Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 4

Fréttablaðið - 17.12.2004, Page 4
4 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Uppsagnir: Bolvíkingar eru sárir og reiðir RATSJÁRSTOFNUN Bolvíkingar eru sárir og reiðir yfir fyrirætlunum um að segja upp starfsmönnum Ratsjárstofnunar á Bolafjalli. Ein- ar Pétursson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík, segir að varla sé um annað talað fyrir vestan. Þegar sé byrjað að ræða við þingmenn til að velta upp hugmyndum um hvað geti komið í staðinn, t.d. hvort miðstýring stofnunarinnar geti flust vestur, en fjölbreytni í at- vinnulífi er lítil á staðnum. Starfsmenn Ratsjárstofnunar í Bolungarvík eru 11 og margir þeirra íhuga brottflutning, t.d. til útlanda, en lítil eftirspurn er hér- lendis eftir svo sérhæfðu starfs- fólki. Ef öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar í Bolungarvík verður sagt upp kemur það við 44 íbúa að fjölskyldum meðtöldum. Ef allt þetta fólk flyst brott er það 4-5 prósent af íbúafjöldanum á staðnum og um 5 prósent af út- svarinu. Á næstu mánuðum verða rat- sjárstöðvar úti á landi tengdar við stöðina á Miðnesheiði. Gert er ráð fyrir að sjálfvirknin aukist í áföngum og verði komin til fram- kvæmda haustið 2007. - ghs FASTEIGNASALA Velta vegna fast- eignaviðskipta á höfuðborgar- svæðinu í fyrstu viku desember hefur aldrei verið meiri en í ár. Þá nam veltan 5.826 milljónum króna. Af þeim 285 samningum sem gerðir voru var meðalverð hverrar fasteignar 20,4 milljónir. Það er hærra meðalverð en verið hefur síðan í byrjun október. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir að mikið at hafi verið í fasteignasölu að undanförnu og verð hækkað mikið. Ekki síst seljist stærri eignir og sérbýli vel. Vísitala fasteignaverðs hefur farið síhækkandi á árinu og má reikna með að hún hækki enn þegar tölur nóvembermánaðar hafa verið gefnar út. Einungis í ágúst lækkaði vísitalan lítillega og segir Björn Þorri að það sé ekki vegna þess að verð á fast- eignum hafi minnkað á þessum tíma, heldur sé lækkunin bein afleiðing þess að tekin voru upp peningalán hjá íbúðalánasjóði, en þá hættu kaupendur að yfirtaka áhvílandi lán. Við það hafi verð reiknast niður. „Skýringarnar eru kerfisbreytingar með lækkun vaxta og útgáfa peningalána. Verðin voru að hækka allan tím- ann engu að síður. Verð húsnæðis- ins reiknaðist bara lægra þrátt fyrir hækkun vegna þess að samningarnir voru núvirtir.“ Björn segir að þrátt fyrir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu hafi hækkað um 12-30 prósent á þessu ári sé ekkert í spilunum um að toppnum sé náð. „Við erum að hoppa inn í nútímann. Það eru nýir möguleikar í fasteignakaup- um, sem hefur verið um margra ára skeið í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“ Hann segir þó einnig að líklega muni Ís- lendingar ekki sjá slíka hækkun um ókomna framtíð. Hækkunin er þó ekki bara vegna nýrra kosta í fasteignalánum. Björn Þorri segir að á tímabilinu 1990 til 1998 hafi verið raunlækkun á húsnæðis- verði. Því hafi markaðurinn átt gríðarlega mikið inni þegar hann tók við sér. Auk þess bætist við að nú geti miklu fleiri keypt eignir en áður. svanborg@frettabladid.is Síbrotamaður: Dæmdur í fangelsi DÓMSMÁL Maður um fertugt var dæmdur í Hérðasdómi Reykjavík- ur í sjö mánaða fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn var í tvígang tekinn undir stýri án ökuréttinda og einu sinni fyrir of hraðan akstur. Hann hafði einnig verið tekinn fyrir að hafa skipt um skráningarnúmer á bíl sínum, ekki sinnt stöðvunar- merki lögreglunnar og endað öku- ferð á vinnuskúr. Maðurinn hefur hlotið tuttugu refsidóma frá árinu 1980 og tvo á þessu ári. Umferðarlagabrot eru flest þeirra en einnig auðgunar- brot og skjalafals. - gag ■ EVRÓPA Finnur þú fyrir jólakvíða? Spurning dagsins í dag: Var rétt að veita Bobby Fischer dvalar- leyfi á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 74% 26% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Skilorðsbundinn dómur: Sveik út 650 þúsund DÓMSMÁL Kona um þrítugt fær þriggja mánaða fangelsisdóm brjóti hún lög næstu tvö árin. Konan sveik út vörur og tölvubúnað á kostnað raun- vísindadeildar Háskóla Ís- lands fyrir tæpar 650 þús- und krónur þegar hún vann þar sem deild- arstjóri. Hún tók 25 sinnum út vörur til eig- in nota á reikn- ing líf- fræðiskorar á árinu 2002. Sumarið 2003 sveik hún út tölvubúnað og þjón- ustu hjá Aco Tæknivali fyrir tæp- ar 350 þúsund krónur. Konan greiðir 45 þúsund krón- ur í málsvarnarlaun. - gag VODKALEIÐSLA FINNST Tollverðir í Eistlandi hafa fundið kílómetra langa vodkaleiðslu, sem smyglar- ar hafa notað til að dæla ódýrum vodka frá Rússlandi til Eistlands. Um þremur tonnum var dælt daglega frá Ivangorod í Rúslandi til Narva í Eistlandi um leiðsluna, sem lá á botni Narvavatns. HÆRRI INNKAUPAKERRUR Fréttir um að Bretar séu ekki bara að verða feitari, heldur einnig hærri, varð hvatning til bresku verslunarkeðjunnar Sainsbury um að endurnýja innkaupakerrur sínar. Nýjar kerrur verða hærri, til að hæfa betur hávaxnari við- skiptavinum. Í stað þess að hand- fangið sé í 102 sentimetra hæð verður það í 114 sentimetra hæð á nýju kerrunum. EINAR PÉTURSSON Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir að Bolvík- ingar séu sárir og reiðir yfir fyrirætlunum um að loka ratsjárstöðinni á Bolafjalli. M YN D /H AL LD Ó R SV EI N B JÖ R N SS O N BJÖRN ÞORRI VIKTORSSON Þrátt fyrir mikla hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu segir formaður Félags fasteignasala að ekkert sé í spilunum um að toppnum sé náð. VELTA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Vika Velta Meðalupphæð Fjöldi (millj.kr) á samning (millj.kr.) samninga 3. des. - 9. des. 5.826 20,4 285 26. nóv -3. des 4.769 19,5 245 19. nóv -25. nóv 4.622 18,5 250 12. nóv -18. nóv 4.691 17,4 270 5. nóv -11. nóv 4.493 16,8 268 29. okt. - 4. nóv 4.333 17,9 242 Heimild: Fasteignamat ríkisins Vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu 2004 Heimild: Fasteignamat ríkisins Sex milljarða viðskipti á viku Velta vegna fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri en í fyrstu viku desember. Formaður Félags fasteignasala segir stærri eignir og sérbýli seljast vel. Með nýjum lánamöguleikum séum við að hoppa inn í nútímann. HÉRAÐSDÓMUR 04-05 16.12.2004 21:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.