Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 með ungu fólki með ungu fólki með ungu Þurlöur Bogadóttir Ásdis Blöndal Kristin Kvaran Eisa Hansen Margrét Jóhannesdóttir Hvers vegna? FÓSTRA Þátturinn MEÐ UNGU FÓLKI ræðir í dag við fóstrunema i flokknum HVERS VEGNA? og fara svör fimm fóstru- nema hér á eftir. Áður hefur þátturinn rætt við læknanema og húsa- smiðanema um þær ástæður, sem legið hafa að baki þvi, að viðkom- andi nemar hófu sitt nám, og um sitthvað fleira, sem við kemur starfinu og náminu. Tvær af fóstrunemun- um, sem rætt er við i dag, sitja nú i 2. bekk Fósturskólans, sem er til húsa i Lækjargötu 14b og þrir fóstrunemarnir eru i 1. bekk. Laun i samræmi við ábyrgðina ÞURÍÐUR BOGADÓTTIR, nemi 11. bekk svarar fyrst spurn- ingum okkar: — Ég hef mjög gaman af aö umgangast börn og fylgjast meö þroska þeirra, — og er þaö ein aöaiástæöan fyrir þvi, aö ég valdi þessa námsieiö. Ég ákvað snemma aö gera fóstrustarfið aö framtiðarstarfi minu, en þó fannst mér rétt að kynnast starfinu, áður en ég færi I sjálft námið, og þvi vann ég i eitt ár I fóstrustarfinu, og það er min skoöun, að sá timi hafi verið mjög góður undirbúningur undir nám- ið. Þuriður sagöi, að mjög margir kostir væru við fóstrustarfið, en nefndi að fyrst og fremst væri starfið mjög fjölbreytt og lifandi, þar sem unnið væri með lifandi einstaklinga en ekki dauða hluti, eins og við svo mörg störf i þjóö- félaginu. Svo sagði Þuriöur: — Einnig finnst mér umtals- veröur kostur, að fóstrur fá tæki- færi til að vera mikið úti viö, einkanlega yfir sumartlmann. Og svo vil ég aö lokum nefna, að starfið og námiö er mjög góður undirbúningur undir framtið sér- hverrar fóstru við t.d. uppeldi eigin barna. Við spuröum Þuriði um galla á náminu sjálfu, og hún svarði þeirri spurningu á eftirfarandi hátt: — Gallar við námskerfið eru vafalaust einhverjir, en ég er svo nýlega byrjuð á náminu, að ég get ekki bent á neina sérstaka galla við sjálft kerfiö, — en þó finnst mér húsakynni skólans alveg frá- munalega léleg og þröng, og þyrfti nauðsynlega að bæta úr þvi. Að endingu lögöum við fyrir Þuriði þá spurningu, hvort hún heföi kynnt sér atvinnumöguleika áður en hún hóf nám. Þuriður sagði, að alltaf virtist vera skortur á menntuðum fóstr- um og dagvistunarheimilum færi fjölgandi. — Svo ég er ekki i neinum vafa um, að ég fái vinnu aö loknu námi. En hins vegar er kaup hjá fóstrum alltof lágt, — en þar sem starfið er mikið ábyrgðarstarf, er almennt farið að viöurkenna það meira, og ég vona að launa- greiðslur verði metnar I sam- ræmi við það. Skapa þarf skólanum viðunandi aðstæður ASDtS BLöNDAL, nemi i 2. bekk, svarar: — Ég hef alltaf haft mjög gam- an af börnum og sem stelpa 14-17 ára vann ég alltaf á sumrin við barnagæzlu og fannst það að mörgu leyti gottstarf. En ég hafði þá ekki hugsað mér að leggja þetta fyrir mig og vildi reyna eitt- hvað fleira. Ég fór I Verzlunar- skólann og vann eitt sumar I banka, en fann mig ekki I þvi starfi. Eftir 4. bekk I Verzlunarskólan- um fór ég alvarlega að hugsa um þaö, hvort ég ætti nú að ljúka stú- dentsprófi eða fara i Fósturskól- ann. Hugsunin um