir barðinu á henni en Islend- ingar, sem eru háðari utanrikis- viðskiptum en flestar þjóðir aðr- ar. Þrátt fyrir það hefur enn tek- izt að tryggja næga atvinnu og sama kaupmátt launa og þegar hann var mestur á siðast liðnu ári. Þá var réttilega bent á þaö i málgögnum Alþýðubandalagsins og Samtakanna, að vinstri stjórn- in gæti verið stolt af þvi að hafa aukið kaupmáttinn eins mikið og raun væri á. Þaö var vissulega rétt. En þá er það ekki siður góð- ur Srangur, að kaupmátturinn skuli ekki vera minni nú, þrátt fyrir þau áföll af völdum erlendra verðhækkana og lækkunar á út- flutningsverði, sem hafa orðiö á undangengnu ári. Nú þarf að vinna að þvi, að þetta tvennt geti haldizt, næg at- vinna og ekki minni kaupmáttur verkamannalauna en á árinu 1973. Þetta getur þó þvi aðeins orðið, að ekki bætist við skakkaföll af völd- um verkfalla, til viðbótar við ó- hagstæða verðlagsþróun erlendis. * Uppkastinu hafnað Rikisstjórnin hefur hafnað upp- kasti að samkomulagi við Vestur- Þjóðverja i landhelgisdeilunni, sem samið hafði verið af vestur- þýzkum og islenzkum embættis- mönnum. Áður höfðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka lýst and- stöðu sinni við uppkastið i utan- rikismálanefnd. Þingmenn voru þannig einhuga um að hafna upp- kastinu. Vafalaust hafa nokkuð mismunandi ástæður ráðið af- stöðu einstakra þingmanna. Öhætt er hins vegar að segja, að hjá Framsóknarmönnum var ein ástæða langsamlega þyngst á metunum. Eins og kom fram i viötölum, sem birtust við nokkra þingmenn Framsóknarflokksins i Timanum i gær, er hér um að ræöa það ákvæði uppkastsins að heimila 17 þýzkum frystitogurum veiðar innan 50 milna markanna. Ef fallizt væri á þá kröfu Vestur- Þjóöverja, væri ekki aðeins búið að brjóta niður þá stefnu, sem Is- lendingar hafa fylgt i slíkum samningum áður, heldur væri bú- ið að glata mikilvægasta árangr- inum, sem náðist i samningunum við Breta á siðast liðnu ári. AAikilvægasti ávinningurinn Það hefur verið afstaða Islend- inga, að aðrar þjóðir ættu ekki sögulegan rétt ti l veiða á Islands miðum. Þeir samningar, sem gerðir yrðu við aðrar þjóðir um veiöiheimildir innan 50 milna markanna, yrðu fyrst og fremst gerðir á þeim grundvelli að veita minni skipum, sem hafa stundað þar veiðar, timabundin veiöirétt- indi. Segja má, að hér sé um undanþágur að ræða, sem eru byggðar á mannlegum sjónar- miðum, þar sem réttlátt.sé að gefa viðkomandi útgerðarmönn- um og sjómönnum nokkurn um- þóttunartima. Hins vegar komi stærri skip, sem geta sótt veiðar annað, og hafi lika gert það aðal- lega, ekki til greina. Þetta sjónar- mið tslendinga fengust Bretar til að samþykkja, þar sem þeir féll- ust ekki aðeins á að útiloka öll frystiskip frá veiðum innan 50 milna markanna, heldur einnig stærstu isfisktogarana. Það var mikilvægasti — ávinningurinn, sem fólst i samningunum við Breta. Sérkrafa Þjóðverja Vestur-Þjóðverjar hafa hins vegar ekki fengizt til að sam- þykkjá sjónarmið íslendinga um útilokun stóru skipanna. Þeir hafa viljað fá veiðiréttindi fyrir frystitogara. Hingað til hafa frystitogarar þeirra þó nær ekk- ert stundað veiðar á Islandsmið- um. Afli þeirra hefur verið innan við 10% af afla Vestur-Þjóðverja á tslandsmiðum. Ef 17 vestur- þýzkum frystitogurum væri hleypt inn fyrir 50 mflna mörkin. væri raunverulega verið að hefja nýja stórsókn útlendinga á ts- landsmið. önnur riki myndu fara i slóöina og heimta veiðiréttindi fyrir frystitogara. Þetta gæti vel þýtt, að landhelgisbarátta tslend- inga væri brotin á bak aftur. Það er alveg ósambærilegt að bera saman frystitogara og is- fisktogara, þótt þeir hafi svipaðar botnvörpur. Frystitogararnir eru yfirleitt miklu stærri, geta veitt i verri veðrum, hafa aflmeiri vél- ar, sem nýta vörpuna betur, og loks rúma þeir miklu meiri afla i hverri veiðiferð. Frá sjónarmiði Framsóknar- flokksins var það þvi ekkert