Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 17.12.2004, Síða 28
Vinur okkar allra Sveinn Jónsson, Mosfellsbæ, skrifar: Í dag eru margir sem segja að einhvers konar tímamót séu komin fyrir mannkynið. Sumir spá endalokum og aðrir vitundar- breytingu. Allar bókabúðir eiga fullt af slík- um bókum. Fyrir mér er flest af þessu óvönduð skrif en þó er einn boðskapur sem stendur uppúr og fyrir mér hefur ekki fallið neinn fölskvi á þó ég hafi oft skoðað þetta mál alvarlega, m.a. farið til útlanda á fyrirlestur um þetta mál. Sá boðskapur var fyrst settur fram árið 1974 af Benjamin nokkrum Creme. Hann segir að sá maður sem Kristnir kalla Krist, Múhameðstrúar- menn Imam Mahdi og Búddatrúarmenn hinn fimmta Búdda sé þegar kominn fram. Nafn hans sé Maitreya. Mannkynið hefur það hins vegar í sínum höndum að bera kennsl á hann. Hann hefur á seinni árum gert ótrúlegan fjölda kraftaverka sem hafa orðið til þess að tímaritið Life sagði á for- síðu sinni „Trúirðu á kraftaverk“ og sagði að flóðbylgja kraftaverka hefði gerst í seinni tíð. Tímaritið Time tileinkaði árið 1995 átta síðna opnu þessum kraftaverkum. Með þessu hefur Maitreya tilkynnt komu sína. Maitreya tilheyrir hópi þeirra sem eru lengra komnir í andlegri þróun en flestallt mannkyn, reyndar fer hann þar fremstur í flokki. Samtök að nafni Share International voru stofnuð til að tilkynna komu Maitreya. Þau starfa í fjölmörgum löndum og vekja athygli á Maitreya og þeim boðskap sem hann hefur fram að færa. Maitreya segist koma sem m.a. kennari, verndari, sem vinur og leiðsögumaður fyrir hvern sem vill, fyrir allt mannkyn. Boðskapur hans lýtur mikið að ójafnri dreifingu auðs í heimin- um. Þegar bændum í N-Ameríku og Evr- ópu er borgað fyrir að framleiða minna far- ast milljónir úr hungri í heiminum á ári hverju t.d. Ég hvet alla til að skoða heima- síðu samtakanna Share International. Veffangið er www.share-international.org. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri sauðfjárbænda, heldur áfram að halla réttu máli hér í blaðinu á miðvikudag í svari við greinum mínum um alltof hátt verðlag á mjólk og kjötvörum, kannski skiljanlegt enda illt að vera málsvari vitlausasta land- búnaðarkerfis á Vesturlöndum. Kerfi sem hvort tveggja í senn leiðir til hæsta matvælaverðs sem þekkist á byggðu bóli og heldur bændum jafnframt við fátæktar- mörk. Í greinum mínum hér í blaðinu hef ég bent á að opinbert verðsamráð á mjólkurafurðum sé lítið skárra en verðsamráð á olíu svo dæmi sé tekið, og að opinbert viðmiðunarverð Landssambands sauðfjárbænda falli kannski ekki að heilbrigðum viðskiptaháttum. Özur vill ekki trúa könnunum evrópsku tölfræðistofnunarinnar, Eurostat, sem sýna að verðlag á kjötvörum á Íslandi og í Noregi er helmingi hærra (52%) en meðal- talið í Evrópu. Lítum þá nær heimahögunum í von um að hann trúi okkar eigin fólki betur. Í skýrslu Samtaka atvinnulífsins frá því í apríl 2003, um leiðir til lífs- kjarabóta, kemur fram að miðað við útlönd er alltof hátt verðlag á matvörum á Íslandi. Þar kemur fram að matvöruverð hér á landi árið 2000 var 31% hærra en í Dan- mörku (sem er nota bene með því allra hæsta sem þekkist í Evrópu) þrátt