Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 ur til Katrínar og marg-endurtók sömu oröin: „Það er sérlega vel af sér vikið, það verð ég að segja, — sérlega vel af sér vikið". Katrín hélt áfram upp þorpið. en Norðkvist stóð enn kyrr á torginu og horfði á eftir henni og tautaði fyrir munni sér: ,,Þetta var vel af sér vikið af umkomulaus- um kvenmanni — sérlega vel af sér vikið". VIÐSJÁLL ER VORISINN. Einangrun Katrínar var úr sögunni jaf nskjótt og Norð- kvist kapteinn hafði viðurkennt sigur hennar. Norðkvist, sem manna f Ijótastur var til þess að spotta samborgara sína, var hreinskilinn að eðlisfari, og ef einhver ávann sér á annað borð virðingu hans, þá dró hann enga dul á það. ( hans augum var enginn æðri verulega dugmiklum kvenmanni. Hann lýsti því þess vegna afdráttarlaust í samkvæmum f yrirf ólksins á eynni, hvernig þessi f átæka kona hef ði dirf zt að bjóða sér birginn og borið loks hærra h!ut í viðskiptunum. Hann lauk frásögn sinni venjulega með þessum orðum: „Það var sjón að sjá hana, þegar hún kom með kúr.a. Ég vissi ekki á hvora ég átti að horfa meira, hana eða beljuna. Og hún hló meira að segja upp í opið geðið á mér, ha-ha-ha! Þetta var laglega af sér vikið". Þegar Norðkvisttók Katrínu í vinnu, fóru aðrir bænd- ur að dæmi hans. Hún hafði því meira en nóg að gera á útmánuðunum þennan vetur. Er leið að vori, fór hún aftur til Eikieyjar og var þar í nokkrar vikur. Hún hafði yngsta barnið mér sér, því að hún þorði ekki að skilja það eftir, og þar að auki hafði hún lika veitt því athygli, hve vel barnið daf naði á þessu ríkisbeimili, þar sem völ var hins hollasta og kjarnbezta fæðis. Laugardagsmorgun i lok marzmánaðar bjóst hún til fara gætilega og vara sig á vökum og afætum, því að ís- inn væri orðinn ótryggur, þar sem straumar voru í sund- inu. Katrín hét öllu góðu um það, en hugsaði svo ekki meira um þessar aðvaranir, því að hún þekkti lítið til þess, hve viðsjáll vorísinn gat verið, ísinn var orðinn ískyggilega blágrár og meyr, því að sólfar var mikið og vatn ofan á honum. Elgurinn var víða í ökla og flughált undir og illt aðfóta sig. Milli Lauk- eyjar og Þórseyjar, þar sem Katrín hafði heyrt að lægi straumur, sá hún sér til skelf ingar smávakir hér og þar. Skyndilega fann hún, að ísinn dúaði undir fótum. Hún sneri við dauðskelkuð og ætlaði að f orða sér með sleðann í eftirdragi, en í sömu svipan brast ísinn og hún sökk upp undir mitti í jökulkalt vatnið. Hún héit dauðahaldi í sleð- ann, en hann sporðreistist þá í of boðinu, og barnið hraut æpandi aftur af honum. Katrín sleppti takinu á sleðanum og greip barnið. Með barnið í annarri hendinni, en hina á skörinni fór hún að kraf la sig upp úr. Er hún var f þann veginn að ná sér upp úr, brast skörin, og hún sökk aftur í vökina enn dýpra en áður. ógurleg örvænting greip hana. Hún brauzt um eins og tryllt dýr, og kaldur sviti hnappaðist á enni hennar. Barnið rak hvað eftir annað upp skerandi angistarvein. En allar tilraunir hennar voru árangurslausar, því að ísinn var orðinn svo meyr og étinn, að hann veitti hvergi hald. Loks hallaði hún sér ör- magna af þreytu upp að skörinni, og nú f yrst gaf hún sér tíma til þess að hugsa ráð sitt. Ó, góður guð! Hvað átti hún til gragðs að taka? Fætur hennar voru orðnir dof nir og stirðir. Álíka langt var til strandar beggja megin sundsins. Barnið? Átti hún að reyna að stjaka barninu út á ísinn? En ef ísinn þyldi ekki einu sinni þunga þess að hún yrði*að horfa á það drukkna nokkrar armslengdir f rá sér? Eða hún dæi þarna í vökinni og telpan f rysi svo í hel í næturkuldanum uppi á skörinni? Nei, hún þorði ekki að sleppa barninu úr höndum sér. Telpan hafði æpt sig hása. Nú hélt hún dauðahaldi í móður sína og snökti lágt. Katrínu varð hugsað til drengjanna og Jóhanns. Þeir þörfnuðust hennar. Þeir gátu ekki komizt af án hennar. Hún varð að reyna á nýjan leik. Hún byrjaði