áhorfsmál að hafna veiðum frystitogara innan 50 mílna markanna. Fleiri atriði voru einnig varhugaverð I uppkastinu. Óánægja Kjartans Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans, er ekkert ánægður yfir þvi, að það er nú ráðið, að Ragnar Arnalds verður áfram formaður Alþýðubandalagsins. Formannsdraumur Kjartans er þvi úr sögunni að sinni. Kjartan heldur þvi áfram þeirri iðju að ómerkja Ragnar Arnalds. M.a. ver hann til þess heilli siðu i Þjóð- viljanum á sunnudaginn var. Þar reynir Kjartan að halda þvi fram, að það hafi strandað á Framsókn- arflokknum,, að ekki var mynduð ný vinstri stjórn á siðast liðnu sumri. Með þessu er Kjartan enn á ný að reyna að ómerkja þá frá- sögn Ragnars, sem birtist i Þjóð- viljanum strax eftir slit viðræðn- anna, að þær hafi fyrst og fremst strandað á Alþýðuflokknum. Vitnisburður Ragnars stendur þó eftir sem áður óhaggaður eftir þessa grein Kjartans. Hins vegar vantar það áfram i vitnisburð Ragnars að andstaðan gegn nýrri vinstri stjórn var ekki minni inn- an. Alþýðubandalagsins en Alþýðuflokksins. Um það vitnaði Gylfi Þ. Gislason eftirminnilega á siðast liðnu sumri. Engir lang- hundar i Þjóðviljanum fá ómerkt þessa vitnisburði þeirra Ragnars Arnalds og Gylfa Þ. Gislasonar. Fjárlögin Utgjaldaáætlun fjárlagafrum- varpsins fyrir 1975 er hvorki meira né minna en 65% hærri en útgjaldaáætlun fjárlagafrum- varpsins fyrir 1974. Að sjálfsögðu gætir hér mest áhrifa verðbólg- unnar og hinnar stöðugu útfærslu rikisbáknsins. Þessi útgjalda- hækkun er algert met, og þó er dregið verulega úr framlögum til ýmissa verklegra framkvæmda. Nýja fjárlagafrumvarpið ber þess ljósan vott, hve ósanngjörn sú gagnrýni var, sem beint var gegn fyrrverandi fjármálaráð- herra, Halldóri E. Sigurðssyni, þegar fjárlögin hækkuðu i stjórn- artiö hans. Nýja fjárlagafrum- varpið sýnir einmitt, að hann hefur haldið vel á málum, þvi að hann þurfti ekki aðeins að glima viö verðbólguna, heldur einnig miklar framfarakröfur eftir langt undangengið kyrrstöðutimabil, t tið hans var mörgum af þessum kröfum fullnægt, og verður starf eftirmanns hans þvi auðveldara en ella. Þá hafði hann komið fram nauðsynlegri lækkun tekjuskatts- ins, og jafnframt tryggt þannig tekjuöflun rikisins, að ekki virðist nú þörf nýrra skatta. Flokksþingið t dag kemur saman til fundar sextánda flokksþing Framsókn- armanna. Árin milli 15. og 16. flokksþingsins verða jafnan talin merkur áfangi, bæði i sögu Fram- sóknarflokksins og sögu þjóðar- innar. Á þeim tima fór lengstum með völd stjórn Ólafs Jóhannes- sonar, sem tvimælalaust hefur verið ein merkasta framfara- stjórn landsins. Af verkum henn- ar ber þó hæst hina nýju byggða stefnu og útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 50 milur. Framsókn- arflokkurinn átti frumkvæðið að báðum þessum málum. Þótt Framsóknarflokkurinn sé ekki áfram forystuflokkur stjórnar- innar, er hann áfram stjórnar- flokkur, og hefur þvi alla aðstöðu til að fylgja fram þeirri stefnu i byggðamálum og landhelgismil- um, sem hafin var til vegs i stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar. Sama gildir um aðgerðir til að bæta hag almennings, og þó eink- um hinna láglaunuðu. Þær lág- launabætur, sem nýlega hafa verið ákveðnar, eru t.d. fyrst og fremst verk ólafs Jóhannesson- ar. Það verður eitt meginverkefni þess flokksþings Framsóknar- manna, sem kemur saman i dag, að tryggja það, að þessum og öðr- um stefnumálum flokksins verði vel fylgt fram, þrátt fyrir erfiðari aöstæður en áður, þar sem er hin mikla alþjóðlega verðbólga. En flokkurinn hefur aldrei skorazt undan ábyrgð, og aldrei hefur hann dugað þjóðinni betur en á kreppuárunum miklu milli heimsstyrjaldanna. Verkefni flokksþingsins er að marka ákveðna og ábyrga framfara- stefnu á einum mestu óvissutim- um i sögu þjóðarinnar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.