Fósturskólann og löngunin til að umgangast börn var mjög sterk og eftir mikla um- hugsun ákvað ég að setjast i skól- ann. Ég gat ekki hugsað mér að vinna á skrifstofu eða viö verzlunarstörf og auk þess var ekkert annaö nám sem freistaði min meira, — svo ég dreif mig i Fósturskólann og sé ekki eftir þvi. Asdis sagði, að helzti kosturinn við fóstrustarfið væri, hversu lif- andi og tilbreytingarrfkt starfið væri, en svo sagði hún: — Fóstrur kynnast mörgum, bæði börnunum og aðstandendum þeirra. Auk þess er það visst samband, sem skapast á milli fóstrunnar og barnanna, sem erfitt er að útskýra en gefur manni mjög mikið. Svo má náttúrulega ekki gleyma þvi, að starfiö getur verið reglulega skemmtilegt, þótt það á hinn bóg- inn geti verið hræöilega erfitt á stundum. Fóstran er lika nokkuö frjáls I starfi sinu. Hún getur gert svo margt fyrir börnin, — sungiö og dansað, málað og föndrað, og margt fleira, sem henni kemur I hug. Útiveran og' hreyfingin er lika stór kostur i starfinu. Að minu áliti, er fóstrustarfið meö heilsu- samlegustu störfum, að þvi leyti til. Um gallana á náminu sagði Ás- dfs: — Stærsti gallinn við námið er sá, að skólinn býr við algjörlega ófullnægjandi húsnæði. Að þvi leyti er ýmislegt I náminu, sem ekki er eins og bezt verður á kos- iö. Fólkið gerir kröfur til þess i dag, aö það geti komiö börnum sinum I gæzlu strax frá fæðingu, og eins og flestum er ljóst mótast börnin hvað mest á fyrstu árum ævi sinnar, og þvi er augljóst, að starf fóstrunnar er mjög mikil- vægt fyrir framtið barnsins og kannski mun mikilvægara en kennarastarfið, — þótt ég sé með þessum orðum engan veginn að draga úr þvi starfi og áhrifum þess á barnið. Þess vegna er að minum dómi, nauösynlegt og áriðandi aö stjórnvöld geri sér þetta ljóst og skapi skólanum viðunandi að- stæður. Eitt af þvi, sem skólann vantar tilfinnanlega er æfinga- heimili og margt fleira mætti telja. Aðspurð sagöi Asdis, aö hún hefði að vissu leyti kynnt sér at- vinnumöguleika, áður en hún hóf nám, — Ég er frá Seyðisfiröi og alltaf hefur veriö strlð að fá þangað fóstrur eins og reyndar viöast hvar annars staðar á landinu. Ásdis sagði að lokum, að þær fóstrur, sem útskrifuðust á siöastliðnu vori, hefðu getað valið úr störfum, svo hún þyrfti senni- lega engu að kviða um að fá ekki starf að náminu loknu. Ekki hægt að vita hvað kemur upp á teninginn næsta dag KRISTtN KVARAN 1. bekk svar- aði þannig: — Arið 1969 fór ég að vinna á leikskólanum Árborg og held ég að enginn vafi sé á þvi, að vinnan þar og undir stjórn þáverandi for- stöðukonu Rán Einarsdóttur hafi haft þau áhrif á mig að ég ákvað að fara i Fósturskólann. Áður en ég hóf að vinna á leikskólanum hafði ekki flogið að mér að iæra neitt þessu likt. Kristin sagði, að kostirnir væru svo margir að erfitt væri að setja einn sérstakan fram yfir annan.. — ...en þó er helzt að nefna, að starfið býöur upp á svo mikla fjöl- breytni, aö aldrei er hægt að vita, hvað kemur upp á teninginn næsta dag. ■ — Gallar i náminu? Ég er nú svo nýbyrjuð i 1. bekk, að ég er ekki hæf til þess aö dæma um námsfyrirkomulagið, en húsnæði skólans er mjög svo bágborið og