aftur að brjóta fyrir sér skörina, en hendur hennar voru orðnar dofnar og armarnir máttvana. Nú fyrst kom henni til hugar að hrópa á hjálp. „Hjálp, hjálp, hjálp". Og svo— langt úr f jarska, eins og úr annarri veröld, heyrðist lágt en greinilegt svar: „A-hæ". Katrín hélt niðri í sér andanum og hlustaði. Svo æpti hún aftur af tvíefldum kröfum: „Hjálp, hjálp". „Við komum, við komum? Haltu þér fast!" var svarað dimmum rómi einhvers staðar í fjarlægð. Dökk þúst kom í Ijós úti á Þórseyjarfirðinum og færðist óðfluga nær. Það sást æ greinilegar, að þarna var hópur manna á hlaupum. heimferðar. Hún hafði svo oft farið milli Eikieyjar og-— „ó-hó! Hvar ertu?" var hrópað miklu nær en áður. Þórseyjar, að leiðin var nú orðin henni vel kunn. I þetta „Hérna, hérna, ég er hérna", hrópaði Katrín. Hún skipti fór hún ein síns liðs með barnið, sem hún flutti á mændiá mennina, sem nálguðust, með ólýsanlegri eftir- sleða, er hún ýtti á undan sér. Bóndi áminnti hana um að væntingu. Þeir virtust komnir rétt að segja tii hennar, en KVFLl G E I R I D R E K I K U B B U R Veiztu ekki að ég ræö ekkert við mina dulrænu hæfileika.. Fyrirgefðu spurninguna. W Allt í lagi, viö funduri móðurskip þeirra, þaö er 'aðalatriðið. Sunnudagur 17. nóvember. 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Þýskir listamenn flytja. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10. Veðurfregnir) a. Messa fyr ir tvo einsöngvara, kór og hljómsveit eftir Puccini. Flytjendur: Gino Sinim- berghi, John Cavola og kór og hljómsveit undir stjórn Albericos Vitalinis. — (Hljóðritun frá Páfagarði á 50. ártið Puccinis). b. Fiðlu- konsert i D-dúr op. 35 eftir Tsjaikovski. David Oistrakh og Filharmóniusveitin I Moskvu leika: Genndaí Roshdestvensky stj. 11.00 Messa i Svalbarðskirkju I Laufásprestakalli (Hljóðr. á sunnudaginn var). Prest- ur: Séra Bolli Gústafsson. Organleikari: Gigja Kjart- ansdóttir Kvam. Nýtt kirkjuorgel tekið I notkun. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 A ártíð Hallgrlms Pét- urssonar Jón M. Samsonar- son magister flytur fyrsta erindið I flokki hádegiser- inda og nefnist það: Baksvið skálds á sautjándu öld. 14.00 Á listabrautinni. Jón B. Gunnlaugsson kynnir lista- fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá austurrlska útvarpinu. Sin- fónluhljómsveit útvarpsins i Vlnarborg leikur. Einleikari álágfiðlu: Ron Goland. Stjórnendur: Franz Bauer- Theussl, Helmut Eder og Samo Hubad. a. ,,Ys og þys út af engu”, svlta eftir Eric Korngold. b. Ballata fyrir lágfiðlu og hljómsveit eftir Frank Martin. c. Sinfónia nr. 5 I F-dúr op. 76 eftir Antónin Dvorák. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A bókamarkaðinum. Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um þáttinn. Dóra Ingvadóttir kynnir. 17.25 Hollenzka blásarasveit- in leikur göngulög frá ýms- um timum. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson les (10.) 18.00 Stundarkorn með bandarlsku söngkonunni Leontyne Price. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.25 „Þekkirðu land?”Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Páll Jónsson og Dagur Þorleifsson. 19.50 „Komstu, skáld, I krappan þar?” Samfelld dagskrá úr Islenskum bók- menntum (flutt á sögusýn- ingunni á Kjarvalsstöðum 3. þ.m.). óskar Halldórsson tók saman. Flytjendur auk hans: Halla Guðmundsdótt- ir Kristln Anna Þórarins- dóttir og Gils Guðmunds- son. Ellsabet Erlingsdóttir syngur Islensk lög við undir- leik Kristins Gestsonar. 21.20 Fyrri landsleikur Is- lendinga og Austur-Þjóð- verja I handknattleik. Jón Asgeirsson lýsir slðari hálfleik I Laugardalshöll. 21.45 Sónata fyrir óbó og sembal eftir Bach Heinz Holliger og Michio Kobay- ashi leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög Heiöar Astvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 18. nóvember- 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.