fyrir að virðisaukaskattur hér á landi sé aðeins 14% en 25% í Danmörku. Jafnframt er vitnað í samanburð Baugs frá 6. nóvember 2002 þar sem fram kemur að verð á mjólk er 76% hærra í Bónus á Ís- landi en í Netto í Kaupmannahöfn, og verð á kjötvörum 36% dýrara. Einhverja hluta vegna virðist Özur þó frekar vilja bera saman epli og appelsínur; eða réttara sagt kjötvörur og bifreiðar. Í síðustu grein sinni, til varnar háu kjötverði á Íslandi, fer hann allt í einu að tala um verð á bílum, sem er hærra í Danmörku en á Íslandi. Hvernig það getur dugað sem vörn fyrir alltof háu kjötverði á Íslandi er mér hulin ráðgáta. Og hann gerir það ekki endasleppt, rökþrotið er slíkt að undir lok greinar sinnar er sú eina vörn eftir að það sé jú bara svo dýrt að vera Íslendingur, og fer svo að bera sauðkindina saman við sjálft tungumálið, sem sé víst einnig dýrt. Spyr í öfugmælavísu hvort ekki sé líka hagkvæmara að taka upp ensku? Hér er enn verið að bera saman epli og appelsínur; það er nefnilega ekki bannað með lögum að mæla á enska tungu á Ís- landi, en það er hinsvegar bannað með lögum að flytja hingað inn ódýrari kjöt- og mjólkurvörur frá útlöndum. En kannski að það sé vilji sauðfjárbænda; að banna út- lensku með lögum? ■ Símastrákur Samfylkingarinnar Nú hefur verið upplýst hver hlýðir kallinu símastrákur Samfylkingarinnar, en það er enginn annar en Jóhann Ársælsson, ríflega sextugur þingmaður af Vestur- landi. Þessi stráklingur hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna og þar áður Al- þýðubandalagið nær samfellt frá árinu 1991. Hann var í miðstjórn þess flokks frá árinu 1987 og þess má einnig geta að drengurinn var fyrst kjörinn bæjarfull- trúi á Akranesi árið 1974, þá rúmlega þrí- tugur að aldri. Þessi skamma reynsla af starfi að stjórnmálum á líklega sinn þátt í því að hann ber virðingartitilinn síma- strákur innan flokksins. Vefþjóðviljinn á andriki.is Óháð eða ekki? En ef það er virkilega stefna aðstand- enda Mannréttindaskrifstofunnar, að hún sé óháð ríkisvaldinu, þá færi auðvit- að bezt á því að þeir byggju þannig um hnútana að starfsemi hennar væri ekki undir því komin hvort hún fengi fjár- framlög frá hinu opinbera eða ekki. Minna má í því sambandi á að mann- réttindasamtökin Amnesty International hafa þá stefnu að þiggja ekki framlög frá stjórnvöldum né stjórnmálaflokkum, hvort sem er hér á landi eða erlendis, í því skyni að tryggja hlutleysi sitt og að samtökin séu óháð slíkum aðilum. Gild- ir einhver önnur formúla um Mannrétt- indaskrifstofu Íslands í þessum efnum? Hjörtur J. Guðmundsson á ihald.is 17. desember 2004 FÖSTUDAGUR28 AF NETINU Þingkosningar fara fram í Noregi á næsta ári. Á því ári munu Norð- menn einnig halda hátíðlegt 100 ára afmæli sjálfstæðistöku Noregs. Það er þegjandi samkomulag norskra stjórnmálamanna að hreyfa ekki við umsókn Noregs um aðild að Evrópusambandinu fyrr en eftir 100 ára afmælið og þingkosn- ingarnar næsta ár. En eftir það getur allt gerst í þessum efnum. Bendir ýmislegt til þess að Norð- menn muni sækja um aðild að Evr- ópusambandinu jafnvel þegar árið 2006. Skoðanakannanir í Noregi leiða í ljós, að mikill stuðningur er nú við aðild Noregs