mikil þrengsli allstaöar. Ekki kvaöst Kristin hafa kynnt sér atvinnumöguleika áður en hún hóf nám I skólanum, en sagði, að hún hefði verið búin að vinna það lengi á barnaheimili, að hún vissi glöggt, að alltaf væri hörgull á fóstrum. Starfið örvar lifsgleði okkar ELSA HANSEN nemi I 2. bekk. — Aðalástæðan er einfaldlega sú, að ég hef mjög gaman af börn- um. Ég hef mikið verið við barna- gæzlu og aldrei leiðst það starf og mér finnst ég sem sagt vera kom- in á rétta hillu I lifinu. I fyrstu var ég að hugsa um að verða kennari, en svo vakti fóstrustarfið forvitni mina og að athuguðu máli sá ég, að þetta var starf fyrir mig, — svo ég sótti um. önnur ástæða var sú, að ég vissi, að námið og starfið myndi koma mér að ómetanlegu gagni i framtiðinni, hvað svo sem ég á annars eftir að gera, — þá ekki aöeins i sambandi við börn, held- ur og i almennri umgengni við fólk. Helzti kosturinn er tvimæla- laust sá, hve lifandi þetta starf er og sibreytilegt, — og einnig það, að enginn dagur er eins, heldur færir hver dagur manni alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Þetta starf hlýtur að örfa lifsgleði okk- ar, þvi börnin upplifa margt, — sem við teljum hversdaglegt, — á skemmtilegan hátt. Börnin gefa hlutunum nýtt gildi þ.e.á.s. við njótum þess, ef við erum opin fyr- ir þvi sem gleður. í þessu starfi fær maður aðstöðu til að tjá sig á margan hátt i leikjum með börn- unum, úti sem inni. Tæpast er hægt að finna starf, sem er jafn alhliða, og þar á ég við, að það reynir bæði á hið and- lega og likamlega. Þetta starf er vissulega stundum erfitt, en við höfum alltaf tækifæri til að sigr- ast á erfiöleikunum, og það er mjög mikilvægt að minu áliti. Siöan sagði Elsa: — Aðalgallinn I þessu námi er hve gjörómögulegt húsnæði skól- inn býr við. t fyrsta lagi er húsa- kosturinn mjög þröngur og að- staða þvi alls ófullnægjandi til vinnu hópverkefna, föndurs og myndiðar. Kennararnir eru mjög hæfir á sinum sviðum, en fá á engan háttnotið sin vegna lélegra kennsluskilyrða. Engin aðstaða er til að kalla okkur saman I einu s.s. til að hlusta á fyrirlestra. Verður þvi skólastjórinn að fá fyrirlesarann til að flytja mál sitt fjórum sinnum, svo allir megi hlýöa á — og slikt er vissulega mjög bagalegt fyrir alla aðila. Engin aðstaða er heldur til félagsstarfs. Ennfremur háir það kennslunni mjög, að óskaplega mikill hávaði berst utan frá göt- unni og truflar það kennslu. Þá má nefna mikla eldhættu I þessu gamla húsi og mjög ófullnægjandi brunavarnir. Ég vissi I meginatriðum, hvað kennt yrði i skólanum, og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með nyt- semi kennslunnar, — frekar öfugt. Elsa kvaðst ekki hafa kynnt sér starfsmöguleika, áður en hún hóf nám, en sagði, að nú vissi hún, hversu mikil þörf væri fyrir fóstr- ur, og þvi þyrfti hún ekki að óttast atvinnuleysi að náminu loknu. Starfið hagnýtt fyrir lifið sjálft MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR svarar að endingu spurningum okkar: — 1 fyrsta lagi vegna þess, aö Framhald á bls. 39. með ungu fólki með ungu fólki með ungu 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.