Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. nóvember 1974 5 Og hann er líka farinn að syngja Mark Spitz vann sjö gullverð- laun á Olympiuleikunum i Miinchen og var dáður um allan heim sem einn glæsilegasti iþróttamaður fyrr og siðar. All- ar dyr stóðu garpinum opnar og fyrst i stað fór hann að freista gæfunnar sem kvikmyndaleik- ari. Það gekk ekki. Síðan hóf hann aö koma fram i sjónvarpi og auglýsingamyndum. Þetta gaf drjúgar tekjur fyrst i stað, en nú selur hann ekki nógu vel og Spitz er hættur að auglýsa. Meöfylgjandi mynd var tekin i Paris, þar sem iþróttakempan fyrrverandi situr i dómnefnd ásamt konu sinni og einhverjum fleiri og dæmir um hver á að hljóta titil, sem sker úr um hver er sundmannlegast vaxinn af keppendum. Oþarft mun aö taka fram, að þaö er ekki skil- yrði hvort keppendur geta fleytt sér eða ekki. Svolitinn aur fær Mark Spitz fyrir þetta, en næsta verkefni hans er öllu skugga- legra. Heimsmeistari i gull- verðlaunum á Olympiuleikum ætlar að fara að gaula i hljóð- nema I næturklúbbum. Þykir sumum aðdáendum hans aö litið leggist fyrir kappann. Afgreiðir ekki hvern sem er Ira von Furstenberg prinsessa hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana. Hún hefur verið ljósmyndafyrirsæta, tvisvar verið gift og leikið i nokkrum kvikmyndum. Nú starfar hún sem gengilbeina i litilli krá i smábænum Salzkammergut i Austurriki, en krána keypti hún fyrir nokkru. Prinsessan segist ekki vera neitt ofgóð til að afgreiða gesti slna, hverjir svo sem þeir eru, en tvær undan- tekningar gerir hún þó. Hún segir, aö ef Alfonso von Hohen- loche prins eða braziliski glaumgosinn Francisco („Baby”) Pignatari komi og biðji um bjórglas, fái þeir ekki neitt. Þeir eru fyrrverandi eiginmenn gengilbeinunnar. Giftist hún í þriðja sinn? Það gekk mikið á i veröldinni þegar Eðvarð 8 tók ofan kórón- una og sagðist vera hættur að vera kóngur i Bretlandi árið 1937 til að giftast bandariskri fráskilinni konu frú Waillis Warfiel Spencher Simpson. Þá sögu er óþarft að rekja, en minnt skal á ab kóngur var geröur aö hertoga og rekinn úr landi og bjó lengst af i Frakk- landi með konu sinni og dó fyrir tveim árum. Siðan hefur her- togaynjan ekki verið við karl- mann kennd, en hún fótbrotnaði I fyrra og hefur átt erfitt um gang slðan. Fyrir nokkru skrapp hún til Ameriku og hitti þar vinkaupmann, að nafni von Radewitz og er hann barón að nafnbót. Siðan hafa þau vart skilið og sendir baróninn hertogaynjunni stóran vönd af hvltum rósum á hverjum morgni og kemur siöan i eigin persónu á eftir rósunum. Nú er hertogaynjan komin til Frakklands og baróninn á eftir. A myndinni eru þau gömlu á leið i morgunte, og er frúin studd af þjónustustúlku. Frú Simpson er nú 78 ára að aldri. \rar* WmmT m Wl 'Æm Kr L ■ ■ - S 1 Dýrír fótleggir Marlene Dietrich fær að öllum likindum innan tiðar 100 mill- jónir króna frá tryggingar- félaginu, sem tryggði fætur hennar, sem kallaðir hafa verið hinir fegurstu i heimi. Hin sjötuga leik- og söngkona datt i fyrra ofan af sviði, er hún var að halda hljómleika i London. Hún féll ofan i hljómsveitargryfjuna og fótbrotnaði. Hún lá i nokkra mánuði á sjúkrahúsi, og nú þeg- ar hún er útskrifuð þaðan, kemur i ljós, að vöðvar á fótleggjum hennar hafa rýrnað mjög og allt útlit er fyrir að hún verði brátt að hafast við i hjóla- stól, það sem eftir er ævinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.