Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 17.11.1974, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 Samvinna, dugnað- ur og frjálslyndi... — er takmark nýstofnaðs íþróttafélags fatlaðra, sem er nú yngsta íþróttafélag Reykjavíkur Nýstofnaö Iþróttafélag fatl- aöra, sem er yngsta Iþróttafélag Reykjavfkur, hefur komiö sér upp aöstööu til Iþróttaiökana I húsi Sjálfsbjargar viö Hátún 12. Sl. fimmtudag var Iþróttasalur fé- lagsins opnaöur formlega, og þá voru sýnd ýmis tæki, sem auö- velda eiga lömuöu fólki aö stunda Iþróttir sér til ánægju og upp- byggingar. Tækin, sem þarna voru til sýnis, eru lyftingaáhöld, borötennisborö og skotbraut til aö iöka bogfimi. Þaö var Lions- klúbbúrinn Freyr, sem gaf hinu nýstofnaöa félagi áhöldin. Arnór Pétursson, formaöur félagsins, veitti gjöfinni viötöku og þakkaöi Fréysmönnum höföinglega gjöf. Slðan ræddi hann um aðdrag- anda, stofnun, takmark og starf- semi tþróttafélags fatlaöra I Reykjavlk. „Þaö má segja, aö 18.10 1972 hafi veriö lögö drög að stofnun tþróttafélags fyrir fatlaða á tslandi, er 1S1 sendi öryrkja- bandalagi tslands bréf meö ósk um tilnefningu fulltrúa I nefnd til aö undibúa stofnun sliks félags. Nokkru áöur haföi dr. Oddur Ólafsson flutt hvetjandi og fróð- legt erindi um þessi mál, sem slö- ar var birt 17. tbl. Iþróttablaðsins 1972. Undirbúningsnefnd var slö- an skipuð, og eru I henni þeir Sig- urður Magnússon, Trausti Sigur- laugsson og Guömundur Löve. Þar eö þekking á þessum hlutum var nánast engin, hófu þeir starf sitt meö upplýsingasöfnun, aðal- lega erlendis frá. Einnig kynntu þeir sér aðstæður og áhuga meöal aöildarfélaga öryrkjabandalags- ins. Settu þeir sig I samband viö Iþróttafélag fatlaöra á Noröur- löndum, og gerðust aukaaðilar i þvi fyrir hönd væntanlegs félags, og fór Sigurður út á ársþing þess. Kom hann heim með ómetanlega reynslu og fróöleik úr þessari för. Höföu þeir nú mótaö drög aö fé- lagsstarfi og stendu að þvl marki, aö þaö hæfi starfsemi sína meö sundi, borötennis og lyftingum. Þá barst umsókn frá Magnúsi Ólafssyni iþróttakennara og sjúkraþjálfara um styrk til að kynna sér Iþróttir fyrir fatlaöa erlendis. Þess var fariö á leit viö þingiö, aö þaö veitti hana. Þaö hafnaöi henni i fyrstu, en Eggert G. Þorsteinsson tók máliö upp aftur á síöasta degi þess, og fékkst þaö þá samþykkt. Fór Magnús út og dvaldi I fjóra mánu öi 1 Sviþjóð, Noregi og Englandi. Var nú haldinn fundur með full- trúum sérsambanda innán öryrkjabandalagsins og boðað til undirbúningsstofnfundar. Stofnun Fimmtudaginn 31. mal 1974 kl. 20.30 voru mættir um 40 áhuga- samir menn og konur til þessa stofnfundar. Siguröur Magitússon haföi á hendi fundarstjórn og rakti forsögu. Lagði nefndin fram drög að lögum, og spunnust um þau nokkrar umræöur, en slöan voru þau samþykkt meö fyrir- vara fram aö aöalstofnfundi. Næst var kosin undirbúnings- stjórn. Arnór Pétursson formaö- ur, Elsa Stefánsdóttir ritari og Óttar Kjartansson gjaldkeri. Svava Sigurgeirsdóttir tók til máls og færöi félaginu aö gjöf kr. 15.000,-, einnig afhenti hún jafn- háa upphæö frá Gissuri Guð- mundssyni. Slöan var sýnd kvik- mynd um Iþróttir fyrir fatlaöa. Bauö Siguröur stjórnina vel- komna til starfa og sleit fundi. Til aö ná betri árangri kallaði stjórn- in inn varamenn sína. Þeir voru Gísli Helgason, Höskuldur Kára- son og Haraldur Einarsson, var nú starfað af fullum krafti. Þann- ig leið sumariö I öflugu starfi og ómetanlegum stuöningi frá Lionshreyfingunni og undirbún- ingsnefndinni. Fimmtudaginn 26. okt. var aðalfundur félagsins haldinn og var þar um 100 manns. Lagöi undirbúningsstjórnin þar fram skýrslur slnar, en slöan tók Trausti Sigurlaugsson viö fundar- stjórn. Fyrst voru borin upp drög aö lögum sem fráfarandi stjórn lagöi fram. Þau voru samþykkt að mestu leyti óbreytt. Var nú gengið til stjórnarkosningar: Arnór Pétursson form., Elsa Stefánsdóttir ritari, Vigfús Gunn- arsson gjaldkeri og Höskuldur Kárason varaformaöur og Gisli Helgason meöstjórnandi, auk þess eru 10, sem mynda fram- kvæmdaráö með stjórninni. A Framhald á bls. 39. GISLI HALLDÓRSSON, forseti ISI, flutti stutta ræöu viö opnun I- þróttasalarins. ARNÓR PÉTUR8SON, formaöur iþróttafélags fatlaöra, sést hér munda bogann. TÍMAMYNDIR: RÓBERT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.