að Evrópusam- bandinu. Og margir sem áður voru andsnúnir aðild eru nú fylgjandi henni. Ef Noregur sækir um aðild að ESB 2006 má reikna með, að Ís- land sigli fljótlega í kjölfarið. Um leið og Noregur yfirgefur EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu, og gengur í ESB eru örlög EFTA ráðin og raunar örlög EES, Evrópska efnahagssvæðisins, einnig. Það yrði mjög erfitt að reka EES-samning- inn með aðeins tvö EFTA ríki og nánast ókleift. Auk þess sem reikna má með að ESB hefði lítinn áhuga á því að viðhalda EES með aðeins tveimur EFTA ríkjum. Áhugi ESB á EES hefur farið minnkandi undan- farin ár og sá áhugi mundi enn minnka og ef til vill hverfa alveg. Allt eru þetta veigamiklar rök- semdir fyrir því, að Ísland mundi feta í fótspor Noregs og sækja einnig um aðild að ESB. En auk þess mundi samkeppnisstaða Nor- egs á mörkuðum ESB batna, ef landið gengi í sambandið og Noreg- ur því standa betur að vígi í sam- keppni við Ísland á þessum mörk- uðum. Sú röksemd mundi einnig þrýsta á Ísland að sigla í kjölfar Noregs varðandi aðild að ESB. En hvað vinnst við aðild að Evr- ópusambandinu? Ísland er með mjög góðan samning við Evrópu- sambandið að því er varðar toll- frelsi fyrir íslenskar sjávarafurðir á mörkuðum ESB, betri samning en Noregur hefur. Flestar sjávar- afurðir Íslands njóta fulls tollfrels- is. Það eru aðeins örfáar sjávaraf- urðir sem ekki fá fulla tollaniður- fellingu. Við aðild að ESB fengjum við væntanlega fullt tollfrelsi fyrir þær einnig en auk þess yrðum við með í ákvarðanatöku innan Evr- ópusambandsins. Í dag er það svo, að Ísland og Noregur verða að taka einhliða við 70-80 % af öllum til- skipunum ESB. Þessi EES lönd fá að taka þátt í vissum nefndum, sem undirbúa tilskipanir en þau fá ekki að vera með þegar ákvarðanir eru teknar. Valdamestu stofnanir ESB eru ráðherraráðið, fram- kvæmdastjórnin og þingið. Ísland og Noregur fá að sjálfsögðu ekki að taka þátt í þessum stofnunum og ekki heldur í sveitarstjórnar- ráði ESB. Ein helsta röksemdin fyrir aðild að ESB er að fá að vera með við ákvarðanatöku. Núver- andi ríkisstjórn segir, að aðild Ís- lands að ESB sé ekki á dagskrá. Og núverandi utanríkisráðherra hefur verið alfarið á móti aðild Íslands að sambandinu. Þetta mundi hins vegar gerbreytast, ef Noregur gengi inn. Þá ætti Ísland ekki auð- velt með að standa fyrir utan. Ég spái því, að ef Noregur gengur inn fljótlega eftir næstu kosningar muni Ísland fylgja í kjölfarið. Það yrði þá hlutskipti Davíðs Odds- sonar að koma Íslandi í Evrópu- sambandið. ■ Á að banna útlensku á Íslandi? EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN LANDBÚNAÐAR- KERFIÐ Hér er enn verið að bera saman epli og appelsínur; það er nefnilega ekki bannað með lögum að mæla á enska tungu á Ís- landi, en það er hinsvegar bannað með lögum að flytja hingað inn ódýrari kjöt- og mjólkurvörur frá útlöndum. ,, BRÉF TIL BLAÐSINS Gengur Noregur í Evrópu- sambandið 2006? BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN EVRÓPUSAMBANDIÐ SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. ÆVINTÝRI GRIMS 28-29 Umræðan 16.12.2004 13.03 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.