Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 17.12.2004, Qupperneq 20
KONUR Í EMBÆTTUM ODDVITA: Ása Helgadóttir Innri-Akraneshreppi Jenný Jensdóttir Kaldrananeshreppi Ólína Arnkelsdóttir Aðaldælahrepppi Hjördís Sigursteinsdóttir Arnarneshreppi Katrín Eymundsdóttir Kelduneshreppi Gunnþórunn Ingólfsdóttir Fljótsdalshreppi KONUR Í EMBÆTTUM SVEITARSTJÓRA: Jóhanna Reynisdóttir Vatnsleysustrandarhreppi Linda Björk Pálsdóttir Borgarfjarðarsveit Ásdís Leifsdóttir Hólmavíkurhreppi Guðný Sverrisdóttir Grýtubakkahreppi Helga A. Erlingsdóttir Hörgárbyggð Guðný Hrund Karlsdóttir Raufarhafnarhreppi Sigfríður Þorsteinsdóttir Breiðdalshreppi Margrét Sigurðardóttir Grímsnes- og Grafningshreppi Ingunn Guðmundsdóttir Skeiða- og Gnúpverjahreppi 20 52.474 MÁVAR VORU SKOTNIR ÁRIÐ 2002 Samkvæmt Landshögum. SVONA ERUM VIÐ Samkvæmt niðurstöðum nefndar sem kannað hefur skattsvik hér á landi samsvarar umfang þess til rekstrarkostnaðar við allt skólakerf- ið. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson segir að þessar fréttir hafi slegið sig mjög illa. „Það eru oft þeir sem best mega sín sem koma mestu undan. Svo er féð lagt inn erlendis, en kemur ekki fram hér til skatts. Það er nokkuð ný hlið á málinu, held ég. Maður hefði getað fyrirgefið ein- staklingum sem gæfu eitthvert smáræði ekki upp til skatts, þó að það sé lögbrot. En undanskot fyrir- tækja og fjármagnseigenda eru orðin miklu stórtækari og verri. Sé þessi könnun rétt, þá er þetta af- skaplega slæmur hlutur. Það er rætt um að þetta geti svarað til kostnaðar við að reka allt skóla- kerfið, sem mjög hefur nú verið þráttað um, ekki síst núna. Þetta er náttúrlega glæpur, því þarna er ver- ið að stela frá ríkinu og almenn- ingi.“ Spurður hvort skattsvikin bentu til minnkandi siðferðisvitundar hjá þjóðinni kvaðst Ragnar Fjalar telja það frekar í þá veru. Hann kvaðst fagna því að fram væru komnar til- lögur þess efnis að herða skattaeft- irlit. SR. RAGNAR FJALAR LÁRUSSON Þetta er glæpur SKATTSVIK SJÓNARHÓLL „Það náðist sátt og allt er í góðu bróðerni milli sauðfjárbænda og sláturleyfishafa,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, en í haust voru sauðfjárbændur mjög ósáttir við það verð sem sláturhús ákváðu að greiða fyrir lambakjöt og töldu að hagræðing í rekstri sláturhúsa ætti að skila sér í hærra verði til bænda. Vegna þeirrar deilu var samn- ingur um vaxta- og geymslugjald sem rennur til sláturleyfishafa ófrágengið. Gjaldið sem er í kringum 245 milljónir er útdeilt af bændasamtökunum. „Deilan snérist um hversu mikið ætti að borga út og hvernig. En það náðist samkomulag um það hvernig þessi greiðslutilhögun yrði.“ Ekki hefur öllum 245 milljónunum verið ráðstafað til sláturleyfishafanna, þar sem greitt er mánaðarlega eftir því hvað þeir hafa í birgðum. Özur segir verð til bænda breytilegt milli afurðastöðva, þar sem ekki er opinber verðlagning á sauðfjárafurðum. Meðal- verð á kíló sé þó um 230 krónur. „Sauð- fjárbændur eru sáttari í dag en þeir hafa verið. Salan síðastliðna 12 mánuði hefur ekki verið betri í áratug og söluaukning í síðasta mánuði var rúm 50%. Aukningin er búin að vera jafnstígandi allt árið.“ Hann segir þrjár ástæður fyrir aukinni sölu; undanfarin þrjú ár hafi átt sér stað öflugt markaðsstarf, hangikjöt hafi verið í vinnslu og farið í verslanir í síðasta mán- uði. Þá hafi neysla á lambakjöti breyst. „Lambakjötið er aðgengilegra nú en það var. Það er ekki bara verið að selja frosið kjöt í poka, heldur farið að mæta kröfum neytenda betur en gert var. Menn sofn- uðu á verðinum á tímabili. Sauðfjárafurð- ir áttu að seljast án þess að hafa fyrir því.“ Sauðfjárbændur sáttari í dag EFTIRMÁL: ÖZUR LÁRUSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSSAMTAKA SAUÐFJÁRBÆNDA 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR 22 konur – 79 karlar Konur halda um stjórnartaumana í 22 af 101 sveitarfélagi í landinu. Karlar stjórna hinum 79. Konur eru í forsvari fyrir fjögur af átta sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Flestir eru kvensveitarstjórarnir á Norðurlandi eystra en fæstir á Norðurlandi vestra. SVEITASTJÓRNIR Sveitarfélög á Ís- landi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýslu- skipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættis- menn nefnast ýmist borgar- stjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkom- andi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélag- anna. Í 37 sveitarfélögum eru odd- vitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvita- starfinu oftar en ekki sinnt með- fram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starf- andi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjór- ar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæp- lega 750 á Seyðisfirði sem er fá- mennast. 27 karlar eru bæjar- stjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borg- arstjórinn í Reykjavík er kona. bjorn@frettabladid.is Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæj- arstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjar- stjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Kr. 12.500,- www.hljomaroglist.com Birkigrund 31 • 200 Kópavogur sími: 661-4153 Ný sending Fiðlukassar-Violukassar-Sellókassar Hljómar og List Gæða hljóðfæri á lágmarksverði Þverflautur silfurhúð kr: 23.500 Klarinett kr: 22.100 Trompet gullhúð kr: 20.100 Western gítar með kassa 19.000 Klassískur gítar með kassa 17.000 STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önn- ur störf innan kvennahreyf- ingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. BJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR Bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR Bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskól- ans í Reykjavík og aðstoðar- maður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR Bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23. júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. JÓNA FANNEY FRIÐRIKSDÓTTIR Bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. STEFANÍA TRAUSTADÓTTIR Bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. ÖZUR LÁRUSSON Segir menn hafa sofnað á verðinum í markaðssetningu sauðfjárafurða. Það hafi nú breyst. 20-21 (24 klst) 16.12.2004 19:27 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.