Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 6
6 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR Sögunni endalausu lokið: Guðjón til Keflavíkur FÓTBOLTI Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson batt enda á marga mánaða vangaveltur um framtíð hans í gær er hann skrif- aði undir þriggja ára samning við bikarmeistara Keflavíkur. Fyrir tæpum tveim mánuðum var hann næstum búinn að semja við Grindavík en hætti við á ell- eftu stundu og flaug til Englands þar sem hann gerði sér vonir um að fá starf. Það gekk ekki upp hjá Guðjóni og því ákvað hann að koma heim á nýjan leik. „Við erum að sjálfsögðu geysi- lega ánægðir með að hafa fengið Guðjón til okkar enda höfum við haft áhuga á honum lengi. Þetta er jólagjöf knattspyrnudeildarinnar til Keflvíkinga,“ sagði kampa- kátur formaður knattspyrnudeild- ar Keflavíkur, Rúnar Arnarsson, í gær. „Það er ekki nokkur spurn- ing að við duttum í lukkupottinn með að fá Guðjón og hið sama má segja um íslenska knattspyrnu- unnendur því það er mikill hval- reki fyrir íslenska knattspyrnu að fá Guðjón aftur í boltann hér heima.“ - hbg Kaupin á verkum Sigmunds einsdæmi Listfræðingar segja 18 milljóna króna kaup forsætisráðuneytisins á verkum teiknarans Sigmunds ekkert fordæmi eiga sér í listasögu Íslendinga. Fjárhæðin er nærri tvöföld árleg fjárveiting Listasafns Íslands til listaverkakaupa. STJÓRNMÁL Samningur upp á 18 milljónir sem forsætisráðuneytið hefur gert við teiknarann Sigmund um kaup á 10 þúsund myndum hans sem birst hafa í Morgunblaðinu hefur vakið talsverða athygli. Fjár- hæðin er nærri tvisvar sinnum sú upphæð sem Listasafn Íslands fær á fjárlögum til listaverkakaupa. Ólafur B. Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir að sú upphæð hafi farið lækkandi, hafi til skamms tíma verið 12,5 milljónir króna en hafi nú verið lækkuð í 10,8 milljón- ir. Listfræðingar eru á einu máli um að ekkert fordæmi sé fyrir því að listaverk séu keypt af einum listamanni fyrir slíka fjárhæð. Hall- dór Björn Runólfsson listfræðingur segir að 18 milljónir séu gríðarlega há fjárhæð í hinum fjárvana ís- lenska listheimi. Þannig slagar fjár- hæðin upp í árlegan rekstrarkostn- að Listasafns Akureyrar og er fimm milljónum hærri en fjárveiting Listasafns Reykjavíkur til lista- verkakaupa. Halldór Björn segir að þetta sé út úr öllu korti: „Þegar þetta er borið saman við fjárveit- ingar ríksins til listaverkakaupa getur maður ekki annað sagt en að þetta sé svívirða.“ Hannes Sigurðsson, listfræð- ingur og forstöðumaður Listasafns Akureyrar, segir að engin dæmi séu fyrir slíkum stórkaupum af einum myndlistarmanni: „Sig- mund tilheyrir óneitanlega sjón- listum. Var gengið framhjá Lista- safni Íslands, sem á lögum sam- kvæmt að vera til ráðuneytis um listaverkakaup?“ Halldór Björn Runólfsson bendir svo á að teikningar Sigmunds hafi birst í Morgunblaðinu og á bókum og upphaflegu teikningarnar hafi ekkert sérstakt gildi. „Þær hafa ekkert ákveðið grafískt gildi.“ Í fréttatilkynningu forsætisráðu- neytisins segir að verk Sigmunds hafi verið keypt í tilefni 60 ára afmælis lýðveldisins Íslands og jafnframt í tengslum við 100 ára af- mæli heimastjórnar. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra um þetta mál en hann svaraði ekki skilaboðum þar að lútandi. a.snaevarr@frettabladid.is Fáskrúðsfjarðarhreppur: Leikskólapláss ekki til boða LEIKSKÓLAPLÁSS „Það er verið að neyða fólk til að flytja til Austur- byggðar,“ segir Friðmar Gunnarsson, oddviti Fáskrúðsfjarðarhrepps, í við- tali við Austurgluggann, en stúlku þaðan hefur verið sagt upp leikskóla- plássi fyrir að hafa ekki samið við Austurbyggð um vistun barna. Fjölskyldufaðir á Fáskrúðsfirði færði lögheimili sitt til Austur- byggðar til að geta sótt um leik- skólapláss fyrir dóttur sína, en Fá- skrúðsfjarðarhreppur veitir ekki slíka þjónustu. Lögheimili fjöl- skyldunnar var fært á ný í lögsögu Fáskrúðsfjarðarhrepps og leik- skólaplássinu sagt upp í kjölfarið. ■ Leiðrétting Þakkarauglýsing frá Ísaki Mána og fjölskyldu birtist á röngum stað í blaðinu í gær. Þar var fólki sem séð hefur um umönnun Ísaks Mána þakkað alúðlegt starf á árinu. Fréttablaðið biðst afsökunar á mis- tökum sínum, um leið og það óskar Ísaki Mána og fjölskyldu velfarnar. Auglýsingin birtist að nýju á blað- síðu 52 í blaðinu í dag. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ JÓLAFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða eiturefni fannst í miklum mælií líkama Viktors Júsjenkó, forseta- frambjóðanda í Úkraínu? 2Hvaða ár tefldi Bobby Fischer viðBoris Spasskí í Júgóslavíu? 3Hvað hefur körfuboltamaðurinn KobeBryant sakað Karl Malone um að hafa gert? Svörin eru á bls. 62 „Heillandi skáldsaga“ 2. prentun komin í verslanir 1. prentun uppseld Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 8. – 14. des. 2. Allar bækur Þórarinn Eldjárn „Sagan um baróninn á Hvítárvöllum er heillandi saga.“ Halldór Guðmundsson, Frbl. „Baróninn er frábærlega vel skrifuð bók og söguleg skáldsaga eins og þær gerast bestar.“ Jón Ólafsson, Mbl. LYF Sala lyfjaverslana jókst meira en til dæmis áfengissala. Sala lyfjaverslana: Jókst um fimm prósent VERSLUN Sala lyfjaverslana jókst um fimm prósent í nóvember í ár miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt upplýsingum Samtaka verslunar og þjónustu. Áfengissmásalan jókst um 2,9 prósent í nóvember miðað við sama tíma í fyrra og smásölu- velta dagvöru á föstu verðlagi jókst um 2,3 prósent. Verðhækkanir á þessum vörum miðað við nóvember í fyrra reynd- ust 1,3 prósent í dagvöru, 0,8 pró- sent í áfengi og 3,6 prósent í lyfja- smásölu. ■ LEYND SKILABOÐ Leyndur jóla- sveinaleikur er orðinn mjög vin- sæll meðal skrifstofufólks í Bret- landi, sem getur varla beðið eftir því að fá að draga nafn vinnufé- laga sinna úr hatti og gefa þeim gjafir. Níu af tíu Bretum segja þetta skemmtilega leið til að fagna jólunum og fullkomið að nota tækifærið til að senda leynd skilaboð. Meira en helmingur Breta segir leikinn fullkomið tækifæri til að koma á framfæri skilaboðum um leyndar ástir. HÆTTUR VIÐ LJÓSRITUN Bretar hafa nú verið varaðir við hættum sem fylgja því að ljósrita sína lík- amshluta, sem þykir stundum góð hugmynd eftir nokkur vín- glös í jólaveislum vinnustaða. Gler ljósritunarvéla getur brotn- að við álagið með slæmum afleið- ingum, eftir því sem öryggissér- fræðingar sögðu í síðustu viku. Sú hefð að kyssast undir mistil- teini getur einnig leitt til lögsókn- ar um kynferðislega áreitni á vinnustað. Kolgrafarfjörður: Hver kílómetri á 130 milljónir STJÓRNMÁL Hver kílómetri sem sparast við að Kolgrafarfjörður á Snæfellsnesi hafi verið brúaður kostar rúmar 128 milljónir króna. Brúin yfir fjörðinn er talin mikil samgöngubót á nesinu og í raun forsenda þess að norðanvert Snæ- fellsnesið verði sameiginlegt at- vinnusvæði. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem sjálfur er frá Stykkishólmi, segir af og frá að þessu fé sé illa varið: „Þetta er stórkostleg samgöngubót“. Sturla bendir að auki á að ef ekki hefði verið ráðist í þessa fram- kvæmd hefði þurft að verja fé í framkvæmdir annars staðar. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir að með brúar- lagningunni sé sneitt hjá veðravíti og hættulegum vegarkafla þar sem mörg slys hafi orðið og bend- ir á að ekki þyki tiltökumál að byggja samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu fyrir 3-4 miljarða. „Af hverju má ekki eyða 900 milljónum í samgöngubætur úti á landi?“ Hins vegar segir Kristinn ljóst að íbúar á utanverðu Snæfellsnesi muni áfram fara Fróðarheiðina til að fara suður, að minnsta kosti þegar veður leyfi. - ás GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Þjálfar bikarmeistara Keflavíkur næstu þrjú árin. FÉLL AF VÉLSLEÐA Sextán ára piltur var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa fallið af vélsleða skammt frá Ólafsfirði. Hann kenndi til eymsla í baki og hálsi og gisti á sjúkrahúsinu til öryggis en hann reyndist ekki vera alvarlega slas- aður. Pilturinn var ekki með rétt- indi til að aka vélsleða en til þess þarf að hafa bílpróf. BRÚ YFIR KOLGRAFARFJÖRÐ Bæjarstjóri Snæfellsbæjar líkir ástandinu sem nú er verið að vinna bug á við að Reykvík- ingar þyrftu að fara upp í Bláfjöll á leið til Hafnarfjarðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SIGMUND OG HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Samningur sem talinn er einstakur í íslenskri listasögu handsalaður. Fjárveiting til listaverkakaupa Lista- safns Íslands: 10,5 milljónir Kaup forsætisráðuneytisins á verkum Sigmunds: 18 milljónir 06-07 16.12.2004 